Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Prófkjör demókrata í Bandaríkjunum: Fylgi blökkumannsins Jesse Jackson eykst Frá morði Martins Lúter King hafa bandarískir blökkumenn ekki átt miklum forystumönnum að fagna, og þátttaka þeirra í bandarískum kosningum hefur frekað minnkað en hitt á síðustu árum. Þátttaka blökkumannsins Jesse Jackson hefur hins vegar gjörbreyttþessu, fyrir tilstilli hans hafa blökkumenn þyrþst til að láta skrá sig á kjörskrá og eru nú taldirgeta ráðið úrslitum íforsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. í sumum ríkjum hefur þátttaka þeirra margfaldast í prófkjörum og Jesse Jackson hefursjálfur bent á, að hann hefur þegar fengið fleiri atkvæði en nemur muninum á Carter og Ronnie Reagan ísíðustu forsetakosningum, og telurað þau atkvæði fari yfir á hvern þann sem verðurframþjóðandi demókrata síðar á árinu. Jesse Jackson hefur um árabil verið litríkasti leiðtogi meðal bandarískra blökkumanna, og starfaði meðal annars með Martin Lúter King áður fyrri. Um nokk- urra ára skeið hefur hann haldið því fram að mál sé komið til að blökkumenn reyni að koma manni úr sínum. röðum í æðstu stjórn Bandaríkjanna, en ekki hlotið hljómgrunn meðal annarra blökkumannaleiðtoga, sem hafa gjarnan sakað Jackson um eigin- hagsmunapot. Þegar svo Jackson bauð sjálfan sig fram í prófkjörun- um sem nú standa yfir um fram- bjóðanda demókrata til banda- rísku forsetakosninganna, þá hlaut hann litla þökk fyrir, og var af fé- lögum sínum úr flokki demókrata ásakaður um að kljúfa flokkinn. Engum datt heldur í hug að hann hlyti mikið fylgi meðal blakkra, því Mondale, fyrrum varaforseti, hafði tryggt sér stuðning velflestra ann- arra leiðtoga þeirra. Ástandið gjörbreyttist þó eftir að Jackson tókst að fá Sýrlendinga til að leysa úr haldi þeldökkan sam- landa sinn, sem skotinn var niður á flugi yfir Sýrlandi. Jackson hlaut fyrir mikla athygli, og Regan for- seti varð að fallast á að hann hefði að líkindum framkvæmd hálfgert kraftaverk. í sjónvarpsumræðum hefur Jackson sýnt að hann hefur meira en í fullu tré við þá Mondale og Gary Hart, og fundir hans eru lang- best sóttir af fundum þeirra þriggja. Upphafleganáði stuðning- ur við hann ekki út fyrir raðir blökkufólks, en á síðustu vikum hefur ungt hvítt fólk í auknum mæli snúist til fylgis við hann. Aukin kosningaþátt- taka blökkufólks Hópurinn sem vinnur með Jesse Jackson hefur fyrst og fremst beitt sér að því að fá svart fólk til að skrá sig á kjörskrá, til að geta tekið þátt í prófkjörunum sem nú standa yfir og síðar forsetakosningunum. Kosningaþátttaka þess hefur dalað á síðustu árum, því litlu virðist skipta hver er í stjórn, hlutskipti þess batnar Iítt. Búist er við, að Jackson og hans liði muni áður en yfir lýkur bæta við um tveimur miljónum blakkra á kjörskrá. Til dæmis um áhrif hans má nefna að í prófkjörunum í Alabama og Ge- orgía óx þátttaka í kosningum um 74% og var fyrst og fremst rakið til mikilla skráningarherferða stuðn- ingsmanna Jackson í þessum ríkj- um. í suðurríkjunum er um fimmtungur kjósenda þeldökkur, og talið er að demókratar muni tæpast geta sigrað Ronald Reagan nema blökkufólk þar taki ríkari þátt í kosningum en áður. Jackson fer ekki í neinar grafgötur með að hann mun ekki vinna útnefningu flokksins. Hins vegar er nú barátt- an svo jöfn milli Harts og Monda- Ies, að ekki er ólíklegt að stuðn- ingsfólk Jacksons kunni að ráða úrslitum á flokksþinginu sem mun Nýjar aðferðir gegn vændi Viðskiptavinir handteknir Vændi er fylgifiskur stórborga og á síðustu árum hefur þeim konum fjölgað sem af einhverjum orsökum hafa neyðst til að drýgja tekjur sínar með blíðusölu. Lög- regluliðum stórborganna hefur yfirleitt verið legið á hálsi fyrir að berjast gegn þessum vanda með því að handtaka einungis vænd- iskonurnar en iáta viðskiptavin- ina sleppa órefsaða. Afsökun lög- reglunnar er sú, að engin lög banni mönnum að kaupa sér stundargaman, en lög mæli á hinn bóginn skýrt um að konum sé bannað að selja það. Þarsem lög- . gjafarsamkundur flestra þjóða eru að mestu leyti samansettar af körlum, sem sumir væntanlega notfæra sér þessa þjónustu göt- unnar, þá er nokkuð augljóst af hverju lög gegn blíðukaupum eru ekki til. Þessu hefur verið mótmælt harðlega í Bretlandi af ýmsum kvenfrelsissamtökum, en án ár- angurs. Hið eina sem lögreglan fæst til að gera er að taka vænd- iskonurnar af götunni, sekta þær, og þar sem flestar þeirra eru snauðar neyðast þær til að fara strax aftur í viðskiptin til að afla sektarfjársins. Aðgerðir lögregl- unnar hafa því litlu máli skipt. í ýmsum borgum Bretlands þar sem Verkamannaflokkurinn fer með völd hefur lögreglan hins vegar orðið fyrir þrýstingi um að breyta þessum aðferðum. Bent var á lög frá árinu 1361 sem túlka mátti þannig að fölun blíðu á göt- um úti væri ekki leyfileg. Þetta var reynt í Nottingham og í Sheff- ield, þarsem menn, sem voru á höttunum eftir vændiskonum, voru handteknir og kærðir. Nöfn þeirra komu síðan í blöðunum, og eftir þetta stórminnkuðu götu- viðskipti vændiskvennanna! Þess má að lokum geta, að meðal þeirra sem handteknir voru í Nottingham var yfirmaður lögregludeildar sem sá um barátt- una gegn götuvændi! _ös Fulltrúar Jesse Jackson eru taldir geta ráðið úrslitum um hvort Gary Hart eða Walter Mondale muni verða forsetaframbjóðandi demókrata síð- ar á árlnu. velja frambjóðandann þegar próf- kjörum lýkur. Bæði Hart og Mond- ale eru hlynntir réttindabaráttu svertingja, og því er líklegt að þeir muni bjóða gull og græna skóga fyrir liðsinni hans. Réttindabarátta Stuðningsmenn hans telja enn- fremur að velgengni Jacksons muni hvetja annað blökkufólk til að bjóða sig fram til embætta, eða selja hvítum frambjóðendum stuðning sinn gegn auknum rétt- indum fyrir blakka. Jarðvegurinn er frjór, segja þeir, og benda á ríkið Alabama máli sínu til stuðnings. Þar var áður mestur foringi George Wallace, sem var einn þekktasti andófsmaður gegn ýmsum réttind- um sem svertingjar börðust fyrir, og var t.a.m. á móti því að þel- dökkt fólk fengi að vera í sömu skólum og hvítt. Nú hefur hann gersamlega snúið við blaðinu, styð- ur ýmsar kröfur hinna svörtu sam- landa sinna, og var með atkvæðum þeirra endurkjörinn ríkisstjóri í Al- abama 1984. Fyrir stuðning blökkumanna hefur Wallace þakkað með því að stórauka tölu blakkra í þjónustu Alabama ríkis. Árið 1970 voru t.a.m. ekki nema um tvö prósent af starfsmönnum þess svartir, nú eru þeir nærfellt 25 prósent. Þessari breytingu er vel lýst með orðum blökkumannsins Hezekíah Wag- staff, sem Wallace hefur nýlega ráðið sem blaðafulltrúa sinn: „Fyrir tíu til fimmtán árum hefði ég líklega murkað líftóruna úr Wall- ace hefði ég fengið færi á því. Nú vinn ég fyrir hann". Ef við getum þetta í Alabama með forhertum gaur einsog Wall- ace, segja stuðningsmenn Jesse Jackson, þá ættum við að geta fengið enn meira fyrir okkar snúð hjá Mondale eða Hart. Regnbogasamtök minnihlutans Ýmsir úr hópi leiðtoga blökku- manna hafa á síðustu dögum látið uppi þá skoðun, að vera kunni að Jackson ætti erfitt með að standast þá freistingu að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi til forseta- kosninganna, ef hann nær ekki a.m.k. útnefningu sem varaforset- aefni demókrata. Sjálfur hefur hann harðneitað því, og kveðst ekki einu sinni hafa áhuga á vara- forsetaembættinu. Áhugamál hans sé fyrst og fremst að efla regnboga- samtök minnihlutahópa, en svo nefnir Jackson kosningabandalag sem hann vill koma á fót milli gyð- inga, kvenna og þeldökkra, hinna undirokuðu^ Bandaríkjamanna að hans mati. Af þeim tuttugu fylkjuni Banda- ríkjanna sem erfitt er að telja ann- aðhvort á bandi repúblíkana eða demókrata. þá er u.þ.b. 16 með mikinn fjölda blökkumanna, sem kynnu að skipta sköpum um hvort kjörmenn ríkisins styðja Reagan eða frambjóðanda demókrata í forsetakosningunum. Jesse Jack- son hefur bent á, að sá fjöldi blökkumanna sem þegar hefur lýst yfir fylgi við hann muni nægja til að sveifla þessum ríkjum yfir á dem- ókrata. Þetta óttast stuðningsmenn Reagans, en geta þó ekki hamið Þórðargleði sína yfir frambóði Jacksons í prófkjörunum, sem þeir telja valda því að Mondale á nú undir högg að sækja í keppni sinni við Hart. Jesse Jackson lætur sér þó fátt finnast um slíkar vangaveltur, og segir kotroskinn: „Þegar Mondale var kosinn varaforsetaefni dem- ókrata þurfti ég næstum að slást til þess eins að fá bara sæti á ráðstefn- unni. Nú er Mondale skíthræddur við mig. Ég er inaður framtíðarinn- ar". -ÖS Auglýsing um áburðar- \fSulJ verð sumarið 1984 Heildsöluverö fyrir hverja smálest eftirtalinna áburöartegunda er ákveðið þannig: Við skipshlið á Afgreitt á bíla I ymsum hofnum um- i Gufunesi hverfis landið KJARNI 33%N Kr. 7.400,- Kr. 7.540,- MAGNI 1 25%N+9%Ca ” 6.100.- 6.240,- MAGNI 2 20%N + 15%CA ” 5.300,- 5.440.- GRÆÐIR 1 14%-i 8% p2o5-i 8%K20+6%s ” 8.980,- 9.120,- samsvarar 14%N-8%P -15%K +6%S GRÆÐIR 1A 12%N-19% P205-19%K2Ö+6%S ” 8.840.-. 8.980,- samsvarar 12%N- 8,4%P -15,8%K+6%S GRÆÐIR 2 23% N-11 % P2O5-11 % K2O ” 8.440.- 8.580,- samsvarar 23%N- 4,8% P - 9,2% K GRÆÐIR 3 20% N-14% P2Os-14% K?0 ” 8.500,- 8.640.- samsvarar 20%N- 6%P -11,7%K GRÆÐIR 4 23%N-14%P205- 9%K20 ” 8.840,- 8.980,- samsvarar 23%N- 6%P -7,5%K GRÆÐIR 4A 23%N-14%P205 - 9%K20+2%S ” 8.980,- 9.120,- samsvarar 23%N- 6%P - 7,5%K+2%S GRÆÐIR 5 17% N-17% P205-17% kó? ” 8.700.- 8.840,- samsvarar 17%N- 7,4% P -14%K GRÆÐIR 6 20% N-10% P205-10% K20+4%Ca+1 %S ” 8.300,- 8.440,- samsvarar 20%N- 4,3%P - 8,2%K+4%Ca+1 %S GRÆÐIR 7 20%N-12%P2O5- 8%KzO+4%Ca+1 %S ” 8.440.- 8.580,- samsvarar 20%N- 5,2%P - 6,6%K+4%Ca+1 %S GRÆÐIR 8 18%N- 9%P205-14%K20+4%Ca+1 %S ” 8.100.- 8.240,- samsvarar 18%N- 3,9%P -11,7%K+4%Ca + 1 %S NP 26-14 26%N-14%P20s ” 8.700,- 8.840,- samsvarar 26%N- 6,1 %P NP 23-23 23%N-23%P205 ” 9.660,- 9.800.- samsvarar 23%N-10%P Þrífosfat 45%P205 ” 7.560,- 7.700.- samsvarar 19,6%P Kalíklóríð 60% K.0 ” 5.220,- 5.360.- samsvarar 50 %K Kalísúlfat 50% IGO ” 6.480,- 6.620,- samsvarar 41,7%K+17,5%S Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð, sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.