Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 8
8 SÍOA r- ÞJÓÐVIL'JINN . Helgin 25,-26. /ebrúaf '1984 '
freccasKyrms
Sigur í samstöðu
Þeir kjarasamningar sem
hafa verið undirritaðir undan-
farna daga marka tímamót í
sögu íslenskrar verkalýðs-
hreyfingar, hver með sínum
hætti. Annars vegar höfum
við heildarsamning ASÍ sem
einkennist af aðgerðum fá-
einna forystumanna án
tengsla við baksveitir verka-
fólksins og skilaði sá samning-
ur rýrum árangri. Hins vegar
eru svo ÍSAL -samningarnir
sem voru undirritaðir í gær og
skiluðu verkafólki í
Straumsvík umtalsverðum
kjarabótum, 16 - 20%
kauphækkun á samningstím-
anum. Þar var baráttan háð
með því vopni sem eitt dugar:
samtakamætti hinna vinn-
andi.
Eini samningurinn?
Talsmenn atvinnurekenda
hafa hver um annan þveran
keppst við að lýsa því yfir að kost-
urinn við hið nýgerða samkomu-
lag ASÍ-VSÍ sé einkum sá að það
gildi um allan vinnumarkaðinn.
Þeir hafa jafnframt hótað verka-
fólki öllu illu ef það sýni andóf og
sagt að ekki komi til greina að
semja við einstaka hópa umfram
heildarsamkomulagið. Talsmenn
sömu aðila í ríkisstjórn hafa tekið
undir þessar hótanir og sagt að ef
verkafólk felli samninginn taki
þeir allar sposlur úr ríkissjóði til
endurskoðunar.
í gær kom svo í ljós að brestir
hafa komið í þennan vegg aftur-
haldsins. Vinnuveitendasam-
bandið hefur neyðst til að sam-
þykkja viðræður við Dagsbrún
eftir að verkamennirnir sýndu
klærnar og það hlýtur að vera
fordæmi fyrir fleiri félög um að
krefjast slíks hins sama.
Það liggur einnig fyrir að þetta
nýja samkomulag gildir engan
veginn fyrir allt verkafólk. Starfs-
menn í Straumsvík hafa upp-
skorið árangur með órofa sam-
stöðu og fá um 20% kauphækkun
fyrir sig og sína. Iðnaðarmenn
innan Alþýðusambandsins munu
aldrei samþykkja samninga á
þeim grunni sem nú er verið að
þröngva láglaunafólkinu til að
gera. Samninganefnd opinberra
starfsmanna hefur vísað á bug
hugmyndum ríkisvaldsins um að
þeir kyngi sama samkomulagi og
ASÍ og VSÍ hefur gert með sér.
Síðast en ekki síst skulu menn
ekki vanmeta styrk Dagsbrúnar
til að ná betri samningi, því saga
íslenskrar verkalýðshreyfingar
síðustu áratugina sýnir ótvírætt
að stærstu áfangarnir í kjarabar-
áttunni hafa verið unnir fyrir til-
styrk Dagsbrúnar.
Ljósir fletir og dökkir
Vissulega eru ljósir punktar í
þessu samkomulagi ASÍ-VSÍ.
Þar er meiri áhersla lögð á að
bæta hag þeirra sem allra verst
eru settir en dæmi eru til um
áður. Einstæðir foreldrar og þeir
■ aðrir sem taka laun undir
mannsæmandi mörkum fá
umtalsverðar kjarabætur.
Flestum hlýtur þó að vera ljóst
að þetta nýgerða samkomulag er
fyrst og fremst til hagsbóta fyrir
íslenska atvinnurekendur. Engin
trygging er fyrir þvf að þær litlu
kjaraleiðréttingar sem um er
samið verði ekki strax hrifsaðar
til baka. Ekki þarf að gera annað
en að fella gengið lítillega til að
ónýta fyrsta áfangann.
Unga fólkið er boðið fram á
vinnumarkaðinn á afsláttar-
kjörum svo að skömm er að. Elli-
lífeyrisþegar fá mun minni hækk-
anir á grunnlífeyri en það fólk
sem þó hefur lágmarkstekju-
tryggingu.
Með hinum nýja samningi er
launamisréttið stórlega aukið því
hátekjumenn fá nú 5% hækkun á
alla sína taxta og búa áfram við
40-80% álag á yfirvinnu, rétt eins
og margra ára samningar allra
launamanna kveða á um. Lág-
tekjufólkið missir hins vegar þau
umsömdu réttindi fyrir lítillega
hækkun á dagvinnutekjutrygg-
ingu og fær nú aðeins 17% álag á
eftirvinnuna í stað 40% áður.
Með þessu er auðvitað verið að
útvega atvinnurekendum ódýr-
ara vinnuafl en þeir hafa hingað
til átt kost á.
Kjaraskerðingin staðfest
Það hörmulegasta við þennan
nýja kjarasamning er þó það að
með honum staðfestir forysta
ASÍ kjaraskerðingu ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar frá
sl. ári. Með bráðabirgðalögunum
voru hundruð miljóna færð úr
vösum launafólks yfir í eldt-
raustar fjárhirslur fyrirtækjanna
og þeirri ósvinnu hefur Alþýðu-
Valþór
Hlö&versson
skrifar
samband íslands ekki einu sinni
mótmælt svo eftir verði tekið.
Byrðinni létt af VSÍ
En það er ekki nóg með að fjár-
austur atvinnurekenda úr vösum
launamanna sé staðfestur og
viðurkenndur heldur er samið
upp á þau býti að ábyrgð hvers
atvinnurekanda að tryggja sínu
verkafólki mannsæmandi laun er
varpað yfir á ríkissjóð. Verulegur
hluti úrbótanna nú til láglauna-
fólksins kemur úr ríkissjóði og
allar horfur eru á að sá hluti verði
fjármagnaður með því að minnka
niðurgreiðslur á landbúnaðar-
vörur sem um leið hefur í för með
sér stórfelldar hækkanir á öllum
nauðþurftum alþýðuheimilanna.
Hvað gerist nú?
Dagsbrún hefur með samtaka-
mætti sínum knúið fram viðræður
við atvinnurekendur. Það sýnir
að ef verkafólk stendur saman að
baki róttækum kröfum er sigur-
inn í sjónmáli. 60 manna samn-
inganefnd BSRB virðist ákveðin í
að knýja fram betri samning fyrir
opinbera starfsmenn og sama er
að segja um iðnaðarmannastétt-
irnar. Verkafólk í álverksmiðju
Alusuisse í Straumsvík hefur með
órofa samstöðu knúið fram mun
hærri laun en íslenskir atvinnu-
rekendur voru tilbúnir að greiða
sínu fólki. Örfá félög innan Al-
þýðusambandsins hafa fjallað um
hið nýgerða samkomulag og þar
má segja að skipst hafi í tvö horn.
Annars vegar eru Dagsbrúnar-
menn sem kolfelldu samninginn
með rúmlega 700 atkvæðum gegn
17 og hins vegar nokkur verka-
lýðsfélög þar sem örfáir tugir
manna hafa mætt á fundi. Má
nefna sem dæmi Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur sem tel-
ur um 6.300 manns en aðeins 73
þeirra guldu samningnum at-
kvæði sitt.
Um þessa helgi verða fundir í
allmörgum verkalýðsfélögum þar
sem félagar þeirra verða að gera
upp hug sinn gagnvart samkomu-
lagi ASÍ. Sá samningur var án
átaka, enda eftirtekjan í sam-
ræmi við það. Dagsbrúnarkarlar
hafa ekki sagt sitt síðasta orð, en
þeir hafa gefið tóninn. Spurning-
in er hvort sá tónn nær eyrum
félaga í öðrum verkalýðsfélögum
um land allt næstu dagana.
- v.
riCstiórnargrein
Loforðin um lœkkun húshitunar-
kostnaðar hafa verið svikin
Sjö þingmenn Alþýðubanda-
lagsins fluttu í nóvembermánuði
sl. tillögu á Alþingi um lækkun
húshitunarkostnaðar og átak í
orkusparnaði. í tillögunni felst að
háar gjaldskrár rafveitna og hita-
veitna verði lækkaðar og við það
miðað að ekki þurfi meira en 6
vikna laun á ári samkvæmt dag-
vinnutekjutryggingu, þ.e. um 17
þúsund krónur, til að hita upp
meðalíbúð.
Rafhitunarkostnaður vel ein-
angraðrar meðalíbúðar er nú
með niðurgreiðslu áætlaður 27-
28 þúsund krónur á ári. Sam-
þykkt tillögunnar hefði því í för
með sér um 40% lækkun á húshit-
unarkostnaði. Hjá dýrum hita-
veitum, sem nú njóta engrar nið-
urgreiðslu, eins og Hitaveita Ak-
ureyrar, yrði um nær 50% lækk-
un útgjalda að ræða. Jafnframt
þessari lækkun á húshitunar-
kostnaði með auknum niður-
greiðslum gerir tillagan ráð fyrir
stórátaki í orkusparnaði með
endurbótum á einangrun og öðr-
um frágangi húsnæðis, og að
komið verði á sérstakri ráðgjafar-
þjónustu á sviði orkusparnaðar.
Ekkert bólar á
efndunum
Við fjárlagaafgreiðslu fyrir jól-
in flutti Hjörleifur Guttormsson
breytingartillögur um tekjuöflun
til að tryggja lækkun hitunar-
kostnaðar í samræmi við þessa
þingsályktunartillögu Alþýðu-
bandalagsins. Gerði tillaga Hjör-
leifs ráð fýrir 190 milljón króna
viðbótartekjum í ríkissjóð með
hækkun á raforkuverði til stór-
iðju og/eða sérstökum orku-
skatti, sem notaður yrði til að
jafna húshitunarkostnað í
landinu. Þessi fjáröflunartillaga
var felld af stjórnarliðinu, en
Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra gaf í umræðunum fyrir-
heit um aðgerðir og að sérstakt
stjórnarfrumvarp yrði flutt um
húshitunarmálin strax að loknu
jólaleyfi þingsins. Nú er hinsveg-
ar liðinn mánuður síðan þing
kom saman eftir jól og ekkert
bólar á efndum frá iðnaðarráð-
herra.
Húshitunarmálin eru ekki að-
eins þungbær fólki víða um land,
heldur einnig mjög viðkvæm hjá
ríkisstjórnarliðinu og málgögn-
um þess, svo sem vonlegt er.
Fyrir kosningar lofuðu Sjálfstæð-
ismenn mikilli lækkun á húshit-
unarkostnaði úti um land, ef þeir
fengju völdin. í þeim kór hafði
hæst Sverrir Hermansson sem
bráðum hefur setið í heilt ár í stóli
iðnaðarráðherra. í stað þess að
lækka húshitunarkostnaðinn,
eins og ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar lofaði, hefur hit-
unarkostnaður hækkað til muna
þrátt fyrir auknar niðurgreiðslur,
enda heimilaði ríkisstjórnin
gífurlegar gjaldskrárhækkanir sl.
sumar. Þetta dæmi er enn hrika-
legra, þegar tekið er tillit til
kaupskerðingar ríkisstjórnarinn-
ar. Þessa dagana stendur fjöldi
fólks víða um land ráðþrota með
rafmagns- og hitaveitureikninga.
Samþykkt á tillögur Alþýðu-
bandalagsins um lækkun húshit-
unarkostnaðar um 40-50% væri
raunhæft skref til að létta á byrð-
lim heimilanna á köldu svæðun-
um í framhaldi af aðgerðum í tíð
ríkisstjórnar Gunnars Thorodd-
sens.
Argasta
öfugmæli
Loforð núverandi ríkisstjórnar
og Sverris Hermannssonar iðn-
aðarráðherra um húshitunar-
Sverrir Hermannsson galaði hæst
um stórlækkun húshitunarkostn-
aðar fyrir kosningar, en sem ráð-
herra hefur hann hækkað til
muna.
kostnaðinn hafa hinsvegar reynst
hið argasta öfugmæli. Ekkert
kosningaloforð hefur verið svikið
jafn afdráttarlaust og er þar þó af
mörgu að taka.