Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 íþróttir Víðir Sigurðsson Gylfi og Hreinn Þorkelssynir hafa verið lykilmenn í góðum leikjum ÍR að undanförnu. í gærkvöldi skoraði Gylfi (nr. 15) 40 stig gegn IBK og Hreinn lék einnig mjög vel. ÍBK illa statt Barnwell kemur ekki John Barnwell þjálfar hvorki Val né landsliðið í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Englendingurinn kunni gaf afsvar í gær og þar með eru málefni beggja komin í fyrra horf. Sérstaklega er þetta bagalegt fyrir Valsmenn, óvissa með þjálfaramálin þegar undirbúningstímabilið stendur yfir. Róbert Jónsson hefur séð um Valsliðið síðan Sigurður Dagsson hætti í byrjun janúar og það ætti að vera nærtækast að gefa honum tækifæri. -VS Watford óstöðvandi! Sighvatur og Garðar fyrstir Breiðholtshlaup ÍR var haldið á laugardaginn, en því hafði áður verið frestað vegna ísalaga og var sett inn í hlaupakerfið þegar fresta varð Flóahlaupinu um helgina. Tíu hlauparar mættu til leiks og urðu fyrstu menn sem hér segir: Karlaflokkur - u.þ.b. 17 km mín. 1. Sighvatur D. Guðmundss. ÍR.61,35 2. GunnarBirgisson, ÍR........62,42 3. Bragi Sigurðsson, Ármanni..63,45 4. Magnús Haraldsson, FH......71,36 5. Guðmundur Ólafsson, ÍR.....74,48 Drengjaflokkur 1. Garðar Sigurðsson, ÍR......30.43 2. Viggó Þ. Þórisson, FH......34,01 3. Steinn Jóhannsson, ÍR......34,02 Firma- og hópakeppni Önnur firma- og félagshópa- keppni KR í innanhússknattspyrnu hefst mánudaginn 5. mars og lýkur með úrslitakeppni mánudaginn 19. mars. í flestum tilvikum lýkur keppni í hverjum riðli samdægurs. Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en mánudaginn 27. febrú- ar. Þátttökugjaldið er kr. 2.500 og skal greiða það áður en dregið verður í riðla. í þá verður dregið þriðjudaginn 28. febrúar og mun tímasetning leikja liggja fyrir fimmtudaginn 1. mars. Allar nán- ari upplýsingar veitir Steinþór Guðbjartsson á skrifstofu Knatt- spyrnudeildar KR í KR-heimilinu, milli kl. 3 og 7 alla virka daga, nema föstudaga milli kl. 5 og 7. Sími er 27181. Kraftlyft- inganámskeið Kraftlyftinganámskeið verður haldið í Jakabóli í Laugardal í Reykjavík næstu sex vikurnar, og hefst í dag, miðvikudag. Æfingar verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 20. Óskar Sigurpálsson sér um nám- skeiðið, en hann er fluttur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl úti á landi óg hefur hug á að blása nýju lífi í kraftlyftingaíþrótt- ina. Innritun fer fram á staðnum, eða í sfma 39488. Meistaramót Meistaramót í frjálsum íþróttum fyrir 14 ára og yngri fer fram 25. og 26. febrúar í íþróttahúsinu við Strandgötu f Hafnarfirði og í Bald- urshaga í Reykjavík. Keppni hefst kl. 9.30 í Hafnarfirði á laugar- dagsmorgun og kl. 10 á sunnu- dagsmorgun í Baldurshaga. Skráningarfrestur er til miðviku- dagsins 22. febrúar og er gjald fyrir hverja grein 25 krónur. Skráning- um skal skila til Sigurðar og Magn- úsar Haraldssona, Hverfisgötu 23 Hafnarfirði, síma 52403. Getraunir Aðeins tveir seðlar komu fram með 11 rétta í 24. leikviku Get - rauna og koma 195.170 kr. í hlut hvors aðila. Þá voru 59 raðir með 10 rétta og 2.841 kr. í vinning fyrir hverja. Fátt getur bjargað Keflvíkingum frá falli úr úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir slæmt tap, 100-69, fyrir ÍR í Seljaskólanum í gær- kvöldi. Þeir verða nú að sigra Val og Hauka í síðustu tveimur leikjun- um til að eiga möguleika og jafnvel er óvíst að það dygði til. Leikurinn var jafn framan af en þegar á leið fyrri hálfleik skildu leiðir. ÍR var komið í 51-34 í hálf- leik og skoraði síðan fyrstu 13 stig seinni hálfleiks! Staðan orðin 64-34 og formsatriði að ljúka leiknum. Undir lokin var kappsmálið síðan að ná 100 stigunum, og það tókst með körfu Kolbeins Kristinssonar 3 sekúndum fyrir leikslok. Gylfi Þorkelsson var langbesti maður vallarins, átti hreint stór- kostlegan leik með ÍR. Sjálfsagður í landsliðið með þessu áframhaldi og á fárra færi að skora 40 stig í úrvalsdeildarleik. Pétur Guð- mundsson lék að mestu lýtalaust í sókn og vörn en lét síðan skapið fara með sig og var skipt endanlega útaf um miðjan seinni hálfleik eftir að hafa slegið til Keflvíkings. Heppinn að fá ekki brottrekstur. Hreinn Þorkelsson átti óhemju yfirvegaðan og traustan leik og í heild virkaði ÍR-liðið ákaflega sannfærandi. Jón Kr. Gíslason var besti maður Keflvíkinga, en liðið var ákaflega slakt eins og tölurnar bera með sér. Breiddin er engin á úrvals- deildarmælikvarða, en framtíðin björt með alla þessa ungu stráka. Pétur Jónsson, Þorsteinn Bjarna- son og Guðjón Skúlason áttu allir sæmilegan leik á köflum. Stig ÍR: Gylfi 40, Pétur 21, Hreinn 18, Kolbeinn 10, Benedikt Ingþórsson 6, Bragi Reynisson 3 og Hjörtur Oddsson 2. Stig ÍBK: Pótur 15, Þorsteinn 13, Guö- Jón 12, Jón 11, Sigurður Ingimundarson 6, Matti Stefánsson 6, Björn V. Skulason 4 og Hrannar Hóim 2. Kristbjörn Albertsson og Davíð Sveinsson dæmdu leikinn vel en einkennileg var túlkun þeirra á hvað er brottrekstrarsök og hvað ekki. Staðan í úrvalsdeildinni: Njarðvík......17 13 4 1300-1205 26 Valur..........17 9 8 1414-1330 18 KR.............17 9 8 1252-1236 18 Haukar.........17 8 9 1247-1262 16 ÍR.............18 7 11 1403-1393 14 Keflavík.......18 6 12 1204-1383 12 Watford er á óhemju hröðu skriði í deild og bikar í ensku knattspyrnunni þessar vikurnar. Liðið er talið einna líklegast til að vinna bikarkeppnina, það er einnig komið í slaginn um Evrópusæti í 1. deildinni, skaust upp í áttunda sæt- ið í gærkvöldi með frábærum sigri gegn West Ham á útivelli í London, 4-2. Watford vermdi fallsæti fram- an af í vetur en nú er öldin önnur. Southampton vann einnig sannfærandi útisigur, 3-0 í Ipswich, en heimaliðið þar dregst æ meir inní fallbaráttuna. Mikil hamskipti á þeim bæ í vetur til hins verra. Notts County og Tottenham léku einnig í Nottingham og markalaust iafntefli varð útkoman þar. í 2. Ifeild er Grimsby komið í 3. sæti, uppfyrir Man.City og Newcastle, eftir 2-1 sigur á Derby County. íslenska landsliðið í badminton tekur þátt í Thomas/Uber Cup, einu sterkasta badmintonmóti sem haldið er í heiminum, i Belgíu um næstu helgi. Þetta er undankeppni og komast þrjár þjóðir úr Thomas Cup, sem er karlakeppni, og tvær úr Uber Cup, sem er kvenna- keppni, í sjálft aðalmótið sem hald- ið verður síðar. Karlalandsliðið leikur í riðli með Skotum, Vestur-Þjóðverjum og Belgum í C-riðli í Thomas Cup, en 15 þjóðir taka þar þátt. Átta þjóðir taka þátt í Uber Cup og andstæð- Olafur og Ingvar með Hólmara Ólafur Sigurðsson og Ingvar Jónsson hafa tekið við þjálfun 3. deildarliðs Snæfells úr Stykkis- hólmi í knattspyrnu. Þeir félagar eru heimamenn og hafa leikið með liðinu undanfarin ár. Snæfell hefur fengið góðan liðsstyrk þar sem er Sævar Geir Gunnleifsson, fram- herjinn fljóti úr Breiðabliki, en Sæ- var er Hólmari að upplagi. -gsm/VS ingar íslensku stúlknanna eru geysisterkir, eða Danir, Hollend- ingar og Svíar. Landsliðið er skipað 10 leik- mönnum sem allir koma frá TBR. Þeir eru eftirtaldir: Elísabet Þórð- ardóttir, Inga Kjartansdóttir, Kristín B. Kristjánsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Þórdís Edwald, Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adolfsson, Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason og Þorsteinn Páll Hængsson. Með í förinni verða Hrólfur Jónsson þjálfari og Elín Agnarsdóttir fararstjóri. -VS Unglingamót íslands í fim- leikum var haldið í Laugardals- höllinni um helgina, laugardagog sunnudag. Þátttaka var meiri en nokkru sinni fyrr, 109 keppendur mættu til leiks, og þá voru áhorf- endur óvenju margir, um 350 er mest var. Úrsiit á mótinu urðu sem hér segir: Fyrri dagur - saman- lagt - Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Linda S. Pétursd. Björk....30,60 2. Eva Hilmarsd. Björk........23,40 3. Llnda B. Logad. Gerplu.....20,95 11-12 ára: 1. HannaL. Frlöjónsd.Gerplu...36,25 2. Vilborg Hjaltalin, Ármanni.31,45 3. Birna Einarsd. Ármanni.....30,80 13-14 ára: 1. Bryndís Ólafsd. Gerplu..35,65 2. Hlín Bjarnad. Gerplu....34,25 3. Hjördfs Bachman, Ármanni.31,20 15-16 ára: 1. Dóra S. Óskarsd. Björk.....35,65 2. SfgríðurÓlafsd. Ármanni...33,00 3. Alda Hauksdöttir, Ármanni.30,85 Drengir 10 ára og yngri: 1. AnthonyVernhard, Ármanni....36,95 2. Markús Þórðarson, Björk...34,65 3. Andrl Einarsson, Ármanni..29,15 11-12 ára: 1. Aöalsteinn Finnbogas. Gerplu 41,05 2. Sigurður Ólason, Akureyri.39,10 3. Krlstján Stefánss. Björk..38,80 13-14 ára: 1. Guðjón Guðmundss. Ármanni 52,40 2. JóhannesSlguröss.Ármanni 50,65 3. Stefán Stefónsson, Akureyri ....49,00 15-16 ára: 1. ArnórDiegó, Ármanni.....51,90 2. Baldvin Hallgrímss. Akureyri ...44,25 3. Biöm Guðmundss. Ármanni ....39.05 Síðari dagur - úrslit Stúlkur Stökk: 1. Bryndis Ólafsd. Gerplu...8,80 2. Dóra Sif Óskarsd. Björk..8,70 3. Hanna L. Friðjónsd. Gerplu.8,45 Tvfslá: 1. Hanna L. Friðjónsd. Gerplu.9,55 2. Dóra Sif Óskarsd. Björk..9,55 3. Bryndfs Ótafsd. Gerplu...9,40 Slá: 1. Sigrfður Ólafsd. Árm.......9,45 2. Hanna L. Friðjónsd. Gerplu.9,35 3. Dóra Sif Óskarsd. Björk....9,35 Gólf: 1. HannaL. Frlðjónsd. Gerplu..8,90 2. BryndisÓlatsd. Gerplu....8,35 3. Dóra Sif Óskarsd. Björk..8,25 Drengir Gólf: 1. GuðjónGuðmundss.Ármanni 17,60 2. Arnór Diegó, Ármanni....17,05 O I X L. . ^ ^ A O I M ■ .. k ÁKM-nHHI 4 c A n Bogahestur: 1. Jóhannes Sigurðss. Ármanni 17,05 2. ArnórDiegó, Ármanni......16,70 3. Guðjón Guðmundss. Ármanni 15,75 Hringir: 1. Guðjón Guðmundss. Ármanni 17,65 2. Amór Diegó, Ármanni......17,35 3. Stefán Stefánsson, Akureyri.... 16,65 Stökk: 1. Amór Díegó, Ármanni......18,55 2. Stefán Stefánsson, Akureyri.... 18,15 3. Jóhannes Sigurðsson, Ármannl 18,00 Tvíslá: 1. GuðjónGuðmundss. Ármanni 18,40 2. Arnór Diegó, Ármanni....18,10 3. Stefán Stefánsson, Akureyri ....47,25 Svifrá: 1. Guðjón Guðmundss. Ármanni 17,85 2. Stefán Stefánss. Ármanni.16,55 3. Jóhannes Sigurðsson Ármanni 16,45 -vs Landsliðin í badmin- ton fara í sterk mót

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.