Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 27. aprfl 1984 Sprengt 1 Öskju- hlíð Óðal hf. hefur hafið fram- kvæmdir í Öskjuhlíðinni vestan- verðri og þaðan dynja nú sprengi- drunur. I gamla grjótnáminu ofan við bílaleigu Loftleiða, á að rísa stórhýsi með veitingasölum, „squash“-sölum og keiluspilsbrau- tum. Húsið, sem að umfangi mun á stærð við Laugardalshöll, fellur inní námuna gömlu og er nú verið að dýpka hana áður en eiginlegar byggingaframkvæmdir hefjast. Sprengimotturnar eru engin smá- smíði eins og sjá má á þessari mynd. Ljósm. -Ál. Framtíðarkönnun - Is- land næsta aldarfjórðung Á vegum forsætisráðuneytisins er nú að fara af stað könnun á lík- legri framtíðarþróun og stöðu Is- lands næstu 20 til 30 árin. Tilgang- urinn með þessari athugun er að gera stjórnvöldum, atvinnuvegum og einstaklingum kleift að marka stefnu á ýmsum sviðum þjóðmála til lengri tíma. M.a. verður lögð áhersla á að greina þróun næstu 20 til 30 ár í nýtingu auðlinda til lands og sjáv- ar, á mannafla, menntun og þekk- ingu landsmanna, alþjóðlegum viðskiptum og verkaskiptingu, verðlagningu á helstu aðföngum og 1984 1985 Nýtt happdrættísár með §ölda stórra vínnínga Aftur hús Aðalvinningur ársins er fullgerð vernduð þjónustu- íbúð á einni hæð að Boðahlein 15, Garðabæ. í húsinu er fullkomið viðvörunarkerfi, sem tengt er þjónustu- og öryggismiðstöð í Hrafnistu Hafnarfirði. Húsið er 83,5 fermetrar með garðhýsi. Gangstéttar upphitaðar. Söluverðmæti 2,5 milljónir króna - Langstærsti vinningur á einn miða hérlendis. Auk þess ellefu toppvinningar til íbúðakaupa á 500 þúsund krónur, 100 bílavinningar, 480 utanlandsferðir og fjöldi húsbúnaðarvinninga. MIÐI ER MÖGULEIKI lala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir Happdrættí 84-85 1 afurðum, og áhrifum á atvinnulíf og afkomu landsmanna og sam- skipti við umheiminn, og að benda eftir föngum á þær þjóðfélags- breytingar og breytingar á gildi- smati og viðhorfum, sem líklega eru samhliða þeirri þróun. Athug- uninni er ekki ætlað að komast að einni ákveðinni niðurstöðu, heldur að benda á líklega þróun og afleið- ingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Meta þarf líklegan afrakstur af auð- lindum landsins, þekkingu og hæfni þjóðarinnar, benda á veik- leika og gera tillögur um úrbætur. Við framkvæmd verksins er gert ráð fyrir að 30 til 40 manna ráðgjaf- arhópur leggi drög að því hvernig að könnuninni skuli staðið og láti í té hugmyndir um líklega framtíðar- þróun. Ur þeim hópi verður síðan 7 manna framkvæmdanefnd, sem ætlað er að hafa frumkvæði í verk- inu. Ráðinn verður starfsmað- ur/verkefnisstjóri, til tveggja ára, sem mun hafa aðsetur á Þjóðhags- stofnun og er áætlað að leggja skýrslu þessa fyrir ríkisstjórnina fyrir árslok 1985. -S.S. Jafnréttisráð: Staða og störf kvenna athuguð Jafnréttisráð hefur ákveðið að hefja könnun á stöðu og störfum íslenskra kvenna. Nær hún til sömu staða á landinu og athugaðir voru árið 1976 á vegum Kvenna- ársnefndar. Verða niðurstöðurnar síðan bornar saman. í þessari könnun verður leitað svara hjá 560 konum í Reykjavík, Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöð- um og til bændakvenna víðs vegar um landið. Tilefni þessarar könn- unar nú er að á árinu 1985 lýkur kvennaáratugi Sameinuðu þjóð- anna. Ætlunin er að athuga ýmsa þætti í lífi kvenna, m.a. menntun pg störf þeirra. Vonast Jafnréttisráð eftir góðum undir- tektum. - v. Fjárhagsstaða sjávarútvegsins Miljarður í vanskilum Uttekt Þjóðhagsstofnunar á fjár- hagsstöðu útvegsins leiðir í ljós, að áhvflandi skuldir útgerðar vegna stofniána námu í árslok 1983 7.470 milj. kr. Þar af voru í vanskilum 1.075 milj. kr. Á sama tíma námu viðskiptaskuldir útgerðarinnar um það bil 850 milj., samkvæmt áætl- un Þjóðhagsstofnunar. Áhvílandi skuldir útgerðar við Fiskveiðisjóð í árslok 1983 námu 5.401 milj. kr. Þar af voru í vanskilum 762 milj. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um Fiskveiðisjóð íslands þess efnis að stjórn sjóðsins verði heimilt að áicveða að skuld- breytingarlán til fiskiskipa, sem af- greidd verða á yfirstandandi ári, megi nema allt að 90% af húftrygg- ingarverði þeirra. - mhg. Aðalfundur Búseta: Alþingi samþykki húsnæðis- frumvarpið Aðalfundur húsnæðissam- vinnufclagsins líúseta í Reykjavík og nágrennis sain- þykkti að skora á Alþingi að samþykkja fyrir þinglok hús- næðisfrumvarp félagsmála- ráðherra. Þá samþykkti aðal- fundurinn einnig að félagið skyldi beita sér fyrir stofnun landssambands húsnæðissam- vinnufélaga fyrir maílok ef mögulegt væri. Slíkt samband getur fengið inngöngu í samtök húsnæðissamvinnufé- laga á Norðurlöndum en henni fylgja margs konar réttindi og samvinna. Aðalfundurinn var haldinn hinn 15. apríl að Hótel Borg í Reykjavík. Á fundinum var einnig samþykkt að skora á Alþingi að stuðla að jafnrétti í húsnæðismáium með lán- veitingum, sem tryggja að all- ir landsmenn geti búið við ör- yggi í húsnæðismálum. Minnt var á, að lengi hafi verið á- formað að veita þriðj ungi þess fjármagns, sem fer í húsnæðis- lánakerfið, til félagslegra bygginga, en nú rennur aðeins um tíundi hluti húsnæðislána til félagslegra bygginga. Rekstur íbúða með búsetu- rétti verður á félagslegum grundvelli og af þeim ástæð- um sé eðlilegt að tryggja rétt- indi húsnæðissamvinnufélaga til lána úr félagslegum hús- byggingasjóðum. A fundinum var Jón Rúnar Sveinsson endurkjörinn for- maður félagsins. Stjórnina skipa að auki: Auður Styrk- ársdóttir, Ásdís Ingólfsdóttir, Birna Þórðardóttir, Gísli Hjaltason, Guðni Jóhannes- son og Jón Ásgeir Sigurðsson. Varastjórn skipa: Páll Gunn- laugsson, Harpa Njálsdóttir, Sigurjón Þorbergsson, Guð- ríður Haraldsdóttir og Guð- munda Helgadóttir. Skrifstofa Búseta í Reykja- vík er að Hamragörðum, Há- vallagötu 24, og síminn er 25262. ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.