Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984 Helgin 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Nágrannar okkar eru yngstu bókmenntaþjóðir heimsins Það er úr vöndu að ráða þegar allt í einu eru mættir til leiks átta norrænir rithöfundar frá jafnmörgum málsvæðum. Sumir þeirra munu öðru fremur leggja áherslu á það sem er sameiginlegt „stórþjóðunum11 í þessu samfé- lagi - þ.e.a.s. Norðmönnum, Dönum og Svíum. Hinir munu leggja, sem eðlilegt er, ofurkapp á þá sérstöðu sem einkennist af því, að nokkrir tugir þúsunda manna tala tungu, sem á sér litla bóklega hefð. Og með öfgafyllstu dæmin koma þá f ulltrúar Sama og Grænlendinga, þeir kunna að segja frá bókmenntum sem eru að verða til - meðal annars vegna þess að þjóðlíf allt var á þeim nótum til skamms tíma, að það var eins og ekki væri pláss fyrir rithöfundinn og pappírsstúss hans. John Gustavsen er Sami frá Noregi. Inoraq Olsen erfrá Grænlandi. Fulltrú- ar þeirra menninga, sem eru allt í senn fáliðaðastar, yngstar og um leið fram- sæknastar- ef við viljum taka mark á því sem þeir sjálfir rekja um gjaldþrot hinna ágengu evrópsku lifnaðarhátta. Frá fiskiþorpum John fæddist í stríðinu, er um fertugt, en heldur því mjög til streitu að hann sé ungur í anda. Hann er Sami, en var svo í sveit sett- ur, að allt í kringum hann var töluð norska. Það var ekki fyrr en hann hafði verið tutt- ugu ár í skóla að hann fékk sína fyrstu kennslu á Samamáli - það var vegna þess, að hann hafði kosið sér að vita það sem vita þurfti um alþýðlega læknisdóma Sama. John skilur nú mál feðra sinna, en getur ekki skrifað á því. Hann lauk námi við kennaraskóla, hefur kennt í um það bil fimm ár norður í Finnmörk. Og hugur hans hefur lengi staðið til þess að skrifa um Sama og bælingu á öllu sem þeim til heyrir. Fyrsta bók hans var ætluð börnum - hún er um krakka sem ekki vilja láta flytja sig nauðug á heimarvistarskóla og strjúka á leiðinni. Hann hefur líka skrifað smásögur og skáld- sögur - um gullgrafaraandrúmsloft í Norður-Noregi eftir stríð og um ungan mann sem er fullur með góðan tilgang, gengur til starfa á kratapressunni norsku, en fær ekki leyfi til að skrifa þar um við- kvæm mál sem varða Sama og þeirra lands- réttindi. Inoraq er fæddur 1939 í fimm hundruð manna fiskiþorpi sem heitir Sisimiut - á dönsku Holstensborg. Þetta var dæmigert veiðimannasamfélag, segir hann, rétt svo að sú vélbátaútgerð var að verða til sem nú sýslar með togara.Þetta var mannfélag,sem var mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum - ég held til dæmis að taka, að fjórði hver maður í plássinu hafi dáið úr berklum á skömmum tíma, og farsóttir sem nú eru ekki hættulegar lögðu marga í gröfina, hettusótt, mislingar og fleira. En sú kynslóð sem komst upp, hún var nokkuð sterk í grænlensku, þessar fáu skólabækur sem við höfðum og kirkjan, þetta var allt á okkar máli. Við skulum fjalla um það á eftir sem síðar gerðist. En af sjálfum mér er það að segja, að ég fór að heiman, ég fór í skóla í Asiaat (Egedesminde) og Nuuk (Godtháb) og síðan í kennaraskóla. Inoraq er nú fulltrúi grænlenska útvarps- ins í Danmörku. Hann hefur skrifað bók („mínafyrstu og síðustu til þessa“), þarsem fjallað er annarsvegar um Grænlendinga í Kaupmannahöfn og hinsvegar um þann, sem ætlar heim eftir langan tíma - og kemur þá á daginn, að enginn þekkir hann. Bókin hefur reyndar verið þýdd á íslensku, kom út hjá ísafold fyrir síðustu jól og heitir „Þegar heimurinn opnaðist“. Tungumáiin Staða tungunnar, hver er hún? John svarar fyrir sig: hann telur að um það bil helmingur Sama noti sitt mál til flestra hluta - það verða þá 30-35 þúsundir manna í Noregi, færri í Svíþjóð, enn færri í Finniandi. Nokkrir í Sovétríkjunum (um það bil 2000). Þetta tungumál hefur staðið mjög höllum fæti, en aðstandendum þess hefur vaxið mjög sjálfstraust á seinni árum. Norðmenn hafa sett lög um rétt Samabarna til að fá kennslu á sínu máli, en sú fyrirætlan strandar m.a. á þvi að skortur er á kennur- um sem kunna samíksu. Þá er það einnig norska ríkið, sem hefur veitt styrk til útgáfu bóka á málinu - síðan 1971 hafa verið gefn- ar út með þessum hætti um 50 bækur. Og þegar þessi möguleiki varð til, þá kom fljótt í ljós, að til voru ýmsir leynirithöfundar, sem höfðu falið hjá sér handrit og höfðu áður ekki haft sjálfstraust til að sýna öðr- um. Það sem út er komið á bók er mest þjóð- leg fræði og jojkikveðskaður. Það hafa líka verið skrifaðar barnabækur sem eru mjög tengdar gamalli hefð og því hvernig börn vaxa inn í samfélag fullorðinna. Mál okkar, sagði Inoraq, stendur betur að vígi en samíska, að því að ég fæ séð. Við höfðum nokkuð góðan grundvöll fyrir heimstyrjöldina síðari. Danir gerðu sitt til að vernda okkur fyrir ótímabærum áhrifum að utan og þeir voru sjálfir svo fáir á Græn- iandi þá, að þeir sem þar bjuggu töluðu okkar mál. Svo kom stríðið, bandarískar stöðvar og margskonar kröfur um að opna landið og margskonar straumar - með góðu eða illu - sem ekki var lengur hægt að hafa neina stjórn á. Og þó að nú sé gert sérstakt átak til að hressa við stöðu grænlensku í skólum, þá er margt sem blæs í móti - sjón- varpið, vídeolætin og svo það, að meirihluti kennaranna eru Danir enn. Aö skrifa Eins og er koma um tuttugu bækur út á grænlensku á ári, af þeim eru þrjár eða fjórar eða fimm eftir grænlenska höfunda - hitt eru þýðingar. Margt er þar tengt gömlum dögum, minningum um það sem var, eða þá vangaveltum um það, hvernig Ínúítar fluttust á milli eyja og landa í fýrn- dinni. Ég verð, sagði Inoraq Olsen ennfremur, að segja eins og er: í litlu samfélagi eins og því sem ég óx upp í er rithöfundur, sérlegur höfundur bókar, ekki endilega velkominn. Menn voru vanir að segja hver öðrum sögur, það voru okkar bókmenntir. Menn sögðu frá því sem fyrir þá hafði komið og þeir fengu staðfestingu á því um leið, að þeir færu með rétt mál - því að reynslan var svipuð hjá öllum. Þeir sem áttu sér sérstaka dirfsku eða hæfileika eins og gengu upp í hæfileikum annarra. En sá sem seinna, á okkar dögum, tekur sig út úr, setur sig niður og skrifar sögur - hann er ekki sá sem við metum mest. Kannski finnst mínu fólki, að slíkur maður sé að selja sjálfan sig með ósæmilegum hætti! John Sami Gustavsen tók mjög undir þetta. Það hefur komið í ljós, sagði hann, að þjóðfræðingar hafa rekist á marga Sama sem vilja allsekki segja neitt-eins þótt þeir væru eins og hann afi minn, sem sigldi með mér með ströndu fram og mundi alltaf ein- hver atvik sem áttu við það sem við sáum. Þeir voru ekki bara hræddir við þá sem höfðu fordóma gegn Sömum, heldur einnigi þá sem vildu þeim vel - en hlutu, því miður, að misskilja flest. Að lokum kom þar máli okkar, að ég spurði granna okkar af Norðurslóðum um það, hvort þeir teldu að Samar og Græn- lendingar mundu lifa af. Og ekki aðeins „líkamlega" heldur og andlega. Þeir voru báðir bjartsýnir á það. Inoraq minnti á það, hve erfitt útlendingar ættu með að lifa með landinu í samanburði við Ínúíta. Og John var svo skemmtilega ósvíf-i inn að segja: Við Samar höfum búið við okkar menningu í átta eða tíu þúsund ár. Víkingamenningin ykkar er rúmlega þús- und ára gömul og ég held, að hún sé miklu þreyttari en okkar lifnaðarhættir. Ég held til dæmis, að þegar Norðmenn eru búnir að éta olíuna sína, þá eigi þeir miklu erfiðara með að taka því sem á eftir fer en við, sem stöndum öðrum fæti í forneskju en hinum í nútímanum. áb Inoraq Olsen: Mörgum finnst óþarft aft setja á blað allt það, sem aðrlr hafa verið að ræða um saman. Hingað komu rithöfundar frá átta menningar- svæðum á Norðurlöndum. Hér á opnunni birtast viðtöl við þrjá fulltrúa minnihluta bókmennta. ' - ■- Bo Carpelan. Kannskl hefði verið gaman aðfást við eitthvað allt öðru-vísi starf með skáldskapnum. En það hefur alltaf veriðfulltaf bókum og pappír í kringum mig. (Ijósm eik). Það er gott að vera minnihlutaskáld John Gustavsen: Lífshættir okkar eru lífseigari en þessi víkingasérviska. (Ijósm eik). Menn koma stundum, t.d. f rá Sví- þjóð, og setja upp mæðusvip og vorkenna okkur mikið þessum aumingjum sem skrifum á sænsku í Finnlandi. Forlögin eru svo lítil, segja menn, lesendurnireru svo fáir. En ég held þetta sé óþarfi. Mér finnst ágætt að vera minnihiuta- skáld. Svo segir Bo Carpelan, yfirbókavöröur, doktor og skáld frá Helsingfors. Þegar maður er í minnihluta og allt í kring er töluð allt önnur tunga, finnskan, þá verð- ur okkar eigið mál gífurlega þýðingar- mikið, maður verður að halda því hreinu, ber ábyrgð á því að það ekki leysist upp og hverfi. Og svo er það ágætt, að geta sótt sér til fanga bæði úr ungri og óþreyttri og ríkri menningu eins og hinni finnsku og svo úr Svíþjóðarmenningu. Gleöin að skrifa Bo Carpelan fæddist 1926, gekk á latínu- skóla („það var leiðinlegt, en löngu seinna kemur það á daginn að það er gott að sitja uppi með klassískan arf“). Hann varð stúd- ent 1944, tveimur árum síðar gerðist hann bókavörður við Borgarbókasafnið í Hels- inki og um leið kom út hans fyrsta ljóðabók. „Eins og dimmur ylur“. Síðan hefur hann skrifað ljóðabækur, unglingabækur, skáld- sögur, farið yfir allan skalann ef svo mætti segja, skrifað doktorsritgerð um æskuskáldskap Gunnars Björlings. Hann hefur fengið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Síðan 1980 hefur hann verið á listamannalaunum og getað helgað sig skrifum eingöngu - stendur sú sæla til 1985. Næstu bækur verða kver, sem geymir eins- konar spássíuathugasemdir við grísk og (ómversk skáld og „lítil Biblía“ með úrvali úr ljóðum 24 finnskra skálda, sem Bo hefur þýtt. Það var 1961, segir Bo Carpelan, að út kom fyrsta bókin sem ég var sæmilega ánægður með, hún hét „Svalur skuggi“. Þegar menn eru mjög ungir hafa þeir einum of gaman af að leika sér, verða gjarna of orðmargir og skrautlegir. En um þetta leyti var stílinn orðinn klár og kvitt að því mér fannst, mér fannst ég hafa náð þessum erf- iða einfaldleika sem sleppur við að vera lágkúrulegur. En mér fannst ég ekki geta numið þar staðar. Sum skáld skrifa þúsund tilbrigði við þann ljóðaheim sem þau hafa lagt undir sig, og það getur verið dásamlegt. En ég hefi ekki eirð í mér til að haga mér þannig, ég vil geta skipt um stíl eftir efnivið, ég hefi verið forvitinn og leiðst út í að skrifa allskonar bækur. Stundum verður maður þreyttur á sjálfum sér. En oftast er það gleðin við að skrifa sem ræður ferðinni. - Til að skrifa fyrir unga sem gamla, ég hefi t.d. litla löngun til að draga lesendur í dilka eftir aldri. Og mér finnst að t.d. unglinga- bækur mínar skipti ekki minna máli en þær sem ég hefi skrifað fyrir fullorðna. Guö blessi þýðendur Hér mætti skjóta því inn, að fyrir utan nokkur ljóð hefur ein bók eftir Bo Carpelan verið gefin út á íslensku, hún heitir Boginn og fjallar um vangefinn dreng. Framhaldið kemur út hjá Iðunni í haust í þýðingu Gunn- ars Stefánssonar og heitir Paradís. Bo Carpelan kann reyndar frá því að segja, að það eru einkum unglingabækur hans, sem hafa verið þýddar á önnur mál. Eitt ljóða- safn hefur komið á frönsku. Og eitt stórt safn með smásögum og ljóðum og tveim skáldsögum á rússnesku. í hundrað þúsund eintökum, hugsaðu þér, segir hann. Oft horfi ég hissa á þessa bók og bíð spenntur eftir viðbrögðunum í Sovét. Oft eru svona undur, segir hann, verk einstakra þýðenda, sem fá áhuga og eru duglegir að glíma við útgefendur. Ég hef oft hugsað um það í tengslum við norrænt menningarsamstarf, hve þýðingarmikið það er einmitt að hlúa að þýðendum, gera vel við þá. Ég veit, að það er ekki hægt að þvinga bókum upp á fólk bara af því að grannþjóðamenn eða frændur hafa skrifað þær. Én við gætum samt haft betri upplýs- ingastarfsemi í gangi, við erum ekki of góðir til að skrifa í blöðin yfirlitsgreinar um það sem gerðist í fyrra í norskum bókmenntum eða íslenskum. Hafa til reiðu upplýsingar fyrir bókaverði. Og svo framvegis. Og gleymum því ekki, að Norðurlönd eru, þrátt fyrir allt, ennþá mjög ólík innbyrðis og eftir því fróðleg hvert öðru. Á undan öðrum Svo töluðum við um sænskar bók- menntir. Það er í rauninni mjög merkilegt, sagði Bo Carpelan, að módernismi í ljóðlist á Norðurlöndum byrjar hjá sænskum Finn- um, Gunnar Björling, Edith Södergran, Elmer Diktonius, Enckel. í Svíþjóð voru menn lengur að taka við sér og Finnar sjálfir gerðu það ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Nú voru þetta ólík skáld inn- byrðis, og gróf einföldun að spyrða þau saman. En þau voru mjög opin fyrir um- heiminum, sum fyrir Rússlandi, önnur fyrir Frakklandi og Englandi. Þau voru á þessum frægu krossgötum ólíkra menningarheima og margt á hverfanda hveli í Finnlandi sjálfu eftir borgarastríðið og þau uppgjör. Frá seinni árum þekkja menn best af sænskfinnskum bókmenntum játningabæk- ur Tikkanens og Christers Kilmans. Það er kannski eðlilegt, játningabækur eru vinsæl- ar, fólk er forvitið, en það er leiðinlegt ef af þessum bókum sprettur sú „goðsögn“ að finnlandssvíar séu yfirstétt, með alltof mikið af peningum og alkóhóli. Sannleikur- inn er svo sá, að við erum samansett á ósköp svipaðan hátt og Finnar, borgarastétt eigum við finnlandssænska og líka bændur og sjómenn í skerjagarðinum og í Austur- botni, og þetta fólk á sér líka bókmenntir um sín vandamál. Stundum finnst mér að þeir í Svíþjóð eigi sinn hlut í að halda við villandi hugmyndum um okkur sem eins- konar fenómen, sem gott væri að geyma í búri og skoða. En þá man ég í sömu andrá að auðvitað höfum við ágæt samskipti við starfsbræður og útgefendur í Svíþjóð og best að alhæfa ekki of mikið. Örvandi Eins og ég sagði áðan er örvandi að vera í sambýli við finnska menningu, sem er ung og óþreytt og á sér ágæta raunsæishefð í miklum epískum skáldsögum. Það er satt sem þú segir: finnskir höfundar harfa sótt mikið efni í styrjaldirnar þrjár - Borgara- stríðið, Vetrarstríðið og Framhaldsstríðið (svo nefnist seinni innkoma Finna í heimsstyrjöldina síðari). Og enn eru menn að skrifa langar bækur um stríðsreynslu sína, ekki vantar það. En yngri kynslóð rithöfunda snýr sér að öðru, ekki síst að hversdagsleikanum, sem einatt er lýst í knöppum og klárum stíl, í smærri formum, og að sjálfsögðu er einsemdin með í för. Antti Tuuri, sem er með í þessari íslands- för, er einmitt ágætúr fulltrúi þessarar kyn- slóðar. Og finnsk lýrík á sér nú mikið blómaskeið og ég hefi tekið eftir þvi, mér til mikillar ánægju, að fólk sækist eftir þessum ljóðum á bókasöfnum. Og við finnlandssvíar, við erum nokkuð iðnir við að skrifa. Frá okkur koma um fjörutíu bækur á hverju ári sem teljast til fagurbókmennta. Það er hreint ekki svo lítið... áb Rithöfundar á málum Sama og Inúíta:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.