Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. aprfl 1984 jÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir , Víðir Sigurðsson Undirbúningur Ólympíuleika: Viðmiðunar- tölurnar eru of seint á ferð „Við fengum uppgefnar þessar svokölluðu viðmiðunartökur frá Oiympíunefnd þremur vikum fyrir innanhússmeistaramótið þó svo ein tvö ár séu liðin síðan við fórum fyrst fram á að fá einhverja vitn- eskju um hvaða árangri okkar fólk þyrfti að ná til að komast á Ólym- píuleikana í Los Angeles í sumar,“ sagði Guðmundur Arnason hjá Sundsambandi íslands í samtaii við Þjóðviljann. „Það er margra ára vinna að byggja upp sundmann þannig að hann geti náð árangri á alþjóð- legum vettvangi svo í raun ættum við ekki að vera að hugsa um leikana í sumar, heldur stefna beint á Ólympíuleikana árið 1988“, sagði Guðmundur. Uppgangurinn í sundíþróttinni hérlendis er geysimikill um þessar mundir. Um það ber vitni góð frammistaða íslensks sundfólks, hér heima og erlendis, undanfarna mánuði, og ekki síst metahamur- inn sem það var í á sundmeistaram- ótinu um síðustu helgi. Sennilega hafa sjaldan orðið jafnmiklar fram- farir í neinni íþróttagrein hérlendis og átt hefur sér stað í sundinu að undanförnu og ekki er ólíklegt að okkar efnilega sundfólk fari í vax- andi mæli að þoka sér uppávið á alþjóðlegum mælikvarða. Þeir sem skipa Ólympíunefnd íslands í hvert skipti þurfa að hafa vakandi auga með þeirri þóun sem á sér stað í hverri íþróttagrein fyrir sig og sýna skilning á mismunandi þörfum og þjálfunarskipulagi íþróttafólks í hinum ýmsu greinum. Það hefur sýnt sig að undanförnu, ekki bara í sundinu, heldur t.d, í sambandi við frjálsar íþróttir, að fólkið sem sett hefur stefnuna á æðsta íþróttamót veraldar, sjálfa Ólymípuleikana, hefur ekki fengið að vita hverju það þurfi að áorka til að vinna sér keppnisrétt á þeim nægilega snemma. Sama hver keppnisgrein- in er, krafan hlýtur að vera sú að íþróttafólkinu sé kunnugt um í tæka tíð hversu hratt það þurfi að hlaupa, hve langt það verði að kasta, hvaða tíma það þurfi að ná til að öðlast rétt tii að ganga inná Ólymípuleikvang undir fána og merki íslands og etja kappi við þá bestu í heiminum. - VS Tryggvl Helgason, efri mynd, og Guðrún Fema Ágústsdóttir, neðri mynd, eru örskammt frá viðmiðunartölum Ólympíunefndar í sínum greinum. Fyrir Tryggva eru þessir Ólympiuleikar að öllum líkindum þeir síðustu sem hann á möguleika á, hann hefur stefnt markvisst á þá í fjögur ár, en Guðrún Fema er aðeins 16 ára gömul og aldurinn ætti ekki að hindra hana í að stefna á leikana 1988. Myndir: - eik. Guðmundur og Gísli Rún- ar fjórfaldir meistarar Guðmundur Símonarson, Ármanni, og Gísli Rúnar Gíslason, ÍR, hlutu flest gullverðlaun á Reykjavíkurmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum, 16 ára og yngri, sem haldið var um síðustu helgi. Guðmundur sigraði í öllum fjórum greinunum í piltaflokki og Gísli Rúnar í fjórum af fimm í sveinaflokki. Fanney Sigurðardóttir, Ármanni, sigraði í 50 m hlaupi, langstökki og langstökki án atrennu í stelpnaflokki en beið lægri hiut fyrir Guðrúnu Valdim- arsdóttur, ÍR, í hástökki. Hjördís Backman, Ármanni, og Kristín Pétursdóttir, IR, skiptu á milii sín sigurlaununum í telpnaflokki. Hjör- dís sigraði í 50 m hiaupi og langstökki án atrennu en Kristín í langstökki og 50 m grindahlaupi í meyjafiokki, Eva Sif Heimisdóttir, IR, í 50 rn hlaupi, Bryndís Guðmundsdóttir, Ármanni, í lang- stökki og Ingibjörg Pétursdóttir, Ár- manni, í langstökki án atrennu. Magnús Þórðarson, ÍR, vann þrjár greinar af fjórum í strákaflokki, 50 in hlaup, iangstökk og langstökk án at- rennu. Árni Þór Jónsson, ÍR bar hins Fundurá vegum ÍKFÍ í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 hefst að Hótel Esju kynningarfundur á vegum íþróttakennarafélags íslands. Fundarefnið verður „Framhalds- menntun íþróttakennara við erlenda skóla“. Frummælendur verða kennarar sem stundað hafa nám erlendis í lengri eða skemmri tíma. Ætla þeir að kynna þá skóla sem þeir stunduðu nám við, upp- byggingu þeirra og aðstæður. Einnig munu liggja frammi gögn um aðra skóla sem greininni tengjast. Annað sem máli skiptir, svo sem umsóknir, kostnaður, aðsetur og fleira, verður reynt að grafa upp og hafa tiltækt á fundinum. Helstu lönd sem fjallað verður um eru: Þýskaland, Kanada, USA, Noreg- ur, Danmörk, Svíþjóð og Bretland, og einnig verða kynnt hin ýmsu námskeið sem haldin verða erlendis í sumar. íþróttakennarar og nemar, sem áhuga hafa á viðbótarmenntun, eru hvattir til að mæta á fundinn. vegar sigurorð af honum í hástökki. Guðmundur Símonarson var eins og áður sagði sigurvegari í öllum fjórum greinunum í piltaflokki, 50 m hlaupi, langstökki, langstökki án atrennu og hástökki. Gísli Rúnar sigraði í 50 m hlaupi, 50 m grindahlaupi, langstökki og langs- tökki án atrennu í sveinaflokki en þar sigraði Steinn Jóhannsson, ÍR, í há- stökki. Ross er Ian Ross, enski þjáífarinn hjá 1. deildarliði Vals í knattspyrnu, kom til landsins fyrir rúmri viku og hóf störf samstundis. Stjórnar- menn Vals hafa lýsl yfir mikilli ánægju með að ná í þennan geð- þekka Skota sem þeir hafa ráðið til tveggja ára. „Ég reikna alls ekki með því að leika með Vals- liðinu sjálfur, mér sýnist þess ekki þurfa með,“ sagði hinn 37 ára Ross skömmu eftir komuna. Það hefur hins vegar heyrst á „eldri“ Völsurum að þeir vonist til þess að Ross muni leika með þeim í eldri flokknum á íslands- mótinu í sumar. - VS lan Ross Valur fær myndar- legan fjárstuðning Knattspyrnudeild Vals hefur fengið myndarlegan fjárstuðning frá Sjóvátryggingarfélagi íslands hf. 300 þúsund krónur, með samn- ingi um auglýsingar á búningum allra flokka nema meistaraflokks kvenna. Samningurinn giidir í eitt ár og f honum er innifalið að Valsmenn fá bónus frá Sjóvá ef liðið skilar viss- um árangri, t.d. meistaratitli, í haust. Þá eru leikmenn Vals slysa- tryggðir hjá Sjóvá og nær trygging- in yfir meiðsli og óhöpp sem eiga sér stað í leik, á æfingu eða í kepp- nisferðum. Samningurinn var undirritaður 27. mars sl. af Einari Sveinssyni, framkvæmdastjóra Sjóvá og dyggum stuðningsmanni Vals, og Grétari Haraldssyni, for- manni knattspyrnudeildar Vals. - VS stuttar fréttir. . . stuttar fréttir. . . stuttar fréttir. . . Örninn sigraði A-lið Arnarins varð bikarmeistari í borðtennis 1984 en bikarkeppnin var haldin í Fossvogsskóla sl. laugardag. í úrslitaleik mættust Örninn-A og Víkingur-A og vann Örninn 4:3 í hörku- spennandi viðureign. Úrslit réðust ekki fyrr en í síðasta leik, staðan var 3:3 fyrir viðureign Gunnars Finnbjörnssonar, Erninum, og Kristjáns Jónassonar, Víkingi, Gunnar vann leikinn af öryggi, 2:0. Sex lið tóku þátt í mótinu, auk úrslit- aliðanna voru það KR, Víkingur-B, Örninn-B og Örninn-C. Mótið var hald- ið í annað skipti en Örninn vann einnig í fyrra. Þór-FH kvöld Svartaþoka kom í veg fyrir fyrirhug- aða ferð FH-inga til Vestmannaeyja í gær en þá átti að fara fram bikarleikur milli efstu liðanna í 1. og 2. deild í hand- boltans. Reynt verður aftur í kvöld og hefst leikur Þórs og FH kl. 20.00 ef veðurguðir lofa. Leikið á Egilsstöðum Úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik fer fram á Egilsstöðum um næstu helgi og leika þar þrjú lið um eitt sæti í 1. deild, ÍME, Snæfell úr Stykkishólmi og Reynir Sandgerði. Keppni hefst á föstudagskvöidið með leik IME og Snæfells. Snæfell mætir Reyni á laugardaginn og Reynir leikur við ÍME á sunnudaginn. Leikirnir fara fram í hinu nýja íþróttahúsi á Egilsstöð- um og í hverjum þeirra útnefna áhorf- endur mann leiksins. Höttur með tvo Höttur á Egilsstöðum hefur ráðið tvo knattspyrnuþálfara fyrir sumarið. Emil Björnsson tekur við meistaraflokki karla sem leikur í 4. deild en Jón Þór Brandsson, fyrrum FH-ingur, stýrir 1. deildarliði kvenna og þjálfar einnig yngri flokka félagsins. Hringlað með bikarúrslit Úrslitaleikur bikarkeppni kvenna í blaki fer ekki fram í Hagaskóla laugar- daginn kemur og er allsendis óvíst hve- nær af honum verður. Stjórn Blaks- ambandsins komst að þeirri undarlegu niðurstöðu að leikurinn skyldi settur á heimavöll annars liðsins og á að leika hann á heimavelli Breiðabliks, í Digra- nesi í Kópavogi. Þetta er einstaklega óvanalegt þegar um úrslitaleik í bikar- keppni er að ræða, ekki síst þegar í mótabók BLI stendur skýrum stöfum að úrslitaleikurinn skuli fara fram ■ Hagaskóla laugardaginn 7. aprfl. Enska liðið valið Bobby Robson landsliðseinvaldur Englands í knattspyrnu tilkynnti í gær byrjunarlið sitt gegn Norður-írum á Wembiey í kvöld. Það er skipað eftir- töldum leikmönnum: Peter Shilton, Viv Anderson, Terry Butcher, Graham Ro- berts, Alan Kennedy, Sammy Lee, Ray Wilkins, Bryan Robson, Trevor Fra- ncis, Graham Rix, Tony Woodcock. Forystan minnkar Forysta Aberdeen í skosku úrvals- deildinni í knattspyrnu minnkaði í 3 stig í fyrrakvöld. Aberdeen og Hearts gerðu þá jafntefli, 1:1, Celtic vann Rangers, 3:0, og Dundee United vann Dundee. 5:2. stuttar fréttir. . . stuttar fréttir. . . stuttar fréttir. . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.