Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Qupperneq 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Helgin 2S.*-26.'febfúar 1984 f ram og eHed lit Þegar Þorri kveður... Þorri konungur situr í hásæti sínu og sefur, eða mókir öllu heldur, honum er svo heitt. Hárið á honum, sem er úr glýlukertum, er farið að bráðna og droparnir leka niður um hann allan. „Það kælir þó aðeins“ hugsar hann, kófsveittur í skinnstakknum sínum. Góa dóttir hans kemur inn í salinn. Hár hennar er úr mjúkum snjó og fötin dökk eins og næturhiminn, með glitr- andi stjörnum. Hún gengur hljóðlega til föður síns: „Ertu sofandi, pabbi minn?“ „Ha, ég ..nei, églét bara aftur augun andartak.“ „Ósköp ertu nú þreytilegur." „Þreytulegur? Nei, ég er ekki þreyttur. Það er bara bölvaður hitinn sem ætlar alveg að drepa mig.“ „Já, nú kemur sólin alltaf hærra og hærra upp á himininn. En nú skal ég taka við að stjórna heiminum...“ „Æ, Góa mín, hvað heldurðu að við getum stjórnað. Það ber enginn neina virðingu fyrir vetrinum lengur“ (Þorri er súr). „Hvað er að heyra í þér pápi minn. Þú þarft bara að fara að hvíla þig. Svo getur þú komið aftur næsta ár hress og hraustur.“ „Það skiptir nú ekki miklu máli. Mennirnir hafa byggt sér svo sterka kastala til varnar. Við fórum nú allir af stað í einu hér í mánuðinum, ég, Frosti, Kári og Snær. Við gerðum hverja árás- inu á fætur annarri, en fólkið bara lok- aði köstulunum sínum, gekk svo um á sumarklæðum, og lét sér fátt um finn- ast.“ „Þeir urðu nú ansi skelkaðir, þessir sem fóru út úr húsunum. Véla- kerrurnar þeirra komust ekki áfram fyrir Snæ og .....“ „...Já, þeir fengu nú aldeilis að finna fyrir okkur þessir sem ekki kunna að klæða sig, daginn þann. Loksins sáu þeir að Þorri er konungur. Enginn kemst upp með að láta sem ég sé ekki til. Það hefnir sín.“ (Þorri er nú orðinn kátur) En það jafnast samt ekkert á við það sem var í gamla daga. Þá þurfti fólkið að fara í öll fötin sem það átti, til að verjast okkur.“ „Og mannstu pabbi um daginn þegar skipin fuku upp í fjöru? Það var nú vel af sér vikið, fannst þér það ekki?“ „Já, hann Kári minn er nú ekkert lamb að leika sér við. Hann var nú líka reiður - alveg öskureiður“. ,,-Enginn þorði út úr húsunum, köstulunum." „Nei, það var líka tími til kominn. Veistu af hverju hann varð svona reiður?“ „Nei.“ „Nú, það voru krakkar að leika sér úti, þau voru að renna sér á þessum plastspýtum sem þau nota. Svbna alla- vega litlar spýtur léttar eins og flug- drekar.“ „Já, snjóþotum.“ „Nú, nú, svo kom Frosti og fór að stríða þeim svolítið. Það var nú ekki mikið, hann nartaði aðeins í kinnarnar og puttana. Þau ráku upp þetta líka litla gól, mér er svo kalt... .góluðu þau, hentu frá sér ...hérna ..plötunum." „Þotunum.“ „Já og ruddust inn. Það voru mú meiri lætin.“ „Þeim hefur verið kalt skinnunum." „Jæja, jæja. Þau skildu draslið eftir úti... þarna..þjóturnar. Svo var þeim auðvita sagt að fara og ná í þær. Hvað heldurðu að þau hafi þá sagt - ha.?“ „Ég veit það ekki.“ „Iss“, sögðu þau, „iss“, vindurinn getur ekki tekið þjóturnar hann er svo aumur núna“. Þetta sögðu þau.“ „Varð Kári þá svona reiður?“ „Já, auðvita. Eins og sjálfur víndur- inn geti ekki feykt svona flugdrekum eins og þessum sleðum þeirra. Og þau fengu sko að vita það að Kári getur meira að segja blásið heilum skipum.“ „Hann hefði nú ekki þurft að reiðast svona. Sá sem er mjög sterkur verður líka að vera mjög góður. Þetta segir Lína Langsokkur og mér finnst það al- veg rétt.“ „Jæja, dóttir sæl, sitt sýnist hverjum. Mér finnst að fólkið eigi að hræðast veturinn. Það á að klæða sig vel og borða vel, þorramat. Auðvitað verð ég reiður þegar enginn tekur eftir mér. En ég er alveg að bráðna.“ „Já þú ættir að tygja þig af stað norður á Norðurpólinn áður en þú hverfur alveg.“ „En Góa mín, leyfðu nú strákunum að spreyta sig líka. Ég veit þið eruð vinkonur, þú og sólin.. en láttu þá líka vera með...“ „Já, já engin hætta. Þeir fá líka ýmis- legt að gera hjá mér, þeir Frosti, Kári og Snær. Bless pápi, sjáumst eftir mán- uð.“ n m ']Ti"M i-i i»i t»i h r»i i-i m, m -ft R" M M l»l 1,-1 (•! TTT" □ Ullá itn 1 rU íor út - 5 'nj 6 i n T\ V-lúr\ . 5Táari SAGA ^ Er T\ a ^ dati K om Oddruri og 'feisti ta-na upp- Xngvi var úti og tom til ErnU- SiÍan kom Sumat og votu Út\ á V\jó|iTUA SiY)U K0,T€.in BjdrK (jqájónsdótíir TM~ l«l 1«I M r«l l-l l»l M M M n r Hvaðan koma spilin? Hvar og hvenær spilin urðu til sem tómstundagaman er ekki nákvæmlega vitað. Það eru skiptar skoðanir um það hvort þau koma frá Egyptalandi, Ind- landi, Kína eða frá Aröbum. Vitað er að á Indlandi höfðu prest- arnir einhverskonar spil sem þeir not- uðu til að spá og til að grafast fyrir um vilja guðanna. Þessi trú, að með því að leggja spil eða spila, þá ráði æðri máttarvöld eða örlögin hvernig spilin leggjast, er hluti af þeirri ánægju sem mfenn fá út úr því að spila enn þann dag í dag. Spil Hindú-presta eru keimlík þeim spilum sem við notum núna. Þau höfðu þó tíu liti eða raðir og táknaði hver röð eina af þeim tíu myndum sem guðinn þeirra Visjnu endurfæddist í. Hvert sem það er nú vegna indver- sku spilanna eða ekki þá er vitað um spil á Ítalíu fyrir ca þúsund árum síðan. Þetta spil hét Nabis og var spilað með 50 spilum. Þau spil höfðu meðal annars páfa, keisara, kónga, hirðfífl, listagyðj- urnar níu og stjörnurnar. Frá þessum Nabis spilum komu lík- lega ítölsku Tarok spilin sem fyrst er vitað um í kringum 1200. Tarok spilin voru 78 og skiptust í fimm liti. Einn þeirra var eingöngu myndspil. Meðal annarra mannspila var riddari milli drottningar og gosa. Eftir því sem best er vitað voru það frakkar sem fyrstir notuðu spil eins og þau eru í dag. Fjórir litir með þrettán spilum hvert og fíflið eða jókerinn að auki. Hvers vegna þessi fjögur tákn en ekki einhver önnur? Það veit enginn en alltaf má geta sér til: Hjarta er tákn kærleikans og tígull er líki demants og táknar auðlegð. Lauf er smáralauf og á að færa heppni, en hvers vegna þá ekki fjögurra laufa smári? Spaði heitir á frönsku „pique“ eða spjót og á að tákna spjótsodd. Orðið spaði kemur líklega úr portúgölsku „espada“ (í gegnum dönsku auðvitað) sem þýðir sverð. Kóngur og drottning koma svo af sjálfu sér sem æðstu menn ríkisins og hæstu spilin en gosinn er skjaldsveinn, aðstoðarmaður og þjónn riddara, sem fylgdi honum í gegnum súrt og sætt og hjálpaði honum úr margri neyð. Það er ráðgáta hvers vegna gosin varð eftir í spilunum en riddaranum var sleppt. En gosinn er sá sem á að hjálpa kóng og drottningu ef staðan er erfið. Fíflið eða jókerinn er bæði í Tarok spilunum og Nabis. Hann er kallaður jóker einfaldlega af því að þar er enska orðið yfir fífl eða brandarakall. Hann minnir á það, að jafnvel þau sem telja sig vera æðst og merkilegust t.d. kóng- ur og drottning geta átt von á því að vera höfð að fíflum eða göbbuð. Sam- anber söguna um nýju fötin keisarans. I eldgamla daga trúðu margir því að spilin væru verkfæri djöfulsins. Sann- kristið fólk spilaði aldrei og mátti helst ekki sjá spil. Og enn eimir eftir af þess- ari gömlu trú, það eru mjög margir sem ekki spila á jólunum þess vegna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.