Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 9
Miðvíkudagur 4. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Lárus Skúlason er tallnn fyrsti kennari við samfellda barnakennslu f Neshreppi utan Ennis en hann flutti tll Hellissands vorift 1883. Tímamót í Neshreppi utan Ennis \ Hið inýja skólahús var tekið í notkun haustið 1981. Þar eru 6 kennslustofur auk þess sem 6 ára börnum er kennt í ófullgerðum hluta skólans. 11 kennarar starfa við skolann í vetur og kenna 102 börnum. SamfeUd barna- fræðsla í 100 ár Öld er liðin síðan barnafræðsla í skóla byrjaði á Hellissandi. Hreppsbúar minntust þessara merku tímamóta vikuna 19. - 25. mars og var það gert á ým- islegan hátt. Alls konar uppá- komur voru alla vikuna í skólan- um. Aðaldagskráin var á iaugardaginn 24. og sunnu- daginn 25. Á laugardagskvöld- ið var sýnt leikrit eftir einn kenn- araskólans, Kristinn Kristjáns- son í félagsheimilinu Röst. Aldarafmæli samfelldrar barnafrœösln í Neshreppi utan Ennis Á hlnu merku tímamótum í Neshreppi utan Ennls hefur verið ráðist í útgáfu á glæsilegu afmælisriti sem fullt er fróðleiks um aidar barnafræðslu vestra. í Reykjavík fæst ritið fi Versl- uninni Nóatúni. Húsfyllir var á sýningunni og ríkti mikil stemmning og ánægja meðal leikhúsgesta. Sérlega skemmtilegt var að nokkur börn léku þarna með fullorðnafólkinu og stóðu þau sig með mjög miklum ágætum ásamtöðrum leikendum. Dagskráin hófst kl. tvö á sunnu- dag í hinu nýja grunnskólahúsi. Þar > var fjöldi gesta ásamt flestu heimafólki. Þarna voru uppi sýn- ingar þriggjá listamanna, Lúðvíks Albertssonar, Jónasar Guðmunds- sonar og Guðna Ómars Svavars- sonar, ásamt handavinnusýningu barnanna. Börnin seldu heima- gerða veggskildi úr leir með mynd af grunnskólanum og fleiru og var þetta brennt í ofni skólans og búið til af börnunum sjálfum. Sjómenn og útgerðarmenn í hreppnum gáfu skólanum brjóst- mynd af Lárusi Skúlasyni stofn- anda skólans. Var myndin til sýnis í skólanum steypt í gifs en verður steypt í kopar, og komið fyrir á lóð skólans. Tvö börn Lárusar Skúla- sonar voru þarna viðstödd og færðu þau skólanum peningaupp- hæð að gjöf. Átthagafélag Sandara gaf tvo mannhæðarháa glerskápa og voru náttúrugripir á þeim, nokkrir upp- stoppaðir fuglar, m.a. snæugla, og mjög fallegt steinasafn. Þessir nátt- úrugripir voru gefnir af heima- mönnum í tilefni afmælisins. Vand- að og yfirgripsmikið afmælisrit var gefið út af þessu tilefni og var það selt þarna. Dagskrá hófst með ræðu oddvita byggðarinnar, Gunn- ars Más Kristóferssonar og kom hann víða við. Kynntu börn dag- skrárliði. Blandaður kór kirkju- kórs og tónkórs Hellissands undir stjórn Kay Wiggs söng nokkur lög. Snorri Þorsteinsson námsstjóri flutti ræðu. Barnakór söng undir stjórn Guðrúnar Birnu Hannes- dóttur og einnig lék bjöllukór skólans nokkur lög. Nokkur börn léku einleik á ýmis hljóðfæri, fleiri ræður voru fluttar og börnin sýndu hluta af kvöldvöku sem haldin hafði verið fyrr í vikunni. Dagskrá- in var löng og vönduð. Margar gjafir bárust skólanum af þessu til- efni og er of langt upp að telja. Að loknum sleit skólastjóri Haukur Matthíasson dagskránni og bauð öllum til kaffidrykkju í Röst í nafni foreldrafélags skólans. Samkomu- gestir skoðuðu sýningarnar og að- komugestir hinn glæsilega skóla. Þá var haldið út í Röst og sest að mjög myndarlegu kaffiborði sem bókstaflega svignaði undan hinum góðu og miklu veitingum. Allir þingmenn kjördæmisins voru þarna til að samgleðjast hreppsbú- um og tóku til máls meðan setið var að veitingum, Friðjón Þórðarson, Skúli Alexandersson og Eiður Guðnason. Þeir báru fram árnað- aróskir og þökkuðu fyrir ánægju- lega helgi. Hrefna Magnúsdóttir Nokkrir krakkar t tíma hjá Unu Jóhannesdóttur. Á myndinni eru allir nemendur og kennarar fyrir framan gamla barnaskólann á Hellissandi árið 1935. Vinstra megin við hópinn eru Skúli Guómundsson kennari og Bogi Sigurðsson kennari. Hægra megin eru Friðrik skólastjóri og Bjöm kennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.