Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.04.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. aprfl 1984 Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshús VR sumariö 1984. Umsóknír á þar til gerö eyðublöð þurfa aö berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi miðvikudaginn 18. apríl 1984. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal að Laugarvatni í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Norður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafadvalið sl. 5 ár í orlofshúsunum átímabilinu 15. maí til 15. september sitja fyrir dvalarleyfum til 20. maí nk. Leiga veröur kr. 1.800,- á viku og greiðist við úthlutun. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningnum fyrir 3. júní nk. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins sunnudag- inn 13. maí nk. kl. 14.00 og hafaumsækjendurrétttilaðveravið- staddir. ORLOFSSTYRKIR Auglýst er eftir umsóknum um orlofsstyrki sumarið 1984. Ákveðið hefur verið að úthluta allt að 150 styrkjum að fjárhæð kr. 2.000.- hverjum. Aðeins þeir sem verið hafa fullgildir félagsmenn í VR í 5 ár eða lengur eiga rétt á að hljóta orlofsstyrk. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja eru þau sömu og við úthlutun dvalar- leyfa í orlofshús VR, þ.e. þeir sem dvalið hafa í orlofshúsum VR sl. 5 ár eiga ekki rétt á orlofsstyrk. Þeir sem hljóta orlofsstyrk, fá ekki úthlutað sumarhúsi næstu 5 ár. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi miðvikudaginn 18. apríl nk. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunar- innar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalskoðun bifreiða 1984 í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi kl. 09 -12 og 13 - 16.30 eftirtalda daga. Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Þriðjudaginn LOGALAND LAMBHAGI OLÍUSTÖÐIN 10. apríl í 11. apríl í 12. apríl í 13. apríl i 17. apríl í 18. apríl í 24. apríl í 25. apríl í 26. apríl í 27. apríl í 2. maí í 3. maí í 4. maí í 8. maí í Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi Borgarnesi 9. mai 10. maí 11. maí 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3Í 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.3C 9-12 og 13-16.31 9- 12 og 13-16.3C 10- 12 og ‘ 10-12 og kl. kl. kl. 10-12 og 13- 13.- 13- Endurskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 12. - 14. júní og í Lambhaga kl. 10 - 12 og Olíustöðinni kl. 13-16 þann 15. júní. Við skoðunina ber að framvísa kvittun fyrir greiddum bifreiðagjöld- um, tryggingariðgjöldum og gildu ökuleyfi. Athugið að engin aðalskoðun fer fram á mánudögum. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 28. mars 1984 Ályktun frá íbúum Seljahverfis Vernda úti- vistar- svæði „Fundur íbúa í Seljahverfi hald- inn í Seljaskóla miðvikudaginn 28. mars 1984 beinir þeirri áskorun til skipulagsyfirvalda og borgar- stjórnar Reykjavíkur, að staðsetn- ing Arnarnesvegar verði breytt þannig að Vatnsendahvarf við jað- ar Seljahverfis verði nýtt áfram sem útivistarsvæði fyrir íbúa nær- liggjandi hverfa. Svæðið er friðlýst en lagning stofnbrautar um það myndi gjör- samlega eyðileggja möguleika á nýtingu þess. Fundurinn bendir á að svæði þetta er eitt mest notaða útivistar- svæði borgarinnar, jafnt sumar sem vetur.“ Laufey Selma Tónleikar í Keflavík í kvöld kl. 20.30 halda þter Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari tónleika í Tónlistarskólan- um í Keflavík. Tónleikarnir eru haldnir á veg- um Tónlistarfélagsins í Keflavík og í dag leika þær Laufey og Selma rir nemendur Fjölbrautaskólans. efnisskrá eru fiðlusónötur eftir W.A. Mozart og Edvard Grieg og Fjögur lög op. 17 eftir Josef Suk. Fyrirlestur um kvennaútvarp Miðvikudaginn 4. april (i kvöld) kl. 20.30 heldur Vibeke Als fyrir- iestur í Norræna húsinu og nefnir: „Kvinder í modlyd“. Vibeke Als er cand. mag. í dönsku og íþróttum, en starfar nú sem menntaskólakennari í Helle- rup. Vibeke Als hefur í mörg ár unnið mikið innan kvennahreyfingarinn- ar og í undanfarin tvö ár unnið að stofnun kvennaútvarps á Kaup- mannahafnarsvæðinu. En til þess að konur geti sjálfar tjáð sig um eigin reynsluheim og gert dagskrár um málefni kvenna þótti nauðsyn- legt að koma á fót útvarpsstöð er rekin yrði af konum fyrir konur. Fyrir ári síðan hóf „Útvarp Sokke- lund“ útsendingar. Vibeke Als hef- ur gert margar athyglisverðar dag- skrár fyrir útvarpið og ætlar hún að segja frá þejm í fyrirlestrinum í Norræna húsinu og hvers vegna þörf er á að reka sérstakt kvenna- útvarp. Samvinnubankinn á Patreksfirði mun frá og með fimmtudeginum 5. apríl nk. auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu á ferða- og námsmannagjaldeyri. Þar verður einnig hægt að stofna innlenda gjaldeyrisreikninga auk (aess sem útibúið veitir alia þjónustu varðandi VISA-greiðslukort. [ERLEND DPIT vínnubankínn Patreksfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.