Þjóðviljinn - 28.03.1984, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 28. mars 1984
Friðarfræðsla í skólum og uppeldisstofnunum
í síðustu viku áttu sér stað
á Alþingi umræður um til-
lögu til þingsályktunar um
friðarfræðslu sem borin er
fram af þingmönnum úr
öllum flokkum. Þjóðviljanum
þykir rétt að gefa lesendum
sýnishorn af þessum um-
ræðum, sem er ekki lokið á
þingi. Þeir þingmenn sem tai-
að hafa í málinu til þessa
settu flestir á langar ræður,
svo engin tök eru á því að
gefa heildarmynd af mál-
flutningi þeirra. Það sem hér
birtist á eftir eru fyrst og
fremst glefsur úr ræðunum
er beinlínis snerta friðar-
fræðsluna sjálfa, en því mið-
ur verður að sleppa lýsingu á
heimsmynd viðkomandi
þingmanna sem þeir röktu í
ýtarlegu máli og komu viða
við.
Tillagan um friðarfræðslu í
skólum hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela
menntamálaráðherra að
hefja undirbúning að frekari
fræðslu um friðarmál á dag-
vistunarstofnunum, í grunn-
skóium og framhaldsskólum
landsins. Markmið fræðslu-
nnar verði að glæða skilning
um grundvallarmannréttindi. Þessi
fræðsla skal ná til allra stiga og
gerða uppeldis- og fræðslustofn-
ana. En eins og ævinlega þegar
eitthvað nýtt er til umfjöllunar,
veldur það óvissu, jafnvel tor-
tryggni. Hvað er friðarfræðsla og
hvernig á að framkvæma hana?
Þessar spurningar vakna í hugum
margra.
Það má segja að enn sé ekki til
nein alþjóðlega viðurkennd skil-
greining á hugtakinu friðarfræðsla.
Anato Pikas, dósent í uppeldis-
fræði við Uppsalaháskóla, sem hef-
ur stjórnað kennslu í friðaruppeldi
fyrir þá stofnun, hefur þessa skil-
greiningu, með leyfi forseta:
Markmið
friðaruppeldis
„Friðaruppeldi er að móta gerðir
og viðhorf manna í þá veru, að það
minnki hættu á stríði. Þessi áhrif
mega ekki skerða þjóðernislega
eða pólitíska vitund manna eða
mannréttindi þeirra. Markmiðum
friðaruppeldis er unnt að ná með
auknum skilningi milli þjóða, sem
vígbúnast af ótta hver við aðra.
Mikilvægasta tæki friðaruppeldis
er aukning á þekkingu og hæfni til
að leysa deilur með viðræðum
deiluaðila á jöfnum grundvelli."
Pikas skýrir skilgreiningu sína nán-
ar: „Viðleitni til aukinna gagn-
kvæmra friðarviðræðna milli ríkja
skírskotar til viðmiðunar við heim-
inn, þjóðareiningu, bæjarsamfélag
eða stærri hópa. Að þróa sjálfsvit-
und, skilning á öðrum og þá hæfi-
leika, sem nauðsynlegir eru til að
gera einstaklingnum kleift að taka
virkan þátt í að mynda réttlát og
friðsamleg tengsl við aðra. Að þróa
kennsluaðferðir, sem byggjast á
samvinnu og hlutdeild í samræmi
við það sem að ofan greinir.
Framkvœmd
friðarfrœðslu
Um framkvæmd friðarfræðslu
gilda sömu lögmál og annað nám.
Það verður að sníða eftir getu og
aldri og vera í samræmi við þroska-
stig barnsins eða unglingsins. Það
er eðlilegt að kenna börnum að
kljást við sín eigin vandamál, fyrst
og fremst þau sem eru í nánasta
umhverfi. I slíkri fræðslu er t.d.
bæði auðvelt og eðlilegt að nota
leiki sem skapa samheldni og góð-
an anda í hópi barna. Með því að
höfða til samstarfs má byggja upp
gagnkvæman stuðning og um-
hyggju barnanna hvers fyrir öðru.
Það má sniðganga þá leiki, sem
neyða börn til að keppa hvert við
annað eða taka þátt í ójafnri
keppni. Það er hægt að forðast úti-
lokunarleiki, refsileiki, leiki þar
sem meiri hluti þátttakenda er ekki
virkur, en þeim sem gengur vel,
leika lengst og keppa um vinning-
fræðsla verði tekin upp í tengslum
við þá námsefnisgerð og það þró-
unarstarf í skólum, sem nú er unnið
að. Markmið friðarfræðslu falla
mjög vel að þeim markmiðum, sem
lýst er í aðalnámsskrá grunnskóla.
T.d. hefur sú námsskrá í samfélags-
fræði sem gerð hefur verið á vegum
skólarannsóknadeildar mennta-
málaráðuneytisins markmið sem
gæti myndað eðlilegan grundvöll
og tengsl við friðarfræðslu. Þessi
námsskrá hefur notið styrks frá
Fordstofnuninni í New York og
hefur ennfremur fengið viðurkenn-
ingu frá fulltrúum Sameinuðu
þjóðanna, Harvardháskóla og Evr-
ópuráðsins. Með leyfi forseta vil ég
vitna í aðalnámsskrá grunnskóla í
samfélagsfræði, þar sem stendur:
„í samfélagsfræði er m.a. stefnt
að því að nemendur séu færir um
að setja sig í annarra spor og geti
þannig gert sér grein fyrir eigin
gildismati og annarra, viðurkenni
ólík sjónarmið og rétt hvers manns
til að hafa sjálfstæða skoðun, hafi
áhuga á að kynnast vandamálum í
samskiptum manna og leita lausna
á þeim. Viðurkenni gildi samstarfs
og nauðsyn samhjálpar í sam-
skiptum manna. Öðlist nægilegt
sjálfstraust til að geta snurðulaust
tekið þátt í gagnkvæmum skoðan-
akynnum og umborið gagnrýni.
Öðlist það viðhorf, að þeir þurfi
stöðugt að afla sér nýrrar þekking-
Guðrún Agnarsdóttir: Markmið
friðarfræðslu faila vel að þeim mark-
miðum sem lýst er í aðalnámskrá
grunnskóla.
fréttum af átökum og styrjöldum
og líka í leiknum myndum þar sem
einstaklingar beita hver annan
grófu ofbeldi í návígi. Tæknin hef-
ur líka fært okkur tölvuleiki og þeir
eru vinsælt tómstundagaman
barna, reyndar svo mikill tímaþjóf-
ur að mörgum finnst nóg um.
Langflestir þeirra vinsælu tölvu-
leikja sem börn sækjast eftir byggj-
ast á herskáum baráttuleikjum,
sem örva árásar- og varnarvið-
Drekasæði kommúnismans
eða ræktun friðarvilja?
á þýðingu og hlutverki friðar
og rækta hæfileika til þess að
leysa vandamál án ofbeldis
og leita friðar í samskiptum
einstaklinga, hópa og
þjóða.“
Flutningsmenn tillögunn-
ar eru Guðrún Agnarsdóttir
(K), Eiður Guðnason (A),
Guðmundur Bjarnason (F),
Guðrún Helgadóttir (Ab),
Gunnar G. Schram (S), Helgi
Seljan (Ab), Jóhanna Sigurð-
ardóttir (A), Kristín Halldórs-
dóttir (K), Kristín S. Kvaran
(Bj), Páll Pétursson (F), Sa-
lóme Þorkelsdóttir (S), Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir
(K) og Stefán Benediktsson
(Bj).
í anda samþykktar
UNESCO
Guðrún Agnarsdóttir kom víða
við í framsöguræðu sinni og rakti
þróun vopnakapphlaupsins frá
síðari heimsstyrjöldinni. Hún stillti
annarsvegar upp eyðslunni í vopn-
aframleiðslu og hinsvegar hinni
gífurlegu örbirgð sem við er að etja
víða um heim.-Ekki eru tök á að
rekja allan þann fróðleik hér en
þetta sagði Guðrún Agnarsdóttir
um friðarfræðsluna, sem flutnings-
menn leggja til að tekin verði upp:
„Minnugar máltækisins hvað
ungur nemur, gamall temur og
með skilningi á því að sá friður sem
getur og þarf að ríkja milli manna
og þjóða á sér rætur í einstaklingn-
um sjálfum hafa æ fleiri þjóðir
tekið upp friðarfræðslu í skólum
sínum í anda þeirrar samþykktar
UNESCO, sem þær eiga aðild að.
Þessi samþykkt var gerð 1974 og
eiga íslendingar aðild að henni eins
og hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Samþykkt þessi mælir með því að
aðildarlöndin beiti sér fyrir fræðslu
til eflingar skilnings þjóða á milh,
samvinnu og friðar, svo og fræðslu
og þjóða á ekki stefna pólitískri og
þjóðernislegri vitund manna í
hættu. Þetta þýðir að friðaruppeldi
í einu landi má ekki hafa það að
markmiði að breyta þjóðfélags-
skipun annars lands.“ Tilvitnun
lýkur.
Það má samt segja, að rætur
friðarfræðslu nái dýpra en svo að
þær ætli sér eingöngu að sporna
gegn kjarnorkuvopnum og hernað-
arlausnum á deilum. Þær leitast
ekki síður við að breyta umgengni
okkar við jörðina og hvert við ann-
að og breyta þeim hugsunarhætti,
sem hefur ráðið henni. Friðar-
fræðsla leitast við að dýpka vitund,
vitneskju og skilning á deilum milli
einstaklinga innan þjóðfélags og
milli þjóða. Hún rannsakar orsakir
deilna og átaka, sem má finna sam-
ofna skynjunum, verðmætamati og
viðhorfum einstaklinga. Ennfrem-
ur má finna orsakir þeirra í félags-
legri, stjórnmálalegri og efnahags-
legri gerð þjóðfélagsins. Friðar-
fræðsla hvetur til þess að leita ann-
arra leiða, sem fela í sér lausnir á
deilum án ofbeldis og hvetur jafn-
framt til þróunar þeirra hæfileika,
sem nauðsynlegir eru til að beita
slíkum lausnum. Markmið friðar-
fræðslu eru að skilja þýðingu og
hlutverk friðar og rækta hæfileika
til að leita friðar í samskiptum ein-
staklinga, hópa og þjóða. Að
glæða ábyrgðartilfinningu fyrir
eigin ákvörðunum og gerðum. Að
þroska skilning á því hve einstak-
lingar, hópar og þjóðir er háð hvert
öðru. Að skilja eðli og orsakir
deilna og athuga, skilja, meta og
nýta aðferðir til að leysa deilur. Að
þekkja ýmsa líffræðilega og félags-
lega þætti, sem hafa áhrif á mann-
lega hegðun. Að rækta skilning á
réttlæti og velferð með og meðal
einstaklinga og þjóðfélaga. Að
glæða virðingu og ábyrgðartil-
finningu einstaklinga fyrir frelsi
einstaklingsins og mannréttindum,
menningarlegum fjölbreytileika,
umhverfinu, samvinnu bæði innan
bekkjarins og utan, hugsun, sem
inn. Það á í staðinn að leggja
áherslu á leiki, þar sem að það sigra
eða tapa er ekki eina viðmiðun vel-
gengninnar.
Hverjar eru svo þær hetjur sem
við bjóðum börnum okkar upp á?
Er ekki stríðshetja í gömlum stfl
úrelt fyrirbæri á 20. öld, á tímum
kjarnorkuvopna? Þurfa ekki börn
okkar að hugleiða hetjur af annarri
gerð eins og t.d. Mahatma Ghandi,
Martin Luther King, Albert
Schweitzer, móðir Teresu. Væri
ekki nær fyrir börn að heyja
hugrekki- og hetjudáðir í daglegu
lífi og starfi til að finna nýjar að-
ferðir til að skapa betri og réttlátari
lífskjör?
Ekki aðskilin
námsgrein
Önnur hlið friðaruppeldis er að
kenna börnum félagslega og
vitsmunalega færni til samvinnu.
Með því að búa til og gera hluti
saman og njóta svo saman gleðinn-
ar yfir unnu verki. Þau þurfa enn
fremur að læra að meta yfirlýsingar
og upplýsingar, vera gagnrýnin og
þróa með sér hæfileika til að líta á
mál frá mismunandi sjónarhól.
Friðarfræðsla í skólum erlendis,
t.d. í þeim löndum sem við höfum
mest menningartengsl við eins og
Norðurlöndin, Bretland og Banda-
ríkin, er sjaldnast aðskilin náms-
grein en er öllu heldur aðlöguð sem
ný vídd eða viðurkenning þess, að í
hverri námsgrein þurfum við
stöðugt að mæta málefnum friðar
og deilna í daglegu lfi og á alþjóða-
vettvangi. Það er nauðsynlegt að
leggja áherslu á, að friðarfræðsla er
ekki hugsuð sem ný námsgrein,
sem skjóta þurfi inn í námsefni á
kostnað einhverrar annarrar náms-
greinar. Markmiðið er miklu frem-
ur að tryggja það að innan al-
mennrar námsstefnu skóla sé skýr
stefna um friðarfræðslu.
Það er ekki hlutverk Alþingis að
hanna námsefni handa börnum
landsins, en eðlilegt er að þessi
ar og skoða hana gagnrýnum
augum.“ Tilvitnun lýkur.
Á að koma í veg
fyrir einhliða áróður
Sumir hafa látið í ljós ótta um
það að friðarfræðslá verði vett-
vangur einhliða áróðurs. Þeim
mundi ég svara að ofangreind
markmið friðarfræðslu ættu ein-
mitt að koma í veg fyrir að einstak-
lingar verði einhliða áróðri að
bráð. Friðarfræðsla miðar að því
að auka víðsýni, umburðarlyndi,
skilning og þekkingu. Það er miklu
fremur þegar skilningur og þekk-
ing á málefni er fyrir hendi að hægt
er að draga sjálfstæðar ályktanir og
mynda sér skoðanir óháðar áróðri.
Brýna nauðsyn ber ennfremur til
að byrja nú þegar að velja og útbúa
viðeigandi námsefni sem nota
mætti við friðarfræðslu. Má í því
sambandi vísa til úrvalsnámsefnis
um þessi mál hjá Norðurlanda-
þjóðum, Bretum og Bandaríkja-
mönnum. Foreldrar, skólar og aðr-
ir uppalendur geta ekki stungið
höfðinu í sandinn og neitað að taka
tillit til þeirra áhrifa, sem börn og
unglingar verða fyrir í nútíma-
þjóðfélagi. Auk félaganna eru fjöl-
miðlar, þrýstingur almennings-
álitsins og aldarandinn allur virkir
þættir til mótunar barna okkar,
skoðana þeirra, viðhorfa og hegð-
unar. Á þeim dynur auglýsinga- og
upplýsingaflóð, umhverfi þeirra,
hlutverk og hagir allir hafa ger-
breyst frá því sem foreldrar þeirra
vöndust. Heimilisgerðin er önnur
og möguleikar til samskipta milli
fólks á mismunandi aldri eru mun
minni en áður. Börn og unglingar
eru meira samskiptum við eigin
aldurshópa en áður og er líklegt að
það þrengi lífssýn og lífsreynslu
þeirra að ýmsu leyti. Fjölmiðlar
verða æ aðgangsfrekari á tíma ein-
staklingsins og sjónvarp og mynd-
bönd flytja ofbeldi í auknum mæli
að augum og gljúpum hugum
barna og unglinga. Er það bæði í
brögð. Stríðsleikföng eru seld af
fjölbreytilegri gerð og gerast sífellt
margslungnari. Oft eru þau svo
eðlilegar eftirlíkingar af raunveru-
legum fyrirmyndum sínum að
glæpamönnum tekst að blekkja
fórnarlömb og lögregla með
leikfang að vopni.
Friðsamleg
umfjöllun
Hvað er það sem við viljum
leggja áherslu á að draga fram í fari
barna okkar? Hvers konar áhrifa-
valda og umhverfi veljum við þeim
og hvernig framtíð viljum við búa
þeim? Þó að einhver ágreiningur
geti verið um áherslur og leiðir, tel
ég þó fullvíst, að flestum foreldrum
og uppalendum sé það sameigin-
legt að vilja búa börnum sínum sem
best veganesti til lífsgöngunnar.
Slíkt veganesti hlýtur að miða að
því að börnunum takist að lifa af og
sú lífsafkoma megi verða þeim sem
farsælust. Allt það sem ógnar lífs-
afkomu og hag barna hlýtur því að
verða foreldrum mikið áhyggju-
efni. Svo mikið ábyggjuefni að þeir
og aðrir uppalendur geti sameinast
til varnar. Það ber því að fagna að
nú nýlega voru stofnuð samtök um
friðaruppeldi hérlendis. Þessi
samtök ætla einkum að stuðla að
því að nám og uppeldi rækti með
fólki friðarvilja þess, veki skilning
á öðrum þjóðum og umburðar-
lyndi með þeim og hvetji til alþjóð-
legrar samvinnu. Það er ennfremur
eðlilegt og skylt að Alþingi álykti
og setji lög um þau málefni sem
mættu verða til lífs og velfarnaðar
fyrir landsmenn. Því vona ég að
alþingismenn fjalli friðsamlega um
þetta mál af víðsýni, velvild og
skilningi.“
Ónothœft
uppeldiskerfi
Guðrún Helgadóttir sagði m.a. í
ræðu sinni:
„Þetta uppeldiskerfi okkar er
orðið ónothæft og við vitum það