Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. mars 1984 Opið hús Akureyri Opiö hús veröur haldið í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 11. mars nk. kl. 15.00. Veitingar og skemmtiatriði. Mætið vei. - Stjórn Alþýðubandalagsins Akureyrl. ABR Taflkvöld Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til taflkvölds þriðjudaginn 13. mars kl. 20.00 í Flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áformað er að tefla 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími verður 15 mínútur á hverja skák fyrir hvorn keppanda. Þátttakendur taki með sér tafl og klukku.______________________________________Nefndin Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna- stofnun. Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl, Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnir að Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Hvar kreppir skórinn helst hjá konum? Ásdís Skúladóttir kemur á rabbfund kvennahóps Alþýðubandalags- ins í Kópavogi miðvikudaginn 14. mars. kl. 20. 30. í Þinghól. Allar konur velkomnar. -Hópurinn Almennur fundur á Djúpavogi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á stjórnmálafundi í skólanum á Djúpavogi laugar- daginn 17. mars kl. 13.30. Fundurinn er öllum opinn. - Alþýðubandalagið. Hjörleifur Alþýðubandalagið Selfossi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. mars að Kirkjuvegi 7 kl. 20. 30. - Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík: Taflkvöld í kvöld Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til taflkvölds í kvöld, þriðju- daginn 13. mars kl. 20 í flokks- miðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áformað er að tefla 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunar- tími verður 15 mínútur á hverja skák fyrir hvorn keppanda. Þátt- takendur taki með sér tafl og klukku. - Nefndin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Söfnum fyrir leikföngum Félagiö okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantarfé. Meðal þess sem foreldr- ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokksmiðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel- unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Æskulýðsfylking Alþyðubandalagsins Fræðslufundur um Kúbu verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 20. 30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Kúba - land og þjóð. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur framsögu. 2) Sagt frá Kúbuferð í máli og myndum. 3) Fyrir- spurnir og umræður. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Álfheiði. Ritstj. Frá Akranesi V esturlandspistlar Hér verður sagt frá nýju hafnar- húsi á Akranesi, vernduðum vinnu- stað á Vesturlandi, deild iðnverka- fólks á Akranesi, Kaupfélagsritinu í Borgarnesi og nýjum kaupfélags- stjóra í Ólafsvík. Nýtt hafnarhús Okkur hefur víst alveg láðst að segja frá hinu nýja hafnarhúsi á Akranesi. Skal nú úr því bætt þótt í Iitlu verði. Flutt var inn í húsið í byrjun des. Það er á tveimur hæðum og gólf- flötur um 100 ferm. Ágæt aðstaða þykir á efri hæðinni fyrir hafnar- verðina, en þeir eru jafnframt hafnsögumenn. Á efri hæðinni er einnig skrifstofa tollvarðar, hafn- arverkstjóra og kaffistofa fyrir starfsmenn. Á neðri hæðinni er vinnusalur fyrir hafnarvinnuflokk- inn, auk þess kaffistofa. Húsið stendur á horni Akursbrautar og Faxabrautar. Sér þaðan vel yfir höfnina og auðvelt, með aðstoð talstöðvar, að stjórna umferð um höfnina. Njög skiptir nú um til hins betra með tilkomu hins nýja húss hvað snertir alla aðstöðu hafnarvarða en hún hefur sannast sagna verið fremur bágborin hin síðari árin, eða allt frá 1976. En nú hefur bless- unarlega úr því greiðst. Verndaður vinnustaður Stofnað hefur verið á Akranesi félag um verndaðan vinnustað á Vesturlandi. Markmið félagsins er að reka verndaðan vinnustað í þeim tilgangi að: a) Veita fötluðum þjálfun og endurhæfinu til starfa á almennum vinnumarkaði. b) Veita þeim, sem ekki eiga kost á að starfa á almennum vinn- umarkaði, atvinnu við sitt hæfi. Undirbúningur málsins á sér nokkurn aðdraganda. Var fyrst unnið að því á vegum ALFA- nefndar og svo á vegum atvinnu- málanefndar Akranesskaupstaðar en auk þess hefur iðnfulltrúi Vest- urlands unnið að málinu. Hugleitt hefur verið að koma upp pappabakkaverksmiðju í sam- bandi við vinnustaðinn, sem fram- leiddi umbúðir úr úrgangspappír. Allar slíkar umbúðir eru nú flutttar inn. Áhugi er á því að koma upp svona viúnnustöðum víðar á Vest- urlandi. Deild iönverkafólks Stofnuð hefur verið deild iðn- verkafólks innan verkalýðsfélags- ins á Akranesi. - Málið er einfaldlega þannig vaxið, sagði Guðlaug Birgisdóttir formaður deildarinnar, að Lands- sambandi iðnverkafólks hefur með að gera samningsrétt fyrir okkar hönd og þessi leið var farin til þess að styrkja tengslin við okkar landssamband. Við, sem teljumst iðnverkafólk, höfum ekki verið að- ilar að Verkamannasambandinu. Stofnun þessarrar deildar breytir þó engu um aðild okkar að Verka- lýðsfélagiAkraness. Deildin er opin öllu iðnverkafólki. Guðlaug telur að 30 - 40 konur á Akranesi vinni eftir Iðjutaxta. Kaupfélgsritið f síðasta hefti Kaupfélagsritsins, sem gefið er út af Kaupfélgi Bor- gfirðinga í Borgarnesi, kennir ým- issa grasa. Sagt er frá haustfundi kaupfélagsins 1983 og greint frá ýmsum þáttum í rekstri félagsins. Birt er ávarp, sem Jón Finnsson frá Geirmundarstöðum flutti við hátíðahöld stéttarfélaganna í Borg- arnesi 1. maí sl. Þórður Gíslason, bóndi í Ölkeldu, minnist sr. Þor- gríms V. Sigurðssonar á Staðastað, en hann andaðist þann 10. ágúst sl. sumar. „Flotinn í höfn“, nefnist viðtal við Guðmund Sverrisson frá Hvammi, en hann veitir forstöðu Bifreiðastöð K.B. „Skip vorra drauma", ræða sem Guðmundur Sigurðsson flutti á aldarafmæli Borgarness 22. maí 1967. Þá er sagt fá fundi „um félags- lega þróun samvinnustarfs“ sem Vinnumálasamband samvinnu- manna gekkst fyrir með stjórn og nokkrum starfsmönnum K. B. í haust. Ingibjörg Magnúsdóttir segir fréttir af Sambandi borg- firskra kvenna. Birt er ávarp sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar, „Óbrotgjörn sköpun“, sem hann flutti í tilefni afhendingar Sonart- orreks Ásmundar Sveinssonar á áttræðisafmæli Hallsteins bróður Ásmundar. „Sá kjarkur, sem þolir rnótbyr", ræða Guðrúnar Eggerts- dóttur á þjóðhátíð Borgnesinga 17. júní sl. „Frjáls og hreinn andi“ nefnist frásögn Eiríks Helgasonar af vígslu félagsheimilis Hvítsíðinga og Hálssveitunga 17. júní 1982. Loks er að nefna ljóð Bjarna Bjarnasonar læknis frá Geitabergi er hann flutti vini sínum, Þorbirni Péturssyni fár Draghálsi á átt- ræðisafmæli hans 22. júní 1963. Nýr kaupfélagsstjóri í Ólafsvík Einar H. Björnsson hefur nú verið ráðinn kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Ólafsvíkur. Tók hann við starfinu 1. febrúar sl. Einar H. Björnsson hefur lengi starfað við verslun hjá kaupfélög- unum. Hann vann hjá KRON 1968 - 1976 og var verslunarstjóri í búð- um þess við Skólavörðustíg og Álf- hólsveg. Verslunarstjóri hjá Kf. Vopnfirðinga var hann árin 1976 - 1978. Síðan verslunarstjóri hjá Kf. Fram á Neskaupstað. Fór í Sam- vinnuskólann haustið 1979 og lauk þaðan prófi vorið 1981. Einar er kvæntur Valgerði B. Einarsdóttur og eiga þau tvö börn. -mhg DIOBVIUIHN Breikkar sjóndeödarhringinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.