Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA.t ÞJÓaVML^lSMigvi^agtjr 4, apríl 1,9^4
210 - 32
Sókn sam-
þykkti í gær
Sókn samþykkti nýgerða
kjarasamninga á félagsfundi í
„Rúgbrauðsgerðinni“ í gær
með 210 atkvæðum gegn 32.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
formaður Sóknar sagði í sam-
tali við Þjóðviljann í gærkvöldi
að samningarnir nú væru nán-
ast þeir sömu og felldir voru hjá
Sókn í fyrra mánuði. Ungling-
ataxtinn væri þó fallinn út og
taxti hækkaður eftir 15 ára
starfsaldur einsog annarsstað-
ar.
Samningurinn gildir frá 21.
febrúar.
Umræður á fundinum voru
friðsamlegar að sögn Aðal-
heiðar. „En auðvitað voru uppi
raddir gegn samningunum,
fólki finnst þetta of lágt kaup, -
um það erum við reyndar öll
sammála“.
- m
Frá Sóknarfundinum í gær: Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður félagsins og Óttar Magni Jóhannesson formaður
samninganefndar. Ljósm. Atli.
Miljónagróðs
fyrirtækjanna
3.5 miljónir
Velta Flugfélags Norðurlands
var 40 miljónir króna árið 1983
og reyndist hagnaður vera 3.5
miljónir króna. Liðiega 19 þús-
und farþegar voru fluttir á árinu,
403 tonn af vörum og flogin vom
105 sjúkraflug. 20 manns starfa
hjá félaginu.
5.2 miljónir
Heildartekjur Sparisjóðs
Keflavíkur vora 228.8 miljónir á
si. ári. eða 131.1% aukning frá
árinu áður. Útgjöid jukust nokk-
uð minna. Hagnaður til ráð-
stöfúnar er 5.2. miijónir króna
þegar áætlaður skattur 9.2 milj-
ónir hefur verið dreginn frá.
Heildarvelta sjóðsins nam 14
miljörðum á móti 7.3 miljörðum
króna á árinu áður eða 91.7%
aukning.
10.6 miljónir
Tekjuafgangur Samvinnu-
bankans sl. ár var 10.5 miljónir
króna sem er 47.5% aukning frá
fyrra ári. Eigið fé bankans var í
árslok 140.3% miljónir. heildar-
velta hans var 29.1 miljarður
króna. Á aðalfundi var banka-
ráðið endurkjörið: Eriendur
Einarsson formaður en aðrir í
stjóm Hjörtur Hjartar, Vil-
hjálmur Jónsson, Hallgrímur
Sigurðsson, Hjalti Pálssson og
Ingólfur Ólafsson.
Báðir formenn stjórnarskrárnefnda úr stjórnarliði_
Samkomulagið innsiglað!
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstœðisflokkurinn taka höndum
saman í kjördœmamálinu
Páll Pétursson var kosinn
formaður stjórnarskrárnefndar
neðri deildar í gær að tillögu
Þorsteins Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins, þvert á
þingvenju, en fram að þessu
hefur stjórnarandstaðan alltaf
haft annan formann stjórnar-
skrárnefnda. Svavar Gestsson
stakk uppá Kjartani Jóhanns-
syni í formennskuna en hann
hlaut einungis atkvæði Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks.
Fulltrúi Kvennalista sat hjá.
Páll Pétursson var kosinn
formaður stjórnarskrárnefn-
darinnar með atkvæðum sjálfs
sín, Þorsteins Pálssonar, Jóns
Magnússonar og Halldórs
Blöndals. Jón Magnússon situr
í nefndinni sem varamaður
Friðriks Sophussonar. Friðrik
hljóp úr landi til að þurfa ekki
að taka þátt í að innsigla sam-
komulag Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæmamál-
inu.
í efri deild er Þorvaldur
Garðar Kristjánsson formaður
og hafa því tvö minnstu kjör-
dæmi landsins sína menn í for-
mennsku stjórnarskrárnefnda
beggja deilda. Athygli vakti á
fundinum í gær, að Kristín
Halldórsdóttir frá Kvennalista
sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Páll Pétursson hefur lýst sig
andvígan samkomulagi flokk-
anna fjögurra um breytingu á
kosningaákvæðum stjórnar-
skrárinnar, og þykir for-
mennska hans þvert á þing-
hefðir vera vísbending um sam-
komulag stjórnarflokkanna í
kjördæmamálinu. Nokkur óá-
nægja er og kurr er í þingliði
Sjálfstæðisflokksins vegna
þessa máls, en enginn þorir að
æmta opinberlega frekar venju.
Svavar Gestsson var kosinn
varaformaður nefndarinnar og
Halldór Blöndal ritari. - óg
Læknanemar í leit
að prófúrlausnum
Gengur illa að fá útskýringar kennara á skriflegum prófum sínum
Læknanemar hafa undanfarið
fundið fyrir smæð sinni í kerfi Há-
skólans. Þeir hafa síðan í janúar
reynt öll ráð til að fá að sjá skrif-
legar úrlausnir sínar úr prófi sem
nýnemar þreyttu þann 7. janúar.
Þrátt fyrir sterka réttarstöðu sam-
kvæmt reglugerð Háskólans hafa
ítrekaðar tilraunir þeirra verið ár-
angurslausar.
55 nemendur í læknadeild HÍ
hafa árangurslaust reynt að fá út-
skýringar kennara sína á mati
prófúrlausnar frá því í janúar. í
bréfi til þeirra frá háskólarektor
kemur fram að þeir eiga fullan rétt
á því miðað við reglugerð Há-
skólans. Hannes Blöndal prófessor
hefur þó ekki fengist til að afgreiða
málið. Nemarnir fengu sér þá lög-
fræðilega aðstoð. Lögfræðingurinn
hefur með skeyti til háskólarektors
krafist formlegrar afgreiðslu máls-
ins en ennþá án árangurs.
Læknanemar undrast áhugaleysi
háskólayfirvalda fyrir því að þeir
nái rétti sínum. Nú er löngu Ijóst að
þeir hafa heimild til að fá að sjá
prófin sín en viðkomandi kennari
virðist geta dregið það við þau að
eigin vild.
-JP
Rassskelltir á Hvammstanga
Sneypuleg för Framsóknarforystunnar norður í land
Þann 24. mars sl. boð-
uðu þingmenn Framsókn-
arflokksins, þeir Páll Pét-
ursson og Stefán Guð-
mundsson til fundar í Fé-
lagsheimilinu á Hvamms-
tanga, um laitdbúnaðar-
og þjóðmál, eins og það
hét í fundarboði. Með
þeim mættu á fundinum
Jón Helgason landbúnað-
arráðherra og Ingi
Tryggvason, formaður
Stéttarsambands bænda,
en þeir síðarnefndu voru
frummælendur.
Eftir frumræður tóku tveir
bændur til máls og deildi annar
þeirra hart á ráðherra, vegna af-
urðasölumála. Eftir það tóku
Hvammstangabúar fundinn í sínar
hendur. Var byrjað á því að lesa
upp bréf frá sjávarútvegsráðherra
um skiptingu rækjuafla úr Húna-
flóa,þar sem tilkynnt var um
aukningu kvótans úr 2000 tonnum í
2200 tonn. Skyldi Kaupfélag
Steingrímsfjarðar fá 100 tonn af
aukningunni, Skagaströnd 44,
tonn, Hvammstangi 35 tonn og
Blönduós 20 tonn. Þar að auki
skyldi svo Kaupfélag Steingríms-
fjarðar fá75 tonn utan heildar-
kvóta, sem þeir mættu veiða á
Ófeigsfjarðarsvæðinu. Fannst
fundarmönnum það harla furðuleg
ráðstöfun hjá sjávarútvegsráð-
herra að senda slíkt bréf í kjölfar
fréttar um, að Hólmadrangur, tog-
ari þeirra vestanmanna, hefði
landað 100 tonnum af rækju á
Hólmavík og færu 60 tonn af henni
til vinnslu í landi, afgangurinn yrði
svo sendur heilfrystur út. Einnig
var hart deilt á þingmennina fyrir
að reyna ekki að koma vitinu fyrir
ráðherra, sem í þessu tilfelli hefði
kastað stríðshanska í viðkvæmri
deilu um skiptingu rækjuafla úr
Húnaflóa og það fyrir aðeins 37,5
tonn, sem ekki gerði stórt til að
bjarga 13 bátum þeirra vestan-
manna.
Varð heldur fátt um svör hjá
þeim félögum, Páli og Stefáni, og
sögðust þeir ekki hafa haft hug-
mynd um tilurð þessa bréfs fyrr en
eftir á. Báru þeir sig heldur illa yfir
ofríki núverandi og fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, þeirra Hall-
dórs og Steingríms, sem þeir sögðu
að hefðu aldrei verið til viðtals um
leiðréttingu þessara mála. Reyndu
þeir að drepa málinu á dreif með
því að segja Alþýðubandalags-
menn óvinveitta bændum. Hefðu
þeir t.d. reynt að koma í veg fyrir
afgreiðslu frumvarps um lausa-
skuldir bænda. Var þetta snarlega
rekið ofan í þá og þeim bent á að
Steingrímur Sigfússon hefði stutt
það frv. heilshugar og haft allan
þingflokk AB á bak við sig. Þar að
auki hefði hann flutt tillögur um að
sérstök áhersla skyldi lögð á „að
leysa fjárhagsvanda þeirra bænda,
sem hafa nýlega hafið búskap,
staðið í gagngerri uppbyggingu eða
endurbótum á bújörð sinni eða búa
við sérstaklega erfiðan fjárhag
vegna fjölskylduástæðna, og einnig
að Seðlabankinn væri skyldaður til
að endurkaupa bankavaxtabréfin,
en þær tillögur voru reyndar felldar
af þeim félögum Páli og Stefáni,
ásamt öðrum þingmönnum Fram-
sóknar. í lokin var eftirfarandi til-
laga borin upp og samþykkt mótat-
kvæðalaust:
„Almennur fundur, boðaður af
framsóknarmönnum á Hvamms-
tanga 24. mars 1984 krefst þess, að
sjávarútvegsráðherra endurskoði
nú þegar síðustu skiptingu rækju-
afla úr Húnaflóa, samkvæmt bréfi
ráðuneytisins dagsettu 20. mars s.l.
Þar er ráðherra að auka enn á mis-
ræmi í skiptingu afla úr flóanum
með því að færa 37.5 tonn af rækju
til Strandamanna. Þessi ákvörðun
ráðherra er engin björgun fyrir
Strandamenn og ekki til annars en
vekja illvígar deilur milli byggðar-
laga við Húnaflóa".
Trúlega mun þeim félögum, Páli
og Stefáni, seint líða úr minni fund-
urinn þeirra á Hvammstanga 24.
mars 1984. ere/hmg