Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1984, Blaðsíða 1
Frystihús Utgerðarfélags Akureyringa skóp mest framleiðsluverðmæti allra frystihúsa í iandinu á síð-asta ári. l'jóöviljiim leit þar inn á dögunum. " . ;<¦ Bls. 8 mars þriðjudagur 49. árgangur 55. tbl. Komið á þriðja miljarð króna Þorsteinn bíður eftir svörum og tillögum frá Albert Margir skyndi- fundir um vandann í gær Fundi fjárveitinga- nefndar frestað Stjórnarand- staðan boðuð á fund hjá fjármálaráð- herra • Fyrirtveim mánuðum sögðu Lárus Jónsson og Albert Guð- f mundsson að fjárlögin væru „marktæk, ábyrg og raunhæf"! STORA GATIÐ Efnt var til formlegra og ó- formlegra neyöarfunda í gær hjá þingflokkum og ríkisstjórninni. I baksölum alþingis var mikið um slíka skyndifundi og fór ekki dult að hver ásakar annan í stj órnarflokkunum. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði í viðtali við Þjóðviljann í gær, að ráðherrar og alþingismenn væru kjörnir til að leysa þennan vanda. Þeg- ar Þjóðviljinn spurði Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðis- flokksins hvernig stæði á því að þetta gat kæmi uppá fyrst núna rúmum tveimur mánuðum eftir að fjárlög voru samþykkt á al- þingi, svaraði Þorsteinn: „Ja, við höfum ekki fengið nein svör við því ennþá". Sagðist Þor- steinn gera ráð fyrir því að fjármálaráðuneytið komi með tillögur til lausnar vandanum. Þannig virðist stefnt á það innan Sjálfstæðisflokksins að gera Albert Guðmundsson fjármálaráðherra einan ábyrg- an fyrir þessu gati. Lárus Jónsson formaður fjár- veitinganefndar alþingis sagði að lausir endar í fjárlögunum væru fleiri en menn hugðu við afgreiðslu fjárlaganna. Hann kvað vandann vera mestan í tryggingakerfinu. Matthías Bjarnason tryggingamálaráð- herra kvaðst hins vegar hafa farið í einu og öllu eftir forsend- um fjárlaga í tryggingakerfinu um samdrátt. Þegar fjárlagafrumvarpið var Stóra gatið ífjárlögunum er sífellt að stœkka. Samkvœmtfrásögnum fjárlagaglöggra manna ígœr mun gatið nú nema áþriðja miljarð króna. Hér er ekki um vanáœtlanir áfáum málaflokkum að rœða heldur um ruglandi og vitlausar áœtlanir áfjölmörgum sviðumfjárlaganna. Voru í gœr nefndar mjög háar tölur á nœr öllum sviðum ffárlaganna, t.d. í heilbrigðismálum, menntamálum, húsnœðismálum, atvinnumálum, dómsmálum og áfleiri sviðum. Nefndar voru tölur um vanáœtlanir sem nœmu 100-200 miljónum á hverjuþessara sviða og á sumumþeirra mun hœrri upphœðir. Virðist hið stóra gat í fjárlögunum saman sett af mörgum götum út um nœr öllfjárlögin. Þingmenn stjórnarliðsins voru í senn undrandi, reiðirog hrœddir vegna þessarafrétta því ekki eru nema tveir mánuðir síðan ríkisstjórnin taldiþeim trú um að ífyrsta sinn hefðu verið samþykkt „raunhœf' fjárlög. til afgreiðslu á alþingi fyrir rúm- um tveimur mánuðum, lýstu þeir Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra og Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar því yfir að fjárlögin væru raun- hæfari og marktækari en áður. Kváðu þeir fjárlögin marka stefnu ríkisstjórnarinnar og vera forsendu hennar. Nú er sú forsenda fyrir stefnu ríkis- stjórnarinnar hrunin. I gær var fundi fjárveitinga- nefndar frestað vegna funda- halda í ríkisstjórninni um mál- ið. Þá boðaði fjármálaráðherra fulltrúa stjórnarandstöðunnar á sinn fund til að skýra mála- vöxtu. Þeir Ragnar Arnalds og Geir Gunnarsson voru á fund- inum af hálfu Alþýðubanda- lagsins, en litið var á upplýsing- • ar ráðherra sem trúnaðarmál. Á fimmtudag hefur verið boð- uð umræða um þetta alvarlega mál á alþingi. -óg/S.dór. Sjá 2 og 3 Fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson boðaði Ragnar Arnalds fyrrverandi f jármálaráðherra og Geir Gunnarsson fyrrverandi formann fjárveítinganefndar til fundar í fjár- málaráðuneytinu í gær til að kynna þeim gatið. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Ragnar og Geir töldu að þessar upplýsingar kæmu sér ekki á óvart því þeir hefðu við af- greiðslu fjárlaganna í desember bent á fjölmarga galla við fjárlaga- gerðina. Mynd - Atli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.