Þjóðviljinn - 28.02.1984, Page 14

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Page 14
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 búsýslan Gómsætar BOLLUR Bolludagurinner næstkomandi mánudag og þar sem þetta er síðasta Bú- sýslan fyrir þann merka dag birtum við hér tvær uppskriftir að góðum bollum. Sú hin fyrri er af klassískum gerbollum, sem finna má í velflestum matreiðslubókum og standa ávallt fyrir sínu. Síðari upp- skriftin er af mjög fínum boll- um og kemur hún frá Frakk- landi. Rjómabollur (16 bollur) 5 tsk. þurrger eða 50 g pressuger 2 dl mjólk 8 dl hveiti 1 tsk. salt 2 tsk. sykur 50 gr smjörlíki 2 egg 'h tsk. kardimommur Velgið mjólkina og hrærið ger- ið út í hana. Blandið saman hveiti, salti, sykri og kardi- mommum og myljið smjörlíkið saman við. Hnoðið eggið upp í og hellið að lokum mjólkur- og ger- blöndunni saman við. Stráið dá- litlu hveiti á borð og látið deigið á borðið. Nú eigið þiö að hnoða þar til deigið Ioðir vel saman og er orðið vel teygjanlegt. Þið þurfið e.t.v. að hnoða meira hveiti upp í deigið. Penslið skál að innanverðu með matarolíu og látið deigið í skálina. Breiðið klút yfir og látið síðan skálina standa á heitum stað í ca. 30 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast. Þá er hvolft úr skálinni, deigið hnoðað lítillega og síðan klipið úr því hæfilegtmagníeina bollu. Bollan 'er mótuð með höndunum og síð- an sett á smurða ofnplötu. Boll- urnar eiga nú að hefast á plötunni í ca. 30 mínútur, en að því loknu er þeim stungið inn í 190 gráðu heitan ofn og bakaðar. Þegar þær hafa bakast eru þær teknar úr ofninum og látnar kólna. Þá eru þær skornar í sund- ur um miðju, sulta sett á neðri helminginn og rjómi þar ofan á og efri helmingnum síðan tyllt ofan á rjómann. Á efri helming- inn er ýmist stráð flórsykri eða bráðnu súkkulaði smurt ofan á. Einnig má búa til súkkulaði úr flórsykri og kakói og látið á boll- urnar. Eggjabollur (8 bollur) 3 dl vatn 75 g smjör í litlum klípum 1 tsk salt nutmeg á hnífsoddi 300 g hveiti 5 stór egg Hitið vatn að suðumarki í stór- um potti. Látið smjörið, saltið og nutmeg útí og takið pottinn af hit- anum þegar smjörið hefur allt bráðnað. Hrærið hveitinu smám saman við og hrærið þar til deigið losnar frá hliðum pottsins. Hrærið nú með hrærivél eggj- unum saman við, einu í einu. Þegar eggjunum hefur verið bætt útí, á deigið að vera þykkt og gljáandi. Hitið ofninn að 220 gráðum og smyrjið tvær ofnskúffur. Þið get- ið ánnað hvort sprautað deiginu á plöturnar með sprautu eða látið það á með skeið - fallegra er þó að gera þetta með sprautu og bollurnar verða miklu lögulegri þannig. Ekki er ráðlegt að hafa fleiri en fjórar á hverri ofnplötu, því bollurnar tútna mikið út í of- ninum. Takið nú enn eitt egg út úr ís- skápnum, brjótið það í skál og hrærið vel með 'h tsk. af vatni. Penslið hverja bollu með þessu áður en þær eru bakaðar, en bakið síðan í 10 mínútur. Þá lækkið þið hitann í ca. 190 gráður og bakið áfram í 25-30 mínútur, eða þar til þær hafa tvöfaldast að stærð og eru orðnar fallega gull- brúnar. Gætið vel að hitanum - bakaraofnar eru mjög misjafnir, eins og þið vitið, og því þarf að fylgjast vel með. Þegar bollurnar eru bakaðar takið þið þær úr ofninum og skerið litla rauf í hverja þeirra til þess að hleypa gufunni út (þær eiga að vera holar að innan). Slökkvið á ofninum um leið og þið takið bollurnar út og látið nú bollurnar aftur inn í ofninn og geymið þær í eins og 10 mínútur. Þá takið þið þær út og látið kólna alveg. Skerið þær í miðju og fyllið með sultu og rjóma. Mjög gott er reyndar að hafa ís í milli, og það getið þið prófað líka. Ofan á er síðan sett bráðið súkkulaði. Lýsi h.f.: Nýr heilsuvökvi íslenskur Frískamín heitir nýtt íslenskt fjölvítamín frá Lýsi h.f., sem nýkomið er í verslanir. Það er selt í 250 ml flöskum og kostar hverþeirra49krónur. Lýsið okkar er feikilega auðugt af ýmsum vítamínum, sem við þurfum mjög á að halda í skamm- deginu. Mörgu foreldri gengur býsna illa að koma því ofan í börnin. Lýsi h.f. hefur að undan- förnu verið að prófa sig áfram með bragðbætingu á lýsi, og hef- ur Baldur Hjaltason, efnaverk- fræðingur, haft veg og vanda af þeim prófunum. Frískamín er ein afurðin sem sprottin er úr þessum prófunum, en auk þess að inni- halda öll efnin, sem eru í lýsi, er að auki bætt í það öðrum vítamín- um, þannig að kalla má þetta fjölvítamín. Það skal tekið fram, að Búsýsl- unni þykir fulllítið af C- vítamínum í Frískamíni til að það uppfylli heitið fjölvítamín að fullu. En þar sem komið hefur í ljós með rannsóknum, að íslensk skólabörn eru yfirleitt vel haldin af C-vítamíni en aftur á móti verr haldin af A og D vítamínum, má með sanni segja, að Frískamín komi að góðu haldi. Það er ágætt á bragðið (a.m.k. ekki vont - bragðið er frekar hlutlaust) og börnin ættu frekar að fást til að Verðkönnun NAN: leggja sér það til munns heldur en feitt lýsið. Ódýrast í Hrísalundi Neytendafélag Akureyrar og nágrennis hefur gert könnun á verði nokkurra vörutegunda í sex verslunum á Akureyri og í kaupfélögunum á Svalbarðseyri og á Grenivík. Umtalsverður munur er á verði í þessum versl- unum. Könnunin stóð yfir dagana 1. og 2. febrúar sl. og náði til þess- ara verslana: Hagkaupa, KEA Hrísalundi, KEA Sunnuhlíð, Búrsins, KEA Strandgötu, Hafn- arbúðarinnar, KEA Grenivík og KEA á Svalbarðseyri. Kannað var verð á 31 vörutegund, þ.á.m. hveiti, sykur, púðursykur, hafra- grjón, lyftiduft, nautahakk, kjúklingar, egg, sólblóma, epli, appelsínur, súkkulaðibúðingur, Bragakaffi, tekex, eldhúsrúllur, Dixan þvottaduft og Plús mýk- ingarefni. Lagt var saman verð á 20 teg- undum af þeim 31, sem kannað- ar voru. Hefðu þær allar verið keyptar hjá KEA í Hrísalundi hefðu þær kostað samtals 919,75 krónur og var það ódýrasta versl- unin. Hefðu þær allar verið keyptar í Hagkaupum hefðu þær ksotað 927,50 krónur, hjá KEA Sunnuhlíð hefur þær kostað 991,50 krónur, hjá Búrinu 985,25 krónur, hjá KEA Strandgötu 1.020,60 krónur, hjá KEA Gren- ivík 1.041,70 krónur og hjá KSÞ á Svalbarðseyri hefðu þessar vörur kostað 1.060,55 krónur. Það virðist því hagstæðast fyrir neytendur að versla við KEA í Hrísalundi, en Hagkaup fylgja fast á eftir. Upplýsingar þessar má nálgast í nýjasta fréttabréfi Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis, Eiðsvallagötu 6, sími 22506. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 4-6 síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.