Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. mars Í984 Fjórum japönskum fiskmatsmönnum vísað frá Eyjum: „Ekki hægt að vinna með þeim segir Viktor Helgason verkstjóri. „Það var ekki hægt að vinna með Japönunum og því ekki um annað að ræða en láta þá fara“, sagði Viktor Helgason verkstjóri í Fiski- mjölsverksmiðjunni í Vestmanna- eyjum, en þar hafði komið upp á- greiningur um gæðamat á milli jap- anskra eftirlitsmanna og forsvars- manna fiskimjölsverksmiðjunnar. „Við höfum sterkan grun um að Japanarnir geri mismunandi gæða- kröfur til framleiðenda og dæmi hrognin misjafnlega á milli ára. Við seldum 500 tonn til Japan 1981 og voru þau talin mjög góð, síðan höfum við endurnýjað allan hreinsunarbúnað. Það var útilokað að vinna með Japönunum og því ekki um annað að ræða en að láta þá fara, við höfum stórskaðast á því að við þurftum að henda tölu- verðu magni af hrognum sem við teljum að uppfylli gæðakröfur ann- arra hrognakaupenda“, sagði Vikt- or. Aðspurður um framhaldið sagði Viktor Helgason að fram- leiðslu yrði haldið áfram á ábyrgð fiskimjölsverksmiðjunnar. R.A.Þ. Stjórn Æskulýðsfylkingar Húsavíkur og nágrennis, efri röð frá vinstri: Bjarni Pétursson, Óli Björn Einarsson, Páll Guðmundsson og Aðalsteinn Baldurs- son. Neðri röð frá vinstri: Elfa Osk Jónsdóttir, Kristján Eiðsson og Margrét Höskuldsdóttir. Húsavík og nágrenni Vopnafjörður Hrepps- Æskulýðsfylking stofnuð nýlega stjóri kvaddur Miðvikudaginn 7. mars, fór fram athöfn í húsnæði sýslumanns- emhættisins á Vopnafirði, að við- stöddum sýslumanni Norður- Múlasýslu, Sigurði Helgasyni, Rúnari Valssyni, lögregluvarð- stjóra, og fleiri gestum. Tilefnið var að heiðra Friðrik Sigurjónsson fyrrverandi hreppsstjóra, sem er 86 ára að aldri en hann er búinn að vera hreppsstjóri Vopnafjarðar- hrepps samfleytt í 50 ár, eða frá árinu 1933, við einstakar vinsældir sveitunga sinna. Sigurður Helgason sýslumaður ávarpaði Friðrik hlýjum orðum og þakkaði honum mikil og góð störf í þágu Vopnfiröinga og Norð- Mýlinga. Færði hann honum skrautritað heiðursskjal frá sýslu- nefnd Norður-Múlasýslu, og er hann fyrsti maðurinn, sem slíkt skjal hlýtur. Friðrik hafði áður ver- ið sæmdur riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf, árið 1982. Um síð- ustu áramót lét Friðrik af störfum, en Birna Einarsdóttir frá Bustar- felli hefur gegnt störfum sem settur hreppsstjóri síðan. Birna Einarsd. er 25 ára, dóttir hjónanna Einars Gunnlaugssonar og Elínar Metus- alemsdóttur á Bustarfelli. Birna hafði áður starfað sem skrifstofu- maður hjá útiendingaeftirlitinu og Lögreglustjóra í Reykjavík, frá ár- inu 1977. Hinn aldni heiðursmaður flutti að lokum þakkarorð, minntist gamalla tíma og samferðamanna, sem honum voru minnisstæðir frá F iskeftir litsmenn í kynnisför Fyrir nokkru cru komnir heim úr kynnisför til Bandaríkjanna 6 starfsmenn Sjávarafurðadeildar SÍS, sem allir starfa að gæðaeftir- litsmálum. Dvölu þeir í viku hjá Iceland Seafood Corporation og kynntu sér þar framleiðslumál, gæðaeftirlit og þróun nýrra vöru- tegunda. Fararstjóri hópsins var Halldór Þorsteinsson deildarstjóri. Slíkar heimsóknir hafa lengi ver- ið árviss þáttur í starfsemi gæðaeft- irlits Sjávaráfurðadeildar. Er til- angurinn með þeim að tryggja að eir, sem að gæðaeftirlitinu starfa, fylgist sem best með þeim kröfum, sem markaðurinn gerir hverju sinni. —mhg Sigurður Helgason sýslumaður, Birna Einarsdóttir hreppsstjóri og Friðrik Sigurjónsson fyrrum hreppsstjóri. liðnum embættisárum. Kona ir, lést 1983, á nítugasta og þriðja Friðriks, Oddný Metusalemsdótt- aldursári. Stofnfundur Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins á Húsavík og nágrenni var haldinn 25. febrúar sl. Á fundinn komu um 30 manns og urðu umræður líflegar og skemmtilegar. Mikið var rætt um væntanlegt starf Æskulýðsfylking- arinnar á Húsavík og hvernig best væri að haga því. Ætlunin var að þeir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og Ólafur Ólafsson frá Æskulýðsfylk- ingunni í Reykjavík kæmu á fund- ' c C41 pvi Og pwtll 1 UlIUdr mönnum það miður. Nýskipaða stjórn ÆF Húsavík skipa þau Kristján Eiðsson for- maður, Margrét Höskuldsdóttii ritari, Óli Björn Einarsson gjald- keri, Aðalsteinn Baldursson meðstjórnandi og Páll Guðmunds- son meðstjórnandi. Til vara í stjórn eru þau Elfa Ósk Jónsdóttir og Bjarni Pétursson. -v. * « Við viljum mannsæmandi laun, hrópuðu konurnar fyrir utan alþingishúsið, 8. mars. (Mynd Atli). Forstöðumaður borgarskipulags: Mælt með Þorvaldi S. Minnihluti skipulagsnefndar sat hjá í gær þegar greidd voru at- kvæði um umsækjendirr um stöðu forstöðumanns Borgarskipulags. Samþykkti meirihlutinn með 3 at- kvæðum að mæla með Þorvaldi S. Þorvaldssyni arkitekt í stöðuna. Borgarráð fjallar um málið í dag. Skipulagsnefnd fékk aðeins þrjár umsóknir til skoðunar því borgarráð dæmdi þá fjórðu ógilda, en hún var frá Haraldi V. Haralds- syni arkitekt og barst of seint. Á þriðjudag í fyrri viku þegar um- sóknir voru kynntar var þeim öllum fjórum vísað til skipulags- nefndar, en síðan var eins og snurða hlypi á þráðinn hjá meiri- hlutanum því aukafundur var boð- aður í borgarráði sl. föstudag til þess að hafna umsókn Haraldar. Sigurjón Pétursson lagði þá til að staðið yrði við fyrri ákvörðun og umsókn Haraldar send með hinum en á það var ekki fallist. í bókun minnihluta skipulags- nefndar sem sat hjá við afgreiðsl- una í gær er það harmað að um- sækjendur skuli ekki hafa neina reynslu af skipulagsvinnu. Nýr for- stöðumaður tekur við 1. apríl. -ÁI Jafntefli og biðskák Einvígi þeirra Garry Kasparov og Vasili Smyslov hófst sl. laugar- dag og er teflt í Litháen. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli. I gær var svo önnur skákin tefld og fór hún í bið og þykir mjög tvísýn. Kasparov lenti í miklu tímahraki, þar sem hann þurfti að eyða drjúg- um tíma í nýjung sem „gamli" mað- urinn kom með, en teflt var „Drottningarbragð". Kasparov náði samt að jafna taflið og ef eitt- hvað er, þá er staða hans talin betri. Veltan eykst Veltutölur Innflutningsdeildar SIS fyrir sl. ár liggja nú fyrir var heildarsala deildarinnar 1.309,0 milj. kr., jókst um 75.7% frá árinu 1982. Af heildarsölunni var lager- sala 856,3 milj. kr., jókst um 76,5%. Umboðssala var 452,7 milj., hækkaði um 74,2% milliára. Af undirdeildum Innflutnings- deildar var Birgðardeild veltuhæst, salan 499,2 milj., jókst um 116,5%. Fóðurvörudeild seldi fyrir 282,8 milj., 79% meira en árið áður. Sala Byggingavöruheildsölu var 210,1 milj. og Byggingavöru- smásölu 108,6 milj. Búsáhalda- deild seldi fyrir 112,1 milj, og vefn- aðarvörudeild fyrir 62,0 milj. _mhg Flugleiðir hf Áfram ríkisstyrktar Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar, Neðri-deildar Al- þingis, þeir Geir Hallgrímsson, Friðrik Sophusson, Sverrir Sveins- son og Þorsteinn Pálsson, leggja til að ríkisstyrkurinn til Flugleiða hf., í formi niðurfellingar lendingar- gjalda á Keflavíkurflugvelli varð- andi Norður-Atlantshafsflugsins, verði áfram. Heimildin gildir frá 1. október sl. til ársloka 1984. Hér er um að ræða upphæð sem nemur 27 milj- ónum króna til Flugleiða en þar sem þessi niðurfelling nær einnig til Cargolux hækkar upphæðin í tæpar 30 miljónir kr. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.