Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. mars 1984 FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS KELDNAHOLTI - 110 REYKJAVÍK - SlMI 83200 NÁMSKEIÐ IIÐNAÐI Fræðslumiðstöð iðnaðarins vekur athygli á eftirtöld- um námskeiðum á næstunni. MÁLMIÐNAÐUR: Vökvakerfí 60 stunda námskeið um uppbyggingu vökvakerfa, viðhald, bilanaleit og viðgerðir. Hefst: 15. mars kl. 18.00, í Iðnskólanum í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 3.500,- Innritun í síma: 26240, Iðnskólinn í Reykjavík. Ryðfrítt stál og ál 75 - 80 stunda námskeið í suðu og efnisfræði, 55 stundir verklegar æfingar í MIG/MAG og TIG-suðu. Hefst: 5. apríl, kl. 17.00, í Iðnskólanum í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 5.000,- Innritun í síma: 83200/165. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Fræsing I 30 - 40 stunda undirstöðunámskeið í fræsingu. Hefst: 28. apríl, kl. 8.30, á skólaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þátttökugjald: kr. 2.000,- Innritun í síma: 83200/165. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Loftstýringar 40 stunda undirstöðunámskeið um loftstýrikerfi. Hald- ið: í vor (nánar auglýst síðar), í Vélskóla íslands í Reykjavík. Þátttökugjald: kr. 2.500.- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. BYGGINGARIÐNAÐUR: Viðgerðir á steypuskemmdum 60 stund námskeið um eðli og orsakir steypu- skemmda, viðgerðirog áætlanagerð. Hefst: 27. mars, kl. 8.30, á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldnaholti. Þátttökugjald: kr. 5.500.- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Útveggjaklæðningar 30 - 40 stunda námskeið um val og frágang útveggjaklæðninga, markað og kostnað. Hefst: 3. apr- íl, kl. 16.00, á Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins, Keldnaholti. Þátttökugjald: kr. 3.000,- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaöarins. Niðurlögn steinsteypu 1 dags námskeið. Hefst: 16. mars kl. 8.30, á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldna- holti. Þátttökugjald: kr. 700.- Innritun í síma: 83200/ 165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Viðgerðir á gömlum timburhúsum 16 stunda námskeið. Haldið: 27.-28. apríl, í Stykkis- hólmi. Þátttökugjald: Auglýst síðar. Innritun: Hjá Byggingarþjónustunni í Reykjavík. Malningarefni 30 stunda námskeið í hagnýtum efnisfræðum fyrir málara. Hefst: 28. mars kl. 16.00, í Skipholti 70. Þátt- tökugjald: kr. 2.500.- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Loftræsti- og hitakerfi 25 stunda námskeið um viðhald og rekstur loftræsti- og hitakerfa. Haldið: 2., 3. og 4. maí, í Borgartúni 6. Þátttökugjald: kr. 2.500.- Innritun í síma: 83200/165, hjá Fræðslumiöstöð iðnaðarins. Virðisgreining 12 stunda námskeið um leiðir tilkostnaðarlækkunar með virðisgreiningu. Haldið: 14. og 15. maí, frá kl. 13.00 -18.00, í Borgartúni 6. Þátttökugjald: kr. 1.000,- Innritun í síma: 83200/165, Fræðslumiðstöð iðnaðar- ins. Bás með sögu tónlistarinnar á iýðveldisárunum. Ljósm. : eik Nýr nytjafiskur fundinn - loðnan árið 1966. Ljósm. : eik Lýðveldið 40 ára Litið inn í Fossvogsskóla en þar var um helgina sýning er allir nemendur skólans hafa unnið að í hálfan mánuð Bítlahljómsveitin Leppalúðar. Bítlatímabilið setti sitt mark á 7. áratuginn. Lýðveldishátíðin. Hér gefur m. a. að líta mynd af Kári Arnórsson með forláta eftirlíkingu af opnu úr Kristjáni X., síðasta konungi íslands, og ríkis- gömlu handriti sem einn hópurinn gerði. Ljósm. : stjórninni 1944. eik Mannfjöldinn á íslandi 1944 og 1984. Einnafgrunnskólum Reykjavíkurer Fossvogsskóli og hann er tilraunaskóli. Um helgina var haldin geysiviðamikil sýning í skólanunr og var hún afrakstur hálfs mánaðar vinnu sem allir nemendur og kennarar skólans tóku þátt í heilir og óskiptir. Yfirskrift verkefnisins var Lýð- veldið 40 ára. Blaðamaður og ljósmynd- ari Þjóðviljans litu inn ígær, mánudag, og stóð þá sýningin að mestu enn uppi þó að búiðværi aðfjarlægjasumasýn- ingargripi úr sínu rétta umhverfi vegna kennslunnar. Kári Arnórsson skóla- stjóri leiddi okkur um húsið og það var eins og að koma í ævintýraheim og manni varð ósjálfrátt hugsað til eigin barnaskólatíðar þar sem 30 börn sátu við jafnmörg borð og auðir veggirnir allt íkring. Kári sagði okkur að geysilegur áhugi hefði verið á þessu verkefni og krakk- arnir hefðu farið um borgina til að afla heimilda og í vettvangskönnun. Hann sagði að engin ástæða væri að kvíða því að krakkarnir fengju ekki áhuga á ís- landssögu ef kennslan væri við hæfi þeirra. Það þýddi ekki lengur að rétta þeim bara bók því að miðlarnir væru orðnir svo margvíslegir í þjóðfélaginu. Og sýnig þessi er svo sannarlega á við heila kennslubók í íslandssögu. Þarna gaf að líta ótal teikningar, líkön, lág- myndir og skrif. Lýðveldisstofnunin á Þingvöllum skipar eðlilega stóran sess í sýningunni, bæði hátíðarhöldin sjálf, náttúran á Þingvöllum, og svo margs konar samanburður á þjóðfélaginu fyrir 40 árum og nú. Fjalllað er um forseta lýðveldisins, fánann og skjaldarmerkið ogennfremuralþingi. Ert. d. bæði líkan af Menntaskólanum þar sem alþingi var háð 1846 -1881 og aljringishúsinu og reyndar fleiri merkum byggingum þjóð- arinnar. 10-12 ára krakkar unnu sameiginlega og tóku fyrir ýmsa þætti sögunnar. Þarna er t. d. stiklað á stóru í sögu þjóð- arinnar fram að lýðveldisstofnun og svo eru teknir fyrir atvinnuvegir, stjórn- skipun, Iandhelgismál, íþróttirogsaga listgreina svo að nokkuð sé nefnt. Þau heimsóttut. d. Landhelgisgæsluna, Stjórnarráðið og tóku viðtöl við fólk. Einnig þáðu þau heimboð forsetans á Bessastöðum er þau voru að vinna að þessu fj ölþætta verkefni. Yngri börnin, á aldrinum 6 - 9 ára, unnu svo saman að verkefnum og tóku m. a. fjölskyldunaog heimiliðog breytingar á þessu sl. 40 ár, atvinnuveg- ina, samgöngur, heilbrigðisþjónustuna ogs. frv. Mikið fjölmenni var á sýningunni um helgina og Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, var viðstödd opnunina. Og það var líka lærdómsríkt og bjartsýnisörvandi fyrir blaðasnápa að skoða afrakstur hálfs mánaðar vinnu 420 nemenda og 25 kennara í Islands- sögu lýðveldisáranna. -GFr Þriðjudagur 13. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Tími í samfélagsfræði. Ljósm. : eik NÝRGIALDMIBILL 1 EK' INN UPP HÉR Á LANDI Jý'.Jjííjutp Gjaldmiðilsskiptin 1981 var sögulegur atburður. Getraunin var fólgin í því að full krukka af gömlum krónupeningum var hér og átti fólk að geta upp á því hversu miklir peningar þetta væru i nýkrónum. Ljósm. : eik Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Ágúst Ólafssson og spjald um Eim- skipafélag íslands - óskabarn þjóðarinnar, sem yngri deildirnar gerðu. Ágúst var í hópnum sem fór í heimsókn til Eimskips. Ljósm.: eik <&*<***&■***»<& ***« «< *•<** negm finn Yngri krakkarnir tóku fyrir fjölskylduna og heimilið. Hildur Jóna Berg þórsdóttir, 6 ára, snýr hakkavél af gömlu gerðinni. Ljósm. : eik nr. (tujivrv tv‘ 1 I lÉík'X ý;;j.1 r f mm ÖBlw m. ^ . V | 4..B f y" . 1 1 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.