Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983: Markaði stefnu í tölvumálum „Fraru til þessa hafa karlmenn stýrt tækniþróuninni og tekið ákvarðanir sem snerta afdrif allra, en sjónarmið kvenna gætir þar lítt“, segir m.a. í ályktun landsfundar Alþýðubandalagsins um sjálfvirkni og tölvur. Landsfundur Alþýðubanda- lagsins 1983 samþykkti ítar- legaályktun um tölvu- og atvinnumál og mun það eini stjórnmála- flokkurinn á landinu, sem markað hefur sér ákveðna stefnu í þessum málum. Hér á eftir fara helstu atriðin í þessari samþykkt lands- fundarins. Tölvutæknin gefur fyrirheit um aukna fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, meiri afrakstur af fram- leiðslunni til skiptanna, styttri vinnutíma, betra vinnuumhverfi og stóraukin tækifæri launamanna til meðákvörðunar á vettvangi vinn- unnar. En andstæður þessara fyrir- heita: meiri samþjöppun auð- magns, einhæfari og firrtari vinnu- aðstæður, ólýðræðislegri sam- starfshættir eru einnig hugsanlegir fylgifiskar tölvutækninnar. Samtök íslenskra launamanna, og Alþýðu- bandalagið sem höfuðmálsvari þeirra á hinum pólitíska vettvangi, standa nú frammi fyrir því erfiða, en um leið heillandi, viðfangsefni að ná undirtökunum í þeirri glímu, sem snýst um það hvort tölvu- tækninni verður beitt til arðráns og samþjöppunar valds, eða hvort hún verður virkjuð í þágu mannúð- ar og jöfnuðar eins og hún hefur allar forsendur til. Tölvutæknin og sú sjálfvirkni í framleiðslu og þjónustu, sem af henni hefur leitt, er rökrétt fram- hald fyrri stiga efnahags- og tækni- þróunar iðnaðarþjóðfélagsins. Hún mun því, þrátt fyrir ýmis sér- einkenni, birtast okkur í atvinnulíf- inu líkt og hver önnur tækni á tím- um hraðrar hagræðingar og sjálf- virkni. Með innlendri þekkingu og hug- viti ætti að vera unnt að nýta nýja tækni til að leysa margháttuð verk- efni í íslensku atvinnulífi og renna þannig stoðum undir fjölbreytta framleiðslu fyrir innanlandsmark- að og til útflutnings. íslenskur raf- iðnaður er hins vegar vanbúinn til að taka á þessum verkefnum og er því brýnt, að með stjórnvaldsað- gerðum verði stuðlað að aukinni notkun rafeindabúnaðar í atvinnu- lífi landsmanna og innlend fram- leiðsla, jafnt vél- sem hugbúnaður, verði efld. Tölvutæknin er hvorki góð né ill í sjálfri sér, fremur en önnur tækni. Notkun hennar mun spegla félags- legt ástand og efnahagsleg og pólit- ísk valdahlutföll í landinu. Fram til þessa hefur þróun og aðlögun tölvutækninnar verið í höndum at- vinnurekenda og sérfræðinga þeirra, og svo mun verða enn um sinn. Fyrirsjáanlegum afleiðingum tækninnar getur verkalýðshreyf- ingin mætt með samningum og stjórnmálamennirnir með laga- setningu. Fram til þessa hafa stjórnvöld í litlum mæli beitt þeim tækjum, sem þau hafa yfir að ráða til þess að finna tölvutækninni þann farveg, sem best mundi nýtast í þágu íslensks atvinnulífs með sérkennum þess og tækifærum. Tölvur, atvinnulíf og sjálfvirkni Tölvutæknin hefur ekki aðeins áhrif á innlendan vinnumarkað, heldur og á samskipti okkar við önnur ríki. Allar þjóðir, sem við höfum viðskipti við eða erum í samkeppni við, taka tölvutæknina í þjónustu sína í vaxandi mæli. Þær breytingar, sem má geta sér til að fylgi þessum nýju atvinnuháttum, munu gerast hraðar en dæmi eru til um áður. Ýmis störf munu úreld- ast, önnur munu taka verulegum breytingum og ný störf munu verða til. Sífellt styttri tímaskeið tækni- nýjunga og sívaxandi sjálfvirkni ýta undir meiri hreyfanleika á vinnumarkaðnum. Því fylgir sú hætta, að þeim muni fjölga, sem ekki finna störf við sitt hæfi, jafnvel gæti þróunin kallað fram áður óþekktar hagsmunaandstæður á meðal launamanna. Við þessari hættu verður að bregðast með skipulegu upplýsingastarfi, kröfum um meðákvörðunarrétt og ráðstöf- unum, sem tryggj a besta undirbún- ing ungmenna á leið út á vinnu- markað og rétt annarra hópa, sem kunna að standa höllum fæti t.d. á sviðum, þar sem tölvutæknin leiðir til þess, að þörfin fyrir vinnuafl stórminnkar. Mikil tilfærsla í atvinnulífinu og uppbyggingu þess raskar einnig æskilegu jafnvægi milli byggðar- laga, nema stjórnvöld beiti þeim ráðum, sem þeim eru tiltæk til að verjast því. Kostnaðarhlutfall milli fjárfest- ingar og vinnuafls ræður miklu um hraða tæknibreytinga. Verkalýðs- hreyfingin og málsvarar hennar verða að beita öllum styrk sínum til þess að koma í veg fyrir að skamm- sýnir einkaaðilar, sem stjórnast af von um skjóttekinn gróða, verði látnir ráða ferðinni, með þeim af- leiðingum, að þeir safni gildum sjóðum, en samfélagsheildin sitji eftir með hina raunverulegu út- gjaldaliði: atvinnuleysi og félags- lega og efnahagslega röskun. Náist ekki samningar milli aðila vinnumarkaðarins er Alþýðu- bandalagið viðbúið því að beita sér fyrir löggjöf um, að atvinnurek- endum verði gert skylt að hafa samráð við viðkomandi verka- lýðsfélög um leið og athugun hefst á því, hvort ný tækni skuli tekin upp á vinnustað. Tryggja verður meðákvörðunarrétt starfsmanna og verkalýðsfélaga um hvaða þarfir á að uppfylla, hvernig tækni skuli nota, hve hratt hún skuli tekin í notkun og livað skuli gert til að koma í veg fyrir kerfisbpndna skráningu upplýsinga um starfs- menn, sem atvinnurekendur miðli sín á milli. Áhrif tœkniþróunar Ör tækniþróun á sér nú stað á íslandi og mun hér sem annars staðar valda mikilli röskun á vinnu- markaði. Störf munu leggjast nið- ur, önnur breytast og ný verða til. Margt bendir til þess að neikvæðar hliðar þessara breytinga bitni frem- ur á konum en körlum. Þar veldur mestu hefðbundin verkaskipting milli karla og kvenna á vinnumark- aðnum. Þau störf sem mest mun fækka í vegna tölvuvæðingar á næstunni eru störf ófaglærðra í iðnaði og al- menn störf í skrifstofu- og við- skiptagreinum, - störf sem konur vinna nú að miklum meirihluta og sem um leið eru stærsti hluti þeirra starfa, sem konur inna af hendi utan heimilis. Á sama tíma vex til- hneiging til að hagræða vinnutíma eftir þörfum atvinnurekenda og bjóða konum aðeins hlutastörf, greidd með hluta af launum. Ný störf sem orðið hafa til á vinnumarkaðnum í kjölfar tölvu- tækni og sjálfvirkni eru fyrst og fremst á sviðurn, þar sem karlar ráða nú ferðinni. Þau nýju störf sem koma í hlut kvenna reynast einhæf og illa launuð. Þá munu nú einnig í ríkari mæli opnast mögu- leikar til launaðrar heimavinnu, sem hafa skiljanlegt aðdráttarafl fyrir foreldra. Hætt er þó við að slíkt tilhögun festi enn í sessi kyn- greint vinnumynstur og tvöfalt vinnuálag kvenna valdi félagslegri og faglegri einangrun. Jákvæðar hliðar tæknibyltingar nútímans gætu komið fram í aukinni framleiðni og styttri vinnu- tíma með óskertum launum sé vel á haldið. Fram til þessa hafa karl- menn stýrt tækniþróuninni og tekið ákvarðanir sem snerta afdrif allra, en sjónarmiða kvenna gætir þar lítt. Fjárfest hefur verið í tækj- um og búnaði án tillits til hagsmuna starfsfólks eða teljandi samráðs við samtök þess. Alþýðubandalagið telur eðlilegt að atvinnurekendum verði gert skylt að hafa fullt samráð um tæknibreytingar við viðkomandi verkalýðsfélög og að við ákvarðan- ir sé tekið tillit til sjónarmiða og hagsmuna kvenna og stuðlað að því að brjóta niður múra kyn- greinds vinnumarkaðar. Náist ekki samkomulag þar að lútandi milli aðila vinnumarkaðarins mun Al- þýðubandalagið beita sér fyrir nauðsynlegri lagasetningu. Verða það forréttindi í framtíðinni að hafa laun? var m.a. spurt á fróðlegri ráðstefnu Jafnréttisráðs og Skýrslutaeknifélags íslands sl. föstudag um áhrif tölvuvæðingar á atvinnulífið með tilliti til jafnréttis gestir voru sammála um, að áhrifin munu verða mun meiri á störf kvenna en karla og var vitnað til er- lendra kannana til stuðnings þeim málflutningi. Má þar nefna, að í Danmörku er talið að á næstu 10 árum muni 75 þúsund skrifstofustörf hverfa, en eins og væntanlega mun kunnugt gegna konur þessum störfum að ntiklum meirihluta. Þá telur verkalýðs- hreyfingin í Bretlandi, að árið 1990 muni verða 20 prósent atvinnuleysi ( skrifstofustörfum þar í landi. Upplýsingar þessar kontu fram í máli Lilju Ólafs- dóttur. En það þarf svo sent ekki að fara út fyrir land- steinana, til þess að fá sönnun fyrir þessu atriði. 1 máli Lilju kont einnig fram, að þegar tölvuvæðing hófst hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík hafi yfirvinna horfið með öllu, en áætlað var að hún jafngilti 4 stöðugildum. Þetta þýddi léttari vinnu og betra starfsumhverfi - en mun minni tekjur þegar á heildina var litið. Þessunt störfum gegna konur. Þá sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir frá því, að árið 1983 hafi konur verið 68 prósent þeirra, er starfa í bönkum, og næstum helmingur þeirra er undir þrítugu. Menntun kvennanna er mun minni en menntun karlanna og sú staðreynd hlyti að vekja ugg, um franttíð kvennanna, þegar tölvuvæðingin væri annars vegar. Hrafnhildur sagði frá því að reynslan frá Danmörku sýndi, að við tölvuvæðing- una lentu leiðinlegri og einhæfari störf undantekn- ingarlaust á konunum. Fyrirlesarar voru sammála um, að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins yrðu að stýra þróun tölvu- væðingarinnar, og í sama streng tóku fulltrúar stjórnmálaflokkanna og frá ASÍ og VSÍ. Að öðrum kosti gæti komið að því, sem Jakob Sigurðsson orð- aði með spurningunni: Verða það forréttindi að hafa laun? aS( kypjanna. (Ljósm.: Atli). Tölvur og konurnar: Þróuninni vcrðiir að stýra Áhrif tæknibreytingarinnar á atvinnulífið með til- liti til jafnréttis kynjanna nefndist ráðstefna, sem Jafnréttisráð og Skýrslutæknifélag íslands gengust fyrir sl. föstudag. Ráðstefnugestir voru almennt sammála um, að örtölvutæknin væri að haida innreið sína hérlendis og jafnframt, að ekki ætti að setja sig upp á móti henni. Spurning væri hins vegar, hvemig stjórna mætti þessari þróun þannig að hún komi öllum landsmönnum til góða. Ráðstefnan var tvískipt. Voru annars vegar hald- in erindi um áhrif þessara tæknibreytinga á atvinnu- lífið og hins vegar héldu fulltrúar stjórnmálaflokk- anna stuttar tölur um stefnu síns flokks í þessum málunt. Ennfremur kynntu Vinnuveitendasamband íslands og Alþýðusamband íslands sína stefnu. Þau sem fluttu erindi voru: Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, Lilja Ólafsdóttir, deildar- stjóri hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar, Jakob Sigurðsson, forstöðumaður tölvu- ■ deildar Flugleiða, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri, og Gylfi Kristinsson, sem kynnti störf nefndar er kanna áhrif tölvuvæðingarinnar á atvinnulífið. Nefnd þessa skipa fimm karlmenn, og skýtur það nokkuð skökl.u við, þar sent ráðstefnu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.