Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐyiLJINN Þrigjudagur 3. aprfl 1984 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Augiýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaöamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utllt og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Upplýsingar um störf Alþingis og borgarstjórnar Forsenda þess að lýðræðið verði meira en kosninga- form á nokkurra ára fresti er að almenningur fái ítar- legar fréttir um stefnumótun og umræður. Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur eru sá vettvangur þar sem mikilvægustu málefnin koma til umræðu og fjölmiðlar geta fylgst með málflutningi. í mörgum öðrum stofnun- um fer ákvarðanatakan fram fyrir luktum dyrum. Starfshættir Alþingis og borgarstjórnar hafa veruleg áhrif á möguleika fjölmiðla til að flytja fréttir. Það er rétt sem Morgunblaðið vakti athygli á í leiðara um helgina að fundartíminn setur fréttaflutningi verulegar skorður. Fundartími Alþingis og borgarstjórnar hvílir á mjög gamalli hefð. Þegar hann var fyrst ákveðinn var fjölmiðlakerfi landsmanna mun fábreyttara og tíminn flaug ekki eins hratt í dómum um fréttagildi. Morgunblaðið bendir réttilega á það að þegar fundir borgarstjórnarinnar í Reykjavík eru haldnir síðdegis á fimmtudegi og standa oft langt fram á kvöld er útilokað að gera fjölmörgu fréttaefni skil í föstudagsblöðum. Næsta dag knýja aðrir atburðir á um rúm í blöðum og krafan um sífellt nýjar fréttir setur frásagnir af fimmtudagsfundum borgarstjórnar til hliðar. Hið breytta eðli helgarblaðanna setur einnig þröngar skorður. Þess vegna er það skynsamleg ábending í leiðara Morgunblaðsins að borgarfulltrúar athugi möguleika á að breyta fundartíma borgarstjórnar svo að fjölmiðlum sé auðveldað að flytja borgarbúum nýjar fréttir um störf borgarfulltrúann. Efalaust munu ýmsir segja að fjölmiðlarnir eigi að laga sig að borgarstjórninni en ekki öfugt. Það sjónarmið er einfaldlega ekki raunhæft. Borgarstjórnin verður að taka mið af megineinkennum fjölmiðlakerfisins. Sama gildir um Alþingi. Sú hefð að hefja ekki opna fundi fyrr en síðdegis og halda þeim svo áfram allt til miðnættis dregur mjög úr fréttaflutningi frá Alþingi. Þingfundir sem hæfust að morgni og lyki síðdegis fengju mun betri umfjöllun í fjölmiðlun. Þingið í Kan- ada breytti fundartíma sínum á þennan hátt fyrir nokkr- um árum og hefur sú breyting gefist vel. Nefndarfundir eru þar haldnir síðla dags og á kvöldin. Fjölmiðlar fá góðan tíma til að gera þingefninu ítarleg skil í blöðum næsta dags. Þjóðviljinn tekur undir ábendingar Morgunblaðsins um nauðsyn þess að breyta fundartíma Alþingis og borgarstjórnar. Sú breyting myndi hafa í för með sér ítarlegri fréttaflutning og stuðla að sterkari lýðræðisvit- und almennings. Flugleiðir og fólkið í landinu Þegar Flugleiðir glímdu við mikla erfiðleika í rekstri var ákveðið að fólkið í landinu kæmi fyrirtækinu til aðstoðar. Alþingi og ríkisstjórn samþykktu nauðsyn- legar ábyrgðir í þessu skyni og fyrirtækinu voru veittir fjárhagslegir styrkir. Nú er komið í ljós að Flugleiðir skiluðu verulegum hagnaði á liðnu ári. Þá er eðlilegt að fram komi tilmæli um að fyrirtækið endurgreiði hluta styrksins í stað þess að láta almenning borga. Yfirlýsing forstjóra fyrirtæk- isins um að þeir ætli alls ekki að borga stríðir gegn siðgæðisvitund landsmanna. Breytir þar engu þótt for- stjórarnir vísi í formlegan bókstaf til að réttlæta afstöðu sína. Aður en gróði Flugleiða verður notaður til hagnaðar fyrir eigendur fyrirtækisins er rétt að endurgreiða fólk- inu í landinu þá fjármuni sem það lagði fram. klippt AJbert setti fram kröfu á hendur Flugleiðum: , * — v Fulltrúi ríkis verði1 stjórnarformaður Vildi ráða vali forstjóra er þeirri kröfu var hafnaö iLBERT Guðmundsson, fjármála- Þessi afstaða fjármálaráðherra tækjum, sem ríkið á aðild að. Hini -áðherra, gerði kröfu tii þess, hefur vakið athygli, ekki sízt inn- vegar þykir óhrifamönnum innaj aokkru fjrrir aðalfund Fluglciða, að an Sjálfstœðisflokksins. Fyrir því Sjálfstæöisflokksins miður, a< mn»r fulltrúi ríkisins ístjórn félaga- eru tvær ástæðun annars vegar fjármálaráðherra úr röðun íns yrði kjörinn formaður stjóraar hefur fjármálaráðherra lýst því sjálfstæðismanna setji fram slíkt ttess. Fjármálaráðberra setii fram yfir/aðmnn vilji selja hlut rikis- kröfu á hendur fyrirtækVMi-tf bessa kröfu er Ijóat var orðið, að , ins í Ehjgleiðum og öðrum fyrir- miklum meirihlutaer í eiijlfli^ylj :Dp~ jgmm llissa íslensku skipafé4o»n nutninga tynr nennn r ; „Set jum var narliðii 1 skilyrði sem við i —segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra AÍbort Guömundason tekur á mótl fjárframlögum í fata Sunnudaginn 1. apríl: Ríkis-stór- bingó í Sigt Gott grín Það er sama hvernig maður reynir að vara sig á 1. apríl, alltaf lætur maður gabbast, mismikið þó og áraskipti eru á því hvort fjölmiðlunum tekst að hafa af manni æruna. Ríkisfjölmiðlarnir fóru á kostum að þessu sinni. í hljóðvarpi var sviðsett heljarlöng rulla um útflutning Álafoss á grönnum lopa til Suðurríkja Bandaríkjanna með aðstoð Pa- melu og Bobbys úr Dallas, sem í tilefni af hinum mikla auglýsing- asamningi voru komin til landsins ásamt fríðu föruneyti. Menn frá Flugleiðum og Álafoss tóku þátt í gríninu og voru trúverðugir mjög, og ekki þurfti að spyrja að áreiðanlegum fréttum frá Stefáni J. Hafstein í New. York. Eina sem vantaði á að um klassískt útvarps- gabb yrði að ræða í stíl við þau bestu frá liðinni tíð, eins og Van- adísina og ísbirnina á jakanum, voru sviðsett viðtöl við Pamelu og Bobby. Það hefði kórónað góða skemmtun. Sjónvarpið brá á leik með Lucy fjármálaráðherra og fékk Rafn Jónsson fréttamann, sem kærði Albert fyrir hundahald, til þess að skila henni til ráðherrans. En enda þótt Albert bæri sig vel var ljóst að meiri dáleikar voru með honum og tíkinni heldur en hon- um og fréttamanninum. „Setjum skilyrði“ Blöðin voru hófsamari en oft áður í sínu gabbi. Þjóðviljinn var með yfirlætislausa frétt á innsíðu um Ríkis-stór-bingó í Sigtúni undir stjórn Alberts Guðmunds- sonar til þess að fylla upp í fjár- Iagagatið. Það var allt í heldur grínaktugum tón í garð ríkis- stjórnarinnar og munu víst fáir aðrir en allra bestu húmoristar hafa látið blekkjast. í Tímanum sunnudaginn 1. apríl var fátt þess eðlis að ætla mætti að um aprílgabb væri að ræða. Hinsvegar var frétt í laugardagsblaðinu sem áreiðan- lega hefur verið forskot þeirra Tímamanna á 1. aprfl. Þar segir skýrum stöfum á forsíðu: „Setj- um varnarliðinu þau skilyrði sem við viljum“, segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Þetta var svo ótrúleg frétt að flestir munu hafa áttað sig á því undireins að hér var Tíminn að bregða á leik og láta auðtrúa fólk í pólitík hlaupa 1. apríl 31. mars. Besta gabbið Húmor DV er svo háþróaður að ekkert aprflgabb fannst á þeim bænum, enda helgarblað þess einungis merkt laugardeginum. Hins vegar var besta gabbið í Morgunblaðinu. Þar segir frá því að Albert Guðmundsson hafi gert kröfu til þess að annar full- trúi ríkisins í stjórn Flugleiða yrði kjörinn stjórnarformaður félags- ins. Ráðherrann hafði tekið það óstinnt upp er þessari kröfu var hafnað, og gert þá gagnkröfu að skipaðir yrðu tveir forstjórar og yrði annar þeirra frá ríkinu. Mogginn segir síðan frá því að þetta komi þvert á fyrri yfirlýs- ingarAlbertys um sölu á hluta- bréfum ríkisins í Flugleiðum, og hafi ýmsum innan Sjálfstæðis- flokksins þótt nýjasta vending fjármálaráðherra af hinu illa. Þessi frétt er napurt háð um stöðu mála á stjórnarheimilinu um þessar mundir. Þar gerist svo margt ótrúlegt að allur landslýð- ur les þessa frétt og dettur ekki í hug að um aprílgabb sé að ræða. Enginn Albert Albert er aðalefni í 1. apríl gamni íslenskra fjölmiðla og Dal- las fær að fljóta með. Annars- staðar þar sem siður er að bregða á leik 1. apríl eru kynferðismál ofarlega á blaði, eins og í Bret- landi, þar sem sérstök klám- myndarás í sjónvarpi og mynda- vél sem flettir fólk klæðum voru notaðar til þess að kitla ímynd- unarafl iesenda. Ýmiskonar tækniundur, svo sem bílar er þvo sig sjálfir og ökumannslausir strætisvagnar, voru einnig í há- vegum höfð. En Bretar virðast ekki eiga neinn Albert. , -ekh og skorið Upplýsingastöð Morgunblaðsins og KGB Leyniþjónustur stórveldanna standa í umfangsmiklu áróðurs- stríði hvor við aðra og allmikill hluti af því er að dreifa röngum upplýsingum, sem kunna að koma sér illa fyrir andstæðinginn. CIA hefur þannig löngum staðið í fjáraustri í blöð og tímarit Vest- urálfu, sem notuð hafa verið í slíkum tilgangi, og skammt er síð- an upp komst að áróðursdeildir suðurafrísku leyniþjónustunnar höfðu um alllanga hríð haldið úti fjölmiðlum í Evrópu í þeim til- gangi einum að fegra kynþáttaað- skilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda. Morgunblaðið gagnrýnir rétti- lega þennan ósóma fyrir helgi, en ber heldur illa niður. Blaðið greinir frá því, að meðan kosn- ingabarátta stóð sem hæst í Bret- landi á síðasta sumri, þá hafi skyndilega skotið upp kolli segul- band sem hafði að geyma miður þokkalegt „samtal“ Ronnie Re- agans og Margrétar Thatcher. Samtalið var raunar heldur óhrjáleg fölsun sem fræg varð í Evrópu á síðasta ári og ekkert blað með snefil af metnaði birti. I því tilkynnir rödd Margrétar Tatcher að hún hafi rétt í þessu gefi liðsforingja sínum skipun um að sökkva argentínska her- skipinu Belgranó, til að tryggja að friðarumleitanir, sem þá voru í gangi, næðu ekki fram að ganga, svo Bretar lentu nú ábyggilega í stríði við Argentínumenn. Til að krydda betur er svo félagi Reag- an látinn svara að ekki muni Bandaríkjamenn hika við að leysa vandamál sín „með sprengjuregni". Ýmsir kynnu nú að vera því hjartanlega sammála að Reagan forseti myndi ekki skirrast við slíkt, þætti honum þannig við liggja. Samtalið var þó augljós fölsun, einsog fyrr segir, og Morgunblaðið á ekki í miklum erfiðleikum með að benda á hinn seka: „Og hver ætti svo sem að hafa áhuga á að gera slíkan grikk. Jú, hver annar en rússneski björninn, í líki KGB“. Nú má hins vegar upplýsa Morgunblaðið og aðra áhuga- menn um fölsuð fræði um það, að þeir sem bjuggu til bandið voru meðlimir í breskri rokkhljóm- sveit, sem aðhyllast stjórnleysis- stefnu, og eru nú undir rannsókn lögreglu fyrir vikið. En það er ugglaust mesti óþarfi hjá Morg- unlbaðinu að leiðrétta þennan misskilning, því einsog segir í sömu grein blaðsins“...svo illur getur misskilningurinn orðið þeg- ar lygasögum er lævíslega stráð, að sögurnar öðlast eilíft líf“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.