Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 7
Sú málaleitan Bandaríkj- anna að fá að byggja nýjar radarstöðvar á íslandi og Grænlandi er liður í heildar- endurskoðun á radarkerfi því sem Bandaríkin ráða yfir og nær frá Alaska eftir norður- strönd Kanada, þvert yfir Grænland til íslands. Banda- rfkin hafa áformað að leggja 700 miljónir dollara í þessa endurnýjun, sem miðar að því að auka möguleika Bandaríkjanna á því að veita fyrsta högg í stríði og heyja takmarkað kjarnorkustríð. Enduruppbygging radarkerf- isins er gerð samfara breyttum áherslum í hernað- arviðbúnaði Bandaríkjanna, þar sem menn eru æ meir að hverfa frá kenningunni um ógnarjafnvægið til hinnar svokölluðu „Counter-force kenningar“, sem gengur út á það að geta eyðilagt mögu- leika andstæðingsins til þess að svara árás. Þetta eru niðurstöður danska fræði- mannsins Paul Claesson, sem koma fram í nýjasta hefti danska tímaritsins Forsvar. Höfundur greinarinnar, Paul Claesson, er þekktur í heimalandi sínu sem sérfræðingur um vígbún- aðarmál, en hann var meðal annars ritstjóri bókarinnar „Grönland - Middelhavets Perle. Et indblik i amerikansk atomkrigsforbered- else“, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir hlutverki þess könnunar- og fjarskiptakerfis sem bandaríski herinn hefur sett upp á Grænlandi og íslandi. Pað var í ágúst á síðasta ári sem þeir Uffe Elleman Jensen utan- ríkisráðherra Danmerkur og Jon- athan Motzfeldt kynntu áform bandaríska hersins um byggingu tveggja nýrra radarstöðva á Græn- landi. Þá þegar höfðu landmæl- ingamenn bandaríska hersins gert sínar mælingar á Sermersoq á suðurodda Grænlands, þar sem önnur stöðin verður staðsett. Hin stöðin á að rísa skömmu fyrir sunn- an Nuuk. Sem kunnugt er hafa Bandaríkjamenn farið fram á það við íslensk stjórnvöld, að tvær nýj- ar radarstöðvar verði einnig byggð- ar hér á landi Vestfjörðum og N- Austurlandi. Paul Claesson segir að Banda- ríkjamenn hafi gefið þá skýringu á byggingu þessara nýju stöðva, að þær eigi að vera mótleikur gegn bráðum 10 ára gömlum sprengi- flugvélum Rússa af Backfire-gerð. Jafnframt eigi þetta kerfi að geta mætt nýjum gerðum stýriflauga sem Sovétmenn eru nú að smíða eftir bandarískum fyrirmyndum, en tímaritið Aviation Week and Space Technology heldur því fram að Sovétmenn verði búnir að koma hinum nýju stýriflaugum sínum í gagnið á næsta ári. Breyttar pólitískar forsendur Claesson heldur því hins vegar fram að þessar skýringar séu ekki einhlítar. Að baki íiggi djúpstæðari tæknilegar og pólitískar forsendur. Claesson segir að á síðustu 2 ára- tugum hafi risaveldin lagt litla áherslu á að koma sér upp loftvarn- arkerfi sem staðið gæti af sér lengri átök, þar sem hinar langdrægu kjarnorkueldflaugar beggja aðila hafi haft slíkan „fælimátt“, eins og það heitir á máli sérfræðinganna, að þær hafi verið álitnar nægileg trygging gegn loftárás í sjálfri sér. En með hinni nýju „counter- force-kenningu", sem kalla mætti gagnsóknarkenninguna, er gert ráð fyrir því að Bandaríkin komi sér upp vígbúnaði sem geri þeim kleift að granda vopnum og stjórnstöðvum andstæðingsins í fyrsta höggi, áður en hann nær að nota þau. Þetta heitir á máli sér- fræðinganna hernaðarlegur sveigj- Miðvikudagur 4. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Á Sornfelli í Færeyjum er þessi fjarskiptastöð sem að hluta er rekin af Nató og að hluta af bandaríska hernum. Nýjar radarstöðvar á Islandi og Grœnlandi: anleiki og „warfighting capability" þar sem gert er ráð fyrir stríðs- rekstri án þess að til notkunar lang- drægu kjarnorkuvopnanna komi. Um er að ræða hugmyndir um „takmarkað stríð“, sem háð verði með eða án kjarnorkuvopna, þar sem öflugar loftvarnir skipta meg- inmáli. „Kjarnorku- regnhlífin “ úrelt Samkvæmt hinni hefðbundnu kenningu á Evrópa að búa undir svokallaðri kjarnorkuregnhlíf Bandaríkjanna, þar sem könnun- ar- og njósnakerfið annars vegar og langdrægu kjarnorkueldflaugarnar hins vegar hafa átt að fela í sér nægilega ógnun gagnvart Sovétr- íkjunum til að tryggja Evrópu gegn árás. Claesson segir að þessi kenn- ing sé ekki lengur tekin gild af ábyrgum mönnum og vitnar í því sambandi til þeirra Henry Kiss- inger, Roberts McNamara og Pierre Trudeau. Þegar Ike Skelt- on, þingamaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings kynnti hina nýju áætlun Bandaríkjamanna um end- uruppbyggingu radarkerfisins sagði hann: „Það er bjargviss trú mín að flestir Bandaríkjamenn hafi nú horfið frá kenningunni um hina svokölluðu gagnvirku tortímingu. Þessi kenning lá til grundvallar þess að við fórum að draga saman loftvarnir okkar og almannavarn- ir... Með því að snúa baki við kenn- ingunni um gagnkvæma tortímingu getum við byrjað að endurnýja vamarstefnu okkar. Loftvarnir Bandaríkjanna verða að hafa for- gang þegar þingið ákveður áð hefja Radar- og fjarskiptastöð bandaríska hersins á Stokknesi við Horn. endurbyggingu þeirra kerfa sem við höfum látið sitja á hakanum allt frá því á 7. áratugnum.“ Þær nýju radarstöðvar sem Bandaríkjamenn vilja nú byggja eiga að geta virkað bæði fyrir og eftir árás, og eiga því að notast í „takmörkuðu stríði". Að mati Paul Claesson hefur endumppbygging radarkerfisins þá þýðingu fyrir Evrópu að hún: • færir Bandaríkin skrefi nær því marki að geta slegið Sovétríkin út í fyrsta höggi, þar sem hún veitir tryggingu gegn gagnárás- um sovéskra sprengiflugvéla, • verður til þess að herða á víg- væðingunni í Sovétríkjunum, þar sem þarlend stjórnvöld sjái sig knúin til þess að mæta því sem þau telja aukna ógnun, • gerir hugmyndir um takmarkað stríð við Sovétríkin álitlegri fyrir bandaríska valdamenn, þar sem þessi tækni gengur út frá því að Bandaríkin muni ekki deila ör- lögum með Evrópu í væntanlegu stríði, • eykur á spennuna á milli risa- veldanna, þar sem erfiðara verði að skipta um pólitíska stefnu eftir að fjárfest hefur verið í tæknibúnaði sem miðar að tak- mörkuðu stríði. Grein sinni lýkur Paul Claesson á að vitna í bandaríska þingmann- inn Ron Dellums, þarsem hann segir að spumingin sé, „hvenær að því komi að vígbúnaðurinn leiði okkur frá fælingarhugtakinu yfir í möguleikann á að heyja sigursælt stríð.“ Hér á íslandi virðast áform þessi ekki vera talin varða alþýðu manna, enda er utanríkisráðuneyt- ið þögult sem gröfin um „varnar- samstarf" sitt við Bandaríkin og markmið þess. ólg. Liður í undirbúningi „takmarkaðs stríðsu segir danskur sérfræðingur um öryggismál

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.