Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. apríl 1984 væri von að íslandi væri viturlega stjórnað meðan æðstu stjórnvöld landsins sætu í hundraða mílna fjarlægð frá landinu og þekktu ekkert til þess sem hér gerðist nema af afspurn. Við fengum ósk okkar uppfyllta. Stjórnvöld landsins færðust heim, smátt og smátt æðri og æðri stjórnvöld, uns við stofnuðum sjáífstætt ís- lenskt lýðveldi. Getum við látið það á sannast að við notum þetta sjálfstæði okkar þannig að héðan sé hægt að stýra flugvélum sem munu flytja sprengjur til að granda heilum borgum af sak- lausu fólki með hryllilegri hætti en við getum ímyndað okkur? Svo óviturlega var íslandi aldrei stjórnað af Dönum. Skort þoldu íslendingar, skilningsleysi mættu þeir, arðrændir voru þeir. En þeir liðu aldrei neitt sem kæmist í hálf- kvisti við það sem getur leitt af herstöðinni á Miðnesheiði, bæði fyrir okkur sjálf og þá sem kunna að verða skotmörk þeirra vopna sem kann að verða stýrt héðan. Nei, þetta getum við ekki sætt okkur við. Þá hefðu forfeður okkar og formæður barist til lítils. Við höfum líka leyfi til að minnast þess, íslendingar, þó að við séum fá og smá, að við höfum á stundum í sögu kjarnorku- vopnakapphlaupsins átt okkur athafnasamari friðarhreyfingu en flestir ef ekki allar þjóðir aðrar. Á áratugunum tveimur milli 1960 og 1980 fór lítið fyrir baráttu gegn vígbúnaði í grannlöndum okkar. Á þeim tíma störfuðu Samtök hernámsandstæðinga og síðar Samtök herstöðvaandstæðinga fast að því stöðugt, gengust fyrir hverri mótmælagöngunni af ann- arri, Keflavíkurgöngum, Hval- fjarðargöngum, Hafnarfjarðar- göngum og Reykjavíkurgöngum, og fylltu þennan sal hvað eftir annað á fundum. Það hafa ekki liðið mörg ár svo að ekki væri unnið eitthvert starf í skipulegum samtökum til að hamla gegn víg- búnaði á landi okkar, og enginn veit, né getur nokkru sinni vitað, hvað þetta starf er búið að koma í veg fyrir mikinn vígbúnað. Þessa getum við minnst með stolti, ekki til að hvílast í því, heldur til að hvetja okkur til enn meiri átaka í samvinnu við yngri friðarhreyf- ingar hér á landi og annars stað- ar. Samverkafólk! Ég vitnaði í upphafi í gamlan leiðarvísi Evrópumenningarinnar um rétta hegðun, og nú ætla ég í lokin að vitna í aðra bók sem við íslend- ingar höfum löngum sótt margt í, ekki síst á föstunni eins og nú er. Hallgrímur Pétursson segir á ein- um stað í Passíusálmum sínum: Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lœtur vort láð lýði og byggðum halda. Ef við gætum þess að séra Hallgrímur er hér ekki að tala um villulaust mál frá málfræðilegu sjónarmiði, heldur villulaust orð Krists, þá á hugsun hans erindi við okkur hér og nú. Skáldið er að biðja um það með nokkru stolti að okkar móðurmál taki þátt í því að breiða út um okkar land það orð sem var í hans augum dýrmætast allra orða. Hliðstætt mark skulum við nú setja okkur á þessari lönguföstu og um þá páska sem fara í hönd. Við skulum setja okkur það mark, og kalla til þau máttarvöld sem okkur eru tiltæk, hverju og einu, að okkar móðurmál flytji það orð sem nú er brýnast að ber- ist, boðskap friðarins, um okkar land og komi hvergi að lokuðu hliði víghreiðurs. Þannig, og að- eins þannig, getum við ef til vill komið því til leiðar að láð vort, og önnur láð, haldi lýði og byggðum um framtíð. Sú gerð okkar mun nú helst valda blessun, ekki ein- ungis voru láði, heldur öllum heimi“. Gunnar Karlsson prófessor: Bjálklnn í auga okkar „Ein er sú bók sem við, synir og dætur Evrópu, höfum sótt leið- sögn til, meira og lengur en til nokkurrar annarrar. Og þar stendur skrifað: Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga sjálfs þín? Hvernig fœr þú sagt við bróður þinn: Bróðir, látmig dragaflís- ina úr auga þér, en sérð þó eigi sjálfur bjálkann í þínu auga? Hrœsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns. Enginn liðsauki eða félags- skapur geta verið okkur her- stöðvaandstæðingum kærkomn- ari en þær margvíslegu friðar- hreyfingar sem hafa verið að spretta upp á undanförnum árum, hér á landi og í grann- löndum okkar. Við hljótúm að fagna hverjum þeim sem reynir af heilum hug að leggja fram sinn skerf til heimsfriðar, hversu skoplítill sem hann kann að virð- ast á mælikvarða veraldar. Það er fagnaðarefni hvernig fólk er nú farið að beita vísindalegri þekk- ingu, í greinum eins og læknis- fræði, eðlisfræði og uppeldis- fræði, markvisst og skipulega í þágu friðar og afvopnunar. Hvar sem fólk sest niður og leggur lík- ami sína að veði til að hindra flutning kjarnorkueldflauga á skotpalla, þar er samúð okkar og aðdáun. Hvar sem alþýða er kúg- uð af hervaldi kemur það okkur við, hvort sem það er í E1 Salva- dor, Afganistan, Kampútseu eða enn annars staðar. Baráttan gegn helstefnu hernaðarbandalaganna er ein um heim allan, og hana heyr nú fjölmennara lið og með margvíslegri ráðum en nokkru sinni. Aldrei í sögu mannkyns hefur jafnmargt fólk stefnt að einu marki, enda aldrei verið brýnna að markinu yrði náð. I þessari alþjóðlegu friðarsókn er okkur íslendingum umfram allt annað skylt að vinna eitt verk: að gera okkar land her- laust. Ekki af því að við höldum að það sé betra eða fegurra en önnur lönd. Ekki af því að við höldum að það sé mikilvægara heiminum að það bjargist undan ógn kjarnorkunnar en önnur lönd. Nei, bara af því að það er landið sem við höfum lögsögu yfir, það er landið sem mann- kynsagan hef jr trúað okkur fyrir að varðveita. Öðrum þjóðum hefur verið trúað fyrir öðrum löndum, og það verður fyrst og fremst að vera hlutverk þeirra að frelsa þau undan ógn sprengjunn- ar. Herstöðin á Miðnesheiði er bjálkinn í augum okkar. Enginn sem ekki er tilbúinn til að gera sitt til að draga hann út getur lagt nokkurn skapaðan hlut af mörk- um til að draga stærri eða smærri viði úr annarra augum. Orð eru máttug, en það er hægt að draga úr þeim máttinn, og það er hægt á tvennan hátt, með því að þegja um þau og með því að nota þau. Hvoru tveggja er beitt gegn friðarins orði á okkar dögum. Margir vilja nú snúa orð- unum friðarhreyfing og friðar- barátta upp í merkingarleysu með ofnotkun og öfugmælum. Hernaðarbandalög eru kölluð friðarhreyfingar, samtök áhuga- manna um hernaðarsamvinnu kalla sig friðarsamtök. Heilög ritning hefur valið slíkum mönnum einkunn fyrir okkur: Hræsnara kallar hún þá. Á okkur íslendingum hvílir þung skylda í alþjóðlegu friðar- starfi. Fyrst skulum við gæta þess að við njótum, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, mikilla forrétt- inda í þessu starfi. Við höfum rétt til að koma saman á fundi og fara í göngur til að mótmæla óhæfunni og krefjast réttar okkar til að fá að eiga jörðina áfram. - Að sönnu vitum við ekki hve langt sá réttur mundi ná ef herveldið mikla sæi stöðu sinni ógnað, en okkur er að minnsta kosti skylt að láta reyna á það. - Við höfum líka efni á að líta upp frá daglegu striti til að sinna friðarsókn, og við höf- um notið menntunar til að geta kynnt okkur betur en flestir aðrir hve hættan er hræðileg og hve nauðsynin að finna lausn er af- skaplega brýn. Aldrei hefur vandi heimsins blasað eins við nokkru fólki eins og íbúum Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku nú. Einmitt þessi for- réttindi leggja okkur á herðar þá skyldu að nota rétt okkar og að- stöðu. Það er okkar að halda fundi, ganga mótmælagöngur og sitja mótmælasetur fyrir alla þá sem hafa ekki rétt, efni eða þekk- ingu til að láta til sín taka. Og jafnvel við íslendingar eigum hér brýnni skyldu en grannþjóðir okkar. Það er svo af- skaplega stutt síðan við kröfðumst þess með kappi og stolti að fá að ráða sjálf yfir landi okkar. Það var oft sagt þá að ekki Ávarp flutt á 30. mars-fundi Samtaka herstöðvaandstœðinga Samtök herstöðvaand- stæðinga héldu baráttu- samkomu í Háskólabíói síðastliðinn laugardag til að minnast þess, að 35 ár eru liðin frá því að íslend- ingar gerðust aðilar að þeim óhugnaði, sem hern- aðarbandalagið NATÓ er. Hátt í þúsund manns sóttu samkomuna sem þótti takast hið besta. Kynnir á samkomunni var Ingibjörg Sólrún Gísl- adóttir, fluttur var stuttur leikþáttur eftir Þorstein Marelsson og Arnþór Helgason. Guðrún Hólmgeirsdóttir og Berg- þóra Gísladóttir skemmtu með söngvum. Ávörp fluttu Gunnar Karlsson, prófessor og tvær konur úr friðarbúðunum við her- stöð Bandaríkjamanna við Greenham Common í Bretlandi. Þær Toma Moon og Vicky McLafferty fluttu- samkomunni kveðjur frá friðarbúðunum í Greenham Common, en þar hafa konur nú staðið vörð á þriðja ár. Athygl- isverðast var sá punktur í ávarpi þeirra, að í upphafi var aðeins ein bandarísk herstöð í Bretlandi - nú eru þær hvorki meira né minna en 153. Af þessu mættum við íslendingar draga nokkurn lærdóm. Samkomunni barst fjöldi skeyta, m.a. eittfrá undirbúningshóp ráð- stefnu friðarhreyfinga í löndum við N-Atlantshaf, sem halda á hér á landi í ágústáþessu ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.