Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 3. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 1750 1800 1850 1900 1950 2000 2050 2100 215 Synir aætlaóa £raatióarÞróun a £61 ks- íjoida á joróinni og hlutíoJl milJi barna gamalroenna og atvinnu1ausra (svart svaói) og Þeirra sem atvinnu hafa iatriJcaó svœói) HeimiJd 1L0 o.fJ.Skali er Billjarðar manna «1 % k e> 2. niiv «ie<54 1 h 11 i . H f t ni. »■—— r «o u •o z •»- Þ» ° -10 ■ 1 /trostnork vains V// 1 Gelslavirkt oríil! S000 Mt 'y / 2.Gelsl»virkt urtill ei ntt bygoiu® B»eéun J Versts Boguleg utkone U •a , •a ~ -40- 4.100 Mt • Þettbyll oo iOnas X 9 tOO enn 3U0 rjbldl dege eftlr strio Linurit sýnir aíieióingar ai atoastrlói Þar sem 5000 Mt eru sprengd hitaíalJ er ua 33.gr.C og nmr yfir um 150 daga^ Þar • tii aó Þaó nar 0 gr .Frávik eru eftir tilhögun og vali skotœarka.Heini!d Svenska Dagbladet 24/12 1983.Framhalds- <ri V.SJ^-,. ....................... Hnina dansinn Graf 3 A sýnir hlutföll milli hernaðarútgjalda NATO og WTO á föstu verðlagi 1979 i bill. $. Sést á þessum samanburði að útgjöld NATO eru að meðaltali nálægt 90 bill. $ hærri en WTO enda eru fylgiríki USA miklu fjölmennari og fjárhagslega sterkarl en fylgiríki USSR. En hinsvegar er þessara staðreynda sjaidan getið þegar fjallað er um útgjöld til hermála og hlutföll I herafla, enda félli um leið „mýtan“ um að USSR væri komin fram úr Vesturveldunum í hernaðarmætti. Graf B sýnir hlutföll í toppi útgjalda USA og USSR. (Áherslur milli ára). Ekki marktækt að öðru ieyti. Graf 4 sýnir uppsöfnun kjarnorkuvopnabirgða USA og USSR. Ekki er vitað um áætlanir USSR um birgða- aukningu eftir 1982. Graf 5 sýnir útgjöld USA og USSR til hermála á arunum 1957-82 og áætlanir USA fram til 1988. Ekki er vitað um áætlanir USSR eftir 1982. Viðmið fast verðlag 1979 í bill. dollara. Þarna koma fram þrjár meginbreytingar: 1) Við Kúbu-deiluna , 2) Við Viet-Nam stríðið, 3) Þegar Reagan hóf „stríðsundirbúninginn", 4) CIA-endurmat útgjöld USSR um 1976 og tek ég visst tillit til þess hér. Þarna sést að USA fer upp fyrir topp hernaðarútgjalda er varð vegna Viet-Nam stríðsins og verður því að draga þá ályktun að þeir ætli sér að stunda enn víðtækari hernaðar- lega áreitni en þar var framkvæmd. Graf 6A sýnir halla á fjárlögum USA frá 1975 til 1983 og áætlaða þróun Reagan-stjórnarinnar frá 1983 til 1988. Einnig líklega þróun miðað við gerðar áætlanir. En hin raunverulega niðurstaða hefur reynst vera allt að 100% hærri en Reagan-stjórnin hefur áætlað. 1) Áætlun frá '81 gerði ráð fyrir að jöfnuður næðist 1983,2) Áætlun frá '82 gerði ráð fyrir að halli lækkaði úr 111 bill.$ í 90 bill.S 1983 en reyndin varð 195.4 bill.$ halli. Graf 6B sýnir þróun á viðskiptajöfnuði við útlönd, hann var m.t. 3ja ára hjá Carter 25,2 bill.$. En hjá Reagan m.t. •3ja ára 47.9 bill.$. Heimildir: Stockholm International Peace Research Institute. The International Institute for Strategic Studies. Natural Resources Defence council USA. The State of the World Economy. The Economist. Newsweek. Time. Information o.fl. Fjárlög USA fyrir árið 1985 hafa verið lögð fram og sannar ófriðar- og yfirgangstilhneigingar þess ríkis, þrátt fyrir allt friðarkjaftæðið sem upphófst fyrir 3 mánuðum síð- an. Það sannar einungis þá áráttu Kanans að geta drepið hér og drep- ið þar og helst allsstaðar í einu. Enda er það yfirlýst stefna Banda- ríkjamanna að vígvæðast í þeim mæli að þeir geti framkvæmt þetta verkefni hvar sem er á þessum hnetti. Minni ég þar á ummæli Caspars Weinberger varnarmála- ráðherra USA 13. desember 1983, er verið var að spyrja hann um (skothríð frá New Jersey á Líbanon- strendur. Þá svaraði hann: „Ótrú- lega hrifnæm aðferð til að þagga niður í árásaraðilum“. Það er eins og hann viti ekki eða vilji ekká viðurkenna að USA ber upphafsá- byrgð á Beirut-vandræðunum með því að baktryggja ísraelsmenn með fé og vopnum hversu skammsýnar aðgerðir sem þeir gera (á þar við innrásina í Líbanon o.fl.). Fjárlögin sanna að USA vill auka enn á drápsgetu ríkisins, þrátt fyrir að upp úr 1960 (Graf 4) voru vopnabirgðir nægar til að drepa hvern einasta mann á jörðu hér og nú er talið að þeir geti það 4-6 sinnum. Ætla ég að víkja að Mið- Ameríkuríkjunum í því sambandi: E1 Salvador, Guatemala, Hondúr- as, Costa Rica og einnig Nicaragua og Grenada. Að gefnum þeim forsendum að USA virði raunverulegt frelsi ein- hvers, getur verið skynsamlegt að athuga hvernig þeir koma fram og beita stjórnmálaafskiptum og öðr- um afskiptum á eigin áhrifasvæð- um. í þessum ríkjum hefur USA mest og lengst haft áhrif og ætla mætti að þjóðlíf þeirra ríkja væri þar með til fyrirmyndar. En það er einmitt þveröfugt, borgarastyrjaldir, skipuleg útrým- ing á fólki, framkvæmdar af óopin- berum „dauðasveitum“ en ná- tengdum stjórnvöldum, og einnig þrífst hverskyns skepnuskapur, óbeint fjármagnaður af USA. Samandregin „aðstoð“ frá USA við fyrrgreind fjögur ríki var 1980 150.7 mill. $, 1981 221.1 mill. $, 1982 472.6 mill. $, 1983 726.3 mill. $. Allsí4árum 1.570.700mill. $og sé Grenada og aðstoð við fyrrver- andi slátrarasveit Somosa í Nicar- agua talin með nema fjárútlát um 1.650-1.700.000 mill. $. Tek hér E1 Salvador út. Þar hefir „aðstoðin" á 4 árum numið alls 801.8 mill. $. Þetta fé hefur dugað til að fjár- magna og baktryggja dráp á um 40.000 þúsund manns, „kostnað- ur“ pr. mann, konu og/eða barn er því um 20.000 þús. $ pr. einstak- ling. f Viet-Nam var sami „kostn- aður“ um 100.000 þús.$ pr. ein- stakling. Henry Kissinger finnst þessi kostnaður „að líkum“ fremur lágur. Þann 11. jan. 1984 var birt svokölluð „Kissinger-skýrsla“ og í þeirri skýrslu er lagt til að fjórfalda „aðstoðina" við Mið- Ameríkuríkin, þ.e. hækkun úr 1.600 mill. $í 8.000 mill. $ 1985-89. Heildarmannfall á fyrrgreindu svæði hefur síðustu 5-6 árin verið um 70-80.000 manns. Þannig að þetta fjármagn ætti að duga til að „baktryggja" og fjármagna dráp á allt að 120-200.000 manns. Heiður USA var næsta lítils virði efi'r Viet- Nam stríðið og í endurminningum sínum um það ritar Henry Kissing- er að hann hafi fyllst „velgju og skömm“ er hann leiddi hugann að því síðar. En „kveisan“ er að líkum bötnuð og hann ætlar að líkum að gerast „útfararstjóri" á síðustu leifum „Heiðurs USA“ í Mið- Ameríku því þær verða hinar einu og öruggu afleiðingar ef núverandi og áætluð stefna verður fram- kvæmd. En það er ekki nóg fyrir hið „bandaríska siðgæði eða hugrekki“ sem er þess eðlis að halda mætti að þeir telji sig þurfa að taka upp lifn- aðarhætti preriuhunda (Cynomys) ef þeir geta ekki drepið hvern ein- asta mann á hnettinum minnst 10 sinnum. Til þess benda framtíðará- ætlanir Reagan-stjórnarinnar í víg- væðingarmálum (Graf 3 og 4). Op- inberlega stundar USA iðju þessa í nafni frelsisins og ber því að taka það til greiningar. Bendi á Graf 1 til hliðsjónar og umhugsunar. Það sýnir fólksfjölda á hnettinum og tengsl hugtaksins „frelsis" í sam- bandi við þann þróunarferil. Frelsið? Frelsi er ekki hægt að skýra í fáum orðum og sjálfsagt eru skýr- Bjarni Hannesson skrifar Fyrri hluti ingarnar allt að því jafnmargar og aðilar þeir sem við greininguna fást. En hinsvegar er hægt að draga fram nokkra þætti til lauslegrar greiningar. 1. Frjálshugsun: Engin valdstjórn getur hindrað frjálsa hugsun, einungis boðun hennar til annars aðila. 2. Frjáls hugsun er þó sjaldnast til vegna fáfræði og sið- venja, trúar eða hindurvitna. Ekki er pláss hér til að skilgreina þessa fullyrðingu. 3. Möguleikar til að skilja og nýta sér frelsi. Þar tel ég vera komið að kjarna hugtaksins. Mætti um það skrifa heila bók en ég ætla hér að stikla á stærstu þátt- unum að eigin mati. í nútíma- þjóðfélagi kostar frelsi peninga og þannig er það orðið víðast hvar á hnettinum og vanti fólk peninga getur það illa nýtt sér frelsismögu- leikann þó hann sé ef til vill fyrir hendi. a. Hvert er frelsi hins atvinnu- lausa?, ekki þarf hann að mæta í vinnu en hann getur ekki nýtt sér frelsið nema mjög takmark- að sökum fjárskorts. b. Hvert er frelsi þeirra sem hafa vinnu en launin duga máske rétt fyrir brýnustu lífsnauðsynjum?, ekki er frelsið mikið hjá þeim. c. Hvert er frelsi hins ríka sem er svo háður auðsöfnun umfram þarfir að hann er oft engu frjáls- ari en hinir auralitlu? d. Hvert er frelsi titlasafnara sem eru eins og útspýtt hundsskinn alla ævina við að safna sem flest- um titlum? (séð hef ég þá og ekki eru þeir öfundsverðir). e. Hvert er frelsi stjórnmálamanna og valdhafa sem hvergi geta um frjálst höfuð strokið sakir emb- ættis síns? Oft er það nú næsta lítið. f. Ég tel að æskilegasti möguleiki til að nýta sér frelsi sé sá að hægt sé að vinna sér inn á 9 mánuðum fyrir lifibrauði fyrir árið og 30- 50% ofan á það miðað við eðli- legan vinnutíma og er þá hægt að nýta sér ýmsa möguleika og valkosti til frelsis á skynsam- legan hátt. Að gefnum þessum forsendum og ótal öðrum sér maður að frelsið er oftast næsta lítið og mögu- leikarnir fara hraðminnkandi sökum aukinnar fólksfjölgunar því að ég leyfi mér að setja fram þá fullyrðingu að frelsið minnki jafn- hliða aukinni fólksfjölgun. Hvort skildi t.d. Islendingur eða Tokyo-búi vera frjálsari eða Mong- ólíumaður eða Bangladesh- maður? New York-búi eða veiði- maður í Alaska? Nær gæti maður einnig litið. Hvort skyldi Reykvík- ingur eða Húnvetningur vera frjálsari maður? (Það tel ég mig vita og tel muninn vera minnst jafn mikinn og á hvítu og svörtu). Hér ætlast ég til að lesandinn fari sjálfur að fást við framhaldsþanka um frelsið, og læt ég hér fyrri grein lokið um Hrunadans skynseminnar í USA. Ritað 3. mars 1984. Bjarni Hannesson, Undirfelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.