Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 1
UOBVIUINN
Fréttamenn og (jós-
myndari Þjóðviljans
voru i síðustu viku á ferð
um Akureyri í efnissöfn-
un. Árangurinn af
ferðalagi þeirra birtist í
blaðinu í dag og næstu
daga. Má segja að blað-
ið efni nú til Akureyrar-
viku.
8-9 og 16-17
febrúar
þriðjudagur
49. árgangur
49. tbl.
Félagsfundur hjá Iðju
í Reykjavík um samn-
ingana í gærkveldi:
MUNAÐI
MJÓU!
108 greiddu atkvæði með
en 89 á móti
Mikil ólga var í verksmiðjufólki á fundi Iðju í Iðnó í
gær. Þar mæltu Bjarni Jakobsson formaður Iðju
og Guðmundur Þ. Jónsson með því að samn-
ingarnir yrðu samjaykktir og Ásmundur Stefáns-
son formaður ASI gerði grein fyrir hinum nýju
samningum. Félagsmenn stigu síðan hver af
öðrum í ræðstól og lýstu óánægju sinni með
samningana og gagnrýndu þá lið fyrir lið.
Iðnó var þéttsetið félagsmönnum sem tóku af krafti
undir orð Sigurbjargar Sveinsdóttur saumakonu þeg-
ar hún gagnrýndi samninginn. Hún taldi fé-
lagsmálapakka ríkisstjórnarinnar það eina skoðunar-
verða í kjarasamningnum. Þó taldi hún greiðslur til
einstæra foreldra of lágar og fráleitt að barnabæturnar
verði teknar af niðurgreiðslum matvæla. Þar með væri
fólk að greiða sjálfu sér barnabæturnar. Sigurbjörg
skoraði á fólk að skoða ályktun frá Samtökum kvenna
á vinnumarkaðinum sem dreift var á fundinum.
Skoraði hún á fundarmenn að hafna samningunum og
tók salurinn undir það með lófaklappi.
Fleiri fundarmenn lýstu óánægju sinni með samn-
ingana og var einkum óánægja með unglingataxtann.
Á fundinum var borin upp ályktun um samþykki
félagsfundarins við ASÍ-VSÍ, en stungið uppá að setja
þann fyrirvara um samþykki, að ríkisstjórnin stæði
Forseti Alþýðusambandsins og formenn Iðju höfðu orð fyrir samningnum, en allir venjulegir félagsmenn sem tóku til máls nema
einn mæltu á móti samningi ASÍ-VSÍ. Talið frá vinstri: Guðmundur Þ. Jónsson, Bjarni Jakobsson, Guðmundur Guðni Guð'
mundsson fundarritari og Asmundur Stefánsson í ræðustóli á fundi iðnverkafólks í gær. Mynd-Atli.
við sín loforð við samningsgerðina. Guðmundur Þ.
Jónsson stakk uppá leynilegri atkvæðagreiðslu sem
lyktaði með því að 108 samþykktu samkomulagið en
89 voru á móti.
JP
Kennarar gegn kjararáni
Þyrlukaup Landhelgisgæslunnar:
Hvað er ver-
ið að fela?
Farið er með skýrsluna um málið
eins og ríkisleyndarmál
Nefnd sú hin stóra, sem send var er-
lendis á dögunum til aö skoöa þyrlur
fyrir Landhelgisgæsluna, hefurfyrir
löngu skilaö skýrslu um málið. Samt
sem áöur er farið með þetta plagg eins
og ríkisleyndarmál. Hvorki yfirmaöur
Landhelgisgæslunnar Gunnar Bergs-
teinsson né dómsmálaráðherra vilja
láta uppi hvaö ískýrslunni stendur. Þó
hefur þaö kvisast út að nefndin leggi til
aö keyptar veröi franskar þyrlur að
geröinni Daupin. GunnarBergsteins-
son vildi hvorki staðfesta þetta né neita
því í samtali viö Þjóöviljann.
t»að sem vekur athygli við að mælt skuli vera
með þessum frönsku þyrlum er að Albert Guð-
undsson fjármálaráðherra er franskur konsúll
og hann eða heildverslun hans hafði umboð
fyrir þessar þyrlur þar til fyrir innan við ári
síðan. Þá vakti það líka athygli að ráðherrann
hélt sölumönnum þessara flugvéla veislu í ráð-
herrabústaðnum, þegar þeir voru hér á ferð og
er ekki vitað til þess að öðrum þyrlusölu-
mönnum hafi verið haldnar slíkar veislur af
ráðherrum.
Þar með er ekki sagt að þessar þyrlur séu
kannski neitt lakari en aðrar, en slíkt sem þetta
hlýtur að vekja tortryggni.
Vitað er að í nýlegri prófun í N-Norgi
reyndust Daupinþyrlurnar illa þar sem snjóa-
samt er, en að öðru leyti eru þær taldar
jafngóðar öðrum þyrlum.
Spurningin sem eftir stendur er hinsvegar
hversvegna svo mikil leynd hvílir yfir skýrslu,
sem þó segir ekki annað en frá skemmtiferð 11
manna til að skoða þyrlur á sýningu.
-S.dór.
Tilbúnir
í slaginn
- Kennararnir eru gegn
kjararáninu og eru tilbúnir í
slaginn, sagði viðmæiandi
Þjóðviljans úr röðum kenn-
ara í gær, en samkvæmt
heimildum blaðsins samþyk-
kti samninganefnd kennara
nú um helgina að hafna
samkomulagi á grundveili
ASÍA/SÍ samningsins. í dag
kemur 60 manna samninga-
nef nd BSRB saman og 10
manna nef ndin heidur og
viðræður við samninga-
nefnd ríkisvaldsins í dag.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans munu kennarar hafa samþykkt
í framhaldi af þessu að setja fram
tillögu á fundi 60 manna nefndar-
innar í dag. Talið er að sú tillaga
Hafna samkomu-
lagi á grund-
velli ASÍ/VSÍ
samningsins
gangi út á einhvers konar þrýstiað-
gerðir gegnvart ríkisvaldinu.
Á um 30 manna fundi kennara
nú um helgina mun afdráttarlaus
vilji þeirra hafa komið í ljós; samn-
ingshugmynd á grundvelli ASÍ/VSÍ
samningsins hafnað. í þessum hópi
voru fulltrúar kennara úr öllum
landsfjórðungum. Þeir munu og
hafa sameinast um tillögur um að-
gerðir. Um 9 kennarar eiga sæti í 60
manna samninganefnd BSRB sem
heldur fund í dag. -óg
V estmannaeyingar
felldu samninginn
Á sameiginlegum fundi verkamannafélags Vestmannaeyja og verka-
kvennafélagsins Snótar um helgina var samningur ASÍ/VSI felldur með
83 atkvæðum en 37 studdu hann og sex sátu hjá.
Samkvæmt upplýsingum forystumanna verkalýðsfélaganna i Eyjum
voru fundarmenn á þeirri skoðun að ckki hafi verið gert nóg fyrir
flskverkunarfólk. Auk þess þótti mönnum óviðunandi að ungt fólk sem
kemur til vinnu á sumrin eigi ekki að fá sambærilegt kaup fyrir sömu
vinnu. Mjög góð mæting var á fundinum.