Þjóðviljinn - 03.04.1984, Page 10

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Page 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. apríl 1984 Aðalfundur Sjúkral iðafélags íslands verður haldinn að Grettisgötu 89, IV hæð laugardag- inn 28. apríl kl. 14. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Fundur verður í Borgartúni 6, þriðjudaginn 3. apríl og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjarasamningarnir. 2. Önnur mál. Félagar sýnið skírteini. Stjórnin 9 Húsvörður V Óskað er eftir að ráða húsvörð í Hofsstaðaskóla og Safnaðarheimilið Kirkjuhvol, Garðabæ. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnréttindi eða sambærilega menntun eða reynslu. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl n.k. og skal umsóknum skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarritarinn í Garðabæ í síma 42311. Bæjarritarinn í Garðabæ |p ÚTBOÐ Tilboð óskast í tæki fyrir hjartarannsóknarstofu (ang- iographic work) Landspítalans í Reykjavík. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7. Tilboð verða opnuð á sama stað 3. maí 1984, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tilboð óskast í að ganga frá lóð við dagheimili, leik- skóla og skóladagheimili við Hraunberg fyrir Bygging- adeild Borgarverkfræðings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. apríl n.k. kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Betra blað Sprunguþéttingar Þéttum sprungur í steinveggjum, þéttum bárujárnsþök sem farin eru að ryðga. Látið fagmenn sjá um viðgerð- irnar. 10 ára reynsla á þéttiefnum á íslandi. Upplýsing- ar í síma 66709 og 24579. Keflavík. Á víð og dreif Hér á eftir verður vikið að fram- kvæmdum í Keflavík á sl. ári, Dval- arheimilinu Höfða og Hjálparsveit skáta á Akranesi, félagsmiðstöð á Dalvík, sjóðstofnun og niðurlagn- ingu síldar á Húsavík, rækjuskipi á Isafírði, sundlaugarbyggingu Sól- borgar og samkomusal í Grenivík. Framkvœmdir í Keflavík Verulegar gatnagerðarfram- kvæmdir voru í Keflavík á sl. ári. Hefur nú verið lokið við að leggja varanlegt slitlag á 90% af gatna- kerfi kaupstaðarins. Að þessu sinni var bundið slitlag lagt á 3 þús. ferm. Þá var og keyptur olíumalar- bingur sem mun a.m.k. hartnær endast til þess að þekja það, sem eftir er af gatnakerfinu. Steyptar voru gangstéttir, fast að 1,5 km að lengd. Lagðir voru samtals 600 m langir göngustígar, olíumalarborn- ir. Allvíða í bænum voru endurbæt- ur gerðar á hellulögðum gangstétt- um. Er þá heildarlengd gangstétta og frágenginna göngustíga um 19 km. Lagðir voru 330 m af nýjum malargötum og 525 m af holræsa- og vatnsveitulögnum. Á síðasta ári var og undirbúið framtíðarfyrirkomulag nýs vatns- veitusvæðis ofan við Eyjabyggð. - Miklar umbætur voru gerðar á íþróttasvæði bæjarins. Er eindreg- ið að því stefnt að þeim umbótum verði lokið þegar Landsmót UMFÍ fer fram í Keflavík og Njarðvík 13.- 15. júlí nk. Nokkuð var unnið á skólalóðum bæjarins og Fjölbrautaskólans, á barnaleikvöllum og nýr völlur gerður í Heiðarbyggð. Komið var upp nýju dagheimili í hinu gamla húsi kvenfélagsins við Tjarnargötu og unnið við leikvöll í Eyjabyggð. Lóð bæjarskrifstofunnar var lögð bundnu slitlagi. Leiguíbúðir aldraðra eru í smíð- um við Suðurgötu og er húsið orðið fokhelt. Byrjað var á viðbyggingu við Slökkvistöðina. - Haldið var áfram að leggja reiðveg ofan við bæinn í samvinnu við hesta- mannafélagið Mána. Loks má nefna að töluvert var unnið að fegr- un bæjarins. Höfða berast gjafir Á sl. ári áskotnuðust Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi ýmsar góðar gjafir frá vinum og velunnur- um, sem oft áður. Er þess þá fyrst að geta að í júnímánuði barst Ferða- og skemmtisjóði vistmanna peningagjöf að upphæð 10.865 kr. frá Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Akranesi. Nokkru síðar kom svo stólbekkur frá Stefaníu S. Þórðardóttur, ekkju Guðmundar heitins Árnasonar læknis, en bekk- urinn kemur í góðar þarfir við endurhæfingu. Hjónin Salvör Jörundardóttir og Magnús Egg- ertsson frá Melaleiti gáfu heimilinu íslenska fánann. Frá Lofti Lofts- syni fyrrverandi kennara, kom verðmæt bókagjöf og málverk frá Þingvöllum frá Guðrúnu Gunnars- dóttur frá Krossfelli. Bergur Arn- björnsson, fyrrverandi bifreiðaeft- irlitsmaður, gaf heimilinu æfinga- hjól, þrekhjól og endurhæfingar- tæki. Auk þess eru svo Ferða- og skemmtisjóði öðru hvoru að berast peningagjafir frá börnum og ung- lingum, sem iðin eru við að halda hlutaveltur til ágóða fyrir sjóðinn. Skátar kaupa bíl Hjálparsveit skáta á Akranesi hefur nú keypt sér bíl til þess að auðvelda starfsemina. Er það frambyggður Rússajeppi, myndar- gripur. Landssamband hjálpar- sveita skáta veitti sveitinni styrk til kaupanna. Styrkur barst einnig frá Skátafélagi Akraness og Kiwanis- klúbbnum en að öðru leyti var fjár aflað með sölu á neyðarflugeldum til skipa og báta. Sveitin mun standa að sölu á skyndihjálparbæklingi. Hún mun og, í samvinnu við aðra, sjá um rekstur skíðatogbrautarinnar, sem sett hefur verið upp hjá Ferstiklu. Ýmsir fleiri en þeir sem hér hafa verið nefndir, hafa stutt við bakið á Hjálparsveitinni svo sem Sjúkra- hús Akraness sem aðstoðað hefur sveitina með ýmiss konar hjálpar- búnað. Félagsmiðstöð á Dalvík Unnið er nú að því að innrétta hús fyrir félagsmiðstöð á Dalvík. Er það gamli læknisbústaðurinn. Að því er stefnt að innréttingunni verði lokið fyrir næsta haust. Fyrir er nú í húsinu Tónlistarskóli Dal- víkur, sem með breytingunni fær aukið húsnæði. Fyrir daga Heilsu- gæslustöðvarinnar voru læknamið- stöð og lyfjabúð einnig til húsa í læknisbústaðnum. í tilvonandi fé- lagsmiðstöð verður einnig skrif- stofa æskulýðsfulltrúa. Æskulýðsheimili hefur verið rekið í húsinu Bergþórshvoll. Með opnum félagsmiðstöðvarinnar verður rekstri þess hætt. Framkvœmdalána- sjóður á Húsavík Það gerðist á 500-asta fundi bæjarstjórnar Húsavíkur að sam- þykkt var tillaga um að stofna Framkvæmdalánasjóð til þess að efla atvinnustarfsemi í kaupstaðn- um. Fer tillagan hér á eftir: „Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkir að stofna Framkvæmda- lánasjóð og leggja fram sem stofn- framlag 100 þús. kr. Hlutverk Framkvæmdalánasjóðsins verði að örva atvinnustarfsemi á Húsavík með því m.a. að veita þeim aðilum, sem hyggjast reisa atvinnuhúsnæði lán til greiðslu á gatnagerðargjöld- um og heimtaugargjöldum hita- veitu og rafveitu. Bæjarstjórn felur bæjarráði að semja nánari reglur fyrir framkvæmdasjóðinn". Síldariðja á Húsavík Fyrir nokkru keypti Fiskiðju- samlag Húsavíkur fyrirtækið ís- lenskir sjávarréttir, en það var rek- ið í Kópavogi. í framhaldi af því hóf Fiskiðjusamlagið niðurlagn- ingu sfldar, sem unnin er í neyt- endapakkningar fyrir innanlands- markað. Til að byrja með er verið með fjórar framleiðslugreinar: kryddsfld, marineraða síld, síld- arsalöt og fjórar tegundir af síld í sósum. Ekki er talið ólíklegt að áður en langt um líður verði kví- arnar færðar frekar út. Við þessa framleiðslu starfa 8-10 manns. Hafþór skiptir um hlutverk Hafrannsóknarskipið Hafþór hefur nú skipt um hlutverk. Þrjár rækjuverksmiðjur á ísafirði hafa tekið það á leigu og hyggjast gera út á rækjuveiðar, og frysta rækjuna um borð. Eru það Rækjuverks- miðjan í Hnífsdal, Niðursuðu- verksmiðja O.N. Olsen og Rækju- stöðin. Skipstjóri hefur verið ráð- inn Aðalbjörn Jóakimsson frá Hnífsdal. Hafþór, (hét áður Bald- ur), er eitt af okkar frægu orrustu- skipum úr þorskastríðinu. Hann var smíðaður í Póllandi 1974, 793 brúttórúmlestir. Töluverðar breytingar þarf að gera á skipinu og verður að þeim unnið á ísafirði. Eru þær einkum í því fólgnar að breyta þarf kælilest í frystilest. Hér fara ísfirðingar inn á nýja braut hvað áhrærir rækjuveiðar en vel ér hún þekkt annarsstaðar svo sem hjá Grænlendingum og Rúss- um. Sólborgarsundlaug Á síðasta ári var hafin fjársöfnun fyrir sundlaugarbyggingu við Sól- borgarheimilið á Akureyri. Gekk hún mjög vel. Er þess að vænta að fyrir söfnunarféð, að viðbættu framlagi frá því opinbera, verði hægt að gera bygginguna fokhelda fyrr en seinna. En meira þarf til svo að ljúka megi verkinu. Frá ríkinu fæst ekki meira fjármagn í ár. Er því trúlega sá einn kostur fyrir hendi, að efna til frekari fjársöfnu- nar. Nýr samkomusalur Fyrir nokkru vígðu Grýtbekk- ingar nýjan samkomusal. Er hann í kjallara hins nýja grunnskólahúss á Grenivík. Áður var samkomusalur í kjallara gamla skólahússins. Hinn nýi salur er þrisvar sinnum stærri en gamlinginn eða um 250 ferm. Salurinn var vígður með því að halda þar þorrablót, sem var svo fjölmennt, að einn blótsgestur kom á ferm. Það er því sennilegt að þröngt hefði orðið um þorrablóts- gesti ef notast hefði þurft við gamla salinn. -mhg Gegn framvísun essa miða færð þú 12 % kynningar- afslátt á plötum í nýrni og endurreistri STUE-búð. Laugavegi 20 Simi27670

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.