Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 16
MÚÐVIUINN Miðvikudagur 18. apríl 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag tii föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Magnús Jónsson veðurfræðingur um stórt álver í Eyjafirði: Hreint glapræði að reisa 200 þúsund tonna álver við Eyjafjörð miðað við veður- farsrannsóknir og loftmœlingar „Miðað við þær veðurfars- rannsóknir sem hér hefur verið unnið að um 10 mánaða skeið á vegum Staðarvalsnefndar, þá sýnist mér hreint glaþræði að reisa 200 þúsund tonna ál- ver við Eyjafjörð nema með þeim allra fullkomnasta hreinsi- búnaði sem þekkist í heiminum nú. Og jafnvel er óvíst að hann dugi. Það er svo mikið magn sem fer út í andrúmsloftið að ég efast um að sú loftræsting sem er í Eyjafirði nægi til að koma því burt“, sagði Magnús Jóns- son veðurfræðingur, en hann hefur nú um 10 mánaða skeið verið með veðurfarsrannsóknir vegna hugsanlegs álvers við Eyjafjörð. Magnús sagöi að hann myndi vinna að mælingum áfram í sumar, enda var alltaf stefnt að því að fá mælingar yfir heilt ár. Síðan sagðist hann búast við því að mælt yrði annað ár til, þar sem eitt ár dugar varla til að niðurstöður séu fullkomlega marktækar, en það væri samt enn óráðið, en tíminn er nægur, þar sem ekki er komið að því að reisa þetta álver. Hann sagði að þegar mælingum hans væri lokið myndu þær sendar til Háskóla íslands þar sem unnið verður úr öllum tölum, síðan mun Veðurstofa íslands fá niðurstöð- urnar til athugunar. Síðan verða allar niðurstöður sendar annað hvort til Bandaríkjanna eða Nor- egs, þar sem gerð verður dreifing- arspá, þar sem fundin er út blöndun á mengunarefnum í and- rúmsloftinu, sem er mjög flókið mál og ekki á færi nema örfárra stofnana í heiminum að fram- kvæma slíkt. „Það kæmi mér ekki á óvart þeg- ar menn eru búnir að gera upp fjár- hagslegu hliðina á þessu álvers- dæmi, að þá vegi niðurstöður eða útreikningar á blöndun lofts hér í firðinum, sem byggðar verða á þessum mælingum, þyngst á vogar- skálunum um ákvörðun byggingar álvers hér“, sagði Magnús Jónsson. -S.dór Álver við Eyjafjörð til umræðu á Akureyri: s Agreiningur í bæjarstjóm „Sumir hrœddir við að tiltekið fólk fylgist með málum frá fyrstu hendi“ Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lags og Kvennaframboðs á Akur- eyri kröfðust þess að Náttúruverndarnefnd bæjarins ætti fulltrúa í samstarfsnefnd um „dreifingarspá vegna loftmengunar frá hugsanlegu álvcri við Eyjafj- örð“. Framsóknarmenn og Sjálf- stæðismenn fóru undan í flæmingi á síðasta bæjarstjórnarfundi vegna þessa máls, en blaðið íslendingur greinir frá ágreiningi þessum á fimmtudaginn. Náttúruverndarnefnd hafði ósk- að eftir að fá fulltrúa í nefndina og forseti bæjarstjórnar Valgerður Bjarnadóttir sagði frá því að hún hefði látið þá skoðun í ljósi við full- trúa frá staðarvalsnefnd að eðlilegt væri að tveir fulltrúar væru úr bæj- arstjórn Akureyrar í þessum sam- starfshópi, þar sem mikill ágrein- ingur ríkti í bæjarstjórninni um málið. Þessu máli var vísað til bæjarráðs. Islendingur hefur eftir Sigríði Stefánsdóttur bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins, að nú væri að koma í ljós það sem hún óttaðist áður, að sumir væru hræddir við að tiltekið fólk fengi að fylgjast með þessum málum frá fyrstu hendi. -óg Seðlabankabyggingin steypt upp í ár 109 miljónir eru farnar í grunninn Þegar er búið að verja um 109 miijónum króna til byggingar Seðl- abanka íslands við Kalkofnsveg. Kostnaður nam um 85 miljónum króna í árslok 1983 en auk þess hafði 11.5 miljónum króna verið varið til byggingar bflageymslu Reykjavíkurborgar sem bankinn skuldbatt sig til að byggja fyrir ákveðið verð. Uppsteypu alls hússins á að vera lokið um mitt þetta ár auk smíði á þökum að hluta. Síðar á þessu ári verður byggingunni lokað með gluggum, gleri og álklæðningu sem keypt hefur verið frá Þýskalandi. Ennfremur er ætlunin að ljúka al- veg við bflageymslu bankans í kjallara nýbyggingarinnar. -v. Myndasmiðjan í kjallara Norræna hússins er vinsæll áningarstaður ungra sem aldlnna gesta á Friðarpáskum 1984. (Ljósm. Atli). Friðarpáskarnir 1984 í Norræna húsinu Fjölbreytt dagskrá - líka fyrir börnin Friðarpáskar 1984 halda áfram göngu sinni með margvíslegu efni. 1 gær hittust fulltrúar allra þing- flokka í Norræna húsinu og fjöll- uðu um efnið Utanríkisstefna ís- lendinga. Myndlistarsýningin opn- ar alla daga kl. 15.00 og er opin til kl. 22.00. Myndasmiðjan opnar kl. 16.00 og er opin til 17.00 og barna- tímar eru daglega kl. 15.00 og til kl. 16.00. í barnatímanum í gær fluttu fóstrunemar leikþátt fyrir börnin og Skólakór Seltjarnarness söng. í dag mun Guðrún Helgadóttir endurtaka upplestur úr sögu sinni Ástarsaga úr fjöllunum og sýnir með lestrinum skyggnur úr bók- inni, en Brian Pilkington teiknaði stórkostlegar kynjamyndir í bók- ina hennar. Þá munu leikarar úr1 Þjóðleikhúsinu flytja þátt úr leikriti Olgu Guðrúnar Árnadóttur Amma þó! og skólakór Kársnes- skóla syngur og sýnir hreyfileiki. Klukkan fimm hefjast umræður og erindaflutningur um vígbúnað á Norðurslóðum. Erindi flytja Árni Hjartarson, formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga, Kjartan Gunnarsson og Þórður Ingvi Guðmundsson. Björn Bjarnason og Steingrímur J. Sig- fússon ræða síðan um erindin og sitja fyrir svörum á eftir ásamt frummælendum. Fundarstjóri þar verður Magnús Torfi Ólafsson. Klukkan hálfníu flytur Þorbjörn Broddason erindi um heimsmynd fréttafjölmiðlanna og fulltrúar frá fjölmiðlum segja frá og sitja fyrir svörum um það efni. Frá Þjóðvilj- anum kemur Árni Bergmann. -Fundarstjóri verður Árni Gunn- arsson. ast Þórhalldur Vilmundarson í fyrirlestri um Harðar sögu og Hólmverja: Lykilsaga um Sturlu Sighvatsson Þórhallur Vilmundarson pró- fessor hélt fyrirlestur fyrir troð- fullum hátíðarsal Háskóla íslands á mánudagskvöld er hann nefndi Hver var hetjan í hólminum? í fyrirlestrinum leiddi Þórhallur rök að þvi að Harðar saga og Hólmverja væri samin af Styrmi fróða Kárasyni príor í Viðeyjar- klaustri og væri lykiisaga um Sturlu Sighvatsson, samtíðar- mann Styrmis. Sturla Sighvatsson lét flytja skemmu út í Geirshólma í Hval- firði og þar höfðust menn hans við eftir Bæjarbardaga og drógu að sér föng með ránum og yfir- gangi. Telur Þórhallur að þetta hafi orðið kveikjan að Harðar sögu. Lýsti hann síðan hernaðar- tækni Sturlu og reynslu, en hann hafði kynnst virkjagerð Hákonar konungs gamla á klettaborgum, svo sem í Túnsbergi, og í hólmum í ríki sínu. Þórhallur nefndi einn- ig ein 12 atriði sem mjög eru svip- uð með Herði Grímkelssyni og Sturlu og aðstæðum þeirra. Þá leiddi hann rök að því að Styrmir fróði Kárason, sem var Þórhallur: Söguna samdi Styrmir fróði Kárason, príor í Viðey, gagntekinn af dramatískum við- burðum samtímans. nákunnugur Sturlungum, hafði m.a. um hríð verið heimilismað- ur Snorra Sturlusonar í Reykholti, hefði samið þessa sögu, gagntekinn af dramatík samtímans. Styrmir var príor í Viðeyjarklaustri á árunum 1235- 1245 og taldi Þórhallur líklegt að frumgerð sögunnar hefði verið samin á árunum 1242-1245. Enn- fremur taldi Þórhallur að bæði Grettissaga og Gísla saga Súrs- sonar hefðu orðið fyrir áhrifum af Harðar sögu. Mörgum eru enn í fersku minni fyrirlestrar er Þórhallur Vil- mundarson flutti um svokallaða náttúrunafnakenningu á árunum 1967-68 en þá fyllti hann Há- skólabíó af áhugasömum hlust- endum. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.