Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 7
rielgin 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 L.H. Miiller fór í frækna för uppúr Eyjafirði, suður yfir Sprengisand, árið 1925 og var þessi mynd þá tekin. Ferðafélagar hans voru Reidar Sörensen, Axel Grímsson og Tryggvi Einarsson frá Miðdal. Fyrsta stjórn Skfðafélags Reykjavíkur. sjötiu ára Reykj avíkur „Hinn 26. febrúar 1914 er merkisdagur í skíðasögu okkar, því þann dag var stofnað Skíðafélag Reykja- víkur. L.H. Mullereraðal- hvatamaður að stof nuninni, og var að sjálfsögðu kosinn fyrsti formaður þess, en með honum í stjórninni félagar hans, Herluf Clausen og Tryggvi Magnússon, enn- fremur Steindór Björnsson frá Gröf og Pétur Magnússon (Hoffmann) bróðirTryggva.“ Svo segir í bók Haralds Sigurðs- sonar, Skíðakappar fyrr og nú, um stofnun Skíðafélags Reykjavíkur sem heldur upp á 70 ára afmæli sitt þennan dag, 26. febrúar. Skíðafé- lagið hefur fram á þennan dag stað- ið fyrir ötulli starfsemi og ávallt verið framarlega í flokki í skí$a- málum hér á landi. í sögu félagsins er af mörgu að taka. Strax eftir stofnfundinn var efnt til skíðanámskeiðs eða skíða- skóla sem fór fram á kvöldin, bæði fræðileg og verkleg kennsla. Einn- ig var skorað á alla landsmenn að veita skíðaíþróttinni lið og meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við þá áskorun voru Hannes Hafstein ráðherra, Jón Þórarinsson fræðs- lumálastjóri, Þorsteinn Gíslason ritstjóri og stjórnarmenn íþróttas- ambands Islands. Skíðafélag Reykjavíkur reisti skíðaskálann í Hveradölum og var hann tekinn í notkun árið 1935. Fé- lagið hefur síðan séð um rekstur háns og staðið sig þar með miklum ágætum. Árið 1937 gekkst félagið fyrir fyrsta Landsmóti skíðamanna en þar mættu til leiks keppendur frá ísafirði, Siglufirði, KR, Ár- manni og Skíðafélagi Reykjavíkur. Keppt var í göngu og stökki og í göngunni var keppt um „Thule- bikarinn", sem gefinn var af Vá- tryggingafélaginu Thule. Fljótlega tóku aðrir aðilar við framkvæmdum skíðamóta, og þá beindist starf félagsins um skeið aðallega að skíðaferðum og rekstri skíðaskálans. Frá árinu 1961 hefur félagið staðið fyrir skíðamótum ár- lega, en þá fór fram fyrsta Múllers- mótið, í minningu L.H. Múllers, en ekkja hans og börn gáfu vegleg- an bikar til að keppa um í sveitak- eppni í svigi. Það mót hefur farið fram árlega, að öðru leyti en því að komið hefur fyrir að þurft hefur að fella það niður vegna snjóleysis. Starfsemin hefur aukist jafnt og þétt síðari ár og félagið á drýgstan þátt í að endurvekja áhuga fyrir skíðagöngu sunnanlands. Þá hefur jafnan verið staðið fyrir skíðak- ennslu, unglinga- og skólamótum. Margir hafa komið mikið við sögu hjá Skíðafélagi Reykjavíkur á REYK JAVIKUR þessum sjö áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess og ógjörningur að koma orðum að nema örfáum og óhjákvæmilegt að margir verði útundan. Þó er ekki hægt annað en að nefna nöfn eins og L.H. Muller, Stefán G. Björnsson, Kristján Ó. Skagfjörð, Haraldur Pálsson, Eysteinn Jónsson og Ellen Sig- hvatsson. Þetta fólk hefur skilað miklu og fórnfúsu starfi, sumt um áratuga skeið og starfar enn eins og hin óþreytandi Ellen, en fjölmargir fleiri eiga þakkir skildar. Skíðafélag Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina unnið mikið og ómetanlegt æskulýðsstarf sem seint verður fullþakkað. Megi það halda áfram á þeirri braut um ó- komna framtíð. Til hamingju með afmælið. -VS (Byggt á Skíðakappar fyrr og nú eftir Harald Sigurðsson og samantekt dr. Ingimars Jónssonar). Birger Ruud á afmælismótið Árið 1939 tókst stjórn Skíðafé- Birger Ruud, sem einnig var lags Reykjavíkur að fá hingað til heimsmeistari. Koma hans vakti lands tvöfaldan Ólympíumeist- gífurlega athygli en hann sýndi ara í skíðastökki, Norðmanninn svig og skíðastökk á 25 ára af- mælismóti félagsins. _ Birger hreifst mjög af Jóni Þor- steinssyni frá Siglufirði, sem var einn fremsti skíðamaður lands- ins, taldi hann mikið efni og gaf honum stökkskíði sín. Þá færði hann Jónasi Ásgeirssyni afreks- bikar frá norska skíðasamband- inu fyrir sigur í tvíkeppni. Birger sýndi heljarstökk á skíðum á mótinu og þótti slíkt undrum sætar v -VS Skíðaskálinn í Hveradölum, ársgamall. Myndin er tekin er Kristján konungur X. kom í heimsókn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.