Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. aprfl 1984 Björn V. Gíslason skrifar um öryggismál sjómanna Vœrir þú, lesandi góður, tilbúinn til að leggja upp íflugferð íflugvél sem vœri á undanþágu varðandi flughœfni og öryggisbúnað? Altalað vœri að vélar sömu tegundar vœri stórhœttulegar og fjöldinn allur af slíkum vélum hefði farist með manni og mús á und- anförnum árum! Vœrir þú tilbúinn til að leggja upp í langferð með rútubíl sem ekki hefði verið skoðaður lengi? Bílstjórinn vœri próflaus en hefði fengið undanþágu vegna þess að honum þœtti svo gaman að keyra bíl! Sú mikla umræöa sem átt hefur sér staö í Þjóðviljanum og víðar að undanförnu um öryggismál ,sjó- manna var löngu orðin tímabær og hefur leitt í ljós að margt mætti bet- ur fara í þessum málum, sem öðr- um málum er að sjó snúa.- Öryggismál sjómanna hafa árum saman verið í algjörum ólestri og er ekki seinna vænna að gert verði stórátak til úrbótar þessu. Slysa - tíðni á sjóer orðin svo hrikaleg að framhjá þessu verður ekki litið lengur. A síðasta ári fórust 17 íslenskir sjómenn í sjóslysum og það sem af er þessu ári hafa 10 sjómenn farist í slíkum slysum. Það lætur nærri að eitt bótaskylt slys verði á sjó á degi hverjum. Þessu til samanburðar má benda á að ef banaslys í öðrum starfsstéttum væru í hlutfalli við banaslys í sjómannastéttinni þá liti dæmið svona út: Af þeim sem störfuðu við landbúnað í fyrra hefðu 27 beðið bana. í fiskiðnaði hefði orðið 41 banaslys og sömu-' leiðis 41 banaslys hjá þeim sem störfuðu við verslun í landinu. Af þeim sem störfuðu við opinbera stjórnsýslu sama ár hefðu 14 farist við störf sín og þannig mætti lengi telja. Það hefur fram að þessu þótt ástæða til að taka til hendinni út af minna tilefni. f viðtali við Þjóðviljann miðviku- daginn 28. mars s.l., segir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri, að margskonar breytingar séu gerðar á skipum án þess að Sigl- ingamálastofnun viti nokkuð um þær og þar af leiðandi er ekkert vitað um hvaða áhrif þessar breyt- ingar hafa haft á sjóhæfni skip- anna. Þó er það svo að útgerðar- mönnum, skipstjórum og skipasmíðastöðvum er skylt, lögum samkvæmt, að leíta heimild- ar hjá Siglingamálastofnun fyrir slíkum breytingum. Samt sem áður telur Hjálmar ekki ástæðu til að hegna mönnum fyrir slík lögbrot! Það er margt að verða öfugsnúið í þessu þjóðfélagi okkar. Mönnum er stungið inn fyrirþað eitt að eiga hund eða rífa kjaft á almannafæri, en skip mega flengjast hér um land- grunnið á allskyns undanþágum varðandi öryggi og aðbúnað áhafn- ar, án þess að yfirmaður þeirrar stofnunar, sem á að sjá um að farið sé að settum reglum til sjós, sjái nokkra ástæðu til að hegna lögbrjótum eða skrúfa fyrir undan- þágurnar. Nú er svo komið að stór hluti íslenska fiskiskipaflotans siglir um hafið á allskyns undanþágum og nægir þar að nefna undanþágur til skipstjórnar og undanþágur fyrir björgunarbúnaði af ýmsu tagi. Enda viðurkennir siglingamála- stjóri að sjálfvirkur björgunarbún- aður sé ekki nema í u.þ.b. helmingi fiskiskipaflotans og allir vita að undanþágur til yfirmannsstarfa á skipum eru sívaxandi vandamál hér á landi. Það virðist vera opinbert leyndarmál að eftirlit með stöðug- leika íslenskra skipa sé mjög ó- fullnægjandi og ætla má að mörg þeirra hörmulegu sjóslysa sem orð- ið hafa við strendur landsins á und- anförnum árum séu bein afleiðing þess að eftirlitið hafi brugðist. Ég segi þetta vegna þess að þau skip sem farist hafa hér að unanförnu virðast flest eiga það sameiginlegt, að gerðar hafi verið breytingar á þeim sem ætla má að hafi haft áhrif á sjóhæfni þeirra. í mörgum þess- ara skipa hafði verið skipt um vél, þar sem stórar og þungar vélar, sem höfðu verið í skipunum frá upphafi, viku fyrir minni og léttari vélum. Byggt hefur verið yfir fjöldan all- an af skipum á undanförnum árum. Annaðhvort hefur verið byggt yfir dekkið eða sett hefur verið ný og stærri yfirbygging á bátana og svo hálffyllt af mörgum þungum tækj- um. Og á mörgum skipum hefur þetta hvort tveggja verið gert. Mönnum er stungið inn fyrir það eitt að eiga hund eða rífa kjaft á almannafæri, en skip mega flengjast hér um landgrunnið á ailskyns undanþágum varðandi öryggi og aðbúnað áhafnar, án þess að yfirmaður þeirrar stofnunar, sem á að sjá um að farið sé að settum reglum til sjós, sjái nokkra ástæðu til að hegna lögbrjótum eða skrúfa fyrir undanþágurnar. (Ljósm.: Haukur Már). Lögbrot á landi, undanþága Breytt hefur verið um veiðitækni og sem dæmi um það má benda á togveiðar, þar sem horfið hefur verið frá síðudrætti og í staðinn hafa gálgar verið settir á skipin með togblökkina í brúarhæð. Og svo mæti lengi telja. Allar þessar breytingar og marg- ar fleiri leiða til þess að þyngdar- punktur skipanna fer af stað, uppá við jafnt sem til hliðar og týnist að lokum vegna þess að það er enginn til að leita hans. Það þarf að sjálf- sögðu ekki að fjölyrða um það hvaða áhrif hækkun þyngdar- punkts í skipum hefur á stöðug- leika þeirra, að ég tali ekki um sé hann kominn í allt að brúarhæð! Skipin verða í flestum tilfellum lé- legri sjóskip, velta meir en áður og á allt annan hátt og líf áhafnar er í stórhættu. Svo leyfir siglingamála- stjóri sér að lýsa því yfir að stór hluti allra sjóslysa við landið sé áhöfnum skipanna að kenna!! Ég vísa slíku algjörlega á bug og bendi því til stuðnings á það sem ég segi hér að framan. Ég tel nær að siglingamálastjóri ætti að viðurkenna vanmátt þeirrar stofnunar sem hann er í forsvari fyrir og reyna að bæta þar úr, í stað á sjó þess að kenna íslenskum sjó- mönnum um hvernig komið er. Hér er um slíkt stórmál að ræða að frá því verður ekki hlaupið með yfirlýsingum af þessu tagi af yfir- manni Siglingamálastofnunar. Værirþú, lesandi góður, tilbúinn til að leggja upp í flugferð í flugvél sem væri á undanþágu varðandi flughæfni og öryggisbúnað? Altal- að væri að vélar sömu tegundar væru stórhættulegar og fjöldinn all- ur af slíkum vélum hefði farist með manni og mús á undanförnum árum! Værir þú tilbúinn til að leggja upp í langferð með rútubíl sem ekki hefði verið skoðaður lengi og fullnægði ekki þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra farartækja? Bílstjórinn væri próflaus en hefði fengið undanþágu vegna þess að honum þætti svo gaman að keyra bíl!! Ég er hræddur um að menn myndu hugsa sig um áður en lagt væri upp í slíka reisu! Ef bíll með bilaða stýrisenda eða á lélegum dekkjum finnst á götu er honum umsvifalaust kippt úr um- ferð og númer tekin af honum. Ef galli finnst í flugvél eru allar flug- vélar sömu tegundar hvar sem er í heiminum stöðvaðar samstundis. Flugvélum er jafnvel ekki heimilt að hefja sig til flugs ef vont er veður, sem betur fer! Og auðvitað fer hvorki flugvélin né bíllinn eitt eða neitt nema lærðir menn séu við stjórnvölinn. Annað væri lögbrot, líkt og gerist á sjó! Þar þykir hins vegar sjálfsagt að veita mönnum undanþágu til að stjórna skipunum. Þar þykir það ekkert tiltökumál að leyfa skipum að sigla þó að björgunar- og örygg- istæki standist ekki gerðar kröfur o.s.frv. Og nú síðast er verið að færa skipaskoðunina og útgáfu haf- færniskírteina til samræmis við allt annað og er þetta tvennt nú veitt í gegnum síma. (Sláðu á þráðinn til Bifreiðaeftirlitsins og fáðu þá til að senda þér hvíta miðann. Þú ætlir þér bara að setja hann á bílinn sjálfur!!). Einn nýjasti togarinn okkar, Hólmadrangur, fékk haffærnis- skírteini sitt í gegnum síma, án þess að skipið hafi verið skoðað, þegar varðskipsmenn ætluðu að færa hann til hafnar á dögunum! Matthí- as Bjarnason, samgöngu- málaráðherra, taldi óþarft að láta færa skipið til hafnar og skoðunar og úrskurðaði skipið haffært, sím- leiðis. Hann sagði að hér væri um það nýlegt skip að ræða að hann væri þess fullviss að allt væri í 100% lagi! Ég veit ekki betur en háværar deilur hafi staðið um sjóhæfni þessa skips frá því að því var hleypt af stokkunum og nú siglir það með ballest sem slagar hátt í það að vera fullfermishleðsla á skipinu! Ég minnist þess einnig, þegar prófa átti sjósetningarbúnað björgunar- báta á þessu sama skipi í einni af fyrstu veiðiferðum þess, að þá reyndist sá búnaður óvirkur!! Én nú gefur ráðherra úr skrifstofustól sínum út haffærnisskírteini á þetta skip á þeim forsendum að það sé svo nýtt og allt sé í góðu lagi!! Ég held að það sé fyrir löngu kominn tími til að gert sé stórátak í öryggismálum sjómanna og það verður ékki gert með því að senda bréf til útgerðarmanna og biðja um yfirlýsingar um hvaða breytingar hafi verið gerðar á skipum þeirra, einsog Siglingamálastofnun ætlar sér að gera. Það er full ástæða til að stöðva helming fiskiskipaflotans ef þau eru vanbúin, einsog Hjálmar R. Bárðarson segir að þau séu, þó honum ói við slíku. Ef ekki verður gripið í taumana nú þegar, þá getum við reiknað með að þau hörmulegu sjóslys sem orðið hafa hér við land muni endu- rtaka sig aftur og aftur og enn verri-. en áður. 15-20 sjómenn munu þá farast á hverju ári. Tugir barna munu missa foreldri sitt í slíkum slysum og þúsundir íslendinga munu syrgja ættingja sína sem far- ast munu á sjó. Björn V. Gíslason er formaöur nem- endafélagsins í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík. Björn situr í stjórn ÆFAB og miðstjórn Alþýðubanda- lagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.