Þjóðviljinn - 28.02.1984, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, ÞriSjudagur 28. febrúar 1984
DIODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir.
Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Dómur Andrésar
Stjórnmálaskrif Tímans eru yfirleitt lofsöngur um
ríkisstjórnina, Framsóknarflokkinn og Steingrím Her-
mannsson. Þó gerist það við og við að sannleikspistlar
fá að fljóta með. í ristjórnartíð Elíasar Snælands Jóns-
sonar tók Andrés Kristjánsson að skrifa á ný í Tímann.
Greinar hans hafa borið svip þeirrar vitundar sem áður
fyrr var samviska þess sem heilbrigðast og best hefur
verið í lífshugsjón og réttlætiskennd íslenskra sam-
vinnumanna. Greinar Andrésar Kristjánssonar eru því
eins konar vikulegar afhjúpanir á áróðursbullinu sem
Þórarinn Þórarinsson er látinn skrifa forystunni til
dýrðar. Sjálfsagt verður Andrési svo vikið burt líkt og
ritstjóranum sem réði hann því að Framsóknarforystan
getur ekki liðið sannleikann til lengdar.
Á sunnudaginn fjallaði Andrés Kristjánsson um ný-
gerða ASÍ/VSÍ samninga og dæmir þá mjög á annan
veg en ráðherrar og ritstjórar Framsóknarflokksins.
Andrés nefnir fjörur atriði sem setja afar neikvæðan
svip á þessa samninga.
I fyrsta lagi auka samningarnir bilið milli lægstu og
hæstu launa og eru því „gerðir með launamisrétti að
leiðarljósi þótt heitið væri hinu gagnstæða“. Bendir
Andrés á að þegar menn „eru komnir með svo sem
þreföld lágmarkslaun skila fimm prósentin meiri launa-
hækkun til hálaunamanna en lágmarkslaunamanna“.
í öðru lagi gagnrýnir Andrés Kristjánsson þá köldu
kveðju sem unga fólkinu er send í þessum samningum
þar sem „stigið er skerf aftur á bak í réttindamálum þess
á vinnumarkaðinum“. Og hann bætir við: „Nú eru þeir
(sem eru 16 og 17 ára) settir skör neðar og ætlað minna
lágmarksaup. Þess væri óskandi að Dagsbrún næði að
leiðrétta þetta“.
I þriðja lagi harmar Andrés í grein sinni að samning-
arnir fela ekki í sér neina leiðréttingu á jafnréttismálum
kvenna: „Þessir samningar urðu enginn áfangi til úr-
bóta, nema síður væri“.
í fjórða Iagi gagnrýnir Andrés Kristjánsson ríkis-
stjórnina harðlega fyrir að nota ráðstafanir vegna hinna
verst settu „sem skiptimynt og milligjöf í kjarasamning-
um“. Hann dæmir þessa stefnu á þann veg að hún sé
„siðleysi sem ætti löngu að vera útlægt úr stjórnarfari
lýðræðis- og velferðarríkja“.
Ráðherrar Framsóknarflokksins og ritstjóri Tímans
ættu að lesa dóm Andrésar Kristjánssonar í hvert sinn
sem þeir fjalla um hina nýgerðu samninga.
Skákafrek
Glæsilegur árangur íslendinga á tveimur alþjóð-
legum skákmótum sem lokið er í Reykjavík hefur orðið
mikið ánægjuefni meðal landsmanna. Það kom í ljós að
niðurstaðan á skákmóti Búnaðarbankans var engin til-
viljun. Á Reykjavíkurskákmótinu röðuðu fjórir ungir
íslenskir skákmenn sér í fimm efstu sætin. Það var
aðeins hinn aldni skákhöfðingi Reshevsky sem rauf
Islendingamúrinn.
Islendingar eiga tvo stórmeistara í skák og það er eins
og Helgi Ólafsson hefur bent á í viðtölum við fjölmiðla
aðeins spurning um tíma hvenær fjórir stórmeistarar
bætast við. Þeir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson,
Margeir Pétursson og Jón L. Árnason eiga allir mikla
möguleika á stórmeistaratitli innan tíðar.
íslenska ríkið hefur greitt stórmeisturunum tveim
laun og það er rétt og skylt að Alþingi lýsi þeim vilja
sínum nú að hinir verðandi stórmeistarar muni geta
reitt sig á starfslaun þegar þar að kemur. Það er einnig
rétt að minna á að fordæmi eru fyrir því að þegar unnin
hafa verið góð afrek hafi opinberir aðilar jafnt sem
einkaaðilar viljað greiða götu afreksmanna til nýrra
stóráfanga.
klippt
IIORGI/NBLADID, 8UNNUDACUR » FTBRDAR IM4
I t-ngu landi gegna dagblöd jafn þJA-
inearmiklu hlutverki og í Bandarfkjunum:
hvérgi eru blödin sjálfsUeöari, hvergi koma
þau jafn miklu til leiAar og hvergi ( hinum
frjálsa heimi geta blöðin veriö háskalegri
en einmitt ( Bandaríkjunum. Conrad C.
Kink, prófessor í bladamennsku viA
Ceorgiu-háskóla 1 Bandar(kjunum, er fyrr-
um varaforseti AP-frétlastofunnar. Ilann
gaf sig einkum að markaðsmálum ( þv(
starfí, ferðaðist um Bandarfkin þver og
endilöng og gefði úttekt á bandarfskri
blaðaútgáfu. Creinarhöfundur átti eftirfar-
andi samtal við Fink á liðnu sumri og
fjallar það um bandarískan blaðaheim frá
ým-sum hliðum. I*ess skal getið til skýr-
iócar að Ceorgfu háskóli er í litlum búr,
Auvens (skammt frá AtlanU í Georgfu-
rfl(i)^þar sem búa um 50 þúsund manns og
| vetfum að auki 25 þúsund háskólastúd-
enUr.
Rsatt viö Conrad
C. Fink, prófeaaor
í blaöamennaku
ofl fyrrum vara-
foraeta AP
l Bandaríski
blaðaheimurinn
H«i« Um Þ*' i tnmUi
•u blóí rUi "" «0 Hoilunim lil iMjOuiu
B( teMM I Michw 1 •óIúu'ÚrfMMuir* MAn H mi iitnlítíSLi_____________________________________________________________________________________________ — _ _
AnA 1«. rau ml
Blöð þar og hér
Bandaríkjamenn eiga mörg
ágæt blöð eins og að líkum lætur,
dagblöð, vikublöð, tímarit. Og
víða má £ þeim greina einbeitta og
sjálfstæða viðleitni til að fjalla um
innlend og alþjóðleg vandamál af
áleitinni gagnrýni. Að sjálfsögðu
eru sum blöð iðnari við hið
gagnrýna hlutverk en önnur -
sum svo mjög, að Morgunblaðið
hefur stundum kvartað yfir því
hve neikvæðni væri landlæg í
bandarískum blöðum. Þau væru
að missa álit vegna þess að þau
sýndu ekki Reagan og liði hans
nægilega tillitssemi. Þessi afstaða
Morgunblaðsins er kapítuli út af
fyrir sig: þar hafa menn lengst af
leitast við að vera kaþólskari en
páfinn og er stórmunur á þvá
hverning Morgunblaðið tiplar
með sonarlegri viðkvæmni kring-
um yfirsjónir bandarískra
stjórnvalda og hvernig sæmilega
bandarísk blöð halda á sömu mál-
um - nú síðast á gjaldþroti Reag-
ans í Líbanon.
Eitt blað eftir
En eins og flestir vita er banda-
rískur blaðaheimur allt mögulegt
og spannar allt frá nokkrum mjög
vönduðum blöðum til hinna ver-
stu tilræða við sæmilega dóm-
greind og menningarlega við-
leitni. Um þennan heim birtist
um helgina fróðlegt viðtal í
Morgunblaðinu eftir Jakob F.
Ásgeirsson, það er við Conrad C.
Fink, sem er gamalreyndur í
blaðamennsku og nú prófessor í
þeim fræðum. Þar kemur margur
fróðleikur fram, og ekki er síst
ástæða til að velta fyrir sér ýmsu
því sem þar segir af blaðadauða í
því stóra ríki. Fink segir meðal
annars:
„Það stefnir allt í það að það
verði eitt stórt dagblað í hverri
borg, en ekki tvö eða mörg stór
blöð eins og áður í einni borg, því
ef það eru tvö stórblöð um hituna
í einni borg og annað getur sýnt
fram á að það sé keypt af 55%
heimila í borginni, en hitt einung-
is af 45% heimila, þá munu 70%
auglýsinga birtast í því blaði sem
hefur 55% hlutdeildina. Þess
vegna hafa stór og rótgróin dag-
blöð verið að hverfa af sjónar-
sviðinu undanfarin ár í Banda-
ríkjunum: ef útbreiðslan dregst
saman eða hlutdeild á tilteknu
markaðssvæði, þá minnka aug-
lýsingar í margföldu hlutfalli."
Sérstœð einokun
Það sem er einna athyglisverð-
ast við þessa mynd er það, að hér
er gert ráð fyrir því sem algjör-
lega sjálfsögðum hlut, að auglýs-
endur ráði því, hvort blað er til
eða ekki - ekkert annað er tekið
inn í dæmið. Það er ekki um það
spurt, hvað gerist ef eitt blað fær
■ raunverulega einokun á borg eða
svæði (hverfablöð eru til líka en
skipta litlu máli í þessu sam-
bandi). Hér einkum átt við þetta:
hvaða “rétt“ eiga þau 45% sem
hafa kannski viljað áfram annað
blað sem hefði aðrar áherslur,
annan smekk, kannski annan
pólitískan boðskap en það blað
sem hafði náð forskoti, hafði náð
55% útbreiðslu? Eins og fyrr
segir: auglýsendur yfirgefa þann
sem er ögn smærri - og gera fjár-
hagslega möguleika hans til að
halda áfram margfalt lakari en
keppinautarins, sem hafði ekki
ýkja mikið forskot áður. Verður
nýja blaðið betra en hin tvö? Það
er vafasamt, þótt það verði kann-
ski stærra. (Þegar nokkuð var lið-
ið síðan Vísir og Dagblaðið sam-
einuðust sagði einn af tillags-
mönnum DV við klippara: „Þeir
hafa sameinað það lakast úr báð-
um blöðum“. Og sem fyrr segir:
það hlýtur að verða þrengra um
raunverulega möguleika í frelsi
til skoðunamyndunar eftir að hin
óheftu lögmál auglýsingamark-
aðarins hafa unnið sitt verk.
Hver rœður?
Þessi þróun hefur líka sitt að
segja á landsmælikvarða, eins
þótt um gífurlega stórt ríki sé að
ræða. Það má vel hugsa sér þá
þróun, að bandaríski dagblaða-
heimurinn þokist í átt til eins
„súperblaðs", sem er saman sett
með svipuðum hætti allsstaðar,
úr hinum algengustu einkennum
einokunarblaðsins á hverjum
stað. Hægt og bítandi verður
sigur auglýsenda, big business,
meiri 7 enda ræður hann líka yfir
sjónvarpinu og yfir kosninga-
sjóðum þeim sem auglýsa upp
pólitíska frambjóðendur og svo
mætti áfram telja.
Á þetta er nú minnt hér, vegna
þess að við búum í þjóðfélagi sem
hefur vaxandi tilhneigingu til að
apa sem flest eftir Bandaríkjun-
um í smáu sem stóru. Líka vegna
þess, að við erum löngu komin
háskalega nálægt einokun Morg-
unblaðsins á íslenskum dagblaða-
markaði - ekki síst ef það er haft í
huga, að síðdegisblaðið DV er
svosem álíka „óháð“ í pólitískum
boðskap og Morgunblaðið sjálft.
-áb.
og skoriö
Bókin og tungan
Jóhannes Helgi, rithöfundur
og útgefandi, er svartsýnn á stöðu
bókarinnar í viðtali sem birtist í
Morgunblaðinu fyrir helgi.
Jóhannes segist vera mjög ugg-
andi um framtíð bókarinnar. „Eg
tel að þáttaskilin hafi einmitt orð-
ið núna um síðustu áramót. Á
síðustu árum hefur orðið um 50%
samdráttur í bóksölu og ber þar
margt til. Elsta kynslóðin sem bar
uppi bókmenninguna er ýmist
látin eða komin inn á elliheimili
og kaupir þar af leiðandi ekki
bækur lengur. Miðaldra fólk
kaupir einngi lítið af bókum því
viðkvæðið hjáþví er gjarnan: það
eru allar hillur orðnar fullar hjá
mér, börnin mín sýna þeim engan
áhuga og hver á að taka við þessu
eftir minn dag? Jóhannes Helgi
talar um stóraukna notkun á
sjónvarpi og myndböndum, út-
þenslu dagblaða og fleira þess-
legt. Síðar segir hann:
„Myndbönd og kvikmyndir
geta þó aldrei komið í staðinn
fyrir hið ritaða orð, og ég held að
bókin sé hollari til að rækta upp
sköpunargáfu og ímyndunarafl
en kvikmyndir og snældur. En
þjóð sem missir tungu sína er orð-
in all önnur þjóð en hún var“.
Svo gæti virst að undir lokin
tæki Jóhannes Helgi allt af stórt
stökk frá kreppu bókaútgáfu i
dag til þess að tungan sé í hættu.
En hann hefur að vissu leyti rétt
fyrir sér. Ef það reynist rétt, að
áhugi á því sem skrifað er á ís-
lensku og hugsað eigi eftir að
dvína jafnt og þétt undan þrýst-
ingi þess hamingjudraums sem
skammsýnir menn sjá í tuttugu
sjónvarpsrásum í einu - þá er þar
með um að ræða þróun sem getur
síðar meir teflt sjálfri þjóðtung-
unni í mikinn háska.
-áb