Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Borgarstjóri hefur lagttil að hunda- haldverði heim- ilað í Reykjavík næstu tvö árin en þá fari f ram kosn- ing í borginni um málið. Sjá bls. 5 apríl miðvikudagur 79. tbl. 49. árgangur Nýjar radarstöðvar á íslandi og Grænlandi Liður í undirbúningi „takmarkaðs stríðs“ segir danskur sérfrœðingur um öryggismál Áform um nýjar radarstöðvar á íslandi og Grænlandi eru liður í heildarenduruppbyggingu á radar- og fjarskiptakerfi Bandaríkjahers frá Álaska um norðurströnd Kanada yfir Grænland til íslands. Enduruppbygging þessi er gerð sam- fara því að bandarísk stjórnvöld hafa horfið frá kenning- unni um ógnarjafnvægið og miða varnir sínar í æ ríkari mæli við möguleikann á að heyja takmarkað stríð við Sovétríkin, sem þá yrði háð í Evrópu en ekki Bandaríkjunum. Hinar nýju stöðvar eiga að vera þannig búnar að þær geti staðið af sér átök um leið og hin nýja herstjórnarlist miðar öll að því að gera vopn og stjórnstöðvar Sovétríkjanna óvirk í „fyrsta höggi“. Þessar upplýsingar koma fram í grein sem danskur sér- fræðingur um öryggis- og varnarmál skrifar í nýjasta hefti danska tímaritsins Forsvar. _____________________________________________________ólg. Sjá bls. 7 Ríkið brýtur lög á fötluðum börnum: Sumardvölin „gleymdist“ í fj árlögum „Ef félagsmálaráöherra leiöréttir þetta ekki sýnist mér aö foreldrar í Öskjuhlíöarskóla verði aö borga upp- undir 30 þúsund krónur fyrir 5-6 vikna sumardvöl barnanna í Aöaldal", sagöi Baldur Jónasson í gær, en hann á barn í Öskjuhlíðarskóla. Á síðari árum hefur börnunum gefist kostur á sumardvöl í Hafralækjarskóla í Aðaldal og hafa for- eldrar greitt þriöjung kostnaöar á móti ríki og borg. Eftirgildistöku laganna um aöstoö við fatlaða telur borgin sig ekki eiga að taka þátt í þessum kostnaði lengur og ríkiö hefur ekki áætlað fyrir sínum hluta á fjárlögum. Baldur sagði að í 7. grein laganna væri skýrt tekið fram að það væri skylda ríkisins að greiða fyrir sumardvölina, en hins vegar hefði „gleymst" að áætla fyrir því, þrátt fyrir að fjárveitinganefnd hefði ítrekað ver- ið bent á þetta ákvæði. Foreldrafélagið leitaði þá til borgarinnar, sem greiddi 360 þúsund í sumardvölina í fyrra, en á þeim bæ er vísað yfir á ríkið með tilvísun í lögin. „Þessi sumardvöl er ákaflega brýn fyrir bömin og reyndr heimilin líka“, sagði Bald- ur. „Þegar skólanum lýkur í vor verður a.m.k. annað foreldrið að vera heima og hætta að vinna og ég veit að börnunum finnst ekkert sumar nema þau komist norður". í fyrra kostaði 6 vikna dvöl 12 þúsund krónur og ef foreldrar borga áfram þriðj- ung sagði Baldur að upphæðin í sumar yrði um 16 þúsund. „Hins vegar fer það upp undir 30 þúsund ef ríkið ætlar að koma sér undan lagaskyldum sínum“, sagði hann. Hún valdi frekar ávaxtasafann en kókið. Neytendasamtökin hafa mótmælt þeirri furðulegu ákvörð- un fjármálaráðherra að lækka verð á gosdrykkjum en stórhækka það á ávaxtadrykkjum. Er nú svo komið að hægt er að fá tvær kók fyrir eina fernu af ávaxtadrykk og kemur sú verðlagning á hollustudrykkjum mönnum spánskt fyrir sjónir. Ljósm. Atli. Láglaunasvæðið lokkar auðhringa „ísland er Singapore norðursins“ segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra • Hvergi í Vestur-Evrópu jafn lág laun, segir ráðherrann • Ummœli Sverris vekja athygli í Finnlandi Frá fréttaritara Þjóðviljans í Hels- síðustu viku. Samkvæmt frásögnum Sverrir Hermannsson sagði í við- Helsingin Sanomatsum Íslandí gæren ingfors, Sigurdóri Sigurdórssyni: finnsku blaðanna Helsingin Sanomat tölum við hina finnsku blaðamenn að í opnu blaðsins Socialdemokraten var - Það eru hvergi í Vestur-Evrópu og Socialdemokratan í gær sagði iðnað- ríkisstjórnin bindi vonir við að þetta sömu ummæli að finna. Að sögn blaða- jafn lág laun og á íslandi og þess vegna arráðherra: „Island er í dag Singapore freistaði erlendra auðhringa að koma manns Þjóðviljans í Helsingfors vöktu eiga íslendingar mikla möguleika á að eða Japan norðursins með lág laun og til íslands. þessi ummæli ráðherrans mikla athygli fá erlent fjármagn inn í stóriðju, sagði þess vegna ætti það að freista erlendra og umtal um íslenska þjóðfélagið. Sverrir Hermannsson við finnska stórfyrirtækja að sækja eftir að stofna Fréttin af þessum ummælum iðnað- blaðamenn sem voru á ferð á íslandi í fyrirtæki á Islandi“. arráðherra var á forsíðu aukablaðs - S.dór/óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.