Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 1
DJÚDVIUINN Fjölmennur 30. mars fund- ur í Háskóla- bíói. Ræða Gunnars Karlssonar prófessors. Sjá 6-7 Bœjarfógetinn í Vestmannaeyjum sem erformaður Sýslumannafélagsins liggur undir grun um misferli apríl þriðjudagur 78. tbl. 49. árgangur Er V estmannaeyj amálið strandað í kernnu? • Rannsóknarlögreglan eini aðilinn sem veit hvað hún var að rannsaka, segir Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. • Rannsóknin gerð í sam- ráði við Braga, segir Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri - Það hefur ekki gerst annað en að heill farmur af skjölum var borinn hér inn í embættið fyrir tveimur, þremur vikum, sagði Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari um niðurstöður hinnar viðamiklu rannsóknar á vinnu- brögðum bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum sem Rannsóknarlög- regla ríkisins skilaði embætti Saksókn- ara fyrir nokkrum vikum. Málið varð- ar ótollafgreiddan varning, innistæðu- lausar ávísanir hjá embættinu, uppgjör á þinggjöldum, fjártökur aðalbókara embættisins, einskonar lánagreiðslur til manna á vegum embættisins og fleira. Kristján Torfason bæjarfógeti i Vestmannaeyjum er formaður Sýslu- mannafélags Islands. Rannsóknin hafði staðið yfír í marga mánuði með til- heyrandi yfirheyrslum og rannsókn gagna. Svo virðist sem mikill hægagangur sé á þessu máli. Embætti Ríkissaksóknara vísar á Rannsóknarlögregluna sem bendir á að málið sé komið til meðferð- ar hjá öðru embætti. Bragi Steinarsson vararíkissaksókn- ari sagði embættið ekki byrjað að kanna þetta mál og að ekkert lægi fyrir annað en heill farmur af gögnum og gæti alveg eins farið svo að málið yrði sent aftur til Rannsóknarlögreglunnar. Bragi sagði engan vita hvað Rannsókn- arlögreglan var að rannsaka nema hana sjálfa. Hallvarður Einvarðsson Rannsókn- arlögreglustjóri kvað málið hafa fengið nákvæma rannsókn, hún hefði beinst að tilteknum atriðum einsog áður sagði og að nú væri málið komið til meðferð- ar hjá Ríkissaksóknara. Við rannsókn málsins hefði verið haft samráð á milli embættanna. Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu upplýsti að embætti Ríkissaksóknara bæri að senda málið til ráðuneytisins áður en afstaða er tekin til ákæru. -óg Sjá bls. 2 Bryndís Ólafsdóttir, hin 14 ára gamla sund- drottning frá Þorláks- höfn, fagnar íslands- meti sínu ílOOm skrið- sundi kvenna á laugar- daginn. Hún varð um helgina fyrst íslenskra kvenna til að synda_ þessa vegalengd á inn- an við mínútu. Mynd: -eik Sjá 10-11 Johnsen-sleppibúnaðurinn sýndur við Sjómannaskólann Þingmaður gefur kjaftshögg Olsen-feðgar í Njarðvíkum íhuga kœru á hendur Árna Johnsen „Það er best að hafa sern fæst orð um þennan atburð, þar til við erum búnir að ganga frá því hvort þetta verður kært eða ekki. Það er verið að skoða þau mál“, sagði Karl Olsen vclsmiður í samtali við Þjóðviljann í gær, en sl. laug- ardag gerði Arni Johnsen alþing- ismaður sér lítið fyrir og löðrung- aði son hans, Karl Olsen yngri, í anddyri Sjómannaskólans að við- stöddu tjölmenni. „Hér í skóianuin eru menn ákaflega leiðir yfir þessum at- burði og mjög undrandi á þessari framkomu alþingismannsins. Hún er öryggismálum sjómanna ekki til framdráttar og yfirlýsing- ar hans í DV í gær að hann hafi verið að svara fyrir sig að sjó- mannasið ekki til að auka hróður sjómannastéttarinnar', sagði Björn V. Gíslason formaður Nemendafélags Stýrimannaskól- ans í gær. Atvikið á iaugardag átti sér stað á námskynmngu sem nemar í Stýrimannaskólanum stóðu fyrir en þar voru m.a. kynnt ýmis ör- yggistæki fyrir sjómenn og þar á meðal svokallaðir Sigmunds- og Olsenssleppibúnaðir fyrir gúin- björgunarbáta. Að sögn Birgis Ingvarssonar nema við Stýrimannaskólann sem var vitni að kjaftshöggi þing- mannsins kom árás Árna á Olsen mönnum algerlega á óvart. Þeir Olsen hefðu verið að ganga inn í anddyri skólans þegar Árni hefði komið æðandi á móti þeim og slegið Olsen utanundir. Rætur þessarar framkomu þingmannsins má rekja til illvígra deilna sem hann hefur ásamt öðr- um staðið fyrir um gæði sleppi- búnaðar fyrir gúmbjörgunar- báta. Telur hann Sigmundsbún- aðinn þann eina fullkomna en Siglingamálastofnun hefur auk hans viðurkennt svonefndan Ol- sensbúnað frá Njarðvík fullboð- legan í öll fiskiskip. „Við teljum að umræður um öryggismál sjómannastéttarinnar séu komnar á hættulegt stig þcgar menn eru farnir að haga sér sem þingmaðurinn gerði“, sögðu nemendurnir við Stýrimanna- skólann í samtali við Þjóðviljann í gær. -Ig. Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.