Þjóðviljinn - 28.03.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 28.03.1984, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 28. mars 1984 Róttæk breyting á sér staö um þessar mundir á vígbúnaöi Atlantshafsbandalagsins, sem miðar aö því að koma upp nýjum kerfum háþróaöra vopna sem teljast til hins hefðbundnavopnakerfis. Þaö var fyrst á árinu 1982 sem Caspar Weinberger gerði áform Bandaríkjanna um smíöi þessara vopnakerfa opinber á varnarmálaráðherrafundi NATO-ríkjanna. Anders Hellebust, fyrrverandi majór í norska hernum með 16 ára herþjónustu að baki og núverandi lektorvið blaðamannaháskólann í Osló segir að hér sé um að ræða þróun í vígbúnaði sem auka muni á stríðshættuna til muna. í nýlegu viðtali í norska vikublaðinu Ny Tid ásakar hann NATOfyrirað hylmayfir staðreyndir þessa máls í því skyni að blekkja almenningsálitið. Látið sé í veðri vaka að verið sé að „hækka kjarnorkuþröskuldinn", þegarí raun og veru sé verið að smíða vopnakerfi sem að nákvæmni og eyðingarmætti séu fyllilega sambærileg við smærri kjarn- orkuvopn. Það sem gerir þessi vopn hættu- leg er að þau eru eingöngu ætluð til þess að greiða „fyrsta höggið" í hugsanlegum átökum og að So- vétríkin búa ekki yfir sambæri- legum vopnum. Hin nýju vopna- kerfi munu því ekki í raun verða til þess að hækka kjarnorkuþröskuld- inn, segir Hellebust, heldur munu þau enn auka á freistinguna að verða fyrri til að greiða fyrsta högg- ið þegar hættuástand hefur skapast. Eldflaug með 400 sprengjum Vopn þau sem hér um ræðir eru stýriflaugar, Pershing 2-eldflaugar Róttæk breyting á vígbúnaði NATO Anders Hellebust, lektor við blaða- mannaskolann j Osló og fyrrverandi majór í norska hernum segir þá skoðun rikjandi í norska verka- mannaflokknum að hin nýju og há- þróuðu „hefðbundnu" vopn sem nú séu í framleiðslu í Bandaríkjunum dragi úr stöðugieika og auki á stríðs- hættuna. og Trident C-4 kafbátaeldflaugar. Vopn þessi eru öll smíðuð til þess að bera kjarnorkuvopn, en þau má einnig hlaða með hefðbundnum sprengjum. Þannig getur Trident C-4 kafbátaeldflaugin, sem gengur undir nafninu AXE borið sprengjuodd sem vegur 7000 kg og rúmar um það bil 400 hefðbundnar sprengjur. Geigunin verður á bil- inu 30-40 metrar. Þessi mikla ná- kvæmni samfara fjölda sprengj- anna gerir það að verkum að áhrif- in verða ekki ólík áhrifum lítillar kjarnorkusprengju, þar sem um hernaðarlega mikilvæg skotmörk eða stjórnstöðvar er að ræða, segir Hellebust. Annar mikilvægur eiginleiki þessara nýju vopna er að þeim er fylgt eftir með sjálfstýrðum flug- vélum sem hafa innbyggt ratsjár- leitarkerfi til þess að leita uppi skotmörk. Þannig er gert ráð fyrir að eldflaugarnar muni geta fylgt hreyfanlegum skotmörkum, t.d. skriðdrekaherdeildum. Fulltrúar bandaríska flughersins í Evrópu hafa haldið því fram, segir Helle- bust, að 150 AXE-eldflaugar muni geta grandað 50 mikilvægustu her- flugvöllum Varsjárbandalagsins á 10 mínútum. Þá hefur Hellebust sagt að í undirbúningi sé smíði á nýrri og mun stærri eldflaug, sem gangi undir nafninu „The incredible Hulk“, en hún eigi að geta borið 25.000 kg. sprengju- hleðslu, sem er gífurlegt magn af hefðbundnu vopni að vera. Stefnubreyting Hellebust, sem er framámaður í Norska verkamannaflokknum, segir að umdeilt sé innan NATO, hvort um stefnubreytingu sé að ræða með tilkomu þessara vopna, eða hvort einungis sé um viðbót að ræða við hin hefðbundnu vopna- kerfi. Það er mat Hellebust að hér sé um stefnubreytingu að ræða. Hann telur einnig að það sé stefna NATO að til umræðna komi um þessa stefnubreytingu. Hann segir að NATO miðli upplýsingum um þessi mál eftir því sem henta þykir, þar sem umræða um málið geti orð- ið bandalaginu mjög viðkvæm. En til þess að komast að kjarna máls- ins segir Hellebust að mikilvægast sé að átta sig á því hvernig ætlunin er að nota hin nýju vopn. Og það liggur í augum uppi, segir hann. Meiningin er að nota Langdrœgar eldflaugar með hefðbundnum sprengjum auka á óvissuna á hœttutímum segir Anders Hellebust þessi vopn á fyrstu mínútum átaka í því skyni að eyðileggja helstu flug- velli, stjórnstöðvar og eldflauga- stöðvar óvinarins. Og til þess að bestur árangur náist þarf að beita þessum vopnum áður en að herir beggja hafa náð að mætast. Vopnin eru því hugsuð gegn A- Evrópuríkj unum. Spillt fyrir Stokk- hólmsráðstefn'unni Hellebust telur að það geti ekki haft jákvæð áhrif að smíða ný vopnakerfi sem beint er gegn þess- um löndum. Það muni verða til þess að vinna gegn þeirri viðleitni sem nú á sér stað í Stokkhólmi, að byggja upp traustvekjandi aðgerð- ir. Sérstaklega er öll umræða um þessi mál viðkvæm vegna sam- skipta A- og V-Þýskalands. Vopn- in, sem fyrst og fremst eru árásar- vopn, munu gefa NATO árásar- gjarnara yfirbragð, og mikill vafi leikur á að vopnin muni verka í átt til jafnvægis á hættutímum. Þvert á móti heldur Hellebust því fram að öll þau vopn, sem ætluð eru til nota á fyrstu mínútum hernaðarátaka valdi óstöðugleika, þar sem freistingin verður mjög stór fyrir gagnaðilann að eyðileggja þessi vopn áður en þau verða tekin í notkun. Því geti vopn þessi stuðlað að því að styrjöld skelli á þegar hættuástand ríkir. Hellbust segir að verði vopnum þessum beitt, verði sáralitlir mögu- leikar fyrir mótaðilann að svara slíkri árás með hefðbundnum vopnum. Sovétríkin myndu því svara slíkri árás með kjarnorkuá- rás. Þannig verði Sovétríkin þving- uð til þess að beita kjarnorkuvopn- um að fyrra bragði. Þá segir Helle- bust að meginókosturinn með smíði þessara nýju vopnakerfa sé sá að þau verði til þess að eyða út muninum á hefðbundnum vopnum og kjarnorkuvopnum. Þar með hefur „kjarnorkuþröskuldurinn" ekki verið hækkaður heldur fjar- lægður. Nýtt vopnakapphlaup Það er skoðun Anders Hellebust að með því að taka upp nýjar langdrægar eldflaugar eins og hér er um rætt muni bætast verulegir nýir erfiðleikar við þann vanda sem nú blasir við í afvopnunarvið- ræðum stórveldanna. Astæðan er meðal annars sú, að þetta eru vopnakerfi, sem Sovétríkin eiga enga hliðstæðu við ennþá. Því munu þessi vopn leiða til nýrrar vígvæðingar í Sovétríkjunum. Þá segir hann að það muni leiða til mikilla erfiðleika fyrir allt vopna- eftirlit ef stýriflaugar og Pershing-2 eldflaugar verði einnig notaðar til þess að bera hefðbundnar sprengj- ur. Samkvæmt áætlunum Pentagon er áætlað að þessi nýju vopn verði tekin í notkun 1986, en eldflaugar með skemmri drifkraft eru þegar í framleiðslu og nokkrar þeirra hafa samkvæmt upplýsingum Hellebust þegar verðir teknar í notkun. ólg. Strabane á Norður-írlandi A löngum kvöldum sitja menn á kránni yfir bjórglasi: menn venjast því að vera atvinnulausir og það er kannski það versta, sagði bœjarfulltrúinn. orðið fyrir vonbrigðum með þá sem fara með völdin í Belfast og London og sýnast helst hafa flutt vonir sínar austur yfir Ermarsund til aðalstöðva Efnahagsbanda- lagsins í Brussel. En þeir geta fáu svarað um það, hvernig lausn á þeirra vanda gæti litið út. Dagarnir sligast áfram, segir John Gallagher, óháður oddviti bæjarstjórnar. Smám saman venst fólk á það að vera atvinnu- laust og það er kannski verst af öllu... (áb. endursagði) Þar er mest atvinnu- leysi í allri Evrópu Hinir atvinnulausu eru hluti af landslaginu ef svo mætti segja. Þeirsitjaá kaffihúsum, hanga á götuhornum og á biljarðstofum, kringum leiktækin í heldur dap- urlegum „skemmtimiðstöðvum“. Á löngum kvöldum sitja þeir á kránum og sötra öl, sem þeir hafa varla mikil efni á. Atvinnuleysis- styrkurinn - sem svarar til um 900 kr. á viku fyrir einhleypa - nær ekki langt. Þeirsem eru 16-17 ára hafa rétt til einhvers starfsnáms, sem greitt er fyrir, en það er hæg- ara sagt en gert að fá vinnu að því loknu. Og hvers vegna flytja menn ekki burt? Það er nefnilega það - hvert eiga menn að flytja? Það er hvergi auðvelt að fá vinnu á Norður-írlandi, ekki heldur í Skotlandi, Wales eða Englandi. Og alls ekki hinum megin við landamærin, í írska lýðveldinu sjálfu, þar sem annarhver íbúi er 25 ára eða yngri og atvinnuleysi vex hröðum skrefum. Mörgum atvinnuleysingjum í Strabane finnst sem þeir hafi ver- ið lokaðir inni, og það er ekki nema eðlilegt. Vinnumiðlunin er "líflegasti staður bæjarins. Þar er stöðugur straumur af fólki. Það er hörð samkeppni um þau fáu störf sem bjóðast. En flestir sem mæta á staðinn sýnast hafa gefist upp. Stjórnmálamennirnir eru ráða- lausir. Kaþólskir og mótmælend- ur sameinast um það í snyrtilegu ráðhúsi að ástandið sé afleitt og framtíðin svört. Þeir hafa allir Atvinnuleysi er mikið í Efna- hagsbandalaginu, einna mest er það á írlandi eða 13,4%. Enn verra er það á Norður- írlandi - þar eru um 22% vinnufærramanna atvinnulausir-og hafa þó margir flúið þaðan í önnur lönd undan voþnaviðskiptum og eymd.En hvergier atvinnuleysið meira en í borginni Strabane, sem er nyrst og vestast á Norður- írlandi. Þar er það 41,2% og löngu orðið stór og fastur og hvunndagslegur þáttur mannlífsins. Járnbrautarsamgöngur eru hættar, bátar ganga ekki lengur um ána, ferðamannaþjónustan hefur reyndar verið sprengd í loft upp. Hér hefur eiginlega ekkert verið um að vera síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Upp frá því hófst hnignunin. Sumpart er hún tengd einangrun bæjarins yst á útjaðri hins stórbreska ríkis. Það bætti heldur ekki úr skák, að í bænum er meirihluti íbúa kaþ- ólskur - og eftir því höfðu mótmælendurnir, sem réðu pen- ingastreymi í Belfast, lítinn áhuga á að styðja við bakið á atvinnulífi þar vestra. Síðustu árin hefur Norður-írlandi verið stjórnað beint frá London og nokkrir tilburðir hafðir til að hleypa lífi í hina ýmsu eymdar- bæi. En fjármagnseigendur hafa takmarkaðan áhuga á Stribane, þegar þeir geta fundið nóg af vinnuafli á stöðum sem liggja bet- ur við umferð. Og útkoman er þessi: af um 12 þúsundum íbúum bæjarins hafa milli 3500 og 4000 verið atvinnu- lausir undanfarin ár. Annarhver karlmaður stimplar sig á atvinnuleysisskrifstofunni með reglubundnum hætti. Konur eru ögn betur settar því enn er vefnaðarverksmiðja í gangi í bænum, við hana starfa um 900 manns, mikill meirihluti eru kon- ur. Enginn þorir að hugsa til þess hvað gerast myndi ef einnig þessi verksmiðja brygðist. Lokaðir inni í lýsingu á heimsókn frétta- manns til Strabane í Dn segir á þessa Ieið:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.