Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 9
mwmm $ * í 5 $ * $■ * ****<"■■ * J ««**** ■* í Þriðjudagur 3..aprfl 1984 ÞJÓIJVjLJINjN - SÍÐA 13 Hér er Arnór Sigurðsson, sem vann síðasta spilakvöld glæsilega í hópi góðra spilafélaga. Svipmyndir frá spilakvöldi Mæðgurn&r Dagbjört Gunnarsdóttir og Kristín Bæringsdóttir í eldhúsinu við vöflubakstur, en vöfiurnar eru nauðsynlegur hluti spilakvöldanna. Allir eru velkomnir á spilakvöldið i kvöld, en þessar myndir eru teknar á siðasta kvöldi. Með tilkomu nýjuflokksmiðstöðvarinnarað Hverfisgötul05 opnuðustnýir ogfjölbreyttir möguleikar íflokksstarfinu. Eitt erþað sem ný- tir sívaxandi vinsœlda ogþað eru spilakvöld Alþýðubandalagsins íReykjavík, sem Vilborg Harðardóttir hefur haft veg og vanda afásamt samverkafólki, Spilakvöldin voru tekin upp ífyrra ogernú önnur röð ígangi á þessum vetri. Þetta eruþriggja kvölda keppnir og erspilað annað hvort þriðjudagskvöld kl. 20 stundvíslega. Ymsirgóð- irgestir úr borgarstjórn og alþingi spjalla við spilamenn í kaffihléinu og veitteru verðlaun fyrir hvert kvöld ogfyrir keppninga íheild. En við látum myndirnar tala. Ejósmyndari var Eik. Og svo er bara eftir að minna á að mœting er kl. 20 íkvöldþriðjudag á Hverfisgötu 105. Allir eru velkomnir. Undanfarið hefur verið spilað á 18 borðum en salarkynnin á Hverfisgötunni rúma þau vel. Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Gamla Bíói 27. mars 1984 Stjórnandi: Guðmundur Emilsson Efnisskrá: Atli Ingólfsson: Negg fyrir hljómsveit; Johann Strauss yngri: Keisaravalsinn í útsetn. Arnold Schön- bergs; Páll P. Pálsson: Tónlist á tylli- dögum; Heinz Karl Gruber: Hr. Frankenstein. Þessa tónleika væri kannski rétt- ara að nefna skemmtikvöld, því að bæði efnisskrá og andrúmsloft þeirra var óneitanlega frábrugðið því sem gerist og gengur. Fyrstá verkið, Negg, er lokaverkefni Atla Ingólfssonar í tónsmíðum við Tón- listarskólann í Reykjavík. Upp- bygging verksins var skýr framan af en ég verð að viðurkenna að ekki er mér ljóst hvert tónskáldið var svo að fara. Atli teflir saman hinum ýmsu hljóðfæragrúppum og gefur hverri þeirra sérstæðan karakter og yfirbragð. Þetta voru því samskipti ólíkra hópa og þóttu mér þau verða nokkuð kaotísk sérstaklega um miðbik verksins. En þrátt fyrir það mátti heyra fallega kafla inn á milli. Á eftir Negginu voru áheyrend- ur drifnir í austurríska hátíðar- stemmningu allt fram að hléi. Það byrjaði með Keisaravalsi Johanns Strauss yngra í útsetningu Arnold Schönbergs. Útsetning sem Schön- Tónlist á tyllidögum berg gerði árið 1925 er fyrir flautu, klarinett, píanó og stengjakvartett. Það vekur furðu manns að Schön- berg skyldi taka sér það fyrir hend- ur að útsetja tónlist svo gjörólíka þeirri sem hann fékkst við sjálfur og sérstaklega þegar haft er í huga að skemmti- og afþreyingartónlist fékk yfirleitt harða útreið í skrifum hans. En um Johann Strauss yngra sagði Schönberg í grein frá 1949, sem ber yfirskriftina, Fyrir hring- borðsumræður í San Francisko um nýja list: „Ég tel, að Vínartón- skáldið Johann Stauss sem og ádeiluskáldið frá Vín Johann Nest- roy og t. d. ameríkaninn Gerswin og Jaques Offenbach hafi haft þann hæfileika að tjá nákvæmlega það sem fólk hugsar og finnur. Hugsanir þeirra voru í samræmi við hugsanir og tilfinningar fjöldans. Aagot V. Óskarsdóttir skrifar um tónlist Það er ekkert rangt við slíka sköpun en það er rangt af heiðar- legu tónskáldi að skrifa kafla í verk sín beinlínis af þeirri ástæðu að þeir falli fólki örugglega í geð og hafi almenn áhrif.“ Tónlist Strauss endurspeglar gáska og glaum samkvæmislífsins í heimsborginni Vín á 19. öld og hjá Strauss varð hefðbundinn vínarvalsinn að klassískri kons- erttónlist. Keisaravalsinn var flutt- ur af meðlimum úr ísl. hljóm- sveitinni.Þar kom léttleikinn og glæsileikinn vel fram og það sem kannskí er mikílvægast, spilagleðin sat í fyrirrúmi. Það sama má segja um flutning Schrammel polkanna sem eru af sama sauðahúsi en minna þó heldur meira á sveitakrár og alþýðuskemmtanir. Fyrri hluta tónleikanna lauk svo með frumflutningi verksins, Tón- list á tyllidögum eftir Pál P. Páls- son. Þar var austurrísk hátíðar- stemmning enn í fullum gangi og verkið í raun meir uppákoma og stemmningsverk en konsertverk. Það hefði mátt hugsa sér þetta verk flutt í hléi, þar sem áheyrendur hefðu getað gengið um og þannig fengið mismundandi útgáfu af verkinu og er ég ekki frá því að það hefði skilað sé betur þannig. Lokaverk tónleikanna var svo Frankenstein-svíta austurríska tónskáldsins Heinz Karl Grubers, við barnaljóð efatir H.C. Artmann. í verkinu bregða á leik ýmsar þekktar fígúrur úr kvikmyndum og teiknisögum s. s. Frankenstein,, Drakúla, Goldfinger, James Bond,' Batman o.s.frv., en tónlistin er samansafn úr hinu og þessu, þekkt- um effektum úr kvikmyndamúsík, slögurum, danstöktum o.s.frv., spiluð að hluta á alls kyns barna- hljóðfæri. Bo Maniette í ágætu gervi, skilaði sínum hluta ágætlega en dálítill æfingatími til viðbótar fyrir hljómsveit og einsöngvara hefði ekki sakað til að ná verkinu betur saman. Stefna íslensku hljómsveitarinn- ar í verkefnavali hefur markast af fjölbreytni og er greinilega reynt að gera sem flestum til hæfis og höfða til ólíkra áheyrendahópa. Þetta gefur tónleikum hennar yfir- leitt annars konar yfirbragð en fólk á að venjast. Það hefur ýmsa kosti að blanda saman ólíkum tónlistar- tegundum og byggja á fjölbreytni eins og ísl. hljómsveitin gerir og er vondandi að henni takist áfram að halda jafnvægi milli listrænna markmiða og svo þess að fjárhags- legur grundvöllur setur starfi slíkr- ar hljómsveitar ákveðnar skorður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.