Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Birna Gunnlaugsdóttir. Ingvar Á. Þórisson.
Rannveig Einarsdóttir.
Sigurður Helgasan.
Margrét Loftsdóttir.
Heigi Krisjánsson.
Karl V. Matthíasson.
Framboðslistar Félags
vinstri manna til stúd-
enta- og háskólaráðs
við kosningarnar
nk. fimmtudag
Kristján Kristjánsson.
Margrét Bragadóttir.
Sameinumst gegn at-
lögunni að Lánasjóði
Kosningar til stúdentaráðs og
háskólaráðs fara fram í Háskol-
anum á fimmtudaginn kemur.
Líkt og undanfarin ár eru þrír
listar í framboði, A - listi Vöku,
B - listi Félags vinstri manna og
C- listi umbótasinnaðra stú-
denta.
30 fulltrúar eiga sæti í stúdenta-
ráði og er helmingi ráðsins skipt út
á hverju ári. Félag vinstri manna á
13 fulltrúa í ráðinu í dag og missir 7
út fyrir kosningar, Vaka hefur 11
fulltrúa og missir 5 út og Umbóta-
sinnar hafa 6 fulltrúa og missa 3 út.
Meirihluta stúdentaráðs skipa nú
fulltrúar Félags vinstsri manna og
Umbótasinna.
Talið er að baráttan í þessum
kosningum muni einkum standa á
milli 8 fulltrúa á lista Félags vinstri
manna og 5 fulltrúa Vöku en í síð-
ustu kosningum fyrir ári töpuðu
vinstri menn fulltrúa yfir til Vöku
og eru nú ákveðnir í að endur-
heimta hann aftur.
Til háskólaráðs eru kjörnir tveir
fulltrúar og má telja fullvíst að það
verði efstu menn á lista Félags
vinstri manna og Vöku sem jafnan
áður.
Aðalkosningamálið að þessu
sinni eru málefni Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna en í síðustu
viku var opinberuð skýrsla sem
menntamálaráðherra hefur látið
vinna, þar sem lagt er m. a. til að
horfið verði frá því markmiði að
sjóðurinn taki mið af félagslegri
aðstöðu stúdenta, en verði í stað-
inn rekinn sem ávöxtunarsjóður
innan bankakerfisins. Þá eigi eftir-
spurn námsmanna eftir lánum að
miðast við arðsemi þeirrar náms-
greinar sem þeir leggja stund á.
Félg vinstri manna og Umbóta-
sinnar hafa lagst hart gegn þessum
tillögum en Vökumenn sem áður
höfðu mælt með breytingum í þá
veru sem tillögurnar um lánasjóð-
inn bera með sér hafa ekki þorað
að gefa út neinar yfirlýsingar eftir
að tillögurnar voru opinberaðar og
gífurleg andstaða námsmanna við
þeim komið fram.
Þá eru að venju húsnæðismál
námsmanna, s. s. bygging nýrra
hjónagarða og rekstur og starfs-
skipulag Félagsstofnunar stúdenta
meðal kosningamála.
Eftirtaldir skipa lista Félags
vinstri manna við kosningar til stú-
dentaráðs.
1. Birna Gunnlaugsdóttir, mannfr.
2. Ingvar Á. Þórisson, sagnfr.
3. Rannveig Einarsdóttir, félagsfr.
4. Krisján Kristjánsson, alm. bókm. fr.
5. Sigurður Helgason, félagsfr.
6. Margrét Loftsdóttir, læknisfr.
7. Helgi Krisjtánsson, sagfr.
8. Margrét Bragadóttir, matvælafr.
9. Tryggvi R.Pálsson, matvælafr.
10. Jóhannes Jóhannsson, ísl.
11. Benedikt Bragason, ísl.
12. Kristján Þorvaldsson, lögfr.
13. Hafsteinn Hafsteinsson, bygg. verfr. j
14. Ingemar Carlsson, ísl f. erl. stud.
15. Gísli Ingvarsson, læknisfr.
16. Klara Þorsteinsd., hjúkrunarfr.
17. Gottskálk Þ. Jensson. alm. bókm.
fr.
18. Ragnheiður Hcrgeirsdóttir., upp-
eldisfr.
19. Ásthildur Magnúsdóttir., finnsku
20. Ragnheiður Bragad., læknisfr.
21. Ólafur Ólafsson, lögfr.
22. Þráinn Hafsteinsson, sálarfr.
23. Anna D. Sigurðardóttir, uppeldisfr.
24. Magnús Jósefsson, ísl.
25. Ádís Alfreðsdóttir, viðsk. fr.
26 Kristján Ari Arason, sálarfr.
Við kosningu til Háskólaráðs
bjóða vinstri menn eftirtalda fram:
1. Karl V. Matthíasson, guðfr.
2. Huida Jeppesen, sjúkraþjálfun
3. Einar Guðjónsson, lögfr.
4. Halldóra Þorvarðardóttir, guðfr.
Hg.
Samstarfsnefnd um unglingamál
Fordæmir harkalega
unglingataxta ASÍ-V SÍ
Samstarfsnefnd um unglingamál hefur nýlega ályktað harkalega gegn
ákvæðum nýgerðra kjarasamninga um skert lágmarkslaun fyrir unglinga
á aldrinum 16-18 ára. Samstarfsnefnd um unglingamál er nefnd um 20
aðila sem hafa afskipti af unglingum, hver með sínum hætti. Má nefna
Unglingaheimili ríkisins, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Æsku-
lýðsráð, Barnaverndarráð og fleiri aðilar. Alyktun nefndarinnar fer hér á
eftir:
„Fundur Samstarfsnefndar um
unglingamál harmar þá ákvörðun
ASÍ og VSÍað ungtfólk, 16-18 ára,
skuli í nýgerðum kjarasamningum
ekki lengur vera viðurkennt sem
fullgilt vinnuafl. Það hefur löngum
verið talið hverjum manni hollt og
gott að finna til ábyrgðar og því að
vera metinn að verðleikum fyrir
störf sín. Við íslendingar höfum
getað státað af því að bjóða ung-
lingum frá 16 ára aldri upp á vinnu
sem fullgildir aðilar vinnumarkað-
arins. Þróunin undanfarin ár hefur
þó á ýmsum sviðum stuðlað að því
að afmarka unglinga sem sérstakan
hóp í þjóðfélaginu, ábyrðgar-og
áhrifalausan.
Með nýgerðum kjarasamning-
um er stigið enn eitt skrefið í þessa
átt jafnframt því sem stigið er skref
aftur til áranna fyrir 1937 hvað
varðar jafnrétti á vinnumarkaðin-
um.
Fundurinn telur að í stað þess að
skerða kjör unglinga eins og nú
hefur verið gert ætti að berjast fyrir
auknum réttindum unglinga á
vinnumarkaðnum. Unglingar sem
ekki hyggja á framhaldsnám eftir
grunnskóla, 15 ára gömul, hafa
ekki mikla möguleika á vinnu og er
það mál sem aðilar vinnumarkað-
arins þurfa að láta til sín taka.
Fundurinn skorar á aðila vinnu-
markaðarins að endurskoða það
ákvæði kjarasamninga sem kveður
á um að ungu fólki, 16-18 ára, skuli
greidd lægri lágmarkslaun en öðru
vinnandi fólki í landinu." - v.
Hvað segja námsmenn í
HÍ um Lánasjóðsmálið?
Menn eru mjög uggandi
S
A nám eingöngu að vera
fyrir forréttindastétt?
-það er alveg ljóst að í þessum
stúdentaráðskosningum sem nú
standa fyrir dyrum, þá er verið að
kjósa um þessa skýrslu um lána-
sjóðinn. Ef þú kýst Vöku þá fylgir
þú þessum tillögum, en hafnar
þeim með því að kjósa vinstri
menn, sagði Kristján Ari Arason
sem á sæti á lista vinstri manna við
stúdentaráðskosningarnar á
fimmtudaginn.
- Þær hugmyndir sem fram koma
í þessum tillögum sem
menntamálaráðherra hefur lagt til
miða allar að því að gera Lánasjóð-
inn að fjárfestingarsjóði en ekki
framfærslusjóði eins og hefur verið
megin markmið hans hingað til.
Allt það sem heitir félagslegt rétt-
læti og jöfnuður til náms óháð fjár-
hagslegri getu 'verður ekki til í
dæminu lengur. Þetta er spurning
um það hverjir eiga að fá að nema
hér við Háskólann og aðrar
menntastofnanir á næstu árum. Á
það eingöngu að vera einhver for-
réttindastétt þeirra auðugu, eða
eiga allir að hafa þar jafnan rétt?
Það verður að drepa svona tillögur
Kristján Arl Arason: Allt það sem
heitir félagslegt réttlæti er þurkað út.
Mynd -eik.
strax í fæðingu. Menn fá tækifæri til
þess strax á fimmtudaginn, sagði
Kristján Ari Arason.
-•g-
Tillögurnar tóm vitleysa
- Að svo miklu leyti sem ég hef
getað kynnt mér þessar tillögur um
breytt fyrirkomulag Lánasjóðsins
þá sýnast mér þær byggðar á því
markmiði að ganga að sjóðnum
dauðum, sagði Ólafur Jónsson.
- Mér finnst þetta hálf furðuleg
úttekt á málum sjóðsins eins og það
er kallað, því að það er ljóst að
þessir aðilar sem unnu að þessu
hafa verið búnir að gefa sér fyrir-
fram þær niðurstöður sem eftir var
leitað.
Hvaða áhrif heldur þú að þessar
breytingar hafi á nám þitt við Há-
skólann ef þær ganga í gegn?
- Ég er ekki alveg búinn að átta
mig á þessu ennþá en það er þó
ljóst að sú fræðigrein sem ég
stunda, félagsfræðin, yrði ekki hátt
skrifuð hjá ráðamönnum sjóðsins.
Er mikið rætt um þessi mál hér í
skólanum?
- Já, menn eru mjög uggandi um
stöðu sína og allir taka mjög harða
afstöðu gegn þessum tillögum. Ég
hef ekki heyrt einn einasta stúdent
hér mæla þessu bót. Þetta er aðeins
einn anginn af þeirri markaðshyg-
gju sem verið er að keyra yfir í
öllum málefnum Háskólans. Það
- Ég hef lítið getað kynnt mér
þessar tillögur en það sem ég hef
heyrt af þeim finnst mér vera ein
tóm vitleysa. Ég hafði ætíð haldið
að Lánasjóðurinn væri til þess að
aðstoða þá til náms sem hafa minni
fjárráð en aðrir og stuðla þannig að
jafnrétti til náms, sagði Rán
-j^yggvadóttir nemandi við HÍ,
- Pað er þó nokkuð talað um
þessi mál hér í skólanum enda eru
þetta hlutir sem snerta hvern og
einn sem hér stunda nám.
Hvaða áhrif heldur þú að það
hafi nái þessar tillögur fram að
ganga?
- Ef farið verður að breyta lögun-
um um lánasjóðinn í þá veru sem
þessar tillögur bera með sér þá held
ég að margur námsmaðurinn veðri
mjög illa settur.
Heldur þú að þessar tillögur hafi
áhrif á kosningarnar á fimnmtu-
daginn?
-Ég býst við því já. En fólk hefur
að stórum hluta skipað sér niður í
fylkingar hér í skólanum, lána-
málin eru jú eitt af þeim málum
Ólafur Jonsson: Markmiðið að
ganga að sjóðnum dauðum. Mynd -
eik.
hlýtur að vera aðal hagsmunamál
okkar stúdenta að standa saman
gegn þessu, sagði Ólafur Jónsson.
- Ig
Rán Tryggvadóttir: Þá verður marg-
ur námsmaðurinn illa settur. Mynd -
eik.
sem mestu skipta í baráttu náms-
manna og því hljóta þessar tillögur
að hafa sitt að segja, sagði Rán.