Þjóðviljinn - 20.03.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 20.03.1984, Page 6
6 SÍÍTA - ÞJÖÐVÍLJIPÍN Þriíg’iídaéúí 20. irtars Í9841 Nicaragua fyrir kosningar: Hvunndagsleiki byltingarríkis Pólitísk þreyta og gremja út af miklum vöruskorti er þaö sem erlendirfréttamenn sem heimsækja Nicaragua um þessar mundir draga helst fram. En þeir segja um leið, að þessi óánægja þýði ekki að menn séu reiöubúnir til að styðja hægriöflin, hvorki þau sem fara með skæruhernaði gegn byltingarstjórninni né heldur þau sem bjóða fram í kosningum sem boðaðar hafa verið í nóvember á þessu ári. Nokkuð dæmigert tilsvar sem fréttamaður franska blaðsins Le Monde tekur upp í Managua: „Við erum allir Sandinistar, við börð- umst fyrir þessari byltingu sem frelsaði okkur undan þessum glæp- ahundi Somoza, og Sandino er sem fyrr okkar mesta þjóðhetja. En mér er samt nóg boðið. Jafnvel þótt maður sé reiðubúinn til að færa fórnir, þá ryðja ekki slagorð burtu úr höfðinu okkar daglegu vandamálum“. Blaðamaðurinn segir að menn séu orðnir þreyttir á endalausum vígorðaflaumi, hvatningarræðum um fórnfýsi og árvekni. Þar við bætist vöruskortur á mjög mörgum sviðum, biðraðafargan, svartur markaður og ýmisleg sú spilling sem skorti fylgir. Skorturinn Sandinistastjórnin reynir að svara þessari gremju með því að leggja mikla áherslu á að tryggja öllum það nauðsynlegasta. Opin- ber dreifingarkerfi, segir frétta- maður Le Monde, tryggja að allir fá sinn niðurgreidda skammt af Fimmtíu ár eru síöan Sandino var myrtur: „Vi6 erum öll Sandinistar - en daglegur vandi er á sínum stað...“ nauðsynjum eins og hrísgrjónum, sykri, matarolíu, svörtum baunum, maís og sápu. En oft verður skortur á mjólkurvörum og bensín- skammtur er afar lítill. Stjórnvöld segja skortinn því að kenna, að eftirspurn fólksins hafi aukist og það sé ekki hægt að sinna öllum þörfum strax. Einnig er vís- að á efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Nicaragua og mikinn skort á gjaldeyri til innkaupa. Stjórnar- andstæðingar, ekki síst talsmenn einkaframtaksins, segja hinsvegar, að framleiðslutölur séu falsaðar (samkvæmt opinberum skýrslum hefur framleiðsla aukist allmikið á liðnu ári). Þeir kenna um ástandið slæmri hagstjórn Sandinista og fjandskap þeirra við einkafyrir- tæki, sem þeir ætli að svelta í hel með því að neita þeim um lánafyr- irgreiðslu. Sandinistar geta verið góðir skæruliðar, segir starfsmaður Sambands einkafyrirtækja, en þeir eru afleitir hagfræðingar. / hvers manns koppi Mjög umdeiit er hlutverk CDS, Varnarnefnda Sandinista, sem hef- ur verið komið á fót að kúbanskri fyrirmynd. Nefndirnar eru skipu- lagðar eftir búsetu manna. For- menn þeirra stefna mönnum á pól- itíska fundi og fá þeim verkefni eins og viðhald á vegum, tiltektir í opinberum stofnunum eða varð- gæslu um nætur í stofnunum sem taldar eru viðkvæmar fyrir skemm- darverkum (spítalar, opinberar skrifstofur, skólar). Það er engin skylda að taka þátt í þessu starfi, en mönnum þykir mörgum ráðlegast að vera með, vegna þess m.a. að CDS eru einmitt sá aðili sem út- hlutar skömmtunarseðlum. Margir telja þessar Varnarnefndir, segir Le Monde, vera með óþarfa hnýsni um einkamál manna. „Það er erfitt fyrir menn að fallast á að til að fá fæðingarvottorð, ökuleyfi eða Þegar tungumál deyr Merkileg bók um skosku gelískuna Mörg tungumál hafa dáið út á seinni tímum og fleiri eru að bana komin. Meðal þeirra er hið forna keltneska tungumál Skotlands, gelískan, sem stendur mjög höllum fæti. í bók nýlegri eftir Nancy Dori- an, Dauðitungumáls, Langu- age Death, ergerðgreinfyrir því hvernig þetta gerist í nokkrum áföngum, sem við nútíma aðstæður ganga furðu hratt. Bókin lýsir stöðu tungumála í nokkrum fiskimannabæjum á Norður-Skotlandi, í Sutherland- héraði. Þar eru enn nokkur hundruð manna sem hafa í mis- jöfnum mæli á valdi sínu stað- bundna mállýsku gelískunnar, hins keltneska máls sem eitt sinn var talað um allt Skotland, eða að minnsta kosti í Hálöndunum. Nú hefur enskan drepið þessa mál- lýsku. Engin börn læra hana lengur. Allir sem kunna gelísku á þessum slóðum eru gamalt fólk eða miðaldra. Eftir 30-40 ár verð- ur enginn á lífi sem kann málið. Löng saga og dapurleg liggur hér að baki. Frá því um alda- mótin 1800 og langt fram eftir nítjándu öld var geliskan „flutt úr landi" ef svo mætti segja. Smá- bændur voru hraktir af skikum sínum með valdi, vegna þess að landeigendur ætluðu að græða meira á því að taka landið undir stórar sauðfjárhjarðir. Gelísk- umælendur hrökkluðust til Am- eríku eða suður í enskar stór- borgir. Þrjár kynslóðir Og svo er kornið að því að tungumál deyi. Þeir elstu sem á Hálendingar í fullum skrúða: Um það bil sem lítil tunga er að deyja kemur venjulega mikill fjörkippur í þjóðbúninga, þjóðdansa og önnur „sýnileg“ sérkenni. lífi eru tala mjög góða og rétta gelísku, góða ensku líka, en þeir lærðu hana ekki fyrr en í skóla og áttu lengi í erfiðleikum með hana. Næsta kynslóð ólst upp með gelísku sem fyrsta mál en lærði ensku einnig mjög snemma og notarensku mikið. ímáliþess- arar kynslóðar gerast ýmsar breytingar, sem ekki eru fyrst og fremst áhrif frá ensku. Aftur á móti gerist það á skömmum tíma sem gerist á löngum tíma annars- staðar: að ýmis föll og sagnend- ingar detta burt. Það kemur lausung í móðurmálið. Síðasta kynslóðin sem þekkir málið, kann það vel sem hlust- andi, en á í miklum erfiðleikum með að tala það. Þetta fólk hefur lært rnálið sem annað mál, en kunnáttan er léleg, og það gerir margar beinar villur. Bókin er staðfesting á því sem menn vissu: tungumál sem fáir tala deyr út með því að fyrst verð- ur fólkið tvítyngt, lærir tvö mál nokkuð vel. Síðan verða næstu kynslóðir eintyngdar, kunna að- eins nýja „stóra" málið. Svona er að fara fyrir síðustu gelísku þorp- unum á Skolandi - og á Irlandi reyndar líka, þótt þar sé haft hátt um viðreisn tungunnar. Wales- búar eru þeir einu sem enn nota í einhverjum mæli keltneskt mál á Bretlandseyjum. Varnarnefndir Sandinista gegna miklu hlutverki - og umdeildu. hegðunarvottorð þurfi menn að fá meðmæli frá Varnarnefnd Sandin- ista. Þetta kemur samt sem áður ekki í veg fyrir að þeir viðurkenni að framfarir hafi orðið á sviði heilsugæslu og menntunar“, segir blaðamaðurinn ennfremur. Kosningar í nánd Hann telur að stjórnin sé nokk- uð traust i sessí, óánægjan með skort og önnur vandræði sé ekki þess eðlis að menn séu reiðubúnir til að slást í för með hægriöflunum. Skæruhernaðurinn frá Costa Rica og Honduras getur aukið á efna- hagslega erfiðleika, en hann er ekki bein ógnun við stjórnina. Fjandskapur Bandaríkjanna er mál mála: til þessa hefur þrýsting- ur, hernaðarlegur og efnahags- legur, á Nicaragua af þeirra hálfu fyrst og fremst orðið til að gera Sandinista róttækari, og neyðará- standið, sem lýst hefur verið yfir, hefur bundið hendur stjórnarand- stöðunnar enn frekar en áður var. Rakin eru dæmi af strangri rit- skoðun á La Prensa, sem er eina málgagn stjórnarandstöðunnar - nærhún bæði til frétta afástandinu í landinu sjálfu og til túlkunar á atburðum á alþjóðlegum vettvangi - ekki síst eru ritskoðarar við- kvæmir fyrir öllu sem sagt er um Kúbu og Sovétríkin, þótt nokkuð hafi dregið úr þeirri viðkvæmni að undanförnu. Nú velta menn því mjög fyrir sér í Managua, segir fréttamaðurinn ennfremur, hvort Sandinistar slaki nógsamlega á ritskoðun og öðrum „neyðarráðstöfunum“ fyrir kosn- ingar í nóvember, til að stjórnar- andstaðan geti átt sér raunverulega möguleika til að ná árangri. Stjórn- arandstaðan hafði til þessa mjög knúið á um kosningar, en eftir að þær voru boðaðar hefur hún breytt um tón - hún óttast bersýnilega að sæmilega opnar kosningar muni gefa Sandinistastjórninni þá rétt- lætingu sem hún vilji. Sandinistar hafa mikið forskot í þessum kosn- ingum, segir Le Monde ennfrem- ur, ekki barasta vegna þes að þeir hafa yfirráð yfir flestum fjölmiðl- um, heldur og vegna þess, að and- stæðingar stjórnarinnar eru sjálf- um sér sundurþykkir og hafa ekki neina pólitíska stefnu aðra en þá að vera yfirleitt á móti öllu því sem stjórnin segir eða gerir. áb tók saman. Erfðafræði: Að búa til sauðgeit Vísindamenn í Cambridge hafa búið tii bastarð af sauðkind og geit með því að græða sanian fósturfrumur þessarar tegundar og koma fóstrinu fyrir í móðurlíii annarar hvorrar tegundarinnar um fengitímann. Afkvæmið sem fæddist af þessari tilraun hafði horn sem líktust hornum geitarinnar og ull sem líktist kindarull, og er afkvæmi þetta sagt hafa tekið í arf eiginleika geitar og sauðkindar í jöfnum mæli. Aðgerð þessi var framkvæmd á fóstrinu þegar frumuskipting var nýhafin og því um fáar frumur að ræða. Vísindamennirnir komu fósturblöndunni síðan fyrir í móðurlífi geitar. Afkvæmið sem geitin fæddi af sér var kallað „geep“, sem er orð samsett úr ensku orðunum „sheep“ (sauðkind) og „goat“ (geit). íslenska orðið fyrir þennan undarlega bastarð mundi þá verða sauðgeit. Það fylgir ekki fréttinni hvort sauðgcitin geti alið aikvæmi. -ólg.(Espresso)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.