Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN; Miðvikudagur 4. apríl 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Vorhappdrætti tlip! VORHAPPDR/ETTI Alþýðubandalagsins i Reykjavík Verð ki. 100- VINNINGAR: Oregið 10.MAI f -3 fcfóavirwikigai •' l8igufíi:f;i msð Sðmvinnuferöum !.an'Jsýn að v8íðm«Bti20000ki. hver SOtiOG. 4. 6 Fetftavimiingar í leigúflúgi mð Saitivir.nufurðufii • Iðnrfsýn sð verðmæ fi 15X500 kf. hvei Vinningaf aiis 105.000,- F jöltfi tniða 6425 Alþyðiibamiaisgið i Rcyk javik: Hverfisgöh) 105,101 Reykjavik. Simi: :R1 i 1 /500 Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir glæsilegu vorhappdrætti. Vinningar eru 6 ferðavinningar í leiguflugi með Samvinnuferðum - Landsýn að heildarverðmæti 105.000,- krónur. Dregið verður í happdrættinu 10. maí. Þess er vænst að félagar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík bregði skjótt við og greiði heimsenda miða hið fyrsta í næsta banka/pósthúsi eða á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sláum saman! Stöndum saman í slagnum! Styrkjum baráttu Alþýðubandalagsins! Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Kópavogi: Bæjarmálaráð Bæjarmálaráð heldurfund í Þinghóli, miövikudaginn 4. apríl kl. 17.30. Dagskrá: 1. Framkvæmdir bæjarfélagsins 1984,2. Lista- og menning- arsjóður. Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni Fundur verður haldinn um atvinnumál á Selfossi laugardaginn 7. apríl i kl. 14 að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Framsögumaður verður Þorsteinn Garðarson iðnráðgjafi. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Selfossi og í nágrenni Garðar Sigurðsson alþingismaður hefur viðtals- tíma í húsinu að Kirkjuvegi 7 á Selfossi laugardag- inn 7. apríl að loknum félagsfundi um atvinnumál. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Æskulýðsfy Ikingin: Félagsmálanefnd ÆFAB Allsherjarfundur félagsmálanefndar verður haldinn miðvikudaginn 4. apríl að Hverfisgötu 105, kl. 20.30. Tekin verður fyrir undirbúningur afmælisveisiu ÆFAB. - Eiki, Halli, Óli. Æskulýðsfylkingin Stofnfundur Æskulýðsfylkingar AB á ísafirði verður haldinn laugardaginn 7. apríl kl. 13.30 í húsnæði Alþýðubandalagsins, Aðalstræti 42. Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólafur Ástgeirsson frá ÆF í Reykjavík mæta á fundinn. Ungt fólk er hvatt tll að fjöimenna. Vinsamiega sendið eða hringið inn auglýsingar í þennan dálk fyrir klukkan 16 daginn áður en þær eiga áð birtast og talið við Einar Karl eða Álfheiði. - Ritstjórn. ®FJÓRÐUNGSSJÚKRA- HÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að ráða SKRIFSTOFUSTJÓRA Staðan er laus nú þegar. Um er að ræða fjölbreytileg skrifstofustörf auk stjórnunarstarfa. Leitað er eftir viðskiptafræðingi eða bókara með góða menntun á því sviði, einnig er reynsla af tölvuvinnslu æskileg. Laun samkvæmt launakerfi Akureyrarbæjar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 7. apríl nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Gunnar Páll með „Sherry- skinku“ Nú hefur Gunnar Páll Ingólfsson hjá ísmati hf. fundið upp á því að búa tii skinku úr hrossakjöti og svínakjöti og nefnist hún „Sherry- skinka“. Er þetta ný framleiðsla. Samsetningin hjá Gunnari er þessi: 75% skinkunnar er hrossa- kjöt en 25% svínakjöt. Auk þess ofurlítið krydd og fáeinir dropar af sherryi. Segir Gunnar sherryið gegna því hlutverki að „mýkja“ kjötið, auk þess sem það gefur færi á lokkandi nafni. Þeir sem smakkað hafa skinku Gunnars, ljúka lofsorði á hana þó að ein og ein harðsoðin hrossa- kjötsæta hafi fundið að því að finna ekki nógu mikið bragð af hrossa- kjötinu! Gunnar Páll telur að sherry- i skinkan eiga að geta verið ódýrari en sú skinka, sem búin er til á venjulegan hátt, úr svínakjöti. -mhg. ; Guðmundur Framhald af bls. 10 mundar og hin mikla einlægni sem hann átti samfara hörkunni. Því að sannarlega var harka hans meiri en annarra ungra manna á hans reki, sem borin var uppi af ósveigjanlegu stolti. Fyrir því var hann líka uppreisnarmaður. Það gerði hann á Laugarvafni haustið 1939 þegar hann neitaði að krjúpa fyrir skólastjóranum og var einn ní- umenninganna, sem heldur yfirgaf skólann. Hann var meira en áratug eldri en ég, sem á þeim aldri var mikill aldursmunur, en alltaf talaði hann við mann eins og jafningi. Það var hjartalagið. Það lék um hann hetjuljómi vegna karlmennskunnar. Frægar voru sögur af honum sem bílstjóra þau ár, sem hann ók hjá Kaupfé- laginu. Einkum þegar hann eitt sinn var staddur á Reyðarfirði með tóman vörubíl og var beðinn um í ofboði að sækja lækni upp í Fljóts- dal til þess að bjarga manni úr bráðum lífsháska. Þá voru vegir vondir, holóttir og krókóttir. Guð- mundur lét í snatri henda átta síld- armjölspokum á bílpallinn og snar- aðist á stað. Það er í minnum haft, þegar bíllinn fleytti kerlingar upp Fellin og var óðara kominn til baka. Hann bjargaði lífi Jökuldælings- ins. „Aldrei hefir enn í manna minni meira riðið nokkur fslend- ingur“, kvað Grímur í Skúlaskeiði. Þetta átti við um hann Guðmund sem bílstjóra - og aldrei hlekktist honum á! Svona var hann og svona munum við hann og það er gott að muna svona karlmenni. Þegar hann er ekki lengur meðal okkar, votta ég Siggu og sonum þeirra dýpstu samúð mína. Sigurður Blöndal. Útför eiginmanns míns og föður okkar GuðmundarJóhannessonar frá Vík í Mýrdal fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Sigríður Þormar og synir. 0 - ' Svavar Viiborg Sveinn Margrét JSajk Helgi Hjörleifur Lára Jóna Óttar Magni Alþýðubandalagið Forystumenn ferðast um Austurland Dagana 4.-8. apríl munu Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, Vil- borg Harðardóttir varaformaður og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri flokksins svo og alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson og Sveinn Jóns- son varaþingmaður ferðast til átta byggðarlaga á Austurlandi, halda þar almenna og opna fundi og hitta fólk, m.a. á vinnustöðum. Einnig verða með í ferðinni fulltrúar úr stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubanda- lagsins, þau Lára Jóna Þorsteinsdóttir og Óttar Magni Jóhannsson og ræða þau við ungt fólk á stöðunum. Opnir fundir verða sem hér segir: Egilsstaðir: miðvikudag4. apríl kl. 21 (Hús Slysavarnarfélagsins) Helgi, Vilborg og Sveinn verða á fundinum. Seyðisfjörður: fimmtudag 5. apríl kl. 20.30 (Herðubreið) Helgi, Vilborg og Sveinn. Neskaupstaður: fimmtudag 5. apríl kl. 20.30 (Egilsbúð) Svavar, Margrét, Hjör- leifur. Fáskrúðsfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Skrúður), Svavar, Margrét, Hjör- leifur. Stöðvarfjörður: föstudag 6. apríl kl. 20.30 (Samkomuhúsið) Helgi, Vilborg, Sveinn. Breiðdalur: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Staðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Eskifjörður: laugardag 7. apríl kl. 14.00 (Valhöll) Svavar, Margrét, Hjörleifur. Borgarfjörður eystri: sunnudag 8. apríl kl. 14 (Fjarðarborg) Helgi, Vilborg, Sveinn. Reyðarfjörður: sunnudag 8. apríl kl. 16.00 (Hús verkalýðsfélagsins) Svavar Margrét, Hjörleifur. Ein framsöguræða verður á hverjum fundi. Almennar umræður. Fundarboðendur sitja fyrir svörum. Fundirnir eru öllum opnir. Alþýðubandalagiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.