Þjóðviljinn - 02.06.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.06.1984, Qupperneq 7
Helgin 2. - 3. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Á annað þúsund Baader fiskvinnsluvélar í notkun hérlendis Þessi tæki þarf að nýta á allra hagkvæmasta máta segir Karl Ágústsson fram- kvæmdastjóri Baader Þjónust- unnar sem er hér sú umsvifa- mesta utan Þýskalands Það er víst að hvergi hérlendis er að finna fiskvinnsluhús þar sem ekki er unnið með Baader vél. Talið er að á annað þúsund f iskvinnsluvélar frá Baader séu í notkun hér og marg- ar þeirra hafa gengið nær stanslaust í áratugi. Til að fræðast ögn nánar um sögu Baader verksmiðjanna þýsku og þátt þessra véla í íslenskum fiskiðnaði var rætt við Karl Agústs- son framkvæmdastjóra Baader þjónustunnar á íslandi en hjá umboðinu starfa nú 24 menn þar af 14 á verkstæði og við þróun og smíðar fiskvinnslutækja. Karl Ágústsson: Góð samvinna vlð flskiðnaðlnn hefur leltt af sér ýmsar nytsamar lagfæringar og nýjungar. Mynd-Loftur. Flökunin fundin upp - Byrjunina má rekja aftur til ársins 1919 þegar Rudolp Baader hóf að smíða fyrstu fiskvinnsluvél- ina í Liebeck. Þá var allur fiskur unnin í höndunum og hann sá þá öðrum fremur þá miklu möguleika sem voru fyrir hendi að vélvæða þessa vinnslu. Áhuga hans á þess- um málum má sjálfsagt rekja til þess að tengdafaðir hans rak niður- suðuverskmiðju sem m.a. vann úr fiskafurðum og faðir hans átti véla- verkstæði. Þessum manni, Rudolf Baader, dettur í hug á undan öðrum að vinna fisk í vélum og í rauninni finnur hann upp flökunina. Áður var fiskur annaðhvort saltaður flattur eða bútaður en flökun sem slík þekktist ekki. 1921 kom fyrsta vélin á markað- inn. Hún var kölluð hausunar- og beinaúrtökuvél en ekki flökunar- vél sem hún reyndar var. - Nei ég held að það hafi ekki gengið sérlega vel að selja þessa vél í upphafi og það komst ekki skriður á framleiðslu þessa fyrirtækis fyrr en eftir síðari heimstyrjöldina. í stríðinu voru verksmiðjumar tekn- ar undir hergagnaframleiðslu eins og allar verksmiðjur í Þýskalandi á þeim tímum og í stríðinu datt þetta allt niður. Rússar t.d. og fleiri höfðu keypt nokkuð af vélum fyrir stríðið og höfðu mikinn áhuga á þessum tækjum. Þð er ekki fyrr en nokkru eftir stríðslok að farið er að endurreisa verksmiðjuna og fram- leiðslan hefst af einhverri alvöru. Þetta er að sjálfsögðu ekki nema lauslegt yfiríit yfir söguna fyrstu áratugina og þyrfti að bæta ýmsu fróðlegu við til að gefa sem fyllsta mynd af upphafinu. 25 ár á íslandi - Já hérna heima byrjar þetta uppúr 1954. Þá var hér á ferð þýsk- ur maður Ulrich Marth og sá þá möguleika sem voru á notkun þess- ara fiskvinnsluvéla hér á landi. Hann færði þetta í tal úti í Þýska- landi og var síðan skipaður fulltrúi verksmiðjunnar hérlendis. Baader þjónustan h.f. var síðan stofnuð hér í september 1959 og á hún því 25 ára afmæli núna í haust. Héma var þá lítið fyrir af vélum til fískvinnslu þegar þjónustan tók til starfa. Fyrstu vélamar sem tekn- ar vom hér í notkun vom langt frá því eins góðar og þær sem nú em í notkun í frystihúsum og þær skiluðu þá lélegri nýtingu en hand- avinnan. í dag hefur þetta hins veg- ar snúist við. Vissulega hafa ekki allir verið hrifnir af því að taka þessar vélar inn í vinnsluna. Áður var þetta allt handunnið og ýms störf féllu því niður en önnur komu í staðinn eins og ávallt er þegar tæknin heldur innreið sína. Þetta gekk því rólega yfir í fyrstu. Fyrsta stóra flökunar- vélin fór til Einars Sigurðssonar í Eyjum og um svipað leiti var send- ur héðan til Þýskalands 15 manna hópur til að læra meðferð þessara véla. Margir þessara manna em í dag tæpum 30 ámm seinna enn starfandi við vélarnar bæði hér í þjónustunni og í fiskvinnsluhúsum. 130 af 482 vélum hingað til lands Ég held að mestu straumhvörfín hafi verið þegar stóra flökunarvél- in Baader 99 kom og svo aftur 1957 þegar fyrsta flatningsvélin Baader 414 kom. Það varð geysilegur léttir af að koma þessari erfiðu vinnu í vélar og em um 130 slíkar vélar í notkun hér í dag. 1972 kom síðan ný kynslóð af flökunrvélum. Baa- der 189 og í mars sl. var búið að selja samtals í heiminum 482 slíkar vélar og þar af 130 hingað, en þessi vél hefur hentað mjög vel fyrir okkar fiskvinnslu. Þessar tölur sýna að heimsmarkaðurinn er ekki stór en hlutdeild íslands er stór á þessum markaði en vegna þess hve mikil sérhæfð vinna liggur að baki þróunar hveríar einstakrar vélar þá kemur það kannski ekki á óvart að þetta þykja dýrar vélar en þær eru líka endingargóðar eins og reynslan hefur sýn. Það em nokkur ár síðan allt að 40 ára hausunarvél- ar vom teknar úr umferð hér, ekki vegna þess að þær væm úr sér gengnar, heldur vegna þess að þær uppfylltu ekki lengur ákvæði um öryggi og of dýrt þótti að koma slíkum búnaði fyrir. Minni þorskafli kallar á fleiri vélar Svo undarlega sem það hljómar þá hefur minnkandi þorskafli og kvótaskipting aukið mjög eftir- spurn á vélum frá okkur. Nú er farið að nýta fleiri fisktegundir en áður og til þess þarf nýjar og sér- hæfðar vélar. Kvótaskiptingin er slæm fyrir mörg frystihúsin því það þarf að taka upp fleiri vinnslulínur en áður var en þetta er hagkvæmt fyrir okkur. Húsin þurfa fleiri vél- ar. Það er nokkuð um að vélar séu sérsmíðaðar eða endurbættar fyrir íslenskan fiskiðnað. Vinnslufiskur hér er nokkuð stærri en almennt erlendis. Þá hefur t.d. kolaflökun- arvélin verið sérútbúin fyrir grá- lúðuvinnslu. Sú endurbót var fram- kvæmd af starfsmönnum okkar í samvinnu við Baader í Þýskalandi og aðrar þjóðir hafa notið góðs af því. Samkeppnin er ekki mikil í þess- ari vélaframleiðslu, en Baader hef- ur nokkra sérstöðu þar sem boðið er upp á svo fjölbreytt úrval véla auk þess sem stór hluti af hagnaði fyrirtækisins er lagður í framþróun. Þar með er ekki sagt að allar nýj- ungar spretti upp í þeirri þróunar- deild, en þeir kaupa einnig nýjung- ar frá einstaklingum og smærri fyrirtækjum og sjá um útfærsluna. Hér á íslandi höfum við lagt sífellt meiri áherslu á þróunarvinnu og námskeiðahald fyrir þá sem stýra og stjórna þessum vélum. Góð samvinna við fiskiðnaðinn hefur leitt af sér ýmsar nytsamar lagfær- ingar og nýjungar og m.a. má nefna að tveir starfsmenn hjá okk- ur hafa þróað og fengið einkaleyfi á sérstökum hausunarbúnaði sem nú er framleiddur í verksmiðjunum úti og seldur um allan heim og það er ýmislegt á döfinni bæði hér heima og erlendis sem m.a. verður kynnt á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöllinni í haust. Hvert gramm í betri nýtingu skiptir sköpum Það sem við höfum verið að leggja áherslu á í gegnum tíðina og hefur borið mikinn árangur á síð- ustu árum, er að þessi stórvirku tæki séu nýtt á hagkvæmasta máta. Vélar séu stilltar þannig að há- marksnýting fáist og þeim sé haldið vel við. Við skulum átta okkur á því að illa beittur hnífur getur t.d. skilið eftir 10 gr. fisktægju á hverj- um beinagarði. Þetta þykir engum mikið, en þegar tekið er með í dæmið að kannski 12000 fiskar ganga í gegnum þessa sömu vél á einum degi þá eru þetta samtals 120 kg sem fara forgörðum og það þýðir minnst hundruð dollara tap í útflutningstekjum. Hvert smátt gerir eitt stórt og það sem jákvæð- ast við þróun síðustu ára er að menn eru farnir að átta sig á þess- um hlutum og þrátt fyrir minnkandi afla þá er ég viss um að við eigum að geta haldið sama verðgildi og fyrrum með betri nýt- ingu. -»g- Hér er unnlð af kappl við aðgerð á Siglufirðl snemma á öldlnnl. Þá var það handavlnnan eln sevn dugðl. Vélvæðlng f flskvinnalunnl er sífellt að verða víðtækarl. Hér er breytt frá því sem áður var. Einn maður og stór flökunarvél sem afkastar margfalt á vlð handflökunlna auk þess að sklla betri nýtlngu hráefnlslns.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.