Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 22. febrúar 1984 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umþrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná i afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur sima 81348 ) og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Rafmagnið fór á Patreksfirði Skurðaðgerð við vasaljós Sá óvenjulegi atburður átti sér stað á Patreksfirði í síðustu viku, að meirihátt- ar skurðaðgerð var fram- kvæmd þar á sjúkrahús- inu við lýsingu frá vasa- Ijósi einu saman. Sjúklingurinn sem hér um ræðir þjáðist af alvarlegum innvortis blæðingum, og hefði við eðlilegar aðstæður verið sendur til Reykja- víkur til lækninga, þar sem aðstæð- ur eru betri. Ofært reyndist hins vegar suður vegna veðurs, en til- viljun réði að eini læknirinn á staðnum var gamalréyndur skurð- læknir. Hann ákvað að gera hol- skurð til þess að stöðva blæðing- una, en þegar aðgerðin stóð sem hæst í gamla sjúkrahúsinu fór raf- magnið af staðnum og niðamyrkur varð á skurðstofu. Var síðan bjarg- ast við vasaljós, en aðgerðin tókst engu að síður vel og er sjúklingur- inn nú útskrifaður af sjúkrahúsinu og heill heilsu. Rafmagnsleysið á Patreksfirði orsakaðist af slitinni rafleiðslu. Sjálfvirk rafstöð, sem fer í gang, þegar rafstraumur rofnar, hefur verið keypt til sjúkrahússins á Pat- reksfirði, en hún hefur ekki verið tengd ennþá. -ólg. Kvótinn að koma Mikil óánægja Kvótaskiptingin á hvert skip er nú aö sjá dagsins Ijós. Þegar er kominn kvóti fyrir um þaö bil 700 fiski- skip og um 150 trillur. Mikil óánægja er nú hjá þeim útgeröarmönnum, sem eiga nýjustu skipin, enda fara þau einna verst úrúr kvótaskiptingunni. Hefur veriö mikið annríki í sjáv- arútvegsráðuneytinu vegna þessa máls undan- farna daga. í kvótaskiptingunni er landinu skipt í tvö svæði, norður- og suður- svæði. Norðursvæðið nær frá Breiðafirði til Hornafjarðar en suðursvæðið hinn hluti miðanna. Menn segja að norðursvæðið fari mun verr útúr skiptingunni, þar sem skip á því svæði hafa nær ein- göngu veitt þorsk sl. 3 ár, en skerð- ingin er mest á þorskveiði. Búist er við að kvótaskiptingu þeirra skipa sem eftir eru ljúki um mánaðamótin. -S.dór Þjóðkirkjan: Börnin láta ekki ófærðina aftra sér frá útiveru. Þessi snáði ók farartæki sínu galvaskur um bæinn í gær. Enda ekki farartæki af verri endanum - þarfasti þjónninn á fjórum hjólum. Mynd-eik. Vill byggja á Skólavörðuhæð ,Jú, það er alveg rétt sem segir í Þjóðviljanum á sunnudag að um- svif kirkjuiegrar starfsemi sem tengist biskupsembættinu verða stöðugt meiri. Við höfum því íhug- að flutning á skrifstofum okkar úr þröngu leiguhúsnæði og það hcfur verið rætt um að við festum kaup á öðru húsi Krabbameinsfélagsins við Suðurgötu, þ.e. húsið nr. 22“, sagði Pétur Sigurgeirsson biskup í samtali við Þjóðviljann í gær. „Eg vil hins vegar minna á hug- myndir um byggingu Húss kirkj- unnar á Skólavörðuhæð sem lengi hafa verið uppi. Það er áratuga gamall draumur að kirkjan eignist þak yfir stofnanir sínar og við höf- um fyrir margt löngu fengið úthlut- að lóð á horni Mímisvegar og Eiríksgötu og stefnum á að byggja þar“, sagði biskup ennfremur. Hann sagði að þrátt fyrir umleitan- ir um kaup á Suðurgötu 22 væri þar aðeins um bráðabirgðaráðstöfun að ræða og kvaðst hann vonast til að draumurinn um byggingu Húss kirkjunnar á Skólavörðuhæð yrði fyrr en síðar að veruleika. Flugvél hlekktist á Kl. 11.21 í gærmorgun lenti út- lend flugvél í ferjuflugi of snemma niður áður en hún náði brautinni, þannig að hægra aðalhjól hennar laskaðist og gaf sig. Flugvélin seig niður á hægra væng er hún rann eftir brautinni og út af henni hægra megin, þar sem hún stöðvaðist í snjóskafli. Flugmaðurinn var einn um borð í vélinni og slapp óm- eiddur en töluverðar skemmdir urðu á vélinni. í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn um óhappið í gær, segir að vélin sé skráð á Fílabeinsströndinni í Afríku en hafði verið seld til Bandaríkjanna. Hér er um 19 far- þega vél að ræða, en flugmaður er breskur og alvanur ferjuflugi af þessum toga. -óg Hinar miklu loðnugöngur við ísland Úr litlum stofni frá 1981“ 99 segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur „Samkvæmt okkar kokkabók- um var hrygingarstofn þeirrar loðnu sem nú er verið að veiða afar lítill. Stofninn er frá árinu 1981 og þaðvirðistsem náttúruleg skilyrði hafi verið þessum árgangi mjög hag- stæð“, sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur er hann var spurður um loðnu - göngu þá sem nú væri verið að veiða við ísland. Hjálmar kom fyrir nokkru úr leiðangri á loðnumiðin og þar kom í ljós að loðnan hefur fitnað um 16% frá því í haust. „Petta er mjög óvenjulegt og við höfum ekki orðið varir við svona þyngd- araukningu áður“, sagði Hjálmar ennfremur. Hjálmar sagði að þessi óvenju- lega þyngdaraukning, sem nemur að meðaltali um 3 gr á hvern fisk, gæti ekki stafaö af öðru en loðnan hefði á einhvern hátt komist í æti á leið sinni austur með Norður- landi og suður með Austfjörðum og haldið áfram að éta lengur frameftir vetrinum en eðlilegt er. Petta væri mjög óvanalegt. Þessi þyngdaraukning og sú viðbót sem fannst af loðnu frá þ\ í í mælingum sl. haust, sem hefði verið meiri en hann bjóst við, hefði ráðið því að lagt var til að auka loðnuveiðikvótann um 265 þúsund lestir eða uppí alls 640 þús. lestir. „Sú loðna sem nú er að veiðast norðvestur af Eyjum er ennþá uppundir 11% feit sem er mjög óvenjulegt og það þaf raunar að fara aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega fitutölu á þess- um tíma árs. Sá munur er þó á stöðunni 1973 og nú að þá var loðnan á sama tíma ennþá fyrir austan Iand. Loðnan hefur haldið fitunni alveg óvenju lengi núna.“ Er þá ekki von á hrygningu á næstu dögum? „Síðasta sýni sem við höfum er frá 15. febrúar og þá var hrogna- fylling orðin 17.5% en loðnan hrygnir þegar fyllingin er á milli 25-30%. Eg held því að það sé minnst hálfur mánuður þar til fyrsta loðnan byrjar að hrygna.“ Hjálmar sagði ennfrentur að hann ætti ekki von á vesturgöngu að þessu sinni. Svæðið norður og vestur af Vestfjörðuin hefði verið kannað gaumgæfilega um síðustu mánaðamót og aðeins fundist ó- kynþroska loðna. Pó vildi hann ekki taka fyrir að einhver ganga kæmi inn í Faxaflóa frá Vest- fjörðum. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.