Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. aprfl 1984 Löðrungur Árna í Stýrimannaskólanum Hörmum framkomu Ama segja nemendur Stýrimannaskólans „Framkoma Árna Johnsen hér í skólanum er ekki öryggismálum sjó- manna til framdráttar og yfirlýsingar hans ekki til að auka hróður sjó- mannastéttarinnar. Hér í skólanum eru menn ákaflega leiðir út af þessum atburði á laugardaginn“, sögðu þeir Björn V. Gíslason formaður nemend- afélags Stýrimannaskólans og Birgir Ingvarsson einn þeirra nemenda við skólann sem hafði veg og vanda af kynningardeginum sl. laugardag. „Þaö er rangt að taia um að til átaka hafi komið milli þeirra Árna og Olsens. Hér var um einhliða lík- amsmeiðingu frá Árna að ræða. Ég var vitni að þessum málum öllunr', sagði Birgir. Þeir Árni og Olsen ræddu málefnalega um sleppibún- aðinn og öryggismál úti á skólalóð- inni í mestu makindum. Síðan skildust leiðir og við Olsen gengum á eftir Árna að anddyri skólans. Þegar við komum í dyrnar kom Árni askvaðandi á móti okkur, kallaði til Olsens og sló hann síðan. Það urðu sem betur fer ekki frekari meiðingar því Olsen bað menn að hafa sig hæga og kom í alla staði mjög prúðmannlega fram eftir að hafa orðið fyrir þessari óskiljan- legu árás. Mönnum var almennt brugðið og svekktir eftir þessa uppákomu. Þeir Björn og Birgir sögðu að það væri urgur í nemendum skólans út af framkomu þing- mannsins, og ekki síður þeirri yfir- lýsingu hans í DV í gær að með kjaftshögginu hefði hann verið að svara fyrir sig að sjómannasið. „Það er ekki siður sjómanna að standa í slagsmálum og það eru hel- ber ósannindi hjá Árna að Olsen hafi stjakað við honum eða verið með svívirðingar í hans garð. Olsen er í allri viðkynningu hinn mætasti maður og hefur ekki viljað standa í neinu stríði um þessi björgunar- mál. Við teljum að umræður um öryggismál sjómannastéttarinnar séu komin á hættulegt stig þegar menn eru farnir að haga sér sem þingmaðurinn gerði. Við ætlum ekki að dæma um hvor sjósetning- arbúnaðurinn er betri. Báðir eru þeir viðurkenndir og það sem skiptir öliu máli er að koma þessum búnaði þegar fyrir í öllum fiski- skipum. Þeir Björn og Birgir tóku fram að um 1000 manns hefðu sótt Stýri- mannaskólann heim á þessum kynningardegi sem hefði verið vel heppnaður að undanskildu þessu leiðindaatviki. í dag er að vænta yfirlýsingar frá nemendafélagi skóíans þar sem framkoma Árna Johnsens á laugar- daginn er hörmuð og áhersla lögð á að umræða um öryggismál sjó- manna verði færð uppá hærra plan. -Ig- Karl Olsen yngri sem þingmaðurinn Árni Johnsen sýndi „sjalfvirkan löðrungaði. sieppibúnað". Forystumenn Alþýðu- bandalags á yfírreið Bakgrunnur hungurverkfallsins: Margra ára stríS viö borgina Heilsuræktin í Glæsibæ hefur verið starfrækt frá 1976 og þar fer fram þjálfun, sem sniðin er fyrir aldraða. Forstjóri hennar er Jóhanna Tryggva- dóttir sem nú hefur hafíð hungurverkfall eftir að borgarráð ákvað að segja upp samningi sínum um endurgreiðslur til Heilsuræktarinnar. Upphaflega gerði borgin samn- ing við Heilsuræktina 1976 og tók þá að sér að greiða fyrir þjálfun 50 sjúklinga á dag, óháð því hversu margir raunverulega kæmu. Þeim samningi var sagt upp og nýr gerð- ur í ársbyrjun 1980. Með honum tók borgin á sig 40% kostnaðar við rekstur stöðvarinnar gegn því skil- yrði að menntaðir sjúkraþjálfarar starfi þar. „Þetta skilyrði hefur Heilsuræktin ekki getað uppfyllt nema í 2-3 mánuði síðan 1980“, sagði Björn Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar í gær. „Þess vegna var samningnum sagt upp“. Björn sagði að með upp- sögn samningsins væri Heilsu- ræktin aðeins sett jafnfætis öðrum þjálfunarstöðvum í borginni, svo sem stöð Sjálfsbjargar, Lamaðra og fatlaðra og sjálfstætt starfandi sjúkraliða. „Það eru heilbrigðisyf- irvöld sem setja þessi skilyrði um menntað starfsfólk", sagði Björn, „og ef þeim er fullnægt stendur ekki á því að borgin greiði hlut aldraðra í Heilsuræktinni fremur en í öðrum stöðvum". Á síðasta ári greiddi borgin fyrir 4000 meðferðir á öðrum þjálfunar- stöðvum, samtals 300 þúsund krónur. Heilsuræktin fékk hins vegar um 200 þúsund krónur í fyrra samkvæmt samningnum og var það greiðsla fyrir árið 1982. En Jóhanna Tryggvadóttir segist eiga meira vantalað við borgina. Árið 1971 fékk Heilsuræktin lóð á horni Sigtúns og Kringlumýrar- brautar og sama haust tók finnski arkitektinn Aalvar Aalto að sér að teikna húsið. Eftir lát hans 1976 lá hönnun hússins niðri, en dóttir hans sem rekur teiknistofu með hans nafni sendi teikningar inn í fyrravor. Telur Jóhanna að með ákvörðun um byggingu Verkfræði- húss á horni Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar sé gengið á sinn rétt og þá lóð sem hún þarf undir húsið. Björn Friðfinnsson sagði að lóð- in hefði ekki verið tekin af Heilsu- ræktinni, en hins vegar hefðu oft verið sett skilyrði um að fram- kvæmdir skyldu hefjast innan á- kveðins tíma. M.a. samþykkti borgarráð 1980 að lóðarhafi skyldi skila inn framkvæmdaáætlun um byggingu hússins og skyldi henni lokið á árinu 1983. Björn sagði að það hefði vissulega komið til tals að taka lóðina af Heilsuræktinni, ekki til þess að afhenda hana einhverj- um öðrum heldur fyrst og fremst til þess að ýta á að framkvæmdir hæf- ust. - ÁI „Megintilgangur þessa ferðalags forystumanna Alþýðubandalagsins er að fá þá til að skýra Austfirðing- um frá því helsta sem þeir eru að fást við en ekki síður að fá þá til að kynnast af eigin raun vandamálum manna hér eystra“, sagði Sigurjón Bjarnason formaður kjördæmis- ráðsins eystra. Á morgun hefst fundalota fram- ámanna í Alþýðubandalaginu um Austurland. Stendur hún fram yfir helgina og lýkur með fundi á Reyðarfirði 8. apríl. Eru fundirnir öllum opnir. „Að sunnan koma góðir gestir; Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins, Vilborg Harð- ardóttir varaformaður flokksins, Margrét Frímannsdóttir ritari Al- þýðubandalagsins og fulltrúar Æskulýðsfylkingarinnar þau Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttarr Magni Jóhannsson. Þá verða að sjálfsögðu með í för alþingismenn- irnir Helgi og Hjörleifur auk Sveins Jónssonar sem setið hefur á þingi sem varamaður“, sagði Sigur- jón ennfremur. - v. Vestmannaeyjar: Ágreiningur Rannsóknar- lögreglu og Ríkissaksóknara " V—^ anAvplHn vkkur könnun má - Að svo stöddu getur enginn upplýst hvað Rannsóknarlögreglan var að rannsaka nema hún sjálf, segir Bragi Steinarsson Vararík- issaksóknari við Þjóðviljann. Hallvarður Einvarðsson Rannsókn- arlögreglustjóri upplýsir að embætti Ríkissaksóknara hafi fylgst með rannsókn málsins og tiltekur þau atriði sem rannsóknin beindist að. Þjóðviljinn spurði fyrst dómsmáiaráðuneytið um mál- ið: Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu kvað þetta mál ekki hafa komið til ráðuneytisins. Það myndi ekki gera það fyrr en embætti Ríkis- saksóknara hefði fengið það að fullu í sínar hendur. Þá bæri því embætti að senda málið viðkom- andi ráðuneyti áður en afstaða er tekin til ákæru samkvæmt réttar- farslögum. Kvað Baldur því ekki á annan að vísa á þessu stigi en Ríkissaksóknara ef málið væri komið úr rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglunni. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari kvað þetta mál hafa bor- ist embættinu nýlega, eða fyrir 2 til 3 vikum og hefði ekki gefist tfmi til að vinna úr því ennþá! En er ekki rannsókn lokið hjá Rannsóknariögreglu ? - Það þarf að skoða það, það getur verið sent aftur til rann- sóknar. Þeir hafa í bili hætt sjálfir og borið það hingað. Og þá koma væntanlega einhver fyrirmæli um frekari rannsókn eða aðra með- ferð. Við eigum eftir að skoða semsagt þá rannsókn sem fram hefur farið og meta hvað úr þessu verður næst. Hún er ekki send til umsagnar viðkomandi ráðuneytis? - Til þess þarf að lesa þetta auðvitað. Það er ekki sent fyrr. Fyrst þarf að kanna hvort rannsókninni er lokið. Það er eins víst að þetta mál sé sent aftur tii rannsóknar. Fyrr er það ekki sent til umsagnarinnar, fyrr en ákæruvaldið metur það sem svo að rannsókn sé lokið. Það er ekki rannsóknaraðilanna að meta það. Það er metið hér. Bíða mál yfírleitt lcngi af- greiðslu og skoðunar eftir að þau eru komin í þitt embætti frá Rannsóknarlögregiu? - Þetta er kassamál. Þetta er farmur af skjölum og gögnum af bókhaldi og rekstri, ávísunum og fleiru heils embættis um langan tíma. Þetta er ekkert venjulegt mál. Þannig að það líður lengri tími en venjulega frá því að málið er komið úr rannsókn þar til ákvörðun er tekin um hvað gert skuli í málinu? - Það þarf ekki að vera, en málskjölin eru í þessu umfangi. Við þekkjum þetta mál ekkert ennþá. Við höfum ekki skoðað það, Rannsóknarlögreglan er búin að vera með það síðan í fyrravor, afla margháttaðra gagna, staðið í yfirheyrslum og fleiru. Næst er að skoða hvað hef- ur verið gert - og meta hvað þarf að gera. Þannig að það getur verið langur vegur í það? - Það hefur ekki gerst annað en það að þessi farmur skjaia var borinn hér inn fyrir tveimur þremur vikum. Fáið þið ekki í stuttu máli nið- urstöður rannsóknar? - Rannsóknarlögreglan tekur ekkert saman um eitt né neitt. Hún bara sendir öll gögn máisins, allan farminn hingað. Niðurstöð- ur? Hélstu að fylgdi þessu ein- hver álitsgerð? Eitthvað í stuttu máli til að auðvelda ykkur könnun málsins? Því miður er það ekki, þannig að ef þú vilt eitth vað fá að vita um málið sjálft, er eini aðilinn sem getur upplýst er Rannsóknarlög- reglan, sem er eini aðilinn sem veit hvað hún var að rannsaka. Hvað voru þeir að rannsaka, það er spurningin. Það getur enginn annar upplýst það en hún að svo stöddu, ekki fyrr en búið er að fara í gegnum það hér. En þeir eiga að geta upplýst þig um hvað þeir voru að rannsaka, sagði Bragi Steinarsson varasaksókn- ari að lokum. Af nógu að taka Þessu næst hringir Þjóðviljinn í Hallvarð Einvarðsson Rann- sóknarlögreglustjóra: Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari vísar á þitt embætti um upplýsingar um Vestmanna- eyjamálið, en áður hafði vcrið vísað frá þínu embætti til Saks- óknara? - Það er nú yfirleitt svo að númer eitt er að leita upplýsinga hjá þeim sem hafa með málin að gera hverju sinni. Það er búið að senda þetta mál til ákvörðunar Ríkssaksóknara. Rannsókn var lokið að því marki, að búið er að senda það Ríkissaksóknara til á- kvörðunar. Um þetta mál hefur verið fjallað hér, unnið að rann- sókn þess hér í náinni samvinnu við Ríkissaksóknara, þarámeðal Braga Steinarsson og Ríksendur- skoðun. Bragi kvað enga niðurstöðu vera úr rannsókninni eða neitt í þá áttina frá Rannsóknarlög- reglu? - Ég er ekki með á nótunum. Ekki ég heldur, en Bragi kvað hér um farm af skjölum að ræða og yrði að fara í gegnum það allt saman áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Veit Ríkis- saksóknari ekki um hvað málið snýst? - Ég verð að vísa til hans um það. En í þessu máli beindist rannsóknin aðallega að afhend- ingu á ótoilafgreiddum varningi af hálfu bæjarfógetaembættisins í Vestmannaeyjum, þá beindist hún að því að kanna meðferð ávísana í sjóði embættisins, en þær voru innistæðulausar. Rann- sóknin beindist að þessu í fram- haldi af athugasemdúm Ríkis- endurskoðunar. Nú, í þvf sam- bandi var kannað uppgjör á þinggjöldum við áramótin 1982/ 83. Þá beindist rannsóknin að færslu þessara greiðslna með til- liti til áramótastöðu, ennfremur að tilteknum fjártökum af hálfu aðalbókara embættisins. Loks beindist rannsóknin að tilteknum -greiðslum úr sjóði embættisins sem sýnast hafa verið eins konar lángreiðslur til manna á vegum embættisins. Þetta eru nokkur atriði af mörgum. sagði Flallvarður Einvarðsson og bætti við að Ríkissaksóknari væri með málið og gæti ekki skorast undan því að svara um það. ~<)í?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.