Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. aprfl 1984
Erlendar fréttir
Portúgalir semja
við Kanadamenn
í byrjun marsmánaðar birti blað-
ið Fishing News International þá
frétt að Portúgal hefði ákveðið að
kaupa frá Kanada á árinu 1984
25000 tonn af fullverkuðum, þurr-
um saltfiski sem lágmark. Þá fá
Portúgalir leyfi til að veiða 8000
tonn af þorski innan 200 mílna fisk-
veiðilögsögu Kanada af þeirra há-
marksafla og 100 tonn af þorski á
miðum við Labrador utan við há-
marksafla Kanada.
Umskipulagning
ráðuneyta í Portúgal
Portúgalir hafa nýlega stofnað
sérstakt sjávarútvegsráðuneyti og
undir það heyra allar fiskveiðar og
einnig verslunarflotinn. Ráðuneyt-
ið er skipt á milli þessara tveggja
greina og er sérstakur ráðuneytis-
stjóri settur yfir fiskveiðarnar og
annar yfir siglingarnar. Áður
heyrði þetta undir mörg ráðuneyti.
Hinn nýi sjávarútvegsráðherra
Portúgal heitir Carlos Melaneia.
Færeyski togarinn Snoddid
Verður hœgt að geyma
nýfiskflök í2 mánuði?
Samkvæmt fréttum frá Tromsö í
Noregi hefur Fiskeriteknologisk
Forskningsinstitutt (FTFI) ásamt
Tromsö Háskóla tekist að geyma
ný fiskflök í allt að tvo mánuði við 4
stiga hita.
Tilraunir á þessu sviði eru búnar
að standa lengi yfir. Að sjálfsögðu
er það ekki að fullu upplýst í smáat-
riðum hvernig að þessu er farið, en
þó er þaðvitað að við þessar til-
raunir hefur verið notuð sorbinsýra
í sambandi við breytt andrúmsloft
við pökkun flakanna.
Reynist þessi nýja geymsluað-
ferð jafnvel og tilraunirnar gefa til
kynna, þá gæti orðið um byltingu
að ræða á þessu sviði, svo framar-
lega sem fiskflökin halda fullu heil-
næmi og aðferðin verður ekki of
dýr í framkvæmd.
Aframhaldandi
aukning í sölu
á norskum eldislaxi
Fiskeoppdretternes Salgslag í
Noregi seldi í sl. janúarmánuði
1947 tonn af slægðum eldislaxi með
haus og 175 tonn af regnbogasil-
ungi slægðum með haus.
Samanborið við janúar 1983 þá
óx sala á laxi um 945 tonn en salan á
regnbogasilungi varð 77 tonnum
minni.
Jóhann J.E. Kúld
skrifar um
fiskimál
Meðalverð til framleiðenda var
fyrir 3-4 kg. lax n.kr. 41.04 kg. en
var í janúar 1983 42.90 kg.
Verð á regnbogasilungi í janúar
sl. fyrir 1-2 kg. fisk var n.kr. 27.71
en í janúar í fyrra n.kr. 23.22.
Miðað við verð í desember 1983
þá varð verðið á laxi 0.50 n.kr.
lægra í janúar en verð á regnboga-
silungin.kr. l.OOhærra reiknaðvar
meðan salan í febrúar yrði á bilinu
1500-1700 tonn.
Tvöfaldast fiskneysla
jarðarbúa til
aldamóta?
Matvælasérfræðingar FAO
segja, að ef fiskneysla jarðarbúa
aukist með sama hraða og nú ger-
ist, þá verði hún orðin tvöföld mið-
að við það sem hún er í dag árið
2000.
Fœreyingar halda
áfram að stœkka
togaraflotann
Þann 1. mars sl. afhenti Lang-
sten Ship og Bátbyggeri A.S. í
Tomrefirði í Noregi togara númer
2 til Færeyinga á þessu ári. En
þriðja skipið og það síðasta, sem er
verksmiðjutogari, verður afhent
um mánaðamótin mars-apríl. Tog-
arinn sem nú var afhentur Færey-
ingum er ætlaður til að veiða í ís.
Hann hlaut nafnið „Snoddid".
Skipið er smíðað samkvæmt regl-
um norska Veritas. Það er 46.70
má lengd og mesta breidd þess
39.20 m. ogdýpt að efra þilfari 7.10
m. Togarinn hefur 2250 hestafla
þungbyggða Wiehmannvél og er
búinn öllum fullkomnustu tækjum
til siglinga og veiða m.a. Finsam
ísframleiðsluvél sem framleiðir 9
tonn af ís á sólarhring. Á skipinu
verður 18 manna skipshöfn.
Áhald sem eykur
endingu togvíra
Lengst af hafa togvírar og aðrir
samsettir stálvírar verið smurðir á
þann hátt að bera smurolíu utan á
þá til að verja þá sliti og ryði.
Nú hefur Norðmaður að nafni
Tor B. Kragebaum fundið upp lítið
áhald til að smyrja með slíka víra
og fengið einkaleyfi á því, en fyrir-
tækið Masto Wire Service í Kristi-
ansand framleiðir áhaldið. Með
þessu litla áhaldi er smurolíunni
þrýst í gegnum vírinn, en situr ekki
bara utaná eins og var þegar olían
var borin utan á vírinn. Þessi
smurningsaðferð er talin geta tvö-
faldað eða jafnvel þrefaldað end-
ingu víra og þar með sparað mikið
fé.
Þorsk- og rœkjuafli
Grœnlendinga
Dansk Fiskeri Tidende frá 2. fe-
brúar sl. skýrir frá því samkvæmt
heimild Konunglegu grænlensku
verslunarinnar að þorskafli Græn-
lendinga á árinu 1983 hafi verið
24.545 tonn. Þetta er 13.7% minni
þorskafli heldur en 1982. Þá veiddu
Grænlendingar 11.133. tonn af
rækju á sl. ári sem er 824 tonnum
minna en 1982.
Fiskveiðar Fœreyinga
1983 utan heimamiða
Á sl. ári veiddu Færeyingar
þorsk í fiskveiðilögsögu annarra
ríkja samkvæmt samningum sem
hér segir: í norskri landhelgi 6.800
tonn. í Eystrasalti í fiskveiðilög-
sögu Sovétríkjanna og Austur-
Þýskalands 5.900 tonn. Á íslands-
miðum 5.626 tonn. Við Kanada
4.360 tonn. í Barentshafi á hinu
sameiginlega hafsvæði Noregs og
Sovétríkjanna 3.272 tonn og í fisk-
veiðilögsögu Sovétríkjanna í Bar-
entshafi 711 tonn. Alls 26.669
tonn. (Heimild: Dansk Fiskeri Tid-
ende, 9. febr. 1984).
Ennþá geta vígvélar
síðari heimsstyrjaldar
gert skaða
Á sl. ári gerðu Norðmenn óskað-
legar 5403 sprengjur, stórar og
smáar, á norsku landi og á miðum
við ströndina. Af þessum ófögnuði
voru 22 tundurdufl, 7 tundurskeyti
og 1200 sprengikúlur af mörgum
gerðum. Frá stríðslokum 1945 hafa
Norðmenn fundið og eyðilagt
433.459 sprengjur frá stríðsárunum
innan norskrar landhelgi eða uppi
á landi. Meðal þessara vítisvéla
voru 5962 þýsk tundurdufl, 3162
bresk og 67 rússnesk.
Tilboð í norskan eld-
islax frá Frakklandi
og Italíu
í fyrstu viku marsmánaðar bár-
ust tilboð í norskan eldislax frá
Frakklandi og Ítalíu og var sifverð
eftirfarandi fyrir slægðan fisk með
haus. Fyrir 2-3 kg. fiskn.kr. 39.41;
3-4 kg. n.kr. 43-45 kg.; 4-5 kg. fisk
n.kr. 46-49 kg; 5-6 kg. fisk n.kr.
51-53 kg.; fyrir 6-7 kg. fisk n.kr.
56-60 kg.; fyrir 7-8 kg. fisk n.kr.
61-63 kg.
Ný norsk aðferð við að
breyta sjó í ferskt vatn
Norðmenn hafa nú fundið upp
riýja aðferð við að breyta sjó í
ferskvatn og hafa tekið einkaleyfi á
henni. Reynsluvélin sem framleidd
var til þessara nota þarf 7.5 kw raf-
magn við framleiðslu á tíu tonnum
af vatni og kosta þá 1000 lítrarnir
samkvæmt norskum útreikningi
n.kr. 6-7. Aðferð þessi er sögð
mjög einföld í sniðum, þar sem
sjórinn fer í gegnum vélina undir
miklum þrýstingi, sem skilar 15%
hans sem algjörlega fersku vatni.
Eftir lýsingunni er þetta einskonar
rafknúin skilvinda. Sagt er að fyrst
í stað verði þessar vatnsvélar fram-
leiddar fyrir norsku borpallana.
Stærð vélarinnar getur farið eftir
vatnsþörf.
20. mars 1984.
ÚTBOÐ
Tiiboð óskast í að ganga frá lóð við dagheimili, leik-
skóla og skóladagheimili við Hraunberg fyrir Bygging-
adeild Borgarverkfræðings.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn 1500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11.
apríl nk. kl. 11 fyrir hádegi.<
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Pípulagningar
Tek aö mér alla almenna pípulagningavinnu.
Einnig gripahúsainnréttingar úr járni. Magn-
ús Hjaltested, pípulagningameistari, sími
81793.
Tilboð óskast í tæki fyrir hjartarannsóknarstofu (ang-
iographic work) Landspítalans í Reykjavík. Útboðs-
gögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7. Tilboð
verða opnuð á sama stað 3. maí 1984, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Sprunguþéttingar
Þéttum sprungur í steinveggjum, þéttum bárujárnsþök
sem farin eru að ryðga. Látið fagmenn sjá um viðgerð-
irnar. 10 ára reynsla á þéttiefnum á íslandi. Upplýsing-
ar í síma 66709 og 24579.
Auglýsið í Þjóðviljanum