Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Bjarnfríður Leósdóttir skrifar: Kvenna- og unglinga- samningar Hvernig getur á því staðið að launafólk á fslandi er að sam- þykkja yfir sig áframhaldandi kjaraskerðingu? Og þeim mun meiri skerðingu, sem launin eru lægri? Auðvitað gengu ríkisstjórn og verkalýðshreyfing á undan með sömu prósentuhækkun yfir alla lín- una, þrátt fyrir stóru orðin og miklu yfirlýsingarnar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fær nú 3.670.00 kr. út úr þessari óveru- legu prósentuhækkun á sín mánað- arlaun, þegar að láglaunafólkið fær 6-700 kr. á sín laun. Við verðum samt öll, að kaupa t.d. mjólkina á sama verði, sem var verið að hækka nú á dögunum, áður en samningarnir hafa tekið gildi, svona rétt til að minna fólk á að fara nú ekki að bruðla með þess- ar 6-800 kr. sem það á von á núna á næstunni. Vonandi verður grautur forsætisráðherra mjólkurmikill, jafnvel rjómablandaður, og vel soðinn, því þó að rafmagnið komi til með að hækka einhverja óveru á næstunni, þá kemur það vonandi ekki við eldamennskuna á þeim bæ. ... verra er þeirra réttlœti í góðri bók er haft eftir fátækum manni um yfirvöld síns tíma: „Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti“. Þegar þessir háu herrar standa nú framan í alþjóð með allt rétt- lætistalið á vörurunum, eru þeir að svívirða fátækt fólk hvað mest, og þeir hika ekki við að storka öllum almenningi með allskyns óhófs líf- erni, sem þeir sýna okkur með Blaserum og öðru slíku, meðan þeir telja almenningi trú urn að þjóðin verði að spara, og þrengja frægu sultarólina. Með þessu eru þeir að sanna okkur, að í þessu landi eigi annars- vegar að vera Blaser-fólk, sem býr við alsnægtir. hins vegar tötralýð- ur, sem þiggur millana af alls- nægtaborði þeirra. Og þeir leika sér að okkur eins og köttur að mús. Sumir gera það að gamni sínu að taka próf, sem löggilda þá sem fífl, samanber iðnaðarráðherra sem féll á Z prófinu, og hlæja að öllu saman upp í opið geðið á okkur. Og þeim virðist óhœtt Alþýðan beygir sig undir réttlæti hinna háu herra. Nú þegar þurfti yfir 40% kauphækkun til að ná kjaraskerðingunni frá því í vor, er gengið til þessara smánarsamn- inga. Vísitalan send út í hafsauga, draumur verslunarauðvaldsins um frjálsa verslunarálagningu að ræt- ast, stóra gatið í fjárlögunum hans Alberts óútíyllt, en eins og gefur að skilja er það almenningur, sem á að fylla út í götin. Skattar í allskonar myndum, ýmist hækkaðir, eða fundnir aðrir nýir, nema náttúrlega á stóreignamönnum og fyrirtækj- um, þeir skulu lækkaðir. Þetta virðast vera forsendur sem verka- lýðshreyfingin hefur sem haldreipi gegn verðbólgu, og til þess að halda þeim litla kaupmætti, sem al- menningur hefur. Öfug formerki Já frelsið lengi lifi. En hverra? Hvert er frelsi fátæks manns? Ætli því séu nokkrar skorður settar hjá því fólki, sem á að framfleyta sér á 12 - 13 þús. á mánuði, og þaðan af minna? Svari sá sem veit. En fólk hefur frelsi til að sam- þykkja eða fella þá kjarasamninga, sem verkalýðsforustan hefur skrif- að undir og rétt okkur, og næstum skipað okkur að samþykkja, og lagt við heiður sinn að svo yrði gert. Eða hvað er á bak við þá hót- un formanns Verkakvennafélags- ins Framsóknar í Reykjavík, að hún myndi segja af sér ef samning- arnir yrðu ekki samþykktir? Og hvað er Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir að drótta að okkur, sem erum í samtökum kvenna á vinnu- markaðinum, þegar við fylgjum eftir því grundvallarmarkmiði sam- taka okkar að fylgjast með samn- ingum, skýra þá út og vara við þeim, ef við álítum þess þurfa, eins og núna? Þessi samtök hafa það á stefnuskrá sinni, að vera til styrktar þeim konum sem um samningamál fjalla. Ef að þær hafa þurft að skrifa undir samninga sem þær telja óviðunandi, vegna þess að þær hafa ekki treyst félögum sínum og umbjóðendum til að taka upp þá baráttu sem þarf til að knýja fram betri samninga, þá eiga þessi samtök einmitt að vera til að styrkja þær og hvetja konur til dáða, og láta sig varða um kjör sín og barna sinna. „Þeim œtti að vera það Ijóstað þessir samningar eru nœr eingöngu œtlaðir konum og ungling- um “ - aðrir œtla sér stœrri hlut, segir Bjarnfríður Leós- dóttir í grein sinni. En nú virðist þetta vera með öf- ugum formerkjum, nú virðast þess- ar konur vilja þessa samninga fyrir sína untbjóðendur, og það á bara að vera afskiptasemi, jafnvel ó- skammfeilni að samtök um launamál kvenna fjalli um þessi mál og láti til sín heyra. Allt sem þarf Þeim ætti að vera það ljóst að þessir samningar eru nær eingöngu ætlaðir konum og unglingum. lðn- aðarmenn tóku ekki þátt í þeim, verkamenn í Álverinu búnir að semja upp á allt önnur býti. Ríkis- verksmiðjurnar að sernja, og það sem mest er um vert Dagsbrún og verkalýðsfélögin í Vestmannaeyj- um felldu þessa samninga. Og mörg önnur félög frestuðu at- kvæðagreiðslu um þá og eru að semja, Húsavík búin, um miklu hærra kaup fyrir sitt verkafólk. Það er ánægjulegt að heyra tón- inn í því fólki, sem þorði að standa upp úr. Það er gaman að fylgjast með konunum í Vestmannaeyjum núna þessa dagana, eða heyra tón- inn í Dagsbrúnarmönnum. Égóska Guðmundi jaka til hamingju með kallana sína og þeim Jóni og Jó- hönnu í Vestmannaeyjum með sitt fólk, og Kidda á Húsavík. Heiður sé þeim sem felldu þessa samninga, og ég vona að það verði til að sanna verkafólki að vilji og samtakamáttur er allt sern þarf. Bjarnfríður Lcósdúttir Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Síðasta þekkta heimilisfang Síðasta þekkta heimilisfang - Dernier domicile connu - heitir frönsk lögreglumynd sem sýnd verður í Kvikmyndaklúbbi Al- liance Francaise í Regnboganum kl. 20.30 14., 15., 21. og 22. þessa mánaðar. Myndin er gerð árið 1970 af José Giovanni eftir skáldsögu Josephs Harringtons. Kvikmynda- tökuna annaðist Etienne Becker, og tónlistin er eftir Francois de Roubaix. í helstu hlutverkum eru Lino Ventura, Marléne Jobert og Michel Constantin. Marceau Léonette er lögreglu- maður sem ekki hefur hlotið neina menntun en hefur komist í stöðu aðstoðarfulltrúa eingöngu vegna eigin verðleika. Dag einn hand- tekur hann drukkinn bílstjóra sem reynist vera sonur þekkts mála- flutningsmanns. Sá síðarnefndi skerst í leikinn og starfsframi Marceaus er að engu gerður. Hann er færður yfir á litla hverfisstöð þar sem hann, ásamt ungri konu sem einnig starfar í lögreglunni, annast minni háttar verkefni... Þangað til einn dag að sérstök deild innan lögreglunnar felur Marceau og Jeanne, ungu kon- unni, að hafa upp á Roger nokkr- um Martin en vitnisburður hans er Marléne Jobert. nauðsynlegur til þess að knésetja morðingja. En rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár og Martin er í felum því að hann óttast að verða ráðinn af dögum af leiguþýi hins ákærða. Málið á að koma fyrir rétt eftir nokkra daga og Marceau og Je- anne hafa því aðeins takmarkaðan tíma til þess að finna Martin... Sakamálmynd þar sem sögu- þráðurinn er þétt og listilega ofinn og myndin verður í senn næm, til- finningarík, ljóðræn og fínleg. Attu m að stríða? Engin samskeyti Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á góltið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og siðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfilögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT h '' EP0XY - G0LF gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt alag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. HAFNARFIRBI SÍMI S0S38

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.