Þjóðviljinn - 02.03.1984, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 02.03.1984, Qupperneq 20
uobmuinn I Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 Föstudagur 2. mars 1984 Forstjóri Mjólkursamsölunnar lét draga yfirlýsingar VSÍ um skaðabœtur á hendur starfsmönnum til baka í gœrkvöldi „Kaffítíminn4 ‘ færði sigur Sérkjaraviðrœður starfsmanna í dag „Öll þessi deila í dag hefur verið til þess að fá þessar viðræður sem við erum loks búnir að fá loforð fyrir. Það hefði verið nær að lofa þessum viðræðum þegar í morgun, því þá hefði þetta ástand aldrei þurft að skapast.Við vildumað það yrði talað við okkur eins og menn og nú eru þeir búnir að skilja það að við látum ekki sparka í okkur eins og hunda“, sagði Ólafur Ólafs- son formaður samninganefndar Dagsbrúnarmanna hjá Mjólkur- samsölunni í samtali við Þjóðvilj- ann seint í gærkvöldi þegar loks hafði tekist samkomulag milli for- stjóra samsölunnar og starfsmanna um að samningafundur um sér- kröfur verði haldin fyrir hádegi í dag og allar bótakröfur fyrirtækis- ins á hendur starfsmönnum vegna vinnustöðvunar í gær verði felldar niður. Vinna hófst þvl að nýju í Mjólkursamsöiunni kl. 6 í morgun. „Forsaga þessa máls er sú að við gengum út af samningafundi í morgun, þegar í ljós kom að for- ráðamenn Mjólkursamsölunnar vildu ekkert við okkur ræða, held- ur höfðu fulltrúar VSÍ tekið yfir af þeirra hálfu. Það hafa verið í gildi sérkjarasamningar starfsmanna við Mjólkursamsöluna frá fyrstu tíð og við sættum okkur ekki við annað en það sé rætt við okkur eins og maður við mann. Fulltrúar VSÍ hins vegar hreinlega köstuðu okkar kröfum framan í okkúr aftur“, sagði Ólafur Ólafsson. „Við viljum fá fulltrúa samsöl- unnar að samningaborðinu, og því settumst við niður á kaffistofunni. Það var alger samstaða meðal starfsfólksins og verkakonur úr Framsókn lögðu einnig niður vinnu með okkur“. í hádeginu í gær barst formanni Dagsbrúnar hraðskeyti frá VSÍ þar sem verkalýðsfélagið og einstakir starfsmenn mjólkurstöðvarinnar voru lýst ábyrg fyrir afleiðingum vinnustöðvunarinnr og var hótað bæði sektum og refsingum. Um miðjan dag í gær náðist sam- komulag um að VSÍ drægi þessar hótanir til baka og fulltrúar sam- sölunnar settust að samningaborði með starfsmönnum um sérkjara- mál. Fulltrúar starfsmanna lögðu þá til að starfsmenn tækju upp vinnu að nýju. Meirihluti starfs- manna hafnaði því hins vegar í at- kvæðagreiðslu en lýsti sig reiðubú- inn að mæta fyrr til vinnu nú í morgun en venja er. Þegar þetta lá fyrir sögðu fulltrúar VSÍ samkomulagið fallið úr gildi og gaf VSÍ út fréttatilkynningu þar sem fyrri hótanir voru teknar upp að nýju. Seint í gærkvöldi dró forstjóri Mjólkursamsölunnar hins vegar þessa fréttatilkynningu VSÍ til baka og gaf út yfirlýsingu þess efnis að Mjólkursamsalan mundi ekki gera sekta- og skaðabótakröfur á hendur starfsmönnum fyrirtækis- ins. Væri yfirlýsing þessi gefin í trausti þess að vinna hæfist að nýju með eðlilegum hætti í dag og að ekki komi til frekari fyrirvara- lausra vinnustöðvana. „Við hljótum að líta á þetta traust eins og traust okkar hefur verið við þessa menn í dag, metið að þeirra hálfu. Ég mun mæla með að þessi yfirlýsing verði samþykkt í fyrramálið og þá munum við einnig hefja okkar sérkjaraviðræður", sagði Ólafur Ólafsson. - lg. Sjómenn bindast samtökum: Mótmælum rignir yfír ríkisstj órnina vegna fyrirhugaðra breytinga á aflatryggingasjóði Sjómenn um allt land hafa bund- ist samtökum um að mótmæla frumvarpi því til breytinga á aflatryggingasjóði, sem ríkisstjórn- in hyggst leggja fram á Alþingi. í gær höfðu áhafnir 75 skipa sent inn mótmæli og búist er við að mótmæli berist frá áhöfnum allra skipa, þar sem skipstjórinn er ekki jafnframt eigandi bátsins, sagði Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bandsins í gær. Sem kunnugt er hafa bæði út- gerðarmenn og sjómenn lagt fé í aflatryggingasjóð og hlutverk hans hefur verið að bæta útgerðar- og sjómönnum upp þegar illa gengur. Þegar fiskverð var ákveðið lofaði ríkisstjórnin útgerðarmönnum að fá þeim einum allt fé aflatrygginga- sjóðs, til að bæta þeim upp minni aflá vegna kvótakerfisins, sjómenn fá ekki neitt. Til þess að gera þetta þarf laga- breytingu og ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp á Alþingi í þessu skyni. Að sjálfsögðu vilja sjómenn ekki una þessari eignaupptöku, eða fjárnámi, þar sem þeir hafa lagt til og eiga því stóran hluta sjóðsins, sem nú á að færa útgerðarmönnum, til þess að greiða upp skuldir þeirra. „Sjóðurinn hefur tryggt sjó- mönnum laun, þegar illa hefur gengið og hafi nokkru sinni verið ástæða til að styrkja sjómenn í þessum efnum þá er það nú árið 1984 eins og útlitið er, en nú eins og svo oft áður er gengið á rétt sjó- manna, hoggið í sama knérunn ár eftir ár og menn eru einfaldlega búnir að fá nóg“, sagði Óskar Vig- fússon í gær. _ s.dór Skákmótið í Grindavík: Jón L. vann Jóhann McCambridge efstur Borgarstjórn frestaði Fjalakettinum: Yfír 2000 undirskriftir! í upphafi borgarstjórnarfundar í gær voru Davíð Oddssyni afhentar yfir 2000 undirskriftir Reykvík- inga, sem skora á borgina að gera allt sem í hennar valdi stendur tii að vernda Fjalaköttinn. Málið var hins vegar tekið út af dagskrá og því frestað án umræðu. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans mun Davíð Oddsson borgarstjóri hafa átt frumkvæði að þeirri frest- un, og mun ætlunin að nota frest- inn til að ræða við menntamálaráð- herra um framtíð hússins, en Ragn- hildur Helgadóttir er væntanleg eim um helgina. - ÁI. Jón L. Árnason vann Jóhann Hjartarson í viðureign þeirra fé- laga í annarri umfcrð alþjóðiega skákmótsins í Grindavík í gær- kvöldi. McCambridge vann Björgvin Jónsson en öðrum skák- um lyktaði með jafntefli: Knezevic- Gutman, Elvar Guðmundsson- Christiansen, Helgi Ólafsson- Lombardy, Ingvar Ásmundsson- Haukur Angantýsson. í tuttugu leikja viðureign Jóns L. og Jóhanns sótti hinn síðarnefndi fast en mun hafa teygt sig helst til langt og eftir peðsfórn vann Jón L. mann og þarmeð skákina. Biðskákirnar úr fyrstu umferð voru tefldar í gærmorgun og urðu úrslit heldur dapurleg fyrir landann; Jón L. tapaði fyrir McCambridge, Helgi fyrir Gut- man, Björgvin fyrir Lombardy en skák þeirra Knezevics og Elvars fór enn í bið og átti að halda henni áfram seint í gærkvöldi. Efstur á mótinu eftir tvær um- ferðir (að undanskilinni biðskák- inni) er bandaríski alþjóðameistar- inn Vincent McCambridge með 2 v. Næstir með 11/2 v. eru Ingvar, Christiansen, Lombardy og Gut- man. -m Síðustufréttir: Elvarog Knezevic gerðu jafntefli í nótt. Harðar deilur um hand- knatt- leikinn Hörð gagnrýni kemur fram á ástandið í málcfnum handknattleiks-íþróttarinnar t viðtölum sem Þjóðviljinn birtir á morgun. í þessum við- tölum koma fram harðorðar yfirlýsingar frá forystu- mönnum félaga. „Ef haldið verður áfram á þessari braut verður búið að leggja niður íslenskan hand- knattleik innan tveggja- þriggja ára.“ - „Handknatt- leiksíþróttin er að koðna nið- ur í höndunum á okkur.“ - „Þetta er ekki orðið neitt ann- að en peningaaustur fyrir fé- Iögin.“ - „Það er verið að drepa algerlega niður áhug- ann á handknattleik hér á landi.“ í Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans sem kemur út í fyrramálið er rætt við fulltrúa frá öllum 1. deildarliðum karla í hand- knattleik um keppnisfyrir- komulagið á íslandsmótinu. Ummælin hér að ofan er að- eins brot af því sem aðstand- endur handknattleiksins hafa að segja um ástandið í sinni íþrótt. Almenn óánægja með framkvæmd og skipulagningu íslandsmótsins og allir við- mælendur okkar eru hlynntir breytingum. _VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.