Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984
Verður Fjalakötturinn varðveittur? Mynd - eik.
íbúasamtök Grjótaþorps:
Skora á
borgina að
vernda
Fjalaköttinn
íbúasamtök Grjótaþorps
hafa sent borgarstjórn
Reykjavíkur áskorun um
að varðveita Fjalaköttinn,
Aðalstræti 8 í sem næst
upprunalegri mynd
sinni.
í bréfi til borgarstjórnar benda
samtökin á hugsanlega leið í því
máli, sem er sú að komast að
skynsamlegu samkomulagi við nú-
verandi eiganda hússins um yfir-
töku þess og eignaskipti. Bent er á
eftirfarandi möguleika til að ná aft-
ur nokkru af því fé sem slíkt myndi
kosta borgina: Húsið yrði selt aftur
í heilu lagi eða hlutum til aðila með
ýmiss konar starfsemi, svo sem
menningarlega eða minni háttar at-
vinnustarfasemi gegn kvöðum um
endurnýjun og viðhald, hliðstæðar
þeim sem gerðar hafa verið um
önnur hús sem borgin hefur selt í
Grjótaþorpi undanfarin ár. Fram-
kvæmdanefnd íbúasamtakanna
ritar undir bréfið en hana skipa:
Egill Egilsson, Sigurður Rúnar
Jónsson og Hendrik Berndsen.
Orðsending
frá íslenskum heimilisiðnaði
1. mars byrjum við að rýma til fyrir nýjum vörum og
veitum þvi
15% afslátt af öllumvörum í versluninni
Nú er gullið tækifæri fyrir þá sem ætla að fara erlendis
næsta sumar að kaupa gjafir fyrir vini og vandamenn.
Peysur, jakkar, teppi, band, keramik, finnska gler-
ið ofl. ofl.
15% afsláttur frá 1. mars til 10. mars.
íslenskur heimilisiðnaður
*
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Tilkynning
um vanskilavexti
Frá og með mánudeginum 5. mars 1984 verða
reiknaðir vanskilavextir á öll vanskil við Rafmagns-
veitu og Hitaveitu Reykjavíkur.
Gjalddagi er við útgáfu orkureiknings. Eindagi er 15
dögum síðar og er hann tilgreindur á orkureikningi. Ef
eindagi er á laugardegi, sunnudegi eða á öðrum frí-
dögum flyst eindagi yfir á næsta virka dag á eftir. Sé
orkureikningur greiddur eftir eindaga falla á hann van-
skilavextir samkvæmt vaxtaákvörðun Seðlabanka ís-
lands.
Rafmagnsveita Reykjavíkur
Guðrún Guðmundsdóttir framkvœmdastjóri Þjóðviljans skrifar:
Omerkilegar
talnablekKÍngar
Sem skilyrði fyrir undirskrift ný-
afstaðinna samninga krafðist
verkalýðshreyfingin félagslegra
umbóta fyrir þá félaga sína sem
verst eru staddir, þ.e. hafa mestu
framfærslubyrðina.
Þeir einstaklingar sem verst
standa efnahagslega í dag eru án
efa konur með barn eða börn á
framfæri þ.e.a.s. konur sem axla
sjálfar og einar ábyrgð á sér og sín-
um börnum.
Undanfarna mánuði hefur mikið
verið rætt um hinn síminnkandi
kaupmátt launa. í því sambandi
hefur hin einstæða móðuir oft verið
notuð sem dæmi til að sanna hversu
erfitt er að lifa á lágum launum.
Hér í Þjóðviljanum var fyrir
nokkru viðtal við einstæða móðir
með tvö börn. Við hér á Þjóðvilj-
anum urðum vör við að þetta viðtal
hafði mikil áhrif. Þessi einstæða
móðir er bankamaður og hefur
fyrir samninga 12.542 kr. á mán-
uði, í mæðralaun og meðlag hefur
hún 5.039 kr., þannig eru heildar-
tekjur hennar 17.581 kr. á mánuði.
Áhrif Alþýðusambandssamning-
anna á lífsafkomu þessarar konu
væru þau að kaup hennar hækkaði í
13.169.- Síðan bætist við meðlags-
hækkun, tekjutengdar barnabætur
og hækkun mæðralauna sem gera
8.800.-. Heildartekjur þessarar
konu eru því í dag 21.969,- en voru
1. febrúar 17.581, þannig hafa laun
hennar hækkað um 4.298.- eða um
25% ef við förum í ómerkilegan
talnaleik. Viðtalið við þessa konu
var í sunnudagsblaði Þjóðviljans
22.-23. október og þar segir blaða-
maðurinn:
„Viðmælandi okkar er 25 ára
reykvísk móðir, - hún er ein með
tvö börn og vinnur í banka. Svip-
aða sögu má segja um tugi kvenna á
hennar aldri, aðrir tugir eru í ann-
ars konar þjónustustörfum eða í
fiskvinnslunni. Vita menn að í
Reykjavík skipta þau börn þúsund-
um, sem aðeins hafa eina fyrir-
vinnu, - í flestum tilfellum konu
sem vinnur láglaunastörf? Hvereru
kjör þessara kvenna og hvað mega
þessi börn búa við?“
Formaður félags einstæðra for-
eldra Jóhanna Kristjónsdóttir hef-
ur fordæmt þessar aðgerðir í fjöl-
miðlum og segir þær koma einstæð-
um foreldrum að litlu gagni. Það er
vitnað til Jóhönnu og afstöðu
hennar flaggað í leiðara Þjóðvilj-
ans 24. febrúar. Blaðið gerir orð
hennar að sínum. Upphaf leiðar-
ans er:
„í viðtali við útvarpið í fyrra-
kvöld fjallaði Jóhanna Kristjóns-
dóttir formaður einstœðra foreldra
um þœr blekkingar sem beitt hefur
verið til að telja fólki trú um að í
kjölfar hinna nýgerðu samninga
kœmi til framkvæmda veruleg
kjarabót fyrir einstœða foreldra.
Hún rakti að þær tölur, sem nefnd-
ar hefðu verið, fœlu í sér ómerki-
legar talnablekkingar. í raun vœri í
þessum samningum verið að reyna
að fá einstæða foreldra til að sœtta
sig við froðu í stað raunverulegra
kjarabóta“.
Og leiðaranum lauk á þessum
orðum:
„Dómur forystumanns einstœðra
foreldra um hliðaraðgerðir ríkis-
stjórnarinnar er afdráttarlaus. Þær
eru froða og blekkingar, yfirborðs-
legar og ófullnægjandi“.
Ég held að Jóhanna skilji hvorki
reglur hlutfallsreiknings né þekki
stöðu kvenna á vinnumarkaðinum
en hún hlýtur að vita að meginhluti
einstæðra foreldra er konur. Um
82% kvenna sem hafa atvinnutekj-
ur höfðu tekjur undir 16.000 kr. 1.
febrúar 1984. Börn einstæðra for-
eldra munu vera um 6.600 af þeim
eiga 2.156 börn foreldri sem hafði
150 þúsund eða minna í tekjur á
síðasta ári. Það er þannig einn
þriðji einstæðra foreldra með það
lágar tekjur að hækkunin verður
yfir 20% í upphafi samningstím-
ans.
Það er margt við þessa samninga
sem hægt er að gagnrýna.
Kaupmáttur launa féll um 25% á
síðasta ári, þetta kaupmáttarfall er
óbætt fyrir flest okkar. Hlutfalls-
hækkun launa nær upp allan
launastigann. Ungt fólk 16 og 17
ára fellur ekki undir nýju tekju-
tryggingarmörkin. Það er hægt að
halda áfram að telja upp.
Þessir samningar hafa samt sem
áður kosti. Þeir nást án átaka.
Hluti af því fólki sem hefur erfiða
framfærslubyrði fær kaupránið
bætt. Konur bæta stöðu sína í hlut-
falli við karlmenn þar sem þær eru
stór hluti hinna lægst launuðu.
Samningarnir stöðva þá óberan-
legu kjararýrnun sem átt hefur sér
stað hjá þorra fólks undanfarna
mánuði.
Þessi grein er ekki skrifuð til að
verja nýafstaðna kjarasamninga.
Hún er ekki heldur skrifuð til að
klappa fyrir þeim félagsmálapakka
sem fylgir. Þessi grein er skrifuð af
því mér finnst fólk leggjast lágt og
vera illa samkvæmt sjálfu sér, ef
það fyrir aðgerðir leggur áherslu á
ákveðin atriði sem verði að
leiðrétta, í þessu tilviki tekjur
þeirra sem hafa þyngstu fram-
færslubyrðina, en eftir aðgerðir
segir allt sem gert hefur verið til
jöfnunar vera froðu og blekkingar
þótt tölulegar upplýsingar sýni
annað.
Ef við ætlumst til þess að okkur
sé trúað í framtíðinni skulum við
láta okkur nægja að gagnrýna það
sem er gagnrýni vert. Það er slæmt
að loka augunum og látast ekki sjá
það sem vel er gert en það er ennþá
verra að umsnúa því og rangfæra.
Rvík 24. febr. ’84.
Guðrún Guðmundsdóttir
Kvennaskóli í Kvennaskóla
Leikfélag Kvennaskólans:
Rógburður
Höfundur: Lillian Hellmann
Leikstjóri: Vilborg Halldórsdóttir.
Föstudaginn 17. febrúar frum-
sýndi Leikfélag Kvennaskólans í
Reykjavík „Rógburð“ (The
Children’s Hour) eftir Lillian Hell-
mann. Leikfélag þetta var stofnað
s.l. haust og er Rógburður því
fyrsta viðfangsefni þess.
Lillian Hellmann fæddist í New
Orleans árið 1905. Hún stundaði
háskólanám bæði í heimaborg sinni
og í New York, vann síðan sem
bókmenntagagnrýnandi og blaða-
maður um nokkurt skeið áður en
hún tók til við að skrifa leikrit.
Rógburður er fyrsta verk hennar,
frumflutt árið 1934 og vakti þá
gífurlega athygli og deilur og var
bannað að sýna það bæði í Boston
og Chicago.
Eins og þýðingin á nafni verksins
bendir til, fjallar það um illmælgi
og róg og hvernig eitraðar tungur
geta haft úrslitaáhrif á líf og fram-
tíðarmöguleika einstaklingsins.
Örlagavaldurinn í Rógburði er
Mary Tilford, 14 ára skólastúlka,
sem hefnir sín á umhverfi sínu með
því að breiða út sögur um óeðlilegt
kynferðissamband milli tveggja
kvenna, Mörtu og Karenar, en þær
reka stúlknaskóla sem Mary sækir.
Með veikum rökum tekst henni að
sannfæra ömmu sína, frú Tilford,
sem er áhrifamikil kona og fólk
tekur mikið mark á. Sú gamla
beitir þessum áhrifum sínum í her-
ferð gegn Mörtu og Karen og ann
sér vart hvíldar fyrr en allar stúlk-
urnar hafa verið teknar burt úr
skóla þeirra. Þær stöllur, Marta og
Karen, höfða mál gegn frú Tilford,
Súsanna Svavarsdóttir
skrifar um
leikhús
en tapa því, aðallega vegna þess að
frænka Mörtu, Lily Tilford, neitar
að vera vitni þeirra í réttarhöldun-
um. Þar með eru framtíðarmögu-
leikar þeirra orðnir að engu.
Eins og fyr segir er þetta fyrsta
verkið sem Leikfélag Kvenna-
skólans setur upp. Jafnframt erþað
frumraun Vilborgar Halldórsdótt-
ur sem leikstjóra. Það verður að
segjast eins og er, að sýningin bar
þess merki og þá sérstaklega fyrri
hluti hennar. Alveg fram að hléi
var þetta stórkostlega verk mjög
kraftlaust og óáhugavert. Þáttur-
inn byggir mest á frænkunni Lily
(Margréti Ólafsdóttur) og á krakk-
aorminum Mary (Bryndís Marsibil
Gísladóttir). Túlkunin á þessum
tveimur var í hæsta máta ósann-
færandi og birtist Mary sem
leiðinda væluskjóða í stað þess
andstyggðar flagðs sem hún er.
í seinni hlutanum er hinsvegar
megináherslan á stöllunum Mörtu
(Halla Stefánsdóttir) og Karen
(Steinunn Knútsdóttir) og áttu þær
ágætisleik og jafnvel svo á köflum
að reynsluleysi þeirra týndist. Um
frammistöðu leikaranna skal fátt
annað sagt hér. Þó get ég ekki látið
hjá líða að nefna Þóru Friðriks-
dóttur í hlutverki frú Tilford. Fra-
msögn hennar var einkar skýr og
eðlileg og leikurinn lofsverður.
Það sem skemmdi sýninguna
ekki hvað síst var lýsingin. Henni
var eingöngu beint inn á sviðið,
þannig að allt sem gerðist framan
við það mitt, var hulið myrkri og
engin svipbrigði því greinanleg hjá
leikurum. Án efa hefur það átt sinn
þátt í því að draga úr kraftinum.
Leikmyndin var hinsvegar mjög
sniðuglega unnin og búningarnir
einstaklega skemmtilegir.
Þrátt fyrir þá vankanta sem á
sýningunni voru vona ég að Leikfé-
lag Kvennaskólans láti ekki deigan
síga, en haldi áfram að kynna fyrir
okkur leikrit eftir konur, það eru
víst ekki of margir sent taka það að
sér.
Súsanna Svavarsdóttir.