Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. apríl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐÁ 3 Guðrún Jónsdóttir arkitekt gerði grein fyrir skipulagsvinnu á heimaslóð Á annað hundrað manns sótti stofnfund til verndar Fjaiakettinum þrátt fyrir andstyggðar veður sem var í Fjalakattarins. Ólafur B. Thors fundarstjóri til hægri. Ljósm. - Ál Reykjavík á sunnudag. Ljósm. - Ál „Níu líf’1’ fyrir Fjalaköttiiin Samtök til verndar Fjalakettinum stofnuð Á sunnudaginn var haldinn fjölmcnnur stofnfundur samtaka til vernd- unar Fjalakettinum, Aðalstræti 8. Hyggjast samtökin ráðast í kaup á húsinu með það fyrir augum að gera það upp og finna því verðugt hlutverk í miðbæ Reykjavíkur. Fundarstjóri var Olafur B. Thors forstjóri. Á fundinum var lýst aðdraganda að stofnun samtakanna og störfum undirbúningsnefndar. Það voru þau Helgi Þorláksson, Björg Ein- arsdóttir og Guðrún Jónsdóttir sem það gerðu. Ennfremur flutti Pétur Gunnarsson rithöfundur hugvekju. Það kom m.a. fram í máli Helga að sú hugmynd hefur verið reifuð við borgarstjóra og Þorkel Valdimarsson, eiganda hússins, að borgin hefði maka- skipti á lóðum við Þorkel og að hann fengi t.d. lóð á Hallærisplan- inu í stað Aðalstrætis 8. Það yrði til að auðvelda kaup á húsinu. Fjöldi skeyta barst fundinum m.a. frá húsfriðunarsamtökum á Englandi, í Svíþjóð, Noregi ,og Danmörku. Einnig frá Hverfasam- tökum Sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ. Frá Akureyri barst kveðja frá nýstofnuðum Húsfrið- unarsamtökum og hljóðaði hún svo: „Við undirrituð viljum með þessari orðsendingu lýsa yfir stuðn- ingi okkar við ykkur, sem stofnið með þessum fundi til samtaka um varðveislu Fjalakattarins, elsta leikhúss og kvikmyndahúss á ís- landi. Við erum þeirrar skoðunar að beri að varðveita söguleg og menn- ingarleg verðmæti. Fjalakötturinn er ekki einvörðungu hús. Fjala- kötturinn er áþreifanlegurhluti ís- lenskrar sögu, sem ber að vemda og varðveita í sinni upprunalegu mynd. Um er að tefla þjóðleg verð- mæti, ekki einungis reykvísk, held- ur sameiginleg verðmæti allra landsmanna“. Undir þessa kveðju frá Akureyri rituðu: Elísabet Hjörleifsdóttir, Finnur Birgisson. Gísli Jónsson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Ármann, Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, Halldór Halldórsson, Helgi Hallgrímsson, Jórunn G. Sæmundsdóttir, Sigfríður Þor- steinsdóttir, Sigríður Stefánsdótt- ir, Sigurður J. Sigurðsson, Tryggvi Gíslason, og Valgerður Bjarna- dóttir. í stjórn samtakanna, sem hlutu nafnið „Níu líf“ vora kosin Berg- þóra Grétarsdóttir, Erlendur Sveinsson, Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, Hans Kristján Árnason, Haukur Haraldsson, Jóhann Páll Valdimarsson og Sveinn Einars- son. - GFr „Hneyksli ef rétt reynistu - segir Hjörleifur Gutt- ormsson um vanefndir ríkisstjórnarinnar á loforðum frá því í fyrra um aðgerðir til lœkkunar húshitun- arkostnaðar „í maí í fyrra lofaði núverandi ríkisstjórn að á móti kjaraskerð- ingunni kæmu aðgerðir til lækkun- ar húshitunarkostnaði. Var í því skyni aflað 150 miljón króna láns- heimildar með bráðabirgðalögum. Nú hefur komið í ljós að einungis 70 miljónir voru notaðar til niður- greiðslu á rafhitun á árinu 1983, eða innan við helming fjárins“. Á þetta benti Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður þegar Þjóðviljinn innti hann álits á ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar varð- andi orkusparnað og lán til að auðvelda húseigendum að breyta frá olíu yfir á innlenda orkugjafa, sem greint var frá í síðustu viku. „Þessar aðgerðir eru jákvæðar svo langt sem þær ná en hins vegar ekki nýmæli að því er varðar lán til orkusparandi breytinga á húsnæði. Hins vegar ætlaði ég vart að trúa þeim upplýsingum sem ég fékk hjá Hagsýslunni að í þessu skyni skyldi tekið af því nauma fjármagni sem markað var til lækunar húshitun- arkostnaði. Það er hneyksli ef rétt reynist að ríkisstjórnin hefur gengið svo rækilega á bak orða sinna. Þetta gerist á sama tíma og ork- ukostnaður meðalheimilis sem notar rafhitun til upphitunar hækk- aði stórlega á seinni hluta síðasta árs, eða reiknað í vinnustundum úr 467 við stjórnarskiptin í 528 miðað við tímabilið frá ágúst í fyrra til 1. febrúar 1984.“ Hjörleifur Guttormsson bendir á að lán til orkusparandi aðgerða á hús- næði eru ekki nýmæli og að á tíma núverandi ríkisstjórnar hafa loforðin verðið meiri en efndirnar. Miklar umrœður um skipulagsmál verkalýðshreyfing- arinnar á landsþingi iðnverkafólks á Akureyri Vantar 3000 iðnverka- menn í okkar samtök segir Guðmundur Þ. Jónsson sem var endurkjörinn formaður sambandsins „Það er greinilegt að mikið vantar á að það fólk sem eðlilega átti að vera í Landssambandi iðnverkafólks sé þar nú. Hér er um stórt verkefni að ræða hjá okkur að sjá til þess að iðnverkafólk sé í okkar samtökum. Þar sem iðjufélög eru ekki starfandi er iðnverkafólk starfandi í viðkomandi verkalýðsfélagi en með deildarskiptingu aðili að okkar landssambandi,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson sem var éndurkjörinn formaður Lands- sambands iðnverkafólks á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akur- eyri um s.l. helgi. Kjaramálin og skipulagsmál verkalýöshreyfingarinnar voru helstu mál þingsins aö þessu sinni. Helgi Guðmundsson starfsmaöur ASI hafði framsögu um skipulags- málin en umræða um þessi mál hef- ur staðið um nokkurt skeið innan Alþýðusambandsins og er nú að færast yfir til verkalýðsfélaganna. Þrjú verkalýðsfélög hafa að und- anförnu stofnað deildir iðnverka- fólks sem gengu nú í landssamb- andið en það vantar enn mikið uppá, og okkur taldist til á þinginu að það vantaði um 3000 iðnverka- menn inn í sambandið, en þar eru fyrir um 3.800 manns. Miðað við þá skilgreiningu á iðnaði sem uppi er þá ættum við að vera um 7.300 en það er kannski í það ríflegasta. Miklar umræður urðu á þinginu um kjaramál að sögn Guðmundar og áberandi hve þingfulltrúar tóku mikinn þátt í störfum þingsins en þingið sátu 45 iðnverkamenn víðs vegar af landinu auk gesta. Auk Guðmundar sem endur- kjörinn var formaður sambandsins sitja í stjórn þau Kristín Hjálmars- dóttir varaformaður Akureyri, Bjarni Jakobsson ritari, Reykja- vík, Sigríður Skarphéðinsdóttir gjaldkeri, Rvík. og meðstjórn- endur Dröfn Jónsdóttir Egilsstöð- um, LeifurThorarensen, Akureyri og Sigurbjörg Sveinsdóttir Hafnar- firði. í varastjórn sambandsins eiga sæti þau Guðlaug Birgisdóttir Ak- ureyri, Barbara Ármanns Akur- eyri, og Hilmar Jónasson Hellu. -Ig- Kjaramálaályktun landsþings iðnverkafólks Undirbúum nýja sókn „Launafólk á íslandi hefur mátt þola stórfellda kjaraskerðingu frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum þann 26. maí s.l. Kjara- skerðingin kemur við flesta en harðast bitnar hún á þeim sem lægst höfðu launin fyrir og þyngstu framfærsluna“, segir í upphafi kjaramál- aályktunar landsþings Landssambands iðnverkafólks. „Samhliða því sem verðbætur voru afnumdar með lögum var samningsgerð bönnuð. Með af- námi samningsréttarins var vegið af einni af grandvallarforsendum þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Með samstilltu átaki tókst að knýja fram breytingar á bráða- birgðalögunum og endurheimta samningsréttinn. Nýr samningur var síðan gerður þann 21. febrúar s.l. Markmið samninganna var annars vegar að stöðva kaupmáttarhrapið og rétta hag þeirra sem verst standa. Samn- ingsstaða verkalýðshreyfingar- innar markaðist af minnkandi vinnu fólks og tekjumissi í kjölfar kvótakerfisins. Með samningum hefur verka- fólk því aðeins spyrnt við fótum gegn árásum ríkisvaldsins á kjör sín en situr enn við skarðan hlut af þjóðarauðnum. Framvindan næstu mánuði er háð því hvernig stjórnvöld bregð- ast við. Það er hrein ögrun við verkafólk að ráðast á skatta- hækkanir nú strax í kjölfar þess- arar hófsömu samningsgerðar. Sú ráðstöfun gengur þvert á fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt þá aðhaldssemi sem nauðsynleg er til að hamla gegn verðbólgu. Hjöðnun verðbólgu hefur ein- göngu verið á kostnað launa- fólks. Það er krafa iðnverkafólks að atvinnureksturinn og aðrir taki á sig þessar byrðar Vegið að verkamannabústöðum Þegar laun verkafólks eru svo lág sem raun ber vitni, er enn brýnna að öryggi launþega sé tryggt á öðrum sviðum. Því er afar mikilvægt að standa vörð um þann félagslega ávinning og auknu félagslegu réttindi sem náðst hafa fram á síðustu árum. Á þeim vettvangi er víða að sótt, en hvergi má undan láta. Þannig er nú vegið að verkamannabú- staðakerfinu. Gegn þeirri atlögu verður að snúast og sjá til þess að til verkamannabústaða fáist nauðsynlegt fjármagn. Verka- mannabústaðakerfið þarf að stórefla, svo mikilvægt er það öllu launafólki og eina von fjöl- margra félagsmanna láglaunafél- aganna um öruggt og mannsæmandi húsnæði. Verkalýðshreyfingin má ekki þar við sitja. Hún verður að hefja nú þegar undirbúning að nýrri sókn í hagsmunabaráttu verka- fólks með það að markmiði að sækja fram til betri lífskjara og aukins atvinnuöryggis. Forsenda öflugs atvinnulífs eru mannsæm- andi laun“. - jP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.