Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 13. mars 1984
Verkamannaflokkurinn náði í
fyrra meirihluta borgarstjórnar í
norðurensku borginni Liver-
pool og neita borgarfulltrúar
hans nú að una þeim þrönga
fjárhagslega ramma sem I-
haldsstjórnin hefur sett borgum
og sveitarfélögum. Þeirsegja
það sé fráleitt að skera niður
félagslega þjónustu og opin-
berar framkvæmdir í borg sem
nú þegar býr við 20% atvinnu-
leysi.
Ástandið hefur gefið aukinn byr
þeim róttækustu í Verkamanna-
flokknum sem eru reiðubúnir til að
efna til allsherjarverkfalls til að
fylgja eftir fjárhagsáætlun, sem
stjórnin í London mun telja ólög-
lega. Á baráttufundum heyrast
hróp sem þessi: Það er ekki Liver-
pool sem er gjaldþrota heldur allt
hið kapítalíska kerfi!
Seldu lúxusbíla
Verkamannaflokkurinn, sem
hefur lengst af staðið lakar að vígi í
Liverpool en flestum öðrum stærri
borgum Norður-Englands, fékk í
borgarstjómarkosningum í fyrra
51 fulltrúa, en íhaldið og aðrir 48.
Nýi meirihlutinn lagði borgarstjór-
aembættið niður þegar í stað, gaf
skrautvagn borgarinnar á safn og
seldi einn Rolls Royce og einn
Daimler-lúxusbíl.
• •
'
Baráttufundur í St.Georges Hall í Liverpool: á að neyöa okkur til að segja upp 5000 manns i 20% atvinnuleysi?
Ograr stjórn Thatchers með
ólöglegri fjárhagsáætlun
Þetta þótti mörgum góðs viti. En
svo kemur að því að framkvæma
kosningaloforðin og þá eru engir
peningar til. Og ríkisstjórn Marg-
aret Thatcher hefur minna en eng-
an áhuga á að greiða fyrir skelfi-
legum rauðliðum í Liverpool.
íhaldspressan hamast reyndar
mjög á því upp á dag hvern, að
borgarfulltrúar Verkamannaflok-
ksins séu hallir undir Militants,
m.ö.o. Trotskistahreyfingu sem
forysta Verkamannaflokksins hafi
lýst í bann. Allt er þetta málum
blandið, en hitt mun ljóst, að
Verkamannaflokkurinn í Liverpo-
ol er lengra til vinstri en tíðkast
annarsstaðar í Bretlandi.
Borgarstjórn
sett af?
í lok þessa mánaðar á að leggja
fram fjárhagsáætlun fyrir reikn-
ingsár sem byrjar fyrsta apríl.
Verkamannaflokkurinn í borginni
segir að um tvo kosti sé að velja.
Annaðhvort að fara eftir fyrirmæl-
um stjórnarinnar í London til borg-
arstjóra og leggja fram fjárhagsá-
æltlun sem felur í sér niðurskurð á
ýmislegri þjónustu sem þegarhefur
orðið fyrir ýmsum skakkaföllum.
Ellegar þá að leggja fram fjárhags-
áætlun sem ekki er innistæða fyrir á
tekjuliðum - en það er ólöglegt.
Meirihlutinn nýi vill fara seinni
leiðina þótt mörg ljón liggi þar í
leyni. Menn vita satt að segja ekki
hvað getur gerst. Talað er um að
borgarfulltrúar Verkamanna-
flokksins verði lögsóttir og gerðir
persónulega ábyrgir fyrir greiðslu-
hallanum. Það er allútbreidd trú,
sem samt mun röng, að stjórnin
hafi vald til að senda „kommisara"
til borgarinnar og yfirtaka fjár-
málastjórnina. Slíkt væri ekki hægt
nema með sérstakri löggjöf. Og af
mörgum ástæðum er ekki beinlínis
freistandi fyrir stjórn Járnfrúarinn-
ar að fara þá leið.
Hrikaleg
vandamál
Hitt er svo víst og satt að vanda-
mál Liverpool eru hrikaleg. Af 540
þúsund tbúum eru um 60 þúsundir
atvinnulausar eða 20%. 1 þeim
borgarhverfum sem verst eru sett
er atvinnuleysið 50-60% og nær
hver einasti ungur maður atvinnu-
laus. Hin mikla höfn borgarinnar
er ekki nema svipur hjá sjón, skip-
asmíðastöðvar eru í rúst, fyrirtæki
hafa flutt á brott. Og foringi
Verkamannaflokksins í borginni,
John Hamilton, segir: Neyðará-
stand krefst sérstakra aðgerða -
eða með öðrum orðum: Nauðsyn
brýtur lög.
Refsiakvæöi
Verkamannaflokkurinn vill
leggja fram fjárhagsáætlun upp á
250 miljónir punda, en ríkisstjórn-
in (sem hefur í vaxandi mæli skert
sjálfstæði borga- og sveitarstjórna)
sættir sig ekki við nema 216 miljón
punda útgjöld. Þar með er ekki
hálf sagan sögð. Borgin nýtur, sem
kreppusvæði, mikils beins ríkis-
styrks. En ef borgin fer um 30 milj-
ón pund yfir ramma ríkisstjórnar-
innar missir hún um helming af
þeim styrk samkvæmt tiltölulega
nýlegum refsiákvæðum. Þetta þýð-
ir m.ö.o. að ef allt færi að reglum
og vilja íhaldsstjórnarinnar, þá
þyrfti þessi fátæka borg að inn-
heimta 76 miljónum punda meira í
sköttum nú en í fyrra.
Refsiákvæðin eru aðferð
íhaldsstjórnarinnar við að halda
niðri opinberum útgjöldum hvað
sem það kostar.
Á að gera mig
að glæpamanni?
Hvað eigum við að taka til
bragðs? spyr John Hamilton á bar-
áttufundi í St. Georges Hall. Við
viljum hjálpa fólki hér í borg en
okkur er hótað refsingum. A að
neyða okkur til að þrefalda útsvar-
ið, á að neyða okkur til að segja
upp 5000 starfsmönnum borgar-
innar í öllu þessu atvinnuleysi? Ég
hefi ávallt verið löghlýðinn maður,
á nú að gera mig að glæpamanni
vegna óréttlátra laga?
Úrslit í þessu máli fást undir
næstu mánaðamót sem fyrr segir.
Minnihluti Verkamannaflokksins
er valtur og má vera að einhverjir
fulltrúar gugni á „lagabrotum“. En
þá verða Ihaldið og Frjálslyndir að
bera fram sín fjárlög, sem benda
eitthvað í þá átt sem Hamilton talar
um - og munu þeir verða skamma
stund því verkefni fegnir.
ÁB. tók saman.
Sigurganga Gary Harts:______
Hann sýnist yngri og
róttækari en hann er
Gary Hart: Er óráðlegt að vera háður hagsmunasamtökum?
Sigrar Garys Harts yfir Walter
Mondale í forkosningum um for-
setaefni Demókrata í hinum ýmsu
ríkjum Bandaríkjanna eru þær
fréttir, sem einna mest fer fyrir
um þessar mundir. Eftir að menn
höfðu hamast við að spá daufri
kosningabaráttu sem væri fyrir-
fram ráðin, hefur nýju andliti
skotið upp á þann himinn sem
saumaður er saman úr sjónvarps-
skermum og Gary Hart hefur náð
svipuðu fylgi í skoðanakönnun-
um og Mondale meðal stuðnings-
manna Demókrata og miklu meiri
meðal óháðra og óráðinna.
Eins og fyrri daginn eru menn
ekki sammála um það, að hve
miklu leyti fjölmiðlarnir skapa
Gary Hart öldungardeildarþing-
manni velgengni í kosningaslagn-
um og hve mikið hann á eigin
ágæti og pólitískum viðhorfum að
þakka. Um þetta segir breska
blaðið Guardian m.a. á þessa
leið:
Tekur sig vel út
„Það er erfitt að meta það hve
mikið það hjálpaði hr. Hart að
hann tekur sig vel út í sjónvarpi.
Hann hefur mjög leikið á þá
strengi, - svipað og Kennedy
gerði, að hvetja nýja kynslóð til
að taka völdin og hann hefur var-
ið mikilli orku í það að setja æsku
sína upp sem andstæðu við gamL
an og þreyttan feril Mondales. f
raun og veru er ekki nema tíu ára
aldursmunur á þeim, en mynda-
vélarnar sýna Hart yngri en 46
ára og síður útjaskaðan af á-
hyggjum en hann er í raun og
veru. Áhersla hans á „nýjar hug-
rnyndir" láta hann einnig sýnast
allmiklu róttækari en hann hefur
nokkru sinni reynst í Öldunga-
deildinni".
Þessi klausa, ein af mörgum
svipuðum, er næsta fróðleg: það
er gengið út frá því sem vísu, að
sjónvarpsmyndin af forsetaefn-
inu skipti gífurlega miklu - og
það er mikils virði að „sýnast“
ungur og dálítið róttækur - eins
þótt hvortveggja sé vafasamt.
Gagnrýni á Pentagon
Gary Hart hefur til þessa eink-
um verið þekktur fyrir gagnrýni
sína á hermálaráðuneytið, Penta-
gon, ekki síst fyrir það sem hann
telur úrelta vígbúnaðarstefnu og
mikla og heimskulega sóun á
peningum skattborgarans. Hann
hefur verið á móti MX eldflauga-
kerfinu og B-1 sprengjuflugvél-
inni, en það mun ekki þýða að
hann sé afvopnunarsinni eða
eitthvað í þá veru. Hinsvegar
finnst honum heimskulegt að
reikna saman skriðdreka gegn
skriðdreka og flugvél gegn flug-
vél í samanburðinum við Sovét-
menn og allsendis fráleitt að
veðja á jafn dýr og auðveld skot-
mörk og stór flugvélamóðurskíp,
eins og Reagn hefur gert.
Staða Mondales
Þessi gagnrýni hefði sjálfsagt
dugað skammt til að skapa þá
vinsældarbylgju sem ber núna
fram Gary Hart. Það er ekki síst
Walter Mondale sjálfur, sem hef-
ur hjálpað til, segja bæði Guardi-
an og Washington Post. Mondale
hefur komið sér upp öflugri vél
stuðningsmanna og hann hefur
tryggt sér stuðning verkalýðs-
samtakanna (AFL-CIO) og
kvennasamtaka og fleiri slíkra
aðila. Kosningabaráttan nú sýn-
ist benda til þess, að vinsemd
slíkra „þrýstihópa" dugi skammt,
að minnsta kosti í bandarísku
samhengi. Mjög margir þeirra
sem studdu Gary Hart í nýliðnum
forkosningum hafa lýst því yfir,
að þeir hafi stutt hann einmitt
vegna þess, að hann væri „ekki
háður utanaðkomandi sam-
tökum“ eins og það er orðað. Þar
að auki tekst verkalýðssamband-
inu ekki að skila þeim stuðningi
sem Mondale var lofað. Skil-
greiningar á úrslitum forkosning-
anna hafa meðal annars leitt það í
ljós, að Gary Hart hefur fengið
37% af atkvæðum meðlima
verkalýðsfélaga, en Mondale
32%. En mestu skiptir þó, að
Gary Hart nýtur góðs af kyn-
slóðabilinu, ef svo mætti að orði
kveða. Hann hefur mikla yfir-
burði yfir Walter Mondale, var-
aforsetann fyrrverandi, meðal
þeirra fjölmörgu kjósenda úr
„fæðingasprengjunni miklu“ sem
eru enn ekki orðnir fertugir.
Enn eru úrslit ekki fengin í
þessum slag. En það er ljós, að æ
fleiri stuðningsmenn Demókrata
gera sér það ljós, að ef þeir leyfa
öflugri kosningavél Mondales að
sigra, þá er Reagan nokkuð viss
um sigur í haust. En ef Gary Hart
mætir honum er miklu líklegra að
það takist að fella hann.
áb tók saman.