Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 12
16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN| Þriðjudagur 3. aprfl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti VORHAPPDRÆTTI ’ÉT' ; Alþýðubandalagsins í Reykjavík Verð kr, 100.- VlNNiNCAR: Dregið , 10.MAI f -3- feföövifintogaf i leigufUigt nwö Samvinnufcröum •Ixindsvn að veföimmi20 000kf. hver 60000. 4.-6. Köfftavtnningar! leiguflugi rneö Saffivinnuliírftum • Linrfsýn ;tð vcrðfnaili 15.000 kr.hver . 45.000. ■ Vinninflaf aiis KR.OOO.- f joldi mifte 6 325 Alfeýiubamiaiagið i Beyttjavik: Hverfisööhj 105.101 ftuykjavik. Simi: (51)17500 Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum - Landsýn að heildarverðmæti 105.000,- krónur. Dregið verður ( happdrættinu 10. maí. Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld , Næst verður spilað þriðjudagskvöldið 3. apríl kl. 20.00 í Flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105. Guð- rún Ágústsdóttir kemur í heimsókn og fjallar um félagsmál í borginni. Þetta er 2. kvöld í þriggja kvölda keppni. Spilað er bæði um heildarverðlaun og sérstök kvöldverðlaun og því er ekki nauðsyn- legt að hafa mætt á síðasta spilakvöldi. - Spila- hópurinn. Alþýðubandalagið í Kópavogi: Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð heldurfund í Þinghóli, miðvikudaginn 4. apríl kl. 17.30. Dagskrá: 1. Framkvæmdir bæjarfélagsins 1984,2. Lista- og menning- arsjóður. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Fundur verður haldinn um atvinnumál á Selfossi laugardaginn 7. apríl kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Framsögumaður verður Þorsteinn Garðarson iðnráðgjafi. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Selfossi og í nágrenni Garðar Sigurðsson alþingismaður hefur viðtals- tíma í húsinu að Kirkjuvegi 7 á Selfossi laugardag- inn 7. apríl að loknum félagsfundi um atvinnumál. Æskulyösfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfylkingin: Félagsmálanefnd ÆFAB Allsherjarfundur félagsmálanefndar verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl að Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Tekin verður fyrir undirbúningur afmælisveislu ÆFAB. - Eiki, Halli, Óli. Vinsamlega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga að birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. Útför eiginmanns míns <pg föður okkar Guðmundar Jóhannessonar frá Vfk i Mýrdal ferframfrá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 13.30. Sigríður Þormar og synir Fundur á Hvammstanga Krefst ráðstafana til verndar atvinnulífi við Húnaflóa Þann 21 mars sl. var haldinn fundur á Hvammstanga þar sem fjallað var um rækjuveiðar og -vinnslu við Húnaflóa. Að fundin- um stóðu sveitarstjórnirnar á Hólmavík, Draganesi, Hvamms- tanga, Blönduósi og Skagaströnd, verkalýðsfélög og fulltrúar sjó- manna, útgerðarmanna og flsk- verkenda á þessum stöðum. Fund- urinn samþykkti eftirfarandi álykt- un: Fundur hagsmunaaðila um rækjuveiðar- og vinnslu við Hún- aflóa, haldinn á Hvammstanga 21. mars 1984, skornar á sjávarútvegs- ráðherra að gera nú þegar ráðstaf- anir til verndar atvinnulífi á þétt- býlisstöðunum við Húnaflóa, þeg- ar ljóst er að miklum flota stórra veiðiskipa hefur verið og verður stefnt á hefðbundin djúpurækjum- ið fyrir Norðurlandi. Fundurinn bendir á, að djúp- rækjuveiðarnar og vinnsla aflans hafa verið undirstaða atvinnulífs á þéttbýlisstöðunum við Húnaflóa yfir sumartímann og verði ekkert að gert er mikil hætta á að djúp- rækjumiðin verði uppurin vegna ásóknar stærri skipa þegar minni bátar hefja veiðar á hefðbundnum tíma í vor. Hvatt er til stóraukinna rannsókna á rækjustofninum allt umhverfis landið og jafnframt var- að við að óheft sókn geti fljótt leitt til ofveiði og fiskifræðingar hafa m.a. bennt á þá staðreynd. Fundurinn telur því að nauðsyn- legt sé að grípa nú þegar til aðgerða til að tryggja atvinnulíf á stöðunum og afkomu bátaflotans, sem ekki getur horfið að neinum öðrum veiðum vegna kvótaskiptingarinn- ar. Bent er á að eðlilegt sé að ákveðnum, hefðbundum rækju- veiðisvæðum fyrir Norðurlandi verði lokað fyrir stærri skipum og þeim beint á önnur mið. Fundurinn varar við öllum hug- myndum um flutning rækju af mið- unum úti fyrir Norðurlandi til ánn- ara landshluta vegna þess að hér er um viðkvæmt hráefni að ræða og mikið í húfi fyrir þjóðarhag að þessi útflutningsgrein njóti áfram þess álits kaupenda erlendis sem hingað til. Einnig má benda á lélegt atvinnuástand á Norðurlandi og lágar tekjur. Þoli miðin aukna veiði er eðlilegast að þær byggðir, er að miðunum liggja, fái að njóta aukningarinnar. ere/mhg 1 | ÆSŒ&s&æ&ksÆr'' 'WW y* %JÉÍÍÉ Svavar Vilborg Sveinn Margrét ' kV tÉI c E { 1 Helgl Hjörlelfur Lára Jóna Óttar Magnl Alþýðubandalagið Forystumenn ferðast um Austurland Dagana 4.-8. apríl munu Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Vil- borg Harðardóttir varaformaður og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri flokksins svo og alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson og Sveinn Jóns- son varaþingmaður ferðast til átta byggðarlaga á Austurlandi, halda þar almenna og opna fundi og hitta fólk, m.a. á vinnustöðum. Einnig verða með í ferðinnifulltrúar úr stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins, þau Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttar Magni Jóhannsson og ræða þau við ungt fólk á stöðunum. Opnir fundir verða sem hér segir: Egilsstaðir: miðvikudag4. apríl kl. 21 (Hús Slysavarnarfélagsins) Helgi, Vilborg og Sveinn verða á fundinum. Seyðisfjörður: fimmtudag 5. apríl kl. 20.30 (Herðubreið) Helgi, Vilborg og Sveinn. Neskaupstaður: fimmtudag 5. apríl kl. 20.30 (Egilsbúð) Svavar, Margrét, Hjör- leifur. Fáskrúðsfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Skrúður), Svavar, Margrét, Hjör- leifur. Stöðvarfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Samkomuhúsið) Helgi, Vilborg, Sveinn. Breiðdalur: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Staðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Eskifjörður: laugardag7. apríl kl. 14.00 (Valhöll) Svavar, Margrét, Hjörleifur. Borgarfjörður eystri: sunnudag 8. apríl kl. 14 (Fjarðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Reyðarfjörður: sunnudag 8. apríl kl. 16.00 (Hús verkalýðsfélagsins) Svavar Margrét, Hjörleifur. Ein framsöguræða verður á hverjum fundi. Almennar umræður. Fundarboðendur sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. AipyOUDanaalagiO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.