Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ney tendasamtöki n kanna kartöflur í verslunum Neytendasamtökin könnuðu gæði matarkartaflna á höfuðborg- arsvæðinu þann 11. aprfl sl. en þá voru hér á markaði finnskar og hoilenskar kartölfur. 36,4 prósent kartaflnanna reyndust skv. könn- uninni eiga heima í þriðja flokki eða neðar og engin versiun hafði kartöflurnar í kæli. Forystumenn Alþýðubandalagsins Gera reisu á Snæ- fellsnes Forystumenn Aiþýðubandalags- ins munu ferðast um Snæfellsnes og Daii dagana 28. aprfl til 1. maí næstkomandi. Þátttakendur í þess- ari ferð verða m.a. Svavar Gests- son formaður bandaiagsins, al- þingismennirnir Skúli Alexanders- son og Steingrímur Sigfússon, fuli- trúar frá Æskulýðsfyikingu AI- þýðubandalagsins. Þegar hafa verið ákveðnir fundir um landbúnaðarmál og stjórn- málaástandið í félagsheimilinu að Lindartungu Kolbeinsstaðahreppi laugardaginn 28. apríl kl. 20.30 og í félagsheimilinu Dalabúð Búðardal kl. 13.30 sunnudaginn 29. apríl. Þá verður fundur í Ólafsvík sunnudag- inn 29. apríl kl. 20.30 þar sem sér- staklega verður fjallað um sjávarú- tvegsmál. Mánudaginn 30. aprfl verða vinnustaðir heimsóttir á nes- inu og dvalið í Grundarfirði á bar- áttudegi verkalýðsins 1. maí. Fundirnir verða að sjálfsögðu opn- ir öllu áhugafólki. -óg Alþýðubandalagið Opin ráð- stefna um sveitarstjórnarmál Alþýðubandalagið heldur ráð- stefnu um sveitarstjórnarmál helg- ina 4.-6. maí n.k. að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um sveitarstjórnarmál og skal tilkynna þátttöku sem fyrst á skrifstofu AB, síma 17500. Á dagskrá ráðstefnunnar eru m.a. framsöguerindi um sveitar- stjórnarlög, starf í meirihluta og minnihluta og samstarf sveitar- stjórnarmanna flokksins á hinum ýmsu stöðum á landinu. Þá verður fjallað um eflingu sveitarfélaga, lýðræði og valddreifingu, fjármál sveitarfélaga og einnig verður í hópum fjallað um þrjá stóra mála- flokka: fræðslumál, félagsmál og umhverfismál. Síðdegis á sunnudag sitja þau Sigurjón Pétursson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Björn Ólafsson og Kristinn V. Jóhannsson fýrir svörum en gert er ráð fyrir að ráð- stefnunni ljúki kl. 15.30 á sunnu- dag. Ráðstefnustjórar eru Hilmar Ingólfsson, Garðabæ, og Þuríður Pétursdóttir, ísafirði, og þess má geta að barnagæsla verður eftir há- degi á laugardag og sunnudag. -ÁI Þriðja flokksvara! Lélegar geymslur, skemmdar og smithœttulegar kartöflur! Sáralítið var um kartöflur, sem ekki náðu lágmarksstærð, þ.e. 35 mm. Flestir pokanna voru með pökkunardagsetningu 4. og 5. apr- fl, en kartöflurnar voru keyptar 10. apríl. Kartöflur frá einni verslun skáru sig úr, voru nánast blaut eðja. Verslunin sem seldi kartöflurnar var SS Miðbæjarmarkaði. Þar var m.a. poki á boðstólum, sem pakk- að var í febrúar. Þann 12. apríl könnuðu Neytendasamtökin dag- setningar á kartöflunum þar og í ljós kom að helmingur var pakkað- ur um miðjan mars og það nýjasta var frá 2. aprfl. í kartöflunum frá Finnlandi het- ur fundist sýking, svokallað hring- rot. Hefur rúmum 50 tonnum verð fleygt af þeim sökum. Sjúkdómur þessi er bakteríusjúkdómur í leiðsluvef og smitast gegnum augu kartaflnanna. Hann er ekki hættu- legur heilsu manna, en engu að síður vilja Neytendasamtökin hvetja fólk til þess að setja ekki niður í garða sína matarkartöflur, allra síst erlendar. Slíkt gæti haft í för með sér óbætanlegt tjón fyrir framleiðslu garðávaxta á íslandi, en neytendur eiga þar ríkra hagsmuna að gæta. Magnús sýnir á Grjóti Magnús Tómasson myndlistar- nemi sýnir nú í Galleríi Grjóti Skólavörðustíg 4 í Reykjavík. Magnús heldur sýningu á fjölvun en það er þýðing á enska orðinu „multiple". Sum verkanna eru unnin á árunum 1968-69, en önnur eru yngri unnin úr pappír og kart- oni í þrívídd. Flest verkanna hafa ekki verið sýnd áður. Sýning Magnúsar er opin virka daga frá 12 til 18, en frá 14 til 18 um helgar. Sýningunni lýkur um mánaða- mótin. Myndina af Magnúsi tók Eik - í gær. -óg » Gífurlegur áhugi á ferðatilboðum verkalýðsfélaganna Mælist vel fyrir segir Sigrún Aspelund formaður Ferðanefndar BSRB „Við ætlum að skoða það núna í ferðanefndinni eftir páska hvort hægt verður að bæta við fleiri ferð- um, en það er greinilegt að hér er um að ræða kjarabót sem mælist mjög vel fyrir og við munum reyna að sinna enn betur á næsta sumri“, sagði Sigrún Aspelund formaður Ferðanefndar BSRB í samtali við Þjóðviljann. „íslenskar stúlkur eru mjög sóm- akærar og satt að segja vekur það undrun okkar að þær skuli ekki vilja verða módel hjá okkur því við bjóðum góða greiðslu - þær vilja bara alls ekki sitja fyrir naktar“, sagði einn af ritstjórum „herra- blaðsins“ sem auglýsti eftir Ijós- myndafyrirsætum í íslensku dag- blaði í sl. viku. „Þaö er synd fyrir Islendinga aö eiga þessar fallegu og gáfuðu stúlk- ur og svo vilja þær ekki sitja fyrir, í síðustu viku voru boðnir til kaups 350 farseðlar til Kaupmann- ahafnar á mjög hagstæðu verði sem BSRB bauð félagsmönnum sínum. Miðarnir seldust upp á augabragði og eru nú um 400 félagsmenn á bið- lista eftir hagstæðum fargjöldum. Aiþýðusamband íslands hefur einnig nýlega gengið frá farpöntun- um á rúmlega 400 plássum í sumar- -ég skil bara ekkert í þessu. Ætli ástæðan sé ekki sú að við auglýst- unt þetta ekki nógu vel. Aðeins þrjár stúlkur höfðu samband við okkur og tvær þeirra hættu við þeg- ar þær komust að því, að fyrirsætur okkar eru naktar á myndunum. Samt sem áður fá þær greiðslu fyrir aö taka þátt í keppni sem við stönd- um fyrir og auk þess sem verðlaun eru í boði fyrir þær sem sigra“, sagði danski aðstoðarritstjórinn þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. búðir danska Alþýðusambandsins, en alls bárust nærri 900 umsóknir frá félagsmönnum ASÍ. Það er ekki alveg nýlunda hér- lendis að stéttarfélög bjóði félags- mönnum sínum uppá hagstæð far- gjöld til sumardvalar erlendis, en á síðustu árum hefur þessi þjónusta aukist til muna og mun að öllum Tímaritið finnst ekki í alþjóð- legum lista yfir tímarit eftir því sem Rósa Kjartansdóttir í Bókabúð Braga tjáði okkur. Hún hafði einn- ig samband við Innkaupasamband bóksala og þar kannaðist enginn við þetta tímarit þó þangað komi sýnishorn af blöðunt sem gefin eru út og seld í bókabúðum á Norður- löndum. { auglýsingunni frá „herr- ablaðinu“ var sagt að það væri „stærsta herrablað Norðurlanda". Ólafur Hauksson útgefandi Samúels sagðist ekkert kannast við þetta tímarit en benti á að í auglýs- ingunni væri sagt að þetta væri stærsta biað á Norðurlöndum „sem ekki væri selt á íslandi“. Elín Pálsdóttir Flygenring hjá Jafnréttisráði sagði ráðið ekki geta aðhafst neitt á þessu máli, þarsern auglýsingin væri utan þeirra marka sem að jafnréttislögin kveða á um. JP/óg líkindum verða enn meiri á næsta sumri að sögn forráðamanna ASÍ og BSRB. Skipt á sumarhúsum Alþýðusambandið hefur um nokkurt skeið haft skipti á sumar- húsum við danska Alþýðusam- bandið. Mun meiri áhugi var fyrir þessum ferðum í ár en í fyrra og augljóst að ekki verður hægt að sinna öllum umsóknum. Sá háttur er hafður á í þetta sinn að aðildar- félög ASÍ fá úthlutað ákveðið mörgum sætum til Danmerkur eftir því hve mörg sumarhús þau láta undir dönsku gestina hérlendis. Öllum umsóknum um dönsku sumarhúsin var safnað saman og flokkað niðurá félögin hjá ASÍ en einstök félög vinna nú við að út- hluta ferðunum. Ferðir og þriggja vikna dvöl í dönsku sumarhúsun- um kosta hjá ASÍ 9.200 kr. fyrir fullorðnaen 5.600fyrir börn. Ferð- ir þessar eru í samráði við Samvinnuferðir-Landsýn sem verkalýðsfélögin eru eignaraðilar að. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja býður að þessu sinni ferðir til Danmerkur, Parísar, á Frönsku rí- veríuna og til Helsinki og Lenin- grad. í flestum tilvikum er flogið til Kaupmannahafnar og í nokkur skipti í samfloti með ASÍ. Orðin reynslunni ríkari Sigrún Aspelund sagði að félög- unum væri á margan hátt settur stóllinn fyrir dyrnar varðandi skipulag og framkvæmd þessara ferða og menn væru orðnir reynslunni ríkari og ákveðnir í því að hefja þegar í haust undirbúning að enn frekari þjónustu við sína félaga á næsta sumri. „Við teljum okkur ekki vera að taka frá ferðaskrifstofunum, því við erum að gefa fólki kost á að komast í sumarferð til útlanda á mjög hagstæðum kjörum. Fólki sem ella hefði ekki haft færi á að komast í slíkar ferðir“. -'g- Auglýsing frá dönsku „herrablaði“ Islenskar stúlkur sómakærar Vilja ekki sitja fyrir naktar, segir aðstoðarritstjórinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.