Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 13. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Ávirkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð Bernharður Guðmundsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Undra- regnhlífin“ eftir Enid Blyton; fyrri hluti Þýðandi: Sverrir Páll Erlendsson. Heið- dís Norðfjörð les (RÚVAK) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forust- ugr. dagbl. (úrdr.) 10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK) 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurlregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Sjómannalög íslenskir flytjendur. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Gra- ham Greene Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (20). .14.30 Upptaktur Guðmundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslensk tónlist Manuela Wiesler og Sinfóníuhljómsveit danska úfvarpsins leika „Euridice" fyrir Manuelu og hljóm- sveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson; Gunnar Staern stj. Elísabet Erlingsdóttir syngur „Lög handa litlu fólki" eftir Þorkel Sigur- björnsson. Kristinn Gestsson leikur á píanó, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Konsert fyrir blásara og ásláttarhljóðfæri og Konsertpolka eftir Pál P. Pálsson; höfundurinn stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK) 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Milljón- asnáðinn“ Gert eftir sögu Walters Christmas (Fyrst útv. 1960). I. þáttur af þremur Þýðandi: Aðalsteinn Sigmunds- son. Leikgerð og leikstjóm: Jónas Jónas- son. Leikendur: Steindór Hjörleifsson, Ævar R. Kvaran, Guðmundur Pálsson, Emilía Jónasdóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Bjarni Steingrímsson, Sævar Helgason og Jón Einarsson. 20.40 Kvöldvaka. Almennt spjall um þjóðfræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson tekur saman og flytur. Að þessu sinni er fanga leitað í þjóðsagnasöfnum, nokkrar sögur lesnar og rætt um efni þeirra. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.15 Skákþáttur. Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 21.40 Útvarpssagan: „Könnuður i fimm heimsálfum“ effir Marie Hammer Gísli H. Kolbeins les þýðingu sína (21). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Lestur Passíusálma (20). 22.40 Kvöldtónleikar Itzhak Perlman leikur tónverk eftir Paganini, Brahms, Ravel, Joplin o.fl. Ýrr Bertelsdóttir kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gisli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Krist- ján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frísfund Stjórnandi: Eðvarð Ing- ólfsson. RUV0 19.35 Hnátur (Little Miss) - Nýr flokkur Breskur teiknimyndaflokkur i 13 þáttum í stíl við „Herramennina" sem sýndir hafa verið i Sjónvarpinu. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Rétt tannhirða Fræðsluþáttur gerður í samvinnu Sjónvarpsins og fræðslu- nefndarTannlæknafélags íslands. Texta samdi Börkur Thoroddsen tannlæknir. 20.55 Skarpsýn skötuhjú 6. Svínað fyrir kónginn Breskur sakamálamyndaflokk- ur í ellefu þáttum gerður eftir sögum Agöthu Christie. Forvitnin beinir Tommy og Tuppence í næturklúbb þar sem þau veröa vitni að morði. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.50 Skiptar skoðanir - Um björbann og hundabann Enn á ný eru þessi tvö deilumál ofarlega á baugi. Þjóðarat- kvæðagreiðsla um bjórinn er til umræðu á Alþingi og verið er að íhuga afnám hundabanns í Reykjavik. Umsjón Guð- jón Einarsson fréttamaður. 22.50 Fréttir í dagskráriok Frá aðgerðum á baráttudegi kvenna 8. mars í Fteykjavík. Er ekki kominn tími til? „Fortíðin ól konuna upp sem kynferðisveru eingöngu, - þann- ig að hún yrði sem útgengilegust barneignavél; þegar maðurinn stofnaði heimili sitt, þá var konan húsgagn húsgagnanna." Svo segir Halldór K. Laxness orðrétt í grein sem birtist í Morgunblaðinu árið 1925. Þar fjallar hann um hið nýja lífsviðhorf kvenna, þ.e.a.s. nýjan skilning á stöðu konunnar og lífshlutverki hennar. Nú, 59 árum síðar eru konur enn að berjast fyrir jöfnum rétti karla og kvenna, þó að alþjóða- lög kveði svo á um að ekki skuli mismuna neinum vegna skoðana hans, þjóðernis, litarháttar, trú- arbragða eða kynferðis. í tilefni af baráttudegi kvenna þann 8. mars gripu konur til að- gerða sem sýndu glöggt að þolin- mæði þeirra er senn á þrotum. Nánar tiltekið hugðust þær kaupa hráefni í svokallaðan Ríkisstjórn- argraut, og greiða fyrir það með þeirri upphæð sem samræmdist því að konur bera að meðaltali aðejns 2/3 af launum karla úr být um fyrir vinnu sína. Sem gefur að skilja varð uppi fótur og fit í versluninni, lögregla kvödd á staðinn, og búðinni lokað. En inni voru konurnar að þjarka við afgreiðsludömur og verslunar- stjóra. Þegar ég spurði einn af við- skiptavinunum sem ekki tók neinn þátt í aðgerðunum heldur var aðeins að kaupa kjöt til kvöldverðar, hvað henni fyndist um þessi mótmæli, sagði hún orð- rétt; „Ja svei mér ef maður skammast sín ekki fyrir það að vera kvenmaður." Sú kona þarf greinilega ekki að láta Sóknar- taxta duga fyrir allra nauðsynleg- ustu vörum, svo sem mat, klæð- um svo og mannsæmandi hús- næði. (Eða hvað haldið þið?) En hvað er þá til ráða ef svo illa stendur á? Hvað annað en að grípa til örþrifaráða? Gera upp- reisn gegn misréttinu, því reynslan sýnir að það dugar ekk- ert annað. En þá reynir líka á samhug og samstöðu fólksins. Því vil ég enda þetta með kjörorðinu: Öreigar allra landa sameinist, því það er komið nóg af misrétti. P.S. Ef þú lesandi góður ert á grænni grein í lífinu, ætti þú að sjá sóma þinn í því að styðja við bakið á þeim sem ekki eru jafn heppnir. Reykjavík 8. mars, Ásdís Þórhallsdóttir. Hvað gerist með sænskum? Núna, þegar mars er u.þ.b. hálfnaður er leitin að hinum óþekkta kafbát við strendur Sví- þjóðar búin að standa yfir í tutt- ugu og sex daga samfleytt. Eng- inn árangur er sýnilegur af þess- ari umfangsmiklu leit nema ef það skyldi vera skotárás á nokkra vesæla sjófugla sem gerð var af hinum vel þjálfuðu sænsku her- mönnum. „Maður skyldi nú ætla að heræfingar væru fólgnar í því að þekkja skotmörk en ekki til þess að drita á nokkra sjófugla". Meira að segja var leitað í líkkistu en líkfylgd átti leið framhjá leitarsvæði hersins. En hvernig í ósköpunum má það vera að sænski herinn þekki ekki sjófugla frá köfurum? Ef þetta hefði skeð á stríðstímum þá hefði þetta verið mjög mikið ábyrgðarleysi. Nú telja þjóðirnar sem eru í Nató að þessi eða þessir kafbátar séu frá hinu stóra ríki í austri og hafa Nató-þjóðirnar aukið eftirlit í kringum herstöðvar sínar og segja fólki að þetta sé til þess að vernda þjóðirnar fyrir ágangi óviðkomandi þjóð, eins og er að gerast hjá sænskinum. En hvað er að gerast hjá sæn- skinum í raun? Er óþekktur kaf- bátur þar eða er því haldið fram til þess að Nató-ríkin geti aukið eftirlit í kringum herstöðvar sínar? Þeim spurningum ætla ég að láta öðrum eftir að svara og því er mál til komið að hætta þessum skrifum og segi ég þessu hér með lokið. J.Þ.Ó. Sjónvarp í kvöld kl. 21.50 Á hundahald í borgum rétt á sér? Bjórahugamaður. (Verða íslend- ingar nútímans svona útlítandi?) Um bjórbann og hundabann Guðjón Einarsson fréttamaður ætlar að taka fyrir tvö alvarleg deilu- mál í þætti sínum sem verður fluttur í sjónvarpinu kl. 21.50 í kvöld. Þættinum verður skipt í tvo hluta. Verður bjórmálið tekið fyrir í fyrri hlutanum og svo hundamálið í hinum. í hvorum hluta fyrir sig verður einn á móti, og einn með. Tekin verða viðtöl við aðila úti í bæ og svo verðs sýndar myndir sem varða bæði málin. Sjónvarp kl. 19.35: Barna- efni Þetta er ein af Hnátunum, og á svipnum mætti ætla að hún héti ungfrú Glaðværð. Kl. 19.35 í kvöld hefst nýr breskur 13 mynda framhalds- flokkur fyrir börn. Nefnist hann Hnáturnar (Litle Miss) og er í stíl við Herramennina sem sýndir voru í Stundinni okkar fyrir nokkru síðan. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. bridge Spil 14 í Barometer bridge- hátíðar var stubbabarningur, eins og mikill hluti spilanna. Á flestum borðum varð Norður sagnhafi í 2 eða 3 spöðum, eftir að A/V höfðu barist í hjörtum: Norður S D108753 H G T10743 LA10 Vestur Austur S KG S 964 H AK982 H 765 TD865 T K92 LK9 L D543 Suður S A2 H D1043 TAG L G8762 Á einu borðinu voru Forrester-Calderwood í vörn- inni gegn 3 spöðum og byrjuðu vel þegar vestur kom út með tromp. Vestur átti slaginn og skilaði trompi til baka. Lítið hjarta úr blindum og nú lagðist Calderwood í þunga þanka, langaði greinilega ekki að vera inni í spilinu, og lét loks lítið. Sagnhafi þáði slaginn á gosa. Tók trompið sem úti var, þá laufás og meira lauf. Vestur átti slaginn og spilaði hjartaás sem var trompaður. Nú var eina von sagnhafa að austur ætti tígul- hjón eða háspil þriðja. Tígull á gosa og drottningu og tígull til baka. Hjarta drottning, sem vestur lagði á, trompað og lítill tígull frá noröur. Þegar kóngur kom í borðið var spilið heima. 140 gaf aðeins meðalskor, enda besta vörn vandfundin. Byrjunin er eins og að framan greinir, en í 3. slag fer vestur upp með hjarta kóng og skiptir í tígul. Samgangur er nú í molum og sagnhafi hlýtur að gefa 5 slagi; tvo á tígul og einn á hvern hinna litanna. Vörnin er iðulega erfiðust í bútunum. Tikkanen Frelsuns lands er oft greidd með persónulegu frelsi ein- staklinganna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.