Þjóðviljinn - 25.02.1984, Page 4
4 SÍ»4 - ÞJÓPVILJI^ iHelgji} 2^,-^ febrúar
Mari Kollansrud, formaður norsku fornminjasamtakanna:
Þegar forhertur piparsveinn
hrósar happi yfir því, að hann sé
orðinn öruggur gegn öllum ást-
arfreistingum, sökum tœmandi
þekkingar sinnar á kvenþjóð-
inni, á hann það mest á hœttu, að
verða leiksoppur draumblíðrar,
sextán ára meyjar.
Walter Pulitzer.
Þeir sem
hafa rétt
Fjalakettinum
gætum við tapað
í Noregi, en
Skúlagatan yrði
ekki framkvæmd
vilja
fyrir
á neinu hinna
Norðurlandanna!
„Tak áður
eyðist,
unaðar rós!“
Jón Þorláksson á Bægisá (1744-1819)
var höfuðskáld sinnar tíðar og mikill
Ijóðaþýðandi. Hér eru sýnishorn af
þýðingum hans.
Ástarlýsing
Hver, sem ást til annars ber,
undir þann sig gefur;
hinn, sem boðin elskan er,
yfirráðin hefur.
Hver, sem ást til annars ber,
undir gengst að líða;
þeir, sem boðin elskan er,
álögurnar smíða.
(úr latínu)
Hver var eg
Hver var eg þegar upp hófst öld
sem út nú fló?
ekkert, sem skapast átti þó.
Hver verð eg þegar út fer öld
sem upp hefst nú?
Guð, minn skapari, það veist þú!
(úr latxnu)
Viðkvæði
Líf svo ei leiðist,
lífsvorið glaðvært kjós!
Tak, áður eyðist,
unaðarrós!
(úr dönsku)
Svona leit Kirkjustræti
í Reykjavík út í byrjun
aldarinnar. Enn standa
að sjálfsögðu Dóm-
kirkjan og Alþingis-
húsið og einnig tvö
timburhús, hið fjórða
og fimmta frá hægri.
Fógetagarðurinn til
vinstri.
friða
sér
„Það er ekki auðvelt að vera að koma
hingað í fyrsta sinn, stoppa nokkra
daga og eiga svo að svara svona
spurningum. Ég verð samt að segja að
ég held að hvergi á Norðurlöndum
myndu menn framkvæma þetta svo-
kallaða Skúlagötuskipulag ídag. Það
er ekki aðeins að þar muni hverfa mörg
og sögulega stórhýsi, tengd atvinnu-
sögu landsins, heldur mun svipmynd
bæjarins breytast stórkostlegatil hins
verra. Hvað Fjalaköttinn varðar, þá
gerist það því miður á hverjum degi að
hús eins og þetta eru rifin og slíku máli
gætum við tapað í Noregi í dag. Mér
finnst hins vegar ekki að svo ætti að
fara. Bíósalurinn ereinstakurog Fjala-
kötturinn er hluti af hverfi sem upplagt
erað varðveita, umhverfislegaséð. Þið
eigið heldur ekki svo mikið af húsum, -
menn ættu að hafa efni á að varðveita
þetta.“
„Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þeir
sem hafa viljað friða hafa haft rétt fyrir sér.
Þegar hús eða önnur mannvirki eru rifin sjá
menn eftir því og þegar búið er að gera þau
upp í sitt upprunalega horf, þá eru allir
sáttir við friðunina“, sagði Mari Koll-
ansrud, arkitekt, framkvæmdastjóri norsku
fornminjasamtakanna, „Fortidsminnefor-
eningen". Mari var hér í síðustu viku í boði
Norræna hússins og Árbæjarsafns og hélt
nokkra fyrirlestra í Reykjavík og á Akur-
eyri. Hún hefur starfað á skrifstofu forn-
minjasamtakanna í Osló í 5 ár, en frítímun-
um ver hún í annað áhugamál sitt: trjárækt
og trjávernd, en hún er formaður í 350
manna hóp sem nefnir sig „Vini trjánna".
Norsku fornminjasamtökin eru samtök
áhugamanna og eru um 6000 félagsmenn í
þeim í 20 deildum víðs vegar um landið.
Samtökin voru stofnuð 1844 og eiga nú og
hafa umsjón með 36 friðuðum byggingum,
þeirra á meðal 8 norskum stafakirkjum sem
þau björguðu frá niðurrifi. „Embætti
þjóðminjavarðar var ekki stofnað formlega
í Noregi fyrr en 1912,“ segir Mari, „og fram
tii þess tíma sáu samtökin um verndun og
viðhald allra þjóðminja í landinu og höfðu
starfsmann sem launaður var af ríkinu.
Viss 'auðinn
Viss iðinn! værðin sæla,
vinui ! bíður þín;
gleði; tr! gleym að væla!
grafat. mun enda pín.
Hvað ( hið valta vina-mæti?
víf að kyssa’ og faðma snjallt?
Hvað er það allt í heimi kætir
hjá því vissa’ að deyja skalt?
(upphaf þýðingar úr dönsku kvæði)
Mari Kollansrud: Við viljum ekki bara kynnast sögunni af bókum, -
með eigin augum.
við viljum sjá hlutina
Fram til aldamótanna snerist allt um mið-
aldirnar, en samkvæmt norskum lögum er
allt sem eldra er en frá 1537 friðað. Eftir að
þjóðminjavörður kom til skjalanna hafa
samtökin einbeitt sér að verndun og friðun
þjóðminja sem ekki falla undir embætti
hans og við erum sífellt að færast nær nútím-
anum í þeim efnum. Til dæmis höfum við
friðað nokkur hús frá þessari öld, fúnkis-
húsin og sveitser-húsin.“
„Ástæðurnar fyrir því að við viljum varð-
veita hús, brýr, vegi og önnur mannanna
verk er að við viljum ekki bara sjá söguna á
bók, við viljum sjá hana með eigin augum,“
segir Mari. „Forsendurnar hafa breyst með
tímanum, - nú eru það ekki aðeins eld-
gömul skrauthýsi og hallir sem talið er
nauðsynlegt að varðveita, heldur það sem
er einkennandi fyrir hvern tíma, gömul úti-
hús á bóndabæjum og heilu bæirnir, hverfi í
bæjum sem hafa sérstakt svipmót þó hvert
hús fyrir sig sé ekki svo merkilegt. Við erum
nú farin að leggja áherslu á að varðveita hús
frá þessari öld, fúnkis-húsin sem ekki hafa
verið metin að verðleikum og smám saman
eru að hverfa."
„En það er ekki hægt að friða öll hús. Það
þarf að sýna eigendunum fram á hvað hann
hefur í höndunum og hvernig hann heldur
því best við. Fá fólk til að skilja að
augnstungur og röng klæðning utaná gam-
alt hús er smekkleysa. Þess vega gefum við
út leiðbeiningar til húseigenda um endur-
nýjun glugga, um þök, um liti og áferð sem
tilheyrir hverri húsagerð og hverjum tíma.“
Fortidsminneforeningen gefur einnig út
tímaritið Fortidsvern sem kemur út fjórum
sinnum á ári og er Mari Kollansrud ritstjóri
þess. Hún sýndi leiðbeiningaheftin og tíma-
ritið á fyrirlestrum sínum og kennir þar
margra grasa. En hvernig er útgáfan og
starfsemin kostuð?
„Á fj árlögum norska ríkisins fáum við í ár
jafnvirði 2,5 miljóna íslenskra króna,“ segir
Mari „Fyrir þá fjárhæð höldum við úti skrif-
stofú í Osló, en deildirnar 20 eru reknar af
sjalfboðaliðum. Meginhlutinn fer í að
standa straum af útgáfu, en þegar leggja
þarf út í kostnaðarsamar endurbætur á ein-
hverjum mannvirkjum getum við sótt um
styrki og eins útvegað fé meðal fyrirtækja
og einstaklinga.“
Blaðamaður átti þess kost að hlýða á tvo
fyrirlestra Mari Kollansrud, annan í Ás-
mundarsal um húsavernd og hinn í Árbæj-
arsafni um trjárækt. Mari er einstaklega
skemmtilegur fyrirlesari sem ekkert er að
klípa utanaf gagnrýni sinni á virðingarleysi
og smekkleysi nútímasamfélagsins. Hún
byggir fyrirlestrana í kringum litskyggnur
sem hún hefur sjálf tekið og meðal þess sem
hún gagnrýndi harðlega er stolt Oslóarbúa,
- Karl Johann. „Sjáiði bara“, sagði hún.
„Við allan Karl Jóhann er það aðeins þing-
húsið sem ekki er útatað í smekklausum
auglýsingaspjöldum. Þeir hafa ekki hleypt
flokkunum enn í það, en miðað við þróun-
ina gæti allt eins komið að því.“ , 1