Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.04.1984, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. aprfl 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð- Bjami Guðráðsson, Nesi, Reykholtsdal tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eivis Karlsson" ettir Maríu Gripe Þýðandi: Tort- ey Steinsdóttir. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurtregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Um- sjón: Björg Einarsdóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Jóns Aðal- steins Jónssonar frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egils- sonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (6). 14.30 Miðdegistónleikar Ingrid Haebler leikur píanólög eftir Wollgang Amadeus Mozarl. 14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Snerting Þáttur Arnþórs og Gísla Helg- asona. 18.10 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ól- afsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir, 20.00 Barnalög 20.10 Ungír pennar Stjórnandi: Hildur Her- móðsdóttir. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Veslings Krummi" eftir Thöger Birkeland Þýðandi: Skúli Jensson. Einar M. Guðmundsson les (3). 20.40 Kvöldvaka a. Kristin fræði forn Stefán Karlsson handritafræðingur blaðar í kirkju- legum bókmenntum miðalda. b. Kirkjukjó Akraness syngur Stjórnandi: Haukur Guð laugsson. c. Hverf er haustgríma Ævar R Kvaran les frásögn af dulrænum atburðum 21.10 Hugo Wolf - 3. þáttur: „Eichendorff og Goetheljóð“ Umsjón: Sigurður Þó Guðjónsson. Lesari: Guðrún Svava Svav- arsdóttir. 21.40 Útvarpssagan: „Syndin er lævís og lipur“ eftir Jónas Árnason Höfundur lýkur lestrinum (16). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passíusálma (49). 22.40 Við. Þáttur um fjölskyldumál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. RUV 2 10.00-12.00 Morgunþátturinn. Stjórnendur Ásgeir Tómasson, Jón Ólafsson og Páll Þorsteinsson.: 14.00-16.00 Allra handa. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir stjórnar. 16.00-17.00 Ryþmablús. Jónatan Garðarsson stjórnar. 17.00-18.00 Úti í Eyjum. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson stjómar Vestmannaeyjaþætti. 23.30-02.00 í vetrarlok. Samtengt við Rás 1. Vetur kvaddur og sumri heilsað með söng og spili og óvæntum gestum. Stjórnendur eru Hróbjartur Jónatansson og Valdís Gunnarsdóttir. RUV 18.00 Söguhornið Páskasaga Sögumaður Ásdís Emilsdóttir. Umsjónarmaður Hrafn- hildur Hreinsdóttir. 18.05 Tveir litlir froskar 2. þáttur. Teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnarsson. Sögumaður Sigrún Edda Björgvinsdóttir. 18.15 Afi og bíllinn hans 2. þáttur. Teikni- myndallokkur frá Tékkóslóvakíu. 18.20 Dýrarikið á Ólympíuskaga Náttúrulíls- mynd frá viðlendu verndarsvæði á norð- vesturströnd Bandarikjanna með fjölbreyttu og sérstæðu dýralifi og gróöurfari. Þýðandi og þulur Ellert Sigutbjörnsson. 18.55 Fólk á förnum vegi Endursýning 22. Hýbýlaprýði Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Barokksöngvar á föstu Flytjendur eru Inga Rós Ingólfsdóttir, selló, Hörður Áskels- son, orgel og Andreas Schmidt, bariton. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.45 Synir og elskhugar Fjórði þáttur. 22.40 Apaplánetan (The Planet of the Apes) Bandarisk bíómynd frá 1968. Leikstjóri Franklín J. Schaftner. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Roddy McDowall, Kim Hunter og Maurice Evans. Myndin gerist í fjarlægri framtíð. Geimfarar frá jörðinni nauðlenda á framandi plánetu eftir óralanga ferð. Þar ráða siðmenntaðir mannapar ríkj- um en menn teljast til óargadýra. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.30 Fréttir i dagskrárlok. frá lesendum Kennslan fari fram að sjómannasið Kennari hringdi: Við fögnum tillögu Árna Johnsen og fleiri þingmanna um framburðarfræðslu í skólum landsins. Við erum hér með viðbótartillögu um, að kennslan fari fram að sjómannasið. Það er mikið hagsmunamál okkar kennara að fá sem gleggstar eiðbeiningar um kennslu og kennsluhætti og því komum við með þessa ábend- ingu til þingmanna og menntamálaráðherra. Þeir eru að berjast í Beirút svo blíðmœlgi þarlendra deyr út. En til að þeir hœtti, ég held að það ætti að hóta að senda þeim Geir út. Lesandi. Sjónvarp kl. 22.40: Apaplánetan Ef þú vilt ekki að ég fari út í kvöld, geturðu bara sagt það! Úr kvlkmyndlnnl „Apaplánetan". Charles Heston er í aðalhlut- verkinu í kvikmyndinni, sem sjónvarpið sýnir í kvöld, en sú heitir á íslensku Apalánetan (The Planet of the Apes). Þetta er bandarísk mynd, gerð árið 1968, og leikstjóri er Franklin J. Schaffner. Efnisþráður er á þá Ieið, að geimfarar frá jörðinni nauðlenda á plánetu, sem er þeim ýkja fram- andi. Þetta reynist þó vera jörðin einhvem tíma í framtíðinni og nú hafa apar náð yfirhöndinni og teljast kóróna sköpunarverksins. Tegundin Homo Sapiens telst hins vegar til óargardýra. Myndin fær góða dóma í kvik- myndahandbók Þjóðviljans eða þrjár stjörnur, sem telst gott. Upphafi og endi myndarinnar er hrósað og apabúningarnir þykja með ágætum. Útvarp kl. 11.15: Ur ævi og starfi íslenskra kvenna Úr ævi og starfi íslenskra kvenna nefnist þáttur, sem Björg Einarsdóttir hefur haft umsjón með vikulega í vetur. í dag verð- ur fluttur 28. og jafnframt næstsíðasti þátturinn að þessu sinni. „Mér finnst nú vera enn fleiri konur, sem ég finn ríka ástæðu til að gera skil, en mér þótti er ég hóf þættina sl. haust og var þó þá af nógu að taka“, sagði Björg í sam- tali við blaðið. Hún sagðist hafa valið til umfjöllunar konur, sem væru í þeirri afstöðu til núlifandi fólks að þær gætu verið mæður, ömmur eða langömmur núlifandi fólks. Með því ætti fólk auðveld- ara með að samsama sig því efni sem flutt væri, og saga þessara kvenna yrði nútímafólki ná- lægari. Að þessu sinni mun Björg segja frá mæðgunum Sigríði Þor- steinsdóttur og Ingibjörgu Skaft- adóttur á Seyðisfirði. Sigríður var fædd árið 1841 og var yngst þriggja nafntogaðra dætra hjón- anna Valgerðar Jónsdóttur frá Reykjahlíð og Þorsteins Páls- sonar á Hálsi í Fnjóskadal. Eldri systur Sigríðar voru Valgerður, er var skólastýra á Laugalandi í Eyjafirði á síðasta fjórðungi 19. aldar, og Halldóra, er átti Tryggva Gunnarsson. Háls- heimilið var annálað menningar- heimili. Sigríður giftist Skafta Jós- efssyni, ritstjóra á Seyðisfirði Ásamt Ingibjörgu, dóttur sinni, stofnaði hún Framsókn, fyrsta kvennablaðið á fslandi. Það hóf göngu sína á Seyðisfirði 8. janúar 1895, nokkrum vikum áður en Kvennablað Bríetar Bjarnhéð- insdóttur. í ávarpsorðum þeirra í 1. tölu blaði segir m.a.: „Aðaltilgangur Framsóknar er sá að vinna að menntun og sjálfstæði íslenskra kvenna, og að undirbúa þær til að girnast að nota sér réttindi, er aldirnar kunna þeim að geyma. Blaðið fékk góðar undirtektir og var útkomu þess getið í sam- tímablöðum. Árið 1890 seldu þær blaðið tveimur konum í Reykja- vík, þeim Jarþrúði Jónsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur og héldu þær því úti enn í 2 ár. Um þær hefur Björg þegar fjallað í þátt- um sínum. Útvarp kl. 23.30: Vetur kvaddur með söng og spili Það er ótrúlegt en samt satt að á morgun er fyrsti sumardag- ur, hvorki meira né minna. Á morgun er jafnframt skírdagur og fyrsti frídagur af fimm til handa launafólki landsins. Það er því upplagt að opna fyrir útvarpið kl. hálftólf í kvöld og hlusta á þátt þeirra Hró- bjarts Jónatanssonar og Valdís- ar Gunnarsdóttur: í vetrarlok. Þar verður Vetur konungur kvaddur (og vonandi fer hann við svo búið! ) með spili og söng fram til klukkan tvö um nóttina. Nú er engin vekjaraklukka til að spilla friði næsta morgun - nema blessuð börnin og von- andi sofa þau eitthvað lengur frameftir. bridge Við höldum okkur við spil úr A- riðli, þar sem þrjár sveitir börðust grimmt um sæti tvö í úrslitunum. í dag er það spil úr síðari hálfleik í viðureign Sigurðar Vilhjálmssonar og Samvinnuferða. Þeir fyrrnefndu voru 47 impum yfir, og áhorfendur sem „fundu“ spennuna, flykktust að. Áttum breytt, Gjafari A, allir á: Norður S A H 1083 TAD82 L G10763 Vestur Austur S K9753 S DG10862 H D7542 H KG9 T 5 T 7 L 42 LKD9 Suður S 4 H A6 TKG109643 L A85 Vestur Norður Austur Suður Sig. S. Sturla Mörður Sig. V. 1 spaði 2 tíglar pass 5 tíglar pass pass Sigurður Sverrisson spilaði út spaða. Sigurður Vilhjálmsson tók trompið sem úti var. Spilaði síðan hjarta ás og hjarta áfram sem Hörð- ur vann á gosa. Sagnhafi trompaði hjarta kóng. Spilaði trompi á ásinn og lauf gosi út, Hörður lagði á kóng og eftir drjúga umhugsun drap suður á ás og spilaði laufi, gaf því tvo slagi á litinn og 100 til A/V. Það er réttara OG betra að gefa lauf kóng. Austur hafði jú vakið í spilinu og vestur doblaði ekki, sem er sennilegt að hann geri með mannsspil í 3 litum. Það var einnig viðbótar möguleiki, ekki stór að vísu, að austur ætti háspil stakt EÐA KD og í báðum tilvikum losnar sagnhafi við ágiskun í áframhald- ninu. í lokaða salnum unnust 5 tígl- ar, doblaðir, eftir svipaða spila- mennsku, en þar var lauf kóngur gefinn og lauf níu síðan hleypt yfir á tíu. Sigurður Sverrisson var óhress með sinn hlut, að fara ekki upp með hjarta drottningu í 4. slag og skipta í lauf, sem hnekkir spilinu. - „Ég átti að sjá það“, sagði Sigurður, alltaf sjálf-gagnrýninn. Tikkanen Hverjum er ofaukið vegna of- fjöfgunarinnar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.