Þjóðviljinn - 06.03.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Síða 1
UOBVIUINM Frystihús Akureyringa skóp mest framleiðsluverðmæti allra frystihúsa í landinu á síð- asta ári. Þjóðviljinn leit þar inn á dögunum. Bls. 8 mars þriðjudagur 49. árgangur 55. tbl. • Komið á þriðja miljarð króna • Þorsteinn bíður eftir svörum og tillögum frá Albert • Margir skyndi- fundir um vandann í gær Fundi fjárveitinga- nefndar frestað Stjórnarand- staðan boðuð á fund hjá fjármálaráð- herra Fyrir tveim mánuðum sögðu Lárus Jónsson og Albert Guð- mundsson að fjárlögin væru marktæk, ábyrg og raunhæf“! STORA GATIÐ Efnt var til formlegra og ó- formlegra neyöarfunda í gær hjá þingflokkum og ríkisstjórninni. I baksölum alþingis var mikið um slíka skyndifundi og fór ekki dult að hver ásakar annan í st j órnarflokkunum. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær, að ráðherrar og alþingismenn væru kjörnir til að leysa þennan vanda. Þeg- ar Þjóðviljinn spurði Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðis- flokksins hvernig stæði á því að þetta gat kæmi uppá fyrst núna rúmum tveimur mánuðum eftir að fjárlög voru samþykkt á al- þingi, svaraði Þorsteinn: „Ja, við höfum ekki fengið nein svör við því ennþá“. Sagðist Þor- steinn gera ráð fyrir því að fjármálaráðuneytið komi með tillögur til lausnar vandanum. Þannig virðist stefnt á það innan Sjálfstæðisflokksins að gera Albert Guðmundsson fjármálaráðherra einan ábyrg- an fyrir þessu gati. Lárus Jónsson formaður fjár- veitinganefndar alþingis sagði að lausir endar í fjárlögunum væru fleiri en menn hugðu við afgreiðslu fjárlaganna. Hann kvað vandann vera mestan í tryggingakerfinu. Matthías Bjarnason tryggingamálaráð- herra kvaðst hins vegar hafa farið í einu og öllu eftir forsend- um fjárlaga í tryggingakerfinu um samdrátt. Þegar fjárlagafrumvarpið var Stóra gatið ífjárlögunum er sífellt að stœkka. Samkvœmtfrásögnum fjárlagaglöggra manna ígœr mun gatið nú nema á þriðja miljarð króna. Hér er ekki um vanáœtlanir á fáum málaflokkum að rœða heldur um ruglandi og vitlausar áœtlanir áfjölmörgum sviðum fjárlaganna. Voru í gœr nefndar mjög háar tölur á nœr öllum sviðum fjárlaganna, t.d. í heilbrigðismálum, menntamálum, húsnœðismálum, atvinnumálum, dómsmálum og áfleiri sviðum. Nefndar voru tölur um vanáœtlanir sem nœmu 100-200 miljónum á hverju þessara sviða og á sumum þeirra mun hœrri upphœðir. Virðist hið stóra gat í fjárlögunum saman sett af mörgum götum út um nœr öllfjárlögin. Þingmenn stjórnarliðsins voru í senn undrandi, reiðir og hrœddir vegna þessara frétta því ekki eru nema tveir mánuðir síðan ríkisstjórnin taldi þeim trú um að ífyrsta sinn hefðu verið samþykkt „raunhœf‘ fjárlög. til afgreiðslu á alþingi fyrir rúm- um tveimur mánuðum, lýstu þeir Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar því yfir að fjárlögin væru raun- hæfari og marktækari en áður. Kváðu þeir fjárlögin marka stefnu ríkisstjórnarinnar og vera forsendu hennar. Nú er sú forsenda fyrir stefnu ríkis- stjórnarinnar hrunin. f gær var fundi fjárveitinga- nefndar frestað vegna funda- halda í ríkisstjórninni um mál- ið. Þá boðaði fjármálaráðherra fulltrúa stjórnarandstöðunnar á sinn fund til að skýra mála- vöxtu. Þeir Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson voru á fund- inum af hálfu Alþýðubanda- lagsins, en litið var á upplýsing- ar ráðherra sem trúnaðarmál. Á fimmtudag hefur verið boð- uð umræða um þetta alvarlega mál á alþingi. -óg/S.dór. Sjá 2 og 3 Fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson boðaði Ragnar Arnalds fyrrverandi f jármálaráðherra og Geir Gunnarsson fyrrverandi formann fjárveitinganefndar til fundar í fjár- málaráðuneytinu í gær til að kynna þeim gatið. Þessi mynd vartekin við það tækifæri. Ragnar og Geir töldu að þessar upplýsingar kæmu sér ekki á óvart þvi þeir hefðu við af- greiðslu fjárlaganna í desember bent á fjölmarga galla við fjárlaga- gerðina. Mynd - Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.