Þjóðviljinn - 25.02.1984, Síða 27

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Síða 27
• * ♦ »* » Helgin 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Samtök kvenna á vinnumarkaði í áskorun til kvenna: Skoðið samningana vel áður en þið samþykkið Halda fund á Hótel Borg í dag kl. 13.30 Samtök kvenna á vinnumarkaðinum hafa skorað á konur að skoða vel fyrirliggjandi kjarasamning áður en þær samþykkja hann. Samtökin hafa boðað til fundar með konum í dag kl. 13.30 á Hótel Borg I Reykjavík. Fundarefnið er kjör kvenna og nýafstaðin samningagerð. í frétt Samtaka kvenna er minnt á samþykkt þeirra frá 29. janúar þar sem þess er krafist að engir launataxtar verði fyrir neðan lögboðin lágmarkslaun. Síðan segir orðrétt: segir Bjarnfríður Leósdóttir I kjarasamningi ASÍ og Vinnuveitendasambandsins er gert ráð fyrir 12.660.- króna iágmarkslaunum fyrir eldri en 18 ára og 11.509.- króna lágmarkslaunum fyrir 16-18 ára. Hinsvegar eru viðmi'ðunartextar fyrir yfirvinnuálag, bónusgreiðslur og greiðslur til lífeyris- sjóða og atvinnuleysissjóðs undir lágmarkslaunum fyrir stóran hluta verkafólks. Þannig verður viðmið- unartaxti verkakvenna í flskvinnu samkvæmt 9.flokki eftir 1 ár 10.575.- kr. sem þýðir að bónusgreiðslur ---------- þessara kvenna miðast við taxta sem er 20% undir Bjamfríður Leósdóttir: Bónusinn, yfirvinnan, lífeyris- og atvinnuleysis- iægstu launum sem greidd eru í landinu. Sömuleiðis bætur miðast við taxta undir lágmarkslaunum. fer yfirvinnuálag niður í allt að 17% af lágmarks- í kjarsamningum ASÍ og fleiri aðila er þess getið að tímakaup í eftirvinnu aðildarfélaga skulu vera 40% hærri en dagvinnutaxti og næturvinna 80% hærri. í samningum þeim, sem nú liggj a fyrir, skulu lágmarkslaun fyrir dag- vinnu vera kr. 12.660 á mánuði eða kr. 73.04 á tímann í dagvinnu. Konur eru stærsti láglaunahópur þessa lands, því kemur það verst niður á þeim að aðrir taxtar hækka aðeins um 5%. Þannig reiknast bónus í fiskvinnu út frá 9. taxta eftir eitt ár, en hann er 10.575 krónur á mánuði og 61.01 krónur á tímann í dagvinnu, eða 20% lægri taxta en lögboðin lágmarkslaun eru. Eftirvinna á sama taxta er 85.41 krónur á tímann eða aðeins 17% hærri en lögboðni dagvinnu- taxtinn. Næturvinna á sama taxta er krónur 109.81 eða 50% hærri en lögboðni dagvinnutaxtinn. Mánað- ariaun á 9. taxta eftir sex ára starf eru 11.606 eða 10.91% lægri en lögboðnu lágmarkslaunin. Tíma- kaup í dagvinnu verður 66.96 krón- ur en var áður 63.77, eða 53 aurum hærra en lögboðin lágmarkslaun voru. Eftirvinna á þessum taxta verður 93.74 krónur eða 28.3% hærri en lögboðin lágmarkslaun en voru áður 40% hærri en dagvinnu- taxtinn. Tímakaup í næturvinnu verður 120.53 krónur eða 65% hærri en lögboðin lágmarkslaun í dagvinnu, en var 80% hærri en dagvinnutaxtinn. Ljóst er að slík þróun í launamál- um láglaunafólks eykur aðeins á launamisréttið í þjóðfélaginu. Þannig fær hátekjumaðurinn 5% hækkun á alla launataxta, og 40 til 80% álag á yfirvinnu, en lág- launakonan allt niður í 17% álag á sína yfirvinnu. Ekki er enn vitað hvernig til- færslur úr ríkissjóði til úrbóta fyrir „hina verst settu“ í þjóðfélaginu eiga að verða. Rætt hefur verið um að minnka niðurgreiðslur landbún- aðarafurða, en það þýðir að féð til úrbótanna er tekið beint úr vasa launafólks. í lokin er einnig minnt á niður- skurð félagslegra þátta í fjárlögum, umræður um niðurskurð á verka- mannabústaðakerfinu, og ungling- ataxtann sem talin er hin mesta hneisa. - ekh Kjarasamningarnir: Lágu taxtarnir skerða tryggingarréttinn launum af þessum sökum. Þá eru greiðslur atvinnu- rekenda í lífeyrissjóð og atvinnuieysistryggingasjóð einnig miðaðar við þessa lágu taxta, þannig að réttur þessa fólks til ellilífeyris, atvinnuleysisbóta og annarra trygginga verkafólks miðast einnig við taxta sem eru langt undir greiddum lágmarkslaunum í landinu. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarnfríði Leósdóttur sem birt verður í Þjóðviljanum á þriðjudag, en Bjarnfríður sagðist vilja hvetja konur sérstaklega til að kynna sér efnisatriði samningsins áður en þær greiddu um hann atkvæði í sínum félögum. Símalínur glóðu af þakklœti til Dagsbrúnar í gœr: Verkalýðsfélögin þurfa að taka upp ný vinnubrögð segir Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Dagsbrúnar „Okkur hafa borist símskeyti og hér glóa símalínur af þakk- læti og aðdáun til félagsins“, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Dagsbrúnar þegar Þjóðvilj inn náði tali af honum. Guðmundur sagði aðspurður að enginn efnismunur hefði verið á tillögu stjórnar félagsins um að vísa samningum ASÍ og VSÍ frá og þeirri tillögu sem borin var upp á fundinum og samþykkt að fella samninginn. „Þarna var enginn ágreiningur á milli aðila. Þetta var spurning um orðaval. TiIIaga stjórnarinn- ar gekk út á höfnun á samningnum og ég lýsti því yfir að til að samstaða yrði þá skyldum við greiða atkvæði með því að fella samninginn og ég myndi styðja að samningurinn yrði felldur.“ „Hings vegar lagðist ég ein- dregið og mjög hart gegn þeirri tillögu sem borin var upp á fund- inum um að staða Dagsbrúnar innan heildarsamtakanna yrði tekin til endurskoðunar. Þó að hugur flutningsmanna hafi verið reiði gegn samningunum, þá yrði þetta túlkað sem við værum ekki í ASÍ eða vildum fara úr ASÍ. Það yrði hörmulegt áfall ef sjálft Al- þýðusambandið ætti að fara að liðast í sundur. Við erum stofnfé- lagar að ASÍ og höfum starfað í samtökunum alla tíð og oft verið þar burðarásinn. Ég skoraði á menn að fella þessa tillögu og hún fékk milli 40-50 atkvæði en þorri fundarmanna var á móti henni." Þú gagnrýndir forystu verka- lýðshreyfingarinnar á þessum fundi. „Já ég sagði m.a. að verka- lýðsfélögin yrðu að taka upp ný vinnubrögð. Vera frískari og gera hinn almenna félaga virkari. Ég lagði mikla áherslu á að það þýddi ekkert fyrir þessi félög þeg- ar þau væru búin að afsala sér Ahugaleysi og röng vinnubrögð leiddu til þeirra samninga sem Dagsbrúnarmenn kolfelldu, segir Guðmund- ur J. Guðmundsson. öllum hlutum og biðjast undan samningagerð og gera lítið annað en að kvarta og kveina, að ráðast síðan óbeint að þeim mönnum sem er falin sjálf samningagerð- in. Niðurstaða þessara samninga sem félagar í Dagsbrún hafa fellt á svo afgerandi hátt, er fyrst og fremst röngum vinnubrögðum og áhugaleysi um að kenna. Þessa gagnrýni mína ber ekki að túlka sem persónulegt níð um þá menn sem stóðu í sjálfri samningagerð inni“, tók Guðmundur J. Guð mundsson fram að síðustu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.